Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 8

Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ J - FRÉTTIR Aðgangur takmark- aður í Húsafell í KJÖLFAR mikilla óláta á tjaldstæðinu í Húsafelli fyrstu helgina í júlí hefur ver- ið ákveðið að takmarka að- gang að svæðinu um verslun- armannahelgina. Að sögn Bergþórs Kristleifssonar landeiganda verður hætt að hleypa inn á tjaldstæðin þeg- ar fjöldi gesta hefur náð til- teknu marki. Er þessi aðgerð tilraun til að koma í veg fyrir að fleira fólk en hægt er að þjóna með góðu móti sé á svæðinu og til að viðlíka at- burðir og áttu sér stað í byrj- un júlí endurtaki sig ekki. Unglingum 18 ára og yngri, sem einir eru á ferð, verður ekki hleypt inn á svæðið. Seg- ir Bergþór að það verði þar fyrir utan að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort fólki verði veittur aðgangur að tjaldstæðinu. Björgunar- sveitin Ok mun ásamt lög- reglu sinna hliðvörslu og að- stoða við að fjarlægja fólk af svæðinu, sem gerir sig sekt um ólæti vegna ölvunar. Þar sem þeir, sem pantað hafa tjaldstæði, ganga fyrir öðrum um aðgang, borgar sig fyrir fólk, sem hyggst verja helginni í Húsafelli, að panta stæði í tíma. Ekki verður boðið upp á aðra dagskrá um verslunarmannahelgina en þá sem venjulega er í boði. Morgunblaðið/KVM ísverksmiðjan þýtur upp Grundarfirði - Smíði ísverksmiðjunnar í Grundarfirði gengur vel. Segja má að hún þjóti upp og að allar áætlanir standist með bygginguna. Á myndinni eru tveir Norðmenn sem hafa umsjón með verkinu en á milli þeirra er Sveinn Arnórsson. Hann er starfsmaður hjá Ragnari og Ásgeiri, en þeir leggja til lyftar- ann og manninn sem gerir Norðmönnunum kleift að vinna í mikilli hæð. Ný löndunarbryggja byggð á Yopnafirði MIKLAR hafnarframkvæmdir standa yfir á Vopnafirði. Á síðasta ári var innsiglingin dýpkuð og í ár er byggð löndunarbryggja við fiski- mjölsverksmiðjuna. I framhaldinu verða byggðir miklir sjóvamagarðar. Innsiglingin til Vopnafjarðar er með erfiðustu innsiglingum á land- inu. Siglingastofnun hefur gert at- hugun á ýmsum möguleikum til að bæta innsiglinguna og auka kyrrð í höfninni, meðal annars með tilraun- um í líkanstöðinni í Kópavogi. Niður- staðan var að mæla með því að lönd- unarbryggja verði byggð með skjólgarði frá svonefndri Síldar- bryggju yfir í Friðarsker og í átt að Ásgarði með viðlegu með landinu. Einnig að skjólgarðurinn sem nær út undir Miðhólma verði lengdur út fyr- ir hólmann. Loks að innnsiglingin innn að löndunarbryggjunni yrði dýpkuð. Dælt beint inn í verksmiðju Á síðasta ári var hafist handa við dýpkun og í sumar hefur verið unnið að gerð löndunarbryggjunnar. Búið er að fylla upp svæðið og stálþilið verður rekið niður í haust. Þá er eftir að steypa þekjuna. Löndunarbryggjan, sem verður 80 metra löng, er staðsett framan við fiskimjölsverksmiðju Tanga hf. Eftir að bryggjan kemst í gagnið mun bræðslufiski verða dælt úr skipum í verksmiðjuna en nú þarf að aka hon- um með vörubifreiðum. Segir Þor- steinn Steinsson sveitarstjóri að þetta skipti verulegu máli fyrir verksmiðjuna. Tekur hann fram að jafnframt verði unnið að mengunar- vömum í höfninni. Á næstu árum verða skjólgarðarn- ir settir út. Siglingastofnun áætlar að heildarkostnaður við hafnargerðina muni nema um 360 milljónum kr. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hin nýja Friðarskershöfn verður með löndunarbryggju við fiskimjöls- verksmiðju Tanga hf. Fyrir miðri mynd er svokölluð Miðbryggja. Nordjamb 2000 á Islandi Ævintýramót fyrir 15 til 30 ára skáta Helgi Grímsson OLL bandalög skáta á Norðurlöndum standa að Nor- djamb 2000, sem haldið verður hér á Islandi dag- anna 8. til 13. ágúst. „Þetta er í raun tvískipt mót, annars vegar eru æv- intýraferðir sem skátamir fara í víða um landið, síðan í lok mótsins safnast allir skátarnir saman á Ulf- ljótsvatni og verja þar saman helginni," sagði Helgi Grímsson, fræðslu- stjóri Bandalags íslenskra skáta, sem sér um kynn- ingarmál fyrir þetta um- fangsmikla skátamót. - Hvað koma margir á mótíð? „Mótið er fyrir aldurs- hópinn 15 til 30 ára og þátttakendur koma víða að úr heiminum. Erlendir þátttakend- ur em í kringum 300 og þeir inn- lendu og leiðbeinendur verða tæplega 150. Þetta er aldurshóp- ur sem við emm að kynna ísland fyrir sem land ævintýra og óspilltrar náttúru. Við teljum að fyrir þennan aldurshóp þá sé mikilvægt að upplifa á „eigin skinni" glímu við náttúruöflin. í okkar heimi þar sem borgar- menning og borgarhugsun er sí- fellt vaxandi þá er nauðsynlegt að fá að sýna jákvæða áhættuhegð- un, ef svo má kalla það, í stað þess að sökkva í fen vímunnar. Að fá ævintýraþránni fullnægt á þennan hátt er svo margfalt betra.“ - Hvaða ævintýri standa þátt- takendum til boða hér? „Þátttakendur höfðu úr áttatíu ævintýraferðum að velja þegar mótið var kynnt og það var gam- an að sjá hvaða ævintýri þeir völdu sér. Margir völdu að hætta sér út á ystu brún, en það köllum við ferðir þar svo sem að klífa Hvannadalshnúk, kafa í sjó, sigla sjókajak á Breiðafirði og stunda ísklifur í Gígjökli. Einnig völdu sumir að fara í hellaferðir þar sem gist er yfir nótt í hellum, einnig fallhlífastökk, þá má nefna hestaferðir og ferðir á fjallajepp- um. Sumir hafa tekið svo mikið fyrir að nær allt ísland er undir, þeir sem fara í slíkt fara í jeppa- ferð um hálendið, síðan í vélsleða- ferð, hestaferð, gúmmíbátaferð og hellaferð. Þetta er dýrasta ferðin og mest í hana lagt, í hana fara 28 þátttakendur af báðum kynjum. Okkur þótti merkilegt að svo margir skyldu velja svona dýra ferð, en þegar á það er litið hvað dýrt er að komast til íslands er kannski eðlilegt að fólk vilji sjá og upplifa sem allra mest.“ - Hvort koma fleiri strákar eða stelpur á mótið? „Kynjahlutföllin eru nokkuð jöfn, líka meðal innlendra þátt- takenda. Á íslandi hefur kynja- hlutfall í skátahreyfingunni lengi verið nokkuð jafnt.“ - Hvernig er skipulag mótsins ? „Við setjum mótið í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengsl- um við Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000. Síðan taka við þessar ferðir og á föstudegi komum við saman á Úlfljóts- vatni. Þá um kvöldið er varðeldur og síðan diskótek. Á laugardegi taka við mjög fjölbreyttir dagskrárliðir sem miða helst að því að blanda ólíkum hópum saman og þjóð- löndum. I gangi verða listasmiðj- ur og íþróttakeppnir í skáta- íþróttum, svo sem riddaraslag á kanó og kassabílarallíi. Einnig ► Helgi Grímsson fæddist á Blöndósi 1962. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983 og BEt-námi frá Kennaraháskóla íslands 1987. Nú stundar hann framhaldsnám í sljórnsýsluskor við sama skóla. Hann var í nokkur ár for- stöðumaður félagsmiðstöðvarinn- ar Þróttheima, lagði stund á kennslu við Olduselsskóla og er nú fræðslustjóri Bandalags ís- lenskra skáta. Helgi er kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur leik- skólasljóra og eiga þau þrjú böm. verða þá um daginn kenndir kántrýdansar og um kvöldið verður kántrýball.Á sunnudegin- um taka við verkefni sem miða að því að auðga náttúru við Úlfljóts- vatn með gróðursetningu, gera göngustíga og bæta merkingu þeirra sem fyrir eru. Á sunnu- deginum verða síðan allir þátt- takendur fluttir upp á Þingvelli, þar sem mótinu verður slitið á táknrænan hátt. Þar minnum við á landafundina og þúsund ára kristni á Islandi." - Hvernig er samstaríinu við önnur Norðurlönd í skátastarfinu háttað? „Það er löng hefð fyrir sam- starfi norrænna skáta. Stærsti viðburðurinn sem skátar á Norð- urlöndum hafa staðið saman að er þó án efa alheimsmót skáta 1975 sem einmitt kallaðist Nordjamb. Þá komu saman við Lillehammer í Noregi tugþúsundir skáta hvað- anæva úr heiminum. Skátar á Norðurlöndum standa saman að leiðbeinendaþjálfun og margvís- legri stefnumörkun gagnvart al- þjóðastarfi skáta og æskulýðs- málum á Norðurlöndunum. Á skátaþingi í júní s.l. var mörkuð sú stefna að skátar á unglings- aldri myndu hitta aðra skáta frá Norðurlöndunum fyrsta af er- lendum félögum sínum, því þetta eru þjóðir sem eiga sterkan sam- eiginlega menningararf. Skáta- starf í þessum löndum byggir á sameiginlegum grunni. Sem dæmi má nefna að í sumar hittust skátar á vinarbæjarmóti í Birker- öd í Danmörku, en þangað fóru m.a. um 50 skátar 12-16 ára, frá Garðabæ. Nordjamb 2000 er einmitt einn ágætur ávöxtur þessa norræna sambands, þó svo að íslendingar séu að þessu sinni fram- kvæmdaaðilar. Við erum að von- ast til að Nordjamb verði haldið á íslandi á um það bil þriggja ára fresti fyrir þennan aldurshóp. Þetta mót hefur gefið okkur dýr- mæta reynslu í undirbúningi og við vonumst til að læra enn meira af framkvæmdinni.“ Vonumst til að Nordjamb verði haldið á íslandi á þriggja ára fresti i k i í t l,.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.