Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 33
LISTIR
I myrkrinu
ERLEIYDAR
BÆKUR
Spennnsaga
LOKUÐBÓK
„A Closed Book“ eftir Gilbert Ada-
ir. Faber and Faber 2000.256 síður.
GILBERT Adair heitir breskur
rithöfundur og blaðamaður sem
skrifað hefur margs konar bækur
um ævina, skáldsögur, sagnfræði,
barnabækur og ljóðabók eina hefur
hann samið. Nýjasta saga hans er
spennusaga sem heitir „A Closed
Book“ eða Lokuð bók í beinni þýð-
ingu, sem út kom fyrir skemmstu í
vasabroti hjá Faber og Faber-út-
gáfunni. Hún er ágætlega samin
saga um tvo menn sem vinna að
stóru ritverki en annar þeirra er
blindur. Sagan er stutt aflestrar,
persónur ekki aðrar en mennirnir
tveir og sögusviðið stórt hús á
landsbyggðinni. Adair tekst að búa
til úr því spennufrásögn sem á auð-
velt með að fanga athygli lesandans.
Þaulreynt form
Hugmynd hans er ekki ný af nál-
inni og fellur kannski betur að
leiksviði en skáldskaparforminu.
Hann gengur óhikað í smiðju leik-
skálda eins og Anthony Shaffers,
sem skrifaði „Sleuth", og Eric
Emmanuel Schmitt, sem skrifaði
Abel Znorko býr einn (Ira Levin
notaði sömu kringumstæður í
„Deathtrap"), þegar hann sviðsetur
frásögnina. Aðeins tveir menn koma
við sögu eins og áður sagði. Þeir
sitja gegnt hvor öðrum fjarri byggð
og það er eitthvað á milli þeirra,
örugglega úr fortíðinni, sem veldur
því að innan stundar fer allt í háa-
loft.
Adair tekst bærilega að notfæra
sér hugmjmdina í skáldsögu sína
þótt stundum megi greina í henni
leikritstóninn. Sagan er sjálfsagt
einkar hentug til dæmis í snaggara-
legt útvarpsleikrit. Það þarf að út-
lista margt fyrir blinda manninum
sem orkar eins og óþarfar umhverf-
islýsingar fyrir lesandann en það
eru líka í sögunni þættir sem aðeins
geta virkað í bókaformi; sumt er
hægt að fela í texta sem ekki er
hægt að fela á sviði.
Adair fær lesandann til þess að
finna auðveldlega fyrir innilokunar-
kenndinni og einangruninni og í til-
felli blinda mannsins hversu varnar-
laus hann er gagnvart náunganum,
hversu auðveld bráð hann er.
Hvernig myrkrið umlykur hann.
Aðstoðarmaðurinn
Húseigandinn er heimsfrægur
rithöfundur sem unnið hefur Book-
er- verðlaunin og jafnvel verið orð-
aður við Nóbelinn. Fyrir nokkrum
árum lenti hann í hörmulegu um-
ferðarslysi sem gerði hann illilega
afmyndaðan í andliti og blindan að
auki. Síðan hefur hann dregið sig al-
gerlega frá skarkala heimsins, lok-
að sig inni á landareign sinni með
ráðskonu, sem sér um daglegar
þarfir hans.
Núna vill hann hins vegar láta að
sér kveða á ný og skrifa það sem
kalla mætti heimspekilega ævisögu
sína.
Hann auglýsir eftir aðstoðar-
manni til þess að hjálpa sér við
skriftirnar og ræður ungan mann
sem hefur góð áhrif á hann, virkar
iðjusamur og er kurteisin uppmál-
uð, tillitssemin geislar af honum og
hann er sæmilega greindur að auki,
kann á tölvur. Þeir eiga auðvelt með
að tala saman og maðurinn leiðir
blindingjann varlega um götur
þorpsins í nágrenninu og lýsir því
sem fyrir augu ber. Er augu hans.
Okkur fer ekki að gruna neitt fyrr
en í miðju kafi að aðstoðarmaðurinn
byrjar að ljúga að rithöfundinum
staðreyndum sem hann notar síðan
í verk sitt, sitt mikilvæga lokaverk.
Eins og því að Tony Blair hafi orðið
að segja af sér sem forsætisráð-
herra þegar kom í ljós að hann væri
með alnæmi!
Það er ekki spurning hvort held-
ur hvenær og með hvaða hætti
sannleikurinn kemur í ljós í kring-
umstæðum sem þessum og Adair
spinnur skemmtilega, litla hroll-
vekju í kringum hann sem gengur
upp að flestu ef ekki öllu leyti.
Arnaldur Indriðason
Stökktu til
Benidorm
22. ágúst
M k, 32.955
Síðustu sætin til Benidorm í ágúst. Flug til Benidorm
þriðjudagirm 22. ágúst og þú getur valið um 1, 2 eða 3
vikur í sólinni. Benidorm er einn vinsælasti áfangastaður
íslendinga og hér getur þú notið sumarleyfisins við frá-
bærar aðstæður. Þú bókar núna, 4 dögum fyrir brottför
hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir. Að sjálf-
sögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
Verðkr. 32.955
M.v. hjón mcð 2 böm, 2-11 ára,
7 mctur mcð sköttum.
Verðkr. 44.990
M.v. 2 { studio/íbúð, 7 nætur, m. skött-
um. Ferðir til og fra flugvcili, kr. 1600.
HEIMSFERÐIR
Austurstraeti 17, 2. hæð,
sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Sýning helguð Jóni úr Vör
YFIRLITSSÝNING
um ævi og verk Jóns úr
Vör verður opnuð í Fé-
lagsheimili Pareksfjarð-
ar í dag, fimmtudag, kl.
18. A menningarvöku í
tengslum við opnunina
mun Hjalti Rögnvalds-
son lesa Þorpið og Ólöf
Kolbrún Harðardóttir
syngja samnefnt verk
eftir Þorkel Sigur-
björnsson við undirleik
Jónasar Ingimundar-
sonar.
Að sögn Hauks Más
Sigurðarsonar er sýn-
ingin fjórskipt: ævi
skáldsins, æskustöðvar,
ljóðabækur og myndaherbergi þar
sem m. a. verða spiluð viðtöl við
skáldið.
Nýlega var haldið
ljóðakvöld þar sem
lesin voru ljóð Jóns úr
Vör, en þetta er fyrsta
samfellda yfirlitssýn-
ingin um verk hans.
„Jón er mjög mikils
metinn hér og í uppá-
haldi,“ sagði Haukur
Már aðspurður.
Vinarhús
Undirbúningur
sýningarinnar hófst
áður en skáldið lést og
er hún unnin í sam-
vinnu við hann og
Bryndísi, ekkju hans.
Menn hafa hug á að
finna hús í þorpinu sem ætlunin er
að kalla Vinarhús eftir einni ljóða-
bóka Jóns og á að vera dvalarstaður
fyrir rithöfunda. Húsið á að tengjast
með einhverjum hætti lífi Jóns, en
hús frá bernskuárum skáldsins eru
ekki til. Þess má geta að við höfnina
á Patreksfirði er steinn með áletr-
uðu ljóði eftir Jón.
Haukur Már er nú að vinna að
heimasíðu um skáldið á vefnum þar
sem m. a. má fræðast um ættir og
uppruna og lesa gagnrýni um bækur
hans. Mikill áhugi er á sýningunni
og hafa margir lagt henni lið með
ýmsum hætti.
Sýningin á Patreksfirði stendur
til 13. ágúst. Hugmyndin er sú að
hún verði farandsýning og standa
vonir til að hún verði næst sett upp í
Kópavogi þar sem Jón úr Vör bjó
lengst.
Verkefnið er samstarfsverkefni
Vesturbyggðar og Menningarborg-
ar.
Jón úr Vör
Bach o g Vivaldi
hljóma í Skálholti
í Skálholti munu verk
Bachs og Vivaldis
hljóma um verslunar-
mannahelgina. Að-
gangur að tónleikunum
er ókeypis og er boðið
upp á barnagæslu á
meðan á tónleikunum
stendm-.
og Sif Tulinius á fiðlu
og Sigurður Halldórs-
son á selló. Um kvöldið
kl. 21 mun Jörg Sond-
ermann leika valda
kafla úi’ Fúgulistinni
eftir Bach á orgel Skál-
holtskirkju sem nýlega
hefur verið endurbætt.
Laugardagur
í Skálholtsskóla kl. 14 flytur Jaap
Schröder erindi sem ber yfirskriftina
Tónlist Bachs: Brauð lífsins. Tónleik-
ar Bachsveitarinnar í Skálholti hefj-
ast kl. 15. A efnisskránni eru vel
þekktir konsertar og kammerverk
eftir Jóhann Sebastían Bach. Einleik-
arar á tónleikunum eru Peter Tomp-
kins á óbó, Elín Guðmundsdótth' og
Helga Ingólfsdóttir á sembal auk
Jaap Schröder, sem leiðir sveitina. Á
efnisskrá tónleika Bachsveitarinnar
sem hefjast kl. 17 eru verk eftir Vi-
valdi. Fæst verkin hafa heyrst hér-
lendis. Einleikai-ar á þessum tónleik-
um ei"u Peter Tompkins og Gunnar
Þorgeirsson á óbó, Jaap Schröder,
Rut Ingólfsdóttir, Lilja Hjaltadóttir
Sunnudagur
Bachsveitin í Skálholti endurtekur
tónleika sína með verkum Vivaldi kl.
15 á sunnudag. Kl. 16.40 mun Jörg
Sondermann flytja nokkra kafla úr
Fúgulistinni, fram að messu sem
hefst kl. 17. Það munu þættir úr tón-
leikum helgarinnar í flutningi Bach-
sveitarinnar vera leiknir. Auk þess
mun Magnea Gunnarsdóttir sópran-
söngkona flytja stólverk úr söng-
handriti við ljóð sr. Hallgríms Péturs-
sonar. Sr. Egill Hallgrímsson messar
og organisti er Kári Þormar.
Mánudagur
Jörg Sondermann endurtekur tón-
leika sína á Fúgulistinni eftir Bach kl.
15.
JL^e,
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Babinnréttingar
í miklu úrvali
Verödæmi (sjá mynd):
120 cm innrétting, sem samanstendur af
5 skápum, höldum, Ijósakappa með
3 halogenljósum, boröplötu og spegli.
TILBOÐSVERÐ m/20% afsl. aöeins kr. 57.865.-
Friform
www.mbl l.is
Hlutabréfarabb
Kvöldkaffi meðVÍB og Súfistanum bókakaffi í Máli og menningu, Laugavegi 18.
í kvöid: 3. ágúst kl. 20:30 - 21:30
Hlutabréf á netinu — Internetið er spennandi heimur sem
^árfestar geta nýtt með góðum árangri við uppbyggingu
eigna og fjárfestingu í Iilutabréfum.
Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður einstaklingsþjónustu VÍB.
Sjáumstl
VÍB er hluti af Íslandsbanka-FBA hf.
Kirkjusandi • Sími 560-8900 • www.vib.is • vib@vib.is