Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 4

Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veðurspáin hjá vefsíðunum um verslunarmannahelgina Bundið verður fyrir munninn á Kára : ;V\ :.. mt alskýjað alskýjað alskýjað alskýjað skúrir skúrir skúrir 10-12°C Hæg S V 10-12°C 9-12°C 9-11°C HægS Hæg NV HægA hálfsk. 3 léttsk. hálfsk. N N' 9-13'C 9-11 °C 9-12°C < • ''y' X hálfsk ö skýjað jjUjti» *i 8-13°C 8-11°C V v. % m '■S AKUREYRI | ' j | ' alskýjað skýjað alskýjað alskýjað skúrir 10-12°C 10-14°C 10-13°C 10-12°C N 3-5 S 3-5 Hægviðri A3-5 X ^ ■••V A: / hálfsk. -ö léttsk. <á léttsk. 10-15°C 6-18°C 10-19°C e .’a vg C -2 S- ss £ *§ •§ áiS © o •c 2 ! FÖ LA su MÁ 'Ö / ’ skýjað alskýjað alskýjað alskýjað skúrir skúrir skúrir 10-11°C 10-12°C 1Q:]2!C 10-11°C Hæg SV HægS HægV Hæg SA REYKJAVÍK ! ■í I 1 3 hálfsk ö skýjað skúrir 7-15°C 15-18°C | & léttsk. 12-16°C Hægviðri > M Hvar skal tjalda? mé f egilsstaðír — m/ skýjað léttsk. hálfsk. skúrir 9-13°C 9-14°C 4-11°C íiíifttas*'/ FÖ LA su MÁ H ö skýjað alskýjað alskýjað alskýjað skúrir skúrir rigning 8-1 rc 8-12°C 9-12°C 9-12°C V3-5 S 3-5 V 5-8 SA10-15 jRS ; 0 V/' c.-s 'Í'« h! S> 11 FÖ I.A su MÁ 'cÓ ö ö hálfsk. hálfsk. skýjað alskýjað skúrir 8-15°C 8-17°C 9-18'C 9-14°C Hægviðri HægS SV3-5 Hæg A '£3 I—* VESTMANNAEYJAR § --dS jk hálfsk hálfsk. >c léttsk. léttsk. hálfsk. 7-14°C 8-16°C ▲ * 9-14-C 9-15°C 8-10°C 4 s '/X o hálfsk. b 9-13°C Ud Hægviðri skýjað 8-13°C o o ■G 2 ! 'cQ ö <£3 hálfsk. skýjað skýjað 8-16°C 7-10°C 7-12°C Ætlar þessi að vera í íelum? ! Ö skýjað skýjað skúrir skúrir 11-13°C 12-15°C léttsk. skýjað 8-13°C 14-16°C 4 <u OJ O W hálfsk. § 12-13°C «2 Hægviðri (CD) © (o) , Á, Ol V CO o 1ɧ hálfsk. i 12-18°C Ud Hægviðri MbUGÓI A Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um varðveislu IR-hússins Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri inniánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. ®BÚNAÐARBANKINN HEIMILISLlNAN Traustur banki www.bi.ls INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að bestu leiðir til varðveislu IR-hússins séu varla framkvæmanlegar. Að sínu mati hefði annars vegar helst komið til greina að nýta það sem íþróttahús fyrir Landakotsskóla á núverandi stað. Hins vegar að færa það neðar á Landakotstúnið, þar sem það stóð upphaflega, og varðveita sem fyrstu kaþólsku kirkjuna hér á landi. „Við verðum að hafa í huga að húsið er í eigu IR og stendur á lóð kaþólsku kirkjunnar. Eins og við vit- um er fallinn hæstaréttardómur um að ÍR beri að fjarlægja húsið. Ég hef rætt fyrri kostinn við forráðamenn Landakotsskóla og það er ljóst að áhugi eða grundvöllur fyrir honum er ekki fyrir hendi. Seinni kosturinn er líka vandkvæðum bundinn, þar sem hann krefst þess að sneitt sé af Landakotstúninu. Græn svæði í þessum borgarhluta eru af skornum skammti og mega varla við slíkri að- gerð,“ segir borgarstjóri. Spurning um varðveislugildi flutnings Ingibjörg segist vera þeirrar skoðunar að vafasamt sé hversu mikið varðveislugildi það hafi að flytja húsið eitthvað annað. „Spyrja má hver tilgangurinn væri með flutningi á Arbæjarsafn. Auðvitað Bestu leiðir illa framkvæmanlegar verður að setja hús í forgangsröð og ekki er hægt að flytja öll hús þangað sem þarf að losna við annars staðar. Pá verður einnig að vera hægt að nýta þau með einhverjum hætti á safninu," segir hún. Hún segir að helst væri hægt að nýta húsið sem sýningarhús á Ár- bæjarsafni, en ekki sé skortur á sýn- ingarhúsum á safninu. „Pað er ekki hægt að geyma húsið óhitað á safn- inu, en þar eru þau flest óhituð,“ segir Ingibjörg. Menningarmálanefnd Reykjavík- ur fjallaði um ÍR-húsið á fundi sín- um í gær. Þar var lögð fram eftir- farandi bókun: „Samkvæmt samþykktum um Menningarmála- nefnd Reykjavíkur ber nefndinni að fjalla um húsvernd í Reykjavík. ÍR-húsið, sem stendur við Tún- götu, er byggt árið 1897. Það var reist aðeins neðar í götunni en var flutt á núverandi stað árið 1929. í því húsi var fyrsta kaþólska kirkjan á Islandi frá siðaskiptum en eftir flutning þess hefur það verið íþróttahús. I húsinu er stór hluti ís- lenskrar íþróttasögu skrifaður og er það miðpunktur þess sem kallað hef- ur verið gullöld íslenskra frjáls- íþrótta. í tillögum Húsverndarnefndar Reykjavíkur er lagt til að húsið verði friðað, en tillögur nefndarinnar eru fylgiskjal með gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. Menningarmálanefnd tekur undir þessi sjónarmið og leggst alfarið gegn niðurrifi hússins og leggur til að húsinu verði fundin verðug staðsetning og hlutverk — * * tilliti til sögu þess.“ Reynt að ná samkomula í yfir áratug Sr. Hjalti Þorkelsson, skólas Landakotsskóla, segir að forsvars- menn Kaþólsku kirkjunnar og Landakotsskóla hafi í meira en ára- tug reynt að ná samkomulagi við stjórn ÍR um framtíð hússins. „í þeim viðræðum komu fram ýmsar hugmyndir. Þar á meðal sú, að Ka- þólska kirkjan yfirtæki húsið og flytti til á lóðinni, gerði það upp og notaði sem safnaðarheimili fyrir Kristskirkju. Lítið bar á áhuga for- svarsmanna ÍR á menningarsögu- legu gildi hússins í þessum viðræð- um. Hins vegar settu þeir fram svo óheyrilegar kröfur um verð fyrir húsið að enginn grundvöllur var fyr- ir samningum. Þess vegna sá kirkj- an sér ekki annað fært en leita úr- dómstóla í málinu og leiða það þannig til ]ykta,“ segir sr. Hjalti. í frétt í Morgunblaðinu í gær kom nglega fram að IR hefði byggt isið. Hið rétta er hins vegar að það var fyrsta kaþólska kirkjan í Landa- koti, eins og getið var í forystugrein blaðsins í fyrradag, og stóð frá 1896 til 1930 í Landakotstúni, neðar en nú. Þegar Kristskirkja var tekin í notkun lét Meulenberg biskup Iþróttafélagi Reykjavíkur húsið í té endurgjaldslaust en þó með nokkr- um skilyrðum sem tilgreind voru í þinglýstum samningi. I fyrsta lagi yrði húsið flutt þang- að sem það nú stendur. I öðru lagi þyrfti ÍR að greiða leigu fyrir lóðina. I þriðja lagi hefði Landakotsskóli ókeypis not af húsinu fyrir íþrótta- kennslu nemenda á meðan húsið stæði á lóð kirkjunnar. Þá var um það samið, að þyrfti kirkjan á lóðinni að halda skyldi ÍR fjarlægja húsið af lóðinni eða selja það kirkjunni á verði sem dómkvaddir matsmenn tilgreindu. Ekki mun hafa verið gengið eftir greiðslu á lóðaleigunni síðustu ára- tugi. íþróttafélag Reykjavíkur hætti fyrir löngu að nýta húsið fyrir starf- semi sína, en hefur leigt það út, m.a. til Reykjavíkurborgar. Sr. Hjalti segir að húsið sé í slæmu ásigkomu- lagi og að óhæft sé að kenna þar íþrótttr. „Ef Landakotsskóli á að halda áfram starfsemi sinni er því nauðsynlegt að byggja nothæfan íþróttasal á skólalóðinni," segir hann. Gæsluvarð- hald framlengft um tvo mánuði HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhalds- úrskurð yfír manni á þrítugsaldri til 2. október, sem grunaður er um að hafa valdið dauða Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur. Hún fannst látin við fjölbýlishús í Engihjalla 27. maí sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.