Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ I LISTIR „Það verður erfitt að koma hjólinu af stað aftur ef það stöðvast“ Reykjavík hefur verið ein af níu menningarborgum Evrópu í sjö mánuði. Margt hefur ver- ið gert til hátíðarbrigða og síst minna fram undan. Orri Páll Ormarsson kom að máli við Þórunni Sigurðardóttur, stjórnanda verkefnisins, sem telur brýnt að nýta sér byrinn sem íslensk menning hefur fengið á árinu - láta hjólið ekki stöðvast. Morgunblaðið/Jim Smart Þórunn Sigurðardóttir, stjómandi verkefnisins Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Morgunblaðið/Bryajar Gauti Tvö þúsund fimm ára böm saman komin á Arnarhóli. Stefnt er að því að þau komi aftur saman sem flest á menningarnótt í Reykjavík, hinn 19. ágúst. RE YKJAVÍ K - menning- arborg Evrópu árið 2000 er langstærsta verkefni á sviði menn- ingar og lista sem ís- lendingar hafa tekist á hendur. Heilsárshátíð með óteljandi viðburð- um og uppákomum. Aldrei hefur annað eins fjármagn flætt um lista- heiminn á einu ári, aldrei fleiri lista- menn lagt hönd á plóginn. Leikar eru nú liðlega hálfnaðir og þótt rólegt hafi verið yfir verkefninu undanfam- ar vikur er það aðeins iognið á undan storminum, seinni hálfleikur er allur eftir. Og þar kennir margra grasa. „Ég hef það eiginlega á tilfinning- unni að við séum stödd í miðri á - en sjáum yfir á bakkann hinum megin. Það er alltaf góðs viti að sjá til lands. Auðvitað er þetta verkefni sem er að- eins unnið einu sinni á hverjum stað þannig að menn geta ekkert æft sig í þessu og gert öðruvísi næst. Það hef- ur því verið mikilvægt að undirbúa alla hluti vel og vita nákvæmlega hvað er fram undan þannig að ekkert komi í bakið á manni,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjómandi Reykja- víkur - menningarborgar Evrópu ár- ið 2000. Hefur það tekist? „Ég held að óhætt sé að segja að þetta hafi gengið vel. Verkefnin hafa sprungið út hvert af öðru eins og áætlað var og mjög fá þeirra hafa ekki staðið undir væntingum. Undir- búningstíminn var langur miðað við það sem við eigum að venjast hér á Islandi. Við gátum þannig gefið okk- ur góðan tíma til að undirbúa hvert einasta verkefni með aðstandendum og skipuleggjendum og það hefur sýnt sig að þetta var algjörlega nauð- synlegt. Við óskuðum ætíð eftir ítar- legum framkvæmda- og fjárhags- áætlunum og menn fengu oft að fara heim til að gera betur. Sé staðið með þessum hætti að málum er mun minni hætta á því að eitthvað fari úr- skeiðis.“ Mest ný verkefni Þórunn segir góðar heimtur ekki síst ánægjulegar fyrir þær sakir að í flestum tilfellum er um ný verkefni að ræða. „Menningarborgin hefur lagt höfuðáherslu á nýsköpun, allir stærstu styrkirnir hafa farið í slík verkefni, og ef við berum okkur sam- an við Stokkhólm, sem var menning- arborg Evrópu í fyrra, kemur í ljós að hlutfall nýrra verkefna er mun hærra hér en þar. Þessi áhersla staf- ar ekki síst af þvi að árið 2000 er mjög menningarlega viðburðaríkt að öðru leyti, og má nefna stórafmæli Listahátíðar í Reykjavík og annarra stærstu listastofnana landsins, Kristnihátíð og landafundaverkefn- ið. Tveimur síðarnefndu verkefnun- um var fyrst og fremst beint að ákveðnum þáttum í sögunni og þess vegna hefur metnaður okkar fremur staðið til þess að leggja sérstaka áherslu á það sem er nýtt - ísland eins og það er í dag. Hefði þessi menningarborgartitill komið til á allt öðru ári má ímynda sér að menn hefðu farið öðruvísi út í þetta. Við höfum sem sagt gætt þess mjög vel að vera ekki með nákvæmlega sömu hlutina og eru á hinum hátíðunum, vera heldur í samstarfi við þær og brydda svo upp á annars konar við- burðum en þær bjóða upp á. Til að mynda varð Listahátíð mun veglegri í ár vegna þess að Menningarborgin setti mjög ríflegt fjármagn í marga stóra viðburði." Ríkið óskaði eftir því á sínum tíma að Menningarborgin, Kristnihátíðar- nefnd og Landafundanefnd samein- uðust um húsnæði. Kveðst Þórunn hafa verið lítt hrifin af þeirri hug- mynd í upphafi. „Það varð samt ofan á að við fórum saman í þetta húsnæði í Aðalstræti 6 og ég sé nú að það var mikið gæfuspor. Þetta hefur gert samstarfið auðveldara og gert okkur kleift að samhæfa aðgerðir. Það get- ur auðvitað verið kyndugt þegar margir aðilar standa á sama litla blettinum og berjast um athygli al- mennings og fjölmiðla en þetta hefur eigi að síður gengið vonum framar.“ Menningarborgin leggur ekki að- eins áherslu á líðandi stund heldur vísa mörg verkefni einnig fram í tím- ann. Þá höfða margir atburðir til ungs fólks, og má nefna einstaklega metnaðarfull verkefni Háskóla Is- lands, opinn háskóla og vísindavef- inn, listamenn í skólum og unglist, auk þess sem lagt er upp úr samfé- lagslegum verkefnum, eins og Þór- unn kemst að orði. „Við höfum aldrei tekið undirtitilinn, Menning og nátt- úra, of bókstaflega og sérstaklega ekki látið hann binda nokkurn mann, allra síst þá sem eru að fást við hina stóru listrænu viðburði. Undirtitill- inn hefur aftur á móti hentað mjög vel í okkar ímyndarvinnu og gert það af verkum að við getum tekið inn á dagskrána hátíð eins og Skil 21, sem haldin var um síðustu helgi. Jarðar- hátíðin var hápunkturinn á verkefni sem sett var af stað á síðasta ári og snýst um að nýta lífrænan úrgang sem fellur til í daglegum rekstri. A dagskrá menningarborgar eru einn- ig ýmis önnur verkefni sem snerta umhverfismál, náttúru, landsbyggð- ina og atvinnulíf." Þórunn segir Menningarborgina kosta kapps um að ná yfir helstu list- greinar. „Flestir viðburðir Menning- arborgarinnar eru mun stærri en í venjulegu ári. Við erum með stórar tónlistarhátíðir. Búnar eru tvær af þremur sem Tónskáldafélag Islands stendur fyrir og alþjóðlega tónlistar- hátíðin í Laugardal tókst afbragðs vel - en við vonumst til þess að hún verði árviss viðburður. Við höfum einnig staðið fyrir mjög stórum við- burðum á sviði myndlistar, arkitekt- úrs og skipulags, og má í því sam- hengi nefna sýninguna Strand- lengjuna, vinnuskólaverkefnið Landlist við Rauðavatn, Garðhúsa- bæinn og sýningarnar í Listasafni í s- lands og á Nýlistasafninu, sem komu inn á Listahátíð auk sýninganna með FÍM og Landsvirkjun úti í orku- stöðvunum, sem vakið hafa gríðar- lega athygli, svo eitthvað sé nefnt. Nú er röðin komin að leiklistarhá- tíð, bókmenntahátíð, djasshátíð, vindhátíð, eldhátíð, kvikmyndahátíð og ljósahátíð. Sumt af þessu er alveg nýtt og þótt annað hljómi kunnug- lega koma þessar hátíðir nú í öflugri og nýstárlegri mynd.“ Stærsti listviðburður Islandssögunnar Þórunn segir vert að veita því at- hygli á þessum tímapunkti, þegar bæði Listahátíð og hápunktur Kristnihátíðar eru að baki, að fram- undan eru stórir viðburðir hjá Menn- ingarborginni. Viðburðir sem vísvit- andi voru hafðir á seinni hluta ársins til að skarast ekki við fyrrnefndar hátíðir. „Núna í ágúst gefst fólki kostur á að njóta stærstu viðburða ársins. Ber þar fyrst að nefna Bald- ur, dansverk Jorma Uotinens við tónlist eftir Jón Leifs, sem er stærsti listviðburður sem nokkru sinni hefur verið settur á svið á Islandi. Sem dæmi má nefna eru ekki nógu margir slagverksleikarar til á landinu að taka þátt í flutningi Baldurs, átján talsins, hvað þá þegar Jón Leifs skrifaði verkið. Við leitum nú að þeim sem á vantar víðsvegar um Evrópu. Sinfóníuhljómsveit íslands í heild er raunar stækkuð til muna, tæplega eitt hundrað hljóðfæraleikarar taka þátt í flutningnum undir stjórn Lejfs Segerstams. Þá eru ónefndur ís- lenski dansflokkurinn og finnsku sólódansararnir, auk þess sem gríðarlegur viðbúnaður er út af svið- inu, sem verður afar sérstakt, að hluta til búið til úr ís, sem er algjör nýjung. Við uppfærsluna á Baldri er öllu tjaldað til, eins og tilheyrir á svona ári og það er sérstaklega ánægjulegt að tekist hefur alþjóðleg samvinna um að koma þessu mikla verki Jóns Leifs loks á svið. Kórinn Raddir Evrópu kemur beint á eftir Baldri og tískuviðburð- urinn Futurice skömmu áður, sem er líka okkar umsjónarverkefni. Það höfðar sérstaklega til ungs fólks og er styrkt myndarlega af Norræna menningarsjóðnum, þótt verkefnið sé all ólíkt því sem hann styrkir venjulega. Allt fellur þetta undir nýstárleg verkefni sem við lítum á sem okkar skyldu að láta blómstra á þessu ári.“ Sem kunnugt er var fyrirhugað að Björk Guðmundsdóttir söngkona yrði í för með Röddum Evrópu, en á síðustu stundu var ákveðið að hún færi ekki í tónleikaferðina með kórn- um. Þórunn segir það vissulega von- brigði en ekki hafi verið um annað að ræða. „Það voru ekki léttir dagar þegar þessi mál voru að skýrast. Þetta var hins vegar óhjákvæmilegt. Það hefði orðið mjög snúið að fram- kvæma þetta við þá fjölmiðlaathygli sem Björk þarf að búa við, einkum eftir kvikmyndahátíðina í Cannes. Það hefði verið ógerlegt að halda er- lendum fjölmiðlum í skefjum og læt- in hefðu gert krökkunum þetta óbærilegt. Við skiljum sátt og það verða engir eftirmálar. Björk var líka búin að vinna meginþáttinn í verkefninu, syngja á tónleikunum um áramótin og borgirnar höfðu all- ar fengið sérstakt kynningarmynd- band með upptöku frá þeim atburði. Þetta verður mikið ævintýr og allar borgirnar standa við fyrirhugaða tónleika, enda kom Björk ekki inn í verkefnið fyrr en á síðari stigum.“ Þess má geta að eistneska tón- skáldið Arvo Párt, sem samið hefur sérstaklega verk á efnisskrá Radda Evrópu, er væntanlegt til landsins og mun dveljast með kórnum í æfinga- búðunum í Reykholti. Sýnileg og ósýnileg Raddir Evrópu og Baldur eru verkefni sem vitað vai- að myndu vekja mikla athygli. Síðan eru verk- efni, sem hafa kannski ekki fengið eins mikla umfjöllun, en hafa eigi að síður farið fram úr björtustu vonum. Þau skipta ekki minna máli, að áliti Þórunnar. „Svona hátíð þarf bæði að vera sýnileg og ósýnileg. Þetta má ekki bara vera flugeldasýning á göt- um úti, heldur verður almenningur líka að skynja þetta sem hluta af sínu daglega lífi. Nefni ég þar sem dæmi verkefni sem við erum að vinna með öllum grunnskólunum í Reykjavík, sem felst í því að listamenn heim- sækja skólana. Þá unnum við með leikskólum Reykjavíkur, þar sem öll fimm ára börn unnu myndverk og ljóð út frá yfirskrift menningarárs- ins, en hápunkturinn var þegar þau komu saman og sungu á Arnarhóli. Þátttaka barnanna í menningarárinu mun senniiega seint líða þeim úr minni og vart ofmetið gildi þess að mennta börn snemma í listsköpun." Sömuleiðis hefur, að dómi Þórunn- ar, spilast mjög skemmtiiega úr ólík- um verkefnum úti á landsbyggðinni en yfir þrjátíu sveitarfélög komið til samstarfs við Menningarborgina. „Þau sýna, svo ekki verður um villst, að það er mikil vakning á landsbyggðinni. Settar hafa verið upp sýningar eins og Jöklasýningin á Höfn og Galdrasýningin á Ströndum, haldin þjóðlagahátíð á Siglufirði og menningarhátíð í Grindavík, svo dæmi séu tekin. Þá er líka ánægju- legt til þess að vita að margir, sem ekki voru tilbúnir þegar við vorum að kalla eftir verkefnum úti á landi, eru komnir af stað núna. Þetta hefur reynst óvæntur og glæsilegur liðs- auki við dagskrárgerðina. Við höfum unnið með Flugfélagi íslands að kynningu á þessum verkefnum og allt bendir til þess að menningar- tengd ferðamennska innanlands sé svo sannarlega að verða spennandi kostur í hugum landsmanna. Sveitarfélögin hafa unnið sérstak- lega vel úr því fjármagni sem þau hafa fengið og þetta eru verkefni sem ég er sannfærð um að eiga framtíð fyrir sér svo framarlega sem fáist áframhaldandi fjái-magn." Samstarfið við landsbyggðina er, að sögn Þórunnar, einsdæmi í sögu menningarborga Evrópu, enda hafa borgirnar til þessa tilheyrt svo stór- um samfélögum að ekki hefur verið talið raunhæft að færa út kvíarnar með þessum hætti. Þegar heilsárshátíð er haldin á sviði menningar er mikilvægt, að mati Þórunnar, að ofþreyta fólk ekki. Þess vegna hefur verið lögð höf- uðáhersla á að bjóða reglulega upp á nýja viðburði og, ekki síður, leyfa fólki að draga andann inn á milli. „Ég held að þetta hafi tekist. Að- sókn hefur haldist mjög góð, allt frá upphafi og fram yfir Listahátíð og tónlistarhátíðina í Laugardal. Núna í júlí höfum við vísvitandi haldið okkur til hlés í borginni á meðan svo mikið er um að vera í samstarfi okkar við sveitarfélögin, en erum um leið að undirbúa framhaldið, þar á meðal þessa stóru viðburði í ágúst.“ Þórunn r; , |; j: [' : l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.