Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umferð um Borgarnes hefur aukist um 30% á síðustu árum Kallar á aukna lög- og heilsugæslu Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson Umferð um Borgarnes og nágrenni hefiir aukist á síðustu árum. UMFERÐ hefur aukist mjög um Borgames á síðustu árum og sam- kvæmt umferðartalningu Vega- gerðarinnar jókst umferð um Borg- arnes um 30% frá 1995 til 1999. Þá er miðað við meðalumferð á dag yfir sumarið. Á mestu álagstímum getur umferðin orðið mjögþung. Síðasta sunnudag fóru um 1.000 bflar á klukkustund um Borgames þegar umferðin var einna mest. Föstudaginn fyrir síðustu versl- unarmannahelgi fóm 7.587 bflar um Ilvalfjarðargöng á einum sólar- hring. Það má ætla að obbinn af þeirri umferð hafi einnig farið um Borgames. Bæjarráð Borgamess vill að auknum fjármunum verði varið til lög- og heilsugæslu í um- dæmi Borgarneslögreglunnar. Tveir lögregluþjónar á vakt Stefán Skarphéðinsson, sýslu- maður í Borgamesi, telur augljóst að fjölga þurfi í lögregluliði Borgar- neslögreglunnar. Aukin umferð hljóti að kalla eftir efldri löggæslu. Á góðum degi megi búast við að um 20.000 manns séu á ferð um um- dæmi Borgarneslögreglunnar. íbúafjöldi í héraðinu er um 3.500 en í héraðinu era rúmlega 2.000 sum- arbústaðir auk annarrar aðstöðu fyrir ferðamenn. Þrátt fyrir að um- ferð hafi aukist mikið frá því að Hvalfjarðargöngin opnuðu hefur engin samsvarandi aukning orðið á fjölda lögreglumanna. Tveir lög- reglumenn em á vakt alla jafna og um nætur er bakvakt. Umdæmi Borgameslögreglunnar nær frá Hvalfjarðarbotni í suðri til sýslu- marka á Holtavörðuheiði í norðri. Til þess að sinna þessu svæði hefur lögreglan haft tvo lögreglubfla til umráða. Vegna heimsóknar Haralds Noregskonungs fékk Borgar- neslögreglan þó Iánaða eina bifreið til viðbótar. Stefán segist vonast til þess að Borgameslögreglan haldi henni fram yfir verslunarmanna- helgi. Stefán segir að hann hafi fyrir nokkm óskað eftir auknum fjárveit- ingum til löggæslu og beiðnin sé til athugunar hjá dómsmálaráðuneyt- inu. Einn sjúkraflutningamaður í Borgamesi Guðrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar- innar í Borgamesi, segir brýnt að ráða einn lækni til viðbótar og fjölga sjúkraflutningamönnum um tvo á stöðinni. Nú vinna þar þrír Iæknar og einn sjúkraflutningamaður sem er auk þess húsvörður. Guðrún seg- ir það andstætt reglum EES að að- eins sé einn sjúkraflutningamaður á heilsugæslustöðinni. Samkvæmt þeim eigi sjúkraflutningamenn allt- af að vera tveir í hverju útkalli. Sú sé ekki raunin í Borgamesi enda hafi heilsugæslustöðin ekki heimild til þess í fjárlögum. Yfirleitt sinnir einn sjúkraflutningamaður og lækn- ir útköllum. Ef ástæða þykir til fara þó fleiri í útköll. Um helgar em ætíð tveir sjúkraflutningamenn á vakt. Guðrún segir að kostnaður við að bæta við tveimur sjúkraflutninga- mönnum og einum lækni sé um 15- 16 milljónir á ári. Heilsugæslustöðin óskaði eftir því í fyrra að fá þessar stöður viðurkenndar hjá heilbrigðis- ráðuneytinu en fékk ncitun. Heilsu- gæslustöðin fær aðeins fjárveitingu fyrir viðurkenndar stöður. Guðrún segir að jafnvel þótt fjárveiting fengist fyrir fjórðu læknisstöðunni gæti reynst erfitt að fá lækna til starfa í Borgarnesi eins og víðar á landsbyggðinni og sömu sögu er að segja um hjúkrunarfræðinga. Guð- rún telur að full ástæða sé til þess að efla heilsugæslu í Borgamesi. „Auk- in umferð hlýtur að valda meiri slysahættu og þar af leiðandi kalla eftir auknum mannafla við heilsu- gæslu,“ segir Guðrún. Átak til að auka rekstraröryggi verslana f Reykjavík „Varnir gegn vá- gestum“ SAMTÖK verslunar og þjónustu (SVÞ) og Lögreglustjórinn í Reykja- vík undirrituðu í gær samstarfs- samning um að hefja tilraunaverk- efni sem nefnist „Vamir gegn vágestum." Tryggvi Jónsson, stjóm- arformaður SVÞ og Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík, undirrituðu samninginn í Select- verslun Skeljungs við Vesturlands- veg, en Skeljungur hf. er fyrsta fyrir- tækið sem tekur þátt í verkefninu. Að sögn Sigurður Jónssonar, framkvæmdastjóra SVÞ, er mark- mið verkefnisins að auka rekstrar- öryggi verslana í Reykjavík gagnvart ránum og hnupli og efla þekkingu og Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigurður Jónsson, framkvæmdasfjóri Samtaka verslunar og þjónustu, bindur miklar vonir við tilraunaverkefnið Vamir gegn vágestum. •PIÐ. til kl. 21.00 á limmtuclögum! KriKq(*j\ Þ H R 5 E J B R T R fl ÍUB UPPLÝSINCASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200 öryggi verslunarfólks til að það geti brugðist við slíkum atvikum. „Hnupl og rán em vaxandi vanda- mál hér á landi og það tapast gífur- legar upphæðir vegna þeirra á hverju ári - líklega hátt í milljarður,“ sagði Sigurður. „Við gemm miklar væntingar til þessa verkefnis. Versl- unarfólki verður kennt að bregðast við ýmsum aðstæðum og það eflir öryggi þess og vellíðan í vinnu.“ Allir starfsmenn sækja námskeið Verkefnið felst í því að verslanir skrá sig til þátttöku og allir starfs- menn viðkomandi verslunar sækja námskeið þar sem farið er yfir örygg- ismál verslana, bæði forvarnir og rétt viðbrögð við hnupli, ránum og ann- arri vá sem stafað getur af heimsókn- um vágesta. Sérhver verslun kaupir öryggis- handbók þar sem leiðbeiningar um öryggismál em skýrðar og útbúinn listi yfir þann öryggisbúnað sem þátttökufyrirtæki verða að hafa til að standast vottun. Lögreglan mun síð- an yfirfara umrædd atriði, votta að umrædd verslun uppfylli skilyrði og festa merki á áberandi stað þar sem allir geta séð að í versluninni em „varnir gegn vágestum". Fyrirmyndin sótt til Noregs Sigurður sagði að undirbúningur fyrir verkefnið hefði staðið í nokkum tíma og fyrirmyndin væri sótt til Noregs þar sem systursamtök SVÞ, lögregla og dómsmálayfirvöld hefðu í sameiningu barist gegn hnupli og ránum. Hann sagði að verkefnið yrði starfrækt í eitt ár frá undirritun sam- starfssamningsins og eftir þann tíma færi fram endurmat á aðferðum og árangri þess, sem yrði lagt til gmnd- vallar við ákvörðun um framhald starfsins. Miklar framkvæmdir á íþróttamannvirkjum á Egilsstöðum Ætlað að treysta Egilsstaði í sessi sem íþróttabæ GERT er ráð fyrir að lokið verði við framkvæmdir á íþróttahúsinu á Eg- ilsstöðum nú í ágúst en verið er að stækka húsið eftir að það hefur stað- ið hálfkarað um margra ára skeið. Ennfremur standa nú yfir fram- kvæmdir vegna endurbyggingar frjálsíþróttavallarins í bænum og er stefnt að því að vígja nýjar hlaupa- brautir í tengslum við landsmót ung- mennafélaganna sem haldið verður á Egilsstöðum 2001. Á þriðjudag komu til landsins þýskir verktakar sem munu leggja gerviefni á gólf íþróttahússins og eins í hlaupabrautir frjálsíþróttavall- arins. Að sögn Bjöms Hafþórs Guð- mundssonar, bæjarstjóra á Austur- Héraði, er síðan gert ráð fyrir að íþróttahúsið verði tilbúið þegar skól- ar hefja störf nú í haust. Þessi tvö verkefni em vissulega nokkuð kostnaðarsöm, t.d. eru settar 47 milljónir í íþróttahúsið í fjárhags- áætlun þessa árs hjá Austur-Héraði og í frjálsíþróttavöllinn 31 milljón, en Björn segir að bæði leggi ríkissjóður hönd á plóg og síðan beri að líta til þess að hér sé um framtíðaraðstöðu að ræða. Þannig sé frjálsíþróttavöll- urinn ekki aðeins hugsaður sem aðstaða fyrir Egilsstaðabúa og sveit- arfélagið Austur-Hérað heldur Aust- urland allt. Munu geta haldið landsleiki í handbolta í íþróttahúsinu Bjöm segir fullkláruðu íþrótta- húsinu ætlað að treysta Egilsstaði í sessi sem íþróttabæ. „Við emm með eina best búnu sundlaugina á landinu og þegar íþróttahúsið er komið í fúlla stærð getum við t.d. farið að halda landsleiki í handbolta, sem við höfum ekki getað áður.“ Segir hann ennfremur að afar mikil aðsókn hafi verið í húsið og við stækkunína verði því hægt að stýra nýtingu þess betur og tryggja að fleiri hafi aðgang að því. Björn. segir að vissulega hefðu menn farið í þessar framkvæmdir í fyllingu tímans en orsök þess að ráð- ist er í að klára t.d. frjálsíþrótta- brautina núna sé sú að fyrrverandi bæjarmeirihluti hafi á sínum tíma tekið ákvörðun um að bjóða upp á að- stöðu fyrir landsmót ungmennafé- laganna árið 2001. Hvað íþróttahúsið varði hafi það fljótlega komið til tals, eftir að núver- andi bæjarmeirihluti tók við, að ljúka við byggingu þess og koma því í það form sem því var upphaflega ætlað. Morgunblaðið/Sigrún Jón Páll Sveinsson gæðir sér á vatni í blíðunni á Höfn Sopinn er góður STILLT veður og hiti hefur ein- kennt veðurfarið á Höfn í síðasta mánuði. Það eru því bæði menn og náttúra sem hafa þurft vökvunar með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.