Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.08.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 65 ÍDAG I BRIDS Vmsjón Guðmundur Páll Arnarson TILGANGUR hindrunar- sagna er auðvitað sá að gera andstæðingunum erfltt um vik að koma spilum sínum á framfæri. En stundum hafa þeir ekkert til málanna að | leggja og það er makker I sem situr í súpunni. Les- | andinn ætti að setja sig í spor norðurs, sem tekur upp þessa fallegu hönd hér fyrir neðan og þarf að velja fram- hald eftir opnun makkers á þremur laufum. Spilið er frá landsliðsæfíngu í síðustu viku: Noj-ður A AD8432 » A95 * A93 * D Suður opnar í fyrstu hendi á þremur laufum - á hættu gegn utan hættu. Vestur passar og þitt er að segja. Hindrunarsagnir geta verið töluvert breytilegar að styrk og litargæðum, en flestir eiga þó fyrir sínu í | þessari stöðu - á hættu gegn I utan. Þar með kemur ekki til greina að passa og raunar * virðist blasa við að segja fyrst þrjá spaða og sjá hvað setur. Steinar Jónsson gerði það á móti Ásmundi Páls- syni, en þeir voru þar að spila saman í fyrsta sinn og höfðu því engan reynslu- grunn að byggja á: Norður * AD8432 * A95 * A93 A D Vestur * 9 v 8743 * KD1062 * 875 Suður A 5 y 102 ♦ G75 * ÁKG10962 Ásmundur sagði fjögur lauf og Steinar passaði. í legunni er það raunar allt sem spilið þolir í laufum, en sé aðeins litið á hendur NS virðist slemma, jafnvel al- slemma ekki slæmur kostur. Spaðakóngurinn þarf bara að koma niður annar eða þriðji og þá eru þrettán slag- ir í húsi. Á hinu borðinu voru Sverrir Armannsson og Að- alsteinn Jörgensen í NS. Sverrir vakti á þremur lauf- um, sem er bústin sögn í þeirra kerfl, því þeir eiga kost á veikari hindrun í gegnum tvö grönd. Aðal- steinn lét því spaðalitinn iiggja ómeldaðan og stökk beint í sex laufl Ágæt hug- mynd, en árangurinn var ekki eins góður: tveir niður, þar eð austur lá með kóng- inn fimmta í spaða á eftir blindum. I þessu spili hefði reynst best að spila þrjú grönd, en með drottninguna staka í líflitnum getur norður tæp- lega sætt sig við _þá loka- sögn. Ef suður á ÁK smátt sjöunda er til dæmis ekki mikið vit í þremur göndum, en sjö lauf gætu hins vegar staðið. Austur 4 KG1076 y KDG6 ♦ 84 * 43 \ Árnað heilla n K ÁRA afmæli. í dag, I 0 þriðjudaginn 1. ágúst, verður 75 ára Sigur- björg Schram Kristjáns- dóttir, Bláhömrum 2. Af því tilefni býður hún til veislu í húsnæði Næturgalans, Smiðjuvegi 14, Kópavogi, í dagkl. 17-20. r A ÁRA afmæli. í dag, 0U þriðjudaginn 1. ágúst, verður fimmtugur Jakob Hörður Magnússon, veitingamaður, Skildinga- nesi 3. Eiginkona hans er Valgerður Jóhannsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag frá kl. 19. 17 A ÁRA afmæli. í dag, I V/ þriðjudaginn 1. ágúst, er sjötugur Sæmund- ur Guðmundsson, Ekru- smára 1, lögregluvarðstjóri í Kópavogi, frá Kvígindis- firði A-Barðastrandarsýslu. Sæmundur dvelst á Kvig- indisfirði á afmælisdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og si'ma- númer. Fólk getur hringt í sima 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík SKAK Umsjón llelgi Áss liri’la rsson Zurek (2435), hafði hvítt gegn landa sínum Lúkasi Cernousek (2259). 19. Rxd5! Dxd5 20. Dxd5 Hxd5 21. Hc8+ Bf8 22. Hxa8 Hc7 111 nauðsyn þar sem eftir 22,..Hxa5 23. Hcl Kg7 24. Hcc8 fellur svarti biskupinn bótalaust. Textaleikur- inn býður hins vegar ekki upp á mikið betri h'fsvon fyrir svartan því hann verður tveim peð- um undir. Hvítur á leik. STAÐAN kom upp í A- flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi sem fram fór dagana 21.-29. júh' síðastliðinn. Sigurvegari mótsins 1998, tékkneski al- þjóðlegi meistarinn Milan Framhaldið varð: 23. Hxa7 Hc2 24. Rf4 Hb5 25. Hbl Ha2 26. Rd3 Bd6 27. Ha8+ Kg7 28. Hd8 Bc7 29. Hd7 Bxa5 30. Re5 Bc3 31. Hxf7+ Kg8 32. Hc7 Bb2 33. Rd3 Hxb3 34. Rcl! og svartur gafst upp saddur lífdaga. LJOÐABROT FYRSTA JURT VORSINS Vorið í dalnum opnar hægt sín augu, yljar á ný með vinarbrosi ljúfu. Eins og þá barnið rís af rökkursvefni, rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni þúfu. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur. Guði sé lof, að líf þitt blómstrar aftur, líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur. Viðkvæmu blöð, ó, feimna holtsins fegurð, fagnandi hér ég stend og einskis sakna. - Nú skal ég aldrei tala um fátækt framar, fyrst ég má enn þá horfa á yður vakna. Jóhannes úrKötium. STJÖRNUSPÁ eftir Franees Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur góðri skipu- lagsgáfu og því er oft leitað til þín um forystu til iausnar málum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú lendir í því að þurfa að semja upp á nýtt í máli sem þú hélzt að væri komið í höfn. Sýndu þolinmæði, þá mun þér ekki takast síður upp en fyrr. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er mannbætandi að gefa sér tíma til þess að njóta ein- hvers af þeim listviðburðum, sem í boði eru. Vertu óhrædd- ur við að kynna þér framandi hluti. Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) AA Orðsins list er öðrum dýrari. Settu þér það mark að tala fagurt mál og rita. Islend- ingasögurnar eru bóka beztar til þess að læra af. Krabbi (21. júní-22. júli) Það er ekki nóg að fá hug- myndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Veldu nú eina eða tvær og hættu ekki fyrr en þær eru orðnar að raunveruleika. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það er hollt að setjast niður öðru hverju og fara í gegn um þau mál, sem á dagskrá eru. Þannig gefst nauðsynlegt tóm til þess að vega þau og meta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Láttu ekkert stöðva þig í að fá útrás fyrir sköpunarþrá þína, það þarf engar stórkost- legar æfíngar til, aðeins tíma, íhygli ogró._____________ Vog m (23.sept.-22.okt.) Það er nú svo komið að jafn- vel ákvarðanir um smæstu hluti vefjast fyrir þér. Taktu þér frí, ef tækifæri er til, ann- ars verður þú að taka þér tak. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu ekki aðfinnslur ann- arra draga úr þér allan kjark. Skoðaðu málin í rólegheitum og leiðréttu það sem laga þarf og haltu svi þínu striki. Bogmaður _. (22. nóv. - 21. des.) Ik) Gættu þess að flækjast ekki inn í atburðarrás sem gæti komið þér í koll. Treystu fyrst og fremst eigin innsæi, en síð- ur umsögnum annarra. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú þarft að leita skýringa á þeim málum, sem eru að vefj- ast fyrir þér. Það er margs konar fróðleik að hafa að það er bara að bera sig eft- ir honum. Vatnsberi (20.jan. -18. febr.) Nýir vendir sópa bezt segir máltækið. Veetu því óhrædd- ur við að brydda upp á nýj- ungum, en gleymdu því ekld að það er líka margt gott í gangi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að taka þér tak og hreinsa borðið; þú hefur látið of mörg verk reka á reiðan- um. Láttu þér ekki til hugar koma að hvílast fyrr en þetta er búið. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni visindaíegra staðreynda. ÚTSALA ÚTSALA Enn meira verðhrun Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 & lau. frá kl. 10-14. Kvonfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. SkélavörðuslÍE ób Stml 552 4433 Tarotskóli Pálínu í Biáa Geislanum Levndardómar Spilanna 25/8, 26/8 og 1/9, 14 kennslustuntdir Innritun hafm í fyrsta áfanga af þremur í versiuninni. ftsala! Glæsilegar yflrhafnir . öpið laugardag Ii*á kl. 10 - 16 \<#HW5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. FræSsluauglýsing frá Undlæknisembættinu www.landlaeknir.is Að sprauta sig eða ekki Þegar hafa yfir 6oo manns á íslandi greinst með lifrarbólgu C. Langflestir fengu sjúkdóminn vegna fíkniefna sem sprautað var í æð. Á komandi árum munu margir verða fyrir varanlegu heilsutjóni vegna sjúkdómsins og þjóðfélagið mun bera umtalsverðan kostnað. • Lifrarbóiga C er bráður og viðvarandi sjúkdómur • Sjúkdómurmn er venjulega einkennalaus þar til skorpulifur myndast • 15-20% af þeim sem eru með viðvarandi sýkingu fá skorpulifur innan 20-30 ára frá smiti. • 1-5% af þeim sem eru með viðvarandi sýkingu fá lifrarfrumu- krabbamein • Áhættan á lifrarfrumukrabbameini hjá þeim sem eru með skorpulifur er 1-4% á ári hverju Eina raunhæfa leiðin til að draga úr útbreiðslu sjúkdómsins er að stemma stigu við fíknefnaneyslu í landinu með öllum tiltækum ráðum. Landlæknisembættið Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is EITTHVAÆ) NÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.