Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ •• Okukennarar telja brýna þörf á aksturskennslusvæði á höfuðborgarsvæðinu Góð reynsla erlendis stað- festir þörfina hérlendis Morgunblaðið/Eiríkur P. Guðbrandur Bogason, formaður Okukennarafélags íslands, og Arnaldur Árnason, öku- kennari. Lagt til að Langi- rimi verði opnað- ur fyrir almennri umferð Grafarvogur ÖKUKENNARAFÉLAG ís- lands hefur um langt skeið unnið að undirbúningi akst- urskennslusvæðis, en slík svæði eru víða orðin lög- bundinn þáttur í ökunámi á Norðurlöndum. Guðbrandur Bogason, formaður Öku- kennarafélags Islands, telur að nú hilli loks undir gerð slíks svæðis, en félagið á nú í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg um afnot af landi í Gufunesi undir slíkar framkvæmdir, í stað lóðar sem félagið hafði fengið út- hlutað á horni Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar. Að þeim samningum loknum segist Guðbrandur hafa trú á því að menn séu tilbúnir að hefjast handa. Umræður um gerð akst- urskennslusvæðis hófust hér á landi um 1970, en að sögn Guðbrands var fyrst farið að vinna í þeim málum upp úr 1983. Hann segir að brýnt sé orðið að notkun á aksturs- kennslusvæði sé tekin upp hérlendis og verði lögbund- inn hluti ökunámsins, rétt eins og ökuskólar eru nú orðnir hluti af náminu. Er- lendis er komin góð reynsla á rekstur slíkra svæða, þar sem fram hefur komið að æf- ingar ökunema á slíkum svæðum skila sér í fækkun umferðarslysa. Draga mætti úr aftanákeyrslum Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku á veg- um Rádet for Trafiksikker- hedsforskning er reynslan af aksturskennslusvæðum í Danmörku góð og hefur skil- að áþreifanlegum árangri. Á tíu ára tímabili, frá 1984 til 1994, fækkaði slysum öku- manna á aldrinum 18-19 ára stöðugt; árið 1984 voru slysin 956 en árið 1994 hafði þeim fækkað í 517. Guðbrandur segir að markmiðið með slíku svæði sé fyrst og fremst að þjálfa ökunema í að skilja hvernig bifreiðin hegðar sér við mis- jafnar aðstæður og gefa nemanum tækifæri á að upp- lifa og skilja hversu langa vegalengd ökutæki þarf til að stöðvast á tilteknum hraða. Með því móti er hægt að koma í veg fyrir að ökumenn fari of hratt við vafasamar aðstæður. Auk þess mætti með þessu móti draga úr aft- anákeyrslum, en slík óhöpp eru algeng hér á landi meðal ungi;a ökumanna. „Ég er ekki frá því að þetta sé hluti af vandamál- inu, stóra vandamálinu, sem við erum að eiga við. Við er- um með um 4.000 ungmenni á ári sem taka bflpróf og á þessu svæði eru um 2.500 ungmenni. Ef við gætum byrjað á því að bæta kennsl- una hjá þessum hópi væri það verulegur ávinningur," segir Guðbrandur. Læra að takast á við hálkuna Aksturskennslusvæði má skipta upp í tvo hluta; akst: ursgerði og akstursbrautir. í Danmörku hefja t.d. nem- endur ökunám með því að aka bíl í afmörkuðu aksturs- gerði og kynnast bflnum áð- ur en þeir fara út á göturnar. í akstursgerðinu æfir öku- neminn sig í að taka af stað, bakka, leggja í stæði og aka í þrengslum. Þegar nem- andinn hefur náð tökum á bifreiðinni í akstursgerðinu fer námið svipaða leið og hér á landi og felst í samfléttun bóklegs og verklegs öku- náms. Að því loknu lýkur öku- neminn náminu á aksturs- brautum þar sem hann kynn- ist bílnum og viðbrögðum hans. Veggripið er minnkað með því að bleyta brautirnar og gera þær hálar og þannig þurfa nemendur að kljást við að hafa stjórn á bifreiðinni við erfiðar aðstæður. Arnaldur Árnason öku- kennari segir að neminn sé þá einn í bflnum og kennar- inn hafi samband við hann í gegnum talstöð. Neminn get- ur ekki spurt kennarann og tekur einungis við fyrirmæl- um. „Þetta er mikilvægur und- irbúningur fyrir það að nemi fari einn út í umferðina. Það er ákaflega merkileg upplif- un að horfa á svona æfingar á hálkubraut þar sem fólk kemur í fyrstu tímana og keyrir fyrstu hringina og missir allt út úr höndunum á sér, þvers og kruss og í hringi fram og til baka. Og síðan sér maður það gerast að með hverri ferðinni ná þau betri og betri tökum á akstrinum og enda á því að keyra hálar beygjur á til- teknum hraða án áfalla,“ seg- ir Ai'naldur. Ekkert kemur í staðinn fyrir slíka kennslu Hann segir það jafnframt mikilvægt að nemendur komist í aðstæður þar sem hægt er að koma þeim í skilning um hversu langa vegalengd þarf til að stöðva bíl á tilteknum hraða. Öku- kennarar sjá að það tekur oft langan tíma að kenna nem- endum að meta hemlunar- vegalengd ökutækis, en slíkt væri hægt að kenna betur á slíku svæði og ýmsar aðferð- ir til þess. „Þetta er mjög lærdóms- ríkt og þetta er eiginlega ekki hægt að gera í dag vegna aðstöðuleysis. Það kemur ekkert í staðinn fyrir slíka kennslu, þótt reynt sé að sýna nemendum þetta með útskýringarmyndum og tölum,“ segir Arnaldur. Hægt er að gera margvís- legar æfingar á slíkum svæð- um auk þess sem svæðið myndi nýtast í námi til auk- inna ökuréttinda. Síðan er veruleg þörf á aðstöðu til kennslu og próftöku á bif- hjólum hér á landi, en akst- urskennslubrautir væru til- valinn vettvangur til slíks. Heildarkostnaður við gerð aksturskennslusvæðis er áætlaður um 130 milljónir en Guðbrandur segir að ekki þurfi að byggja allt upp í ein- um áfanga. „Það eru aðilar tilbúnir að vinna þetta með okkur. Samband íslenskra tryggingafélaga er tilbúið að koma að þessu, Vegagerðin er mjög jákvæð og dóms- málaráðuneytið er jákvætt. Við teljum okkur því eygja möguleika á að fjármagna þetta, og gott væri að fleiri aðilar væru til í að leggja þessari vinnu lið,“ segir Guðbrandur. FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokks hafa lagt fram tillögu í borgarráði um að Langirimi, milli Rósarima og Hrísrima, verði opnaður fyrir almennri umferð, núverandi þreng- ingu í götunni gegnt Mið- garði verði haldið og há- markshraði milli Rósarima og Hrísrima verði 20 km. Auk þess var lagt til að sett- ar yrðu tvær umferðaröldur í götuna til að takmarka um- ferðarhraða enn frekar. Til- lögunni var vísað til skipu- lags- og umferðarnefndar. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, segir Langarima lok- aða götu samkvæmt gömlu skipulagi og þar sé aðeins umferð strætisvagna leyfð. „Reynslan hefur hins veg- ar sýnt okkur að þetta hefur verið mjög erfitt í fram- kvæmd og fyrir nokkru var opnuð hjáleið um bílastæði við leikskóla sem er beint á móti Miðgarði, til að bæta úr því ófremdarástandi sem hefur ríkt,“ segir Inga Jóna. „Við teljum að þessi lausn sé óforsvaranleg og bjóði upp á hættur.“ Inga Jóna segir mikla um- ferð foreldra og barna vera yfir á leikskólann og að ekki sé lengur hægt að hafa göt- una lokaða. Þess í stað eigi að opna hana almennri um- ferð og reyna að ná niður umferðarhraðanum eins og kostur sé, að sögn Ingu Jónu. Morgunblaðið/Eiríkur P. Ný göngubrú komin yfir Miklubraut NY GONGUBRU yfir Miklubraut var sett á undirstöður í gær, en brúin liggur frá Grundar- gerði yfir í Skeifu. Ýmis frágangur er eftir áður en gangandi vegfarendur geta gengið yfir brúna, en vinna við undirstöður fór fram á síðasta ári. Brúin var flutt í heilu lagi í fyrrinótt á lokastað og var Miklubraut lokað að hluta frá miðnætti til sex í gær- morgun á meðan brúin var sett upp. Göngubrúin nýja er 60 metra löng og þriggja metra breið, en heildar- kostnaður við brúna nam um 60 milljónum króna. Nýja göngubrúin tengist annars vegar göngustíg sem nú liggur á milli Miklubrautar og Sogaveg- ar og hins vegar göngu- stíg sem liggja mun frá Skeifunni að Alfheimum. Ibúi við Tjörnina segir umhirðu ábótavant Tjörnin ÍBÚI við Tjörnina, sem gefið hefur fuglunum reglulega, segir að mjög hafi þrengt að fuglalífinu þar á síðustu ár- um. Hann segir fuglana svelta á vetuma eftir að borgaryfirvöld hættu að fóðra þá árið 1997. „Ég tel þetta ómenningu á menningarborgarári að svelta fugla á Reykjavíkur- tjörn og láta veiðibjölluna hirða upp ungana,“ segir Friðbert Njálsson, íbúi við Tjarnargötu. Friðbert telur æskilegt að borgaryfirvöld fóðri fuglana og nefnir að mikið sé um afgangsbrauð í bakaríum. Jafnvel megi hugsa sér að komið verði upp nokkurs konar brauðkistum við Tjörnina, þangað sem veg- farendur geti sótt brauð og tekið að sér að gefa fuglun- um eitthvað í svanginn. Vargfugli fjölgað við Tjörnina Einnig heldur Friðbert því fram að veiðibjöllum, sem eru yfirlýstur vargur í lands- lögum, hafi fjölgað mjög við Tjörnina, og þar sem ekki sé skotið á vargfuglinn geri hann sig heimakominn. Þá segir Friðbert að and- arungum stafi mikil hætta af köttum í kringum Tjörnina. Hann telur mikilvægt að Morgunblaðið/Ásdís Friðbert Njálsson, íbúi við Ijörnina, telur að vargfugli hafi fjölgað þar mjög undanfarin ár. kettir séu með góðar og hljómmiklar bjöllur fuglum og annarri bráð þeirra til viðvörunar. Umhirðu við Tjörnina tel- ur Friðbert ábótavant. Þrátt fyrir að gangstígar séu hreinsaðir reglulega sé Tjörnin sjálf aldrei hreinsuð, að því er virðist. í Tjörninni sé að finna ýmiss konar rusl sem hafi legið þar lengi. Til að bæta úr þessu segir Frið- bert nauðsynlegt að ráða umsjónarmann með Tjörn- inni sem fylgist jafnt með fuglalífinu sem umhverfi Tjarnarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.