Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 35

Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 35 LISTIR Raddir Evrópu Myndin er tekin í Perlunni á gamlárskvöld. Kórinn er að flytja Evrópurapp Atla Heimis Sveinssonar. Þorgerður Ingólfsdóttir er aðalstjórnandi kórsins. Kórinn hittist aftur á íslandi 16. ágúst og fer rakleiðis í æfíngabúðir í Reyk- holti. Tvennir tónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkiu 26. og 27. ágúst. segir það stefnu Menningarborgar- innar að leyfa einstökum verkefnum að njóta sín, þó þau séu jafnvel alveg eða að mestu leyti fjármögnuð af henni. ,Auðvitað eru verkefnin merkt okkur, en við viljum samt leyfa þeim að blómstra eins og mögu- legt er á eigin forsendum. Skrifstof- an okkar er ekki stór í sniðum því við viljum forðast yfirbyggingu og of mikla skriffinnsku. Eigi að síður höf- um við reynt að marka skýrar vinn- ureglur með öllum samstarfsaðilum. Að öðrum kosti er hætt við að svo viðamikil dagskrá færi úr böndun- um.“ Reykjavík leggur sitt af mörkum til hinna menningarborganna átta, svo sem Baldur og Raddir Evrópu. Þá er mikið lagt upp úr samskiptum við nágranna okkar, Grænlendinga og Færeyinga, á árinu. „Má þar nefna tónlistarhátíðina Nordic Mus- ik sem fram fer í löndunum þremur. I vor frumflutti Sinfóníuhljómsveit ís- lands fyrstu færeysku sinfóníuna, eftir Sunleif Rasmussen, í Þórshöfn og Þjóðleikhúsið fór í leikför til Grænlands, fyrst þjóðleikhúsa, og sýndi Brúðuheimili Ibsens. Það er ánægjulegt að geta eflt þessa vest- norrænu menningarsamvinnu á þessu ári. Fjölmargir íslenskir lista- menn hafa jafnframt heimsótt hinar menningarborgirnar og oftar en ekki hljóta þeir einstaklega góða dóma.“ Ástseða þess að svo víðtæk sam- vinna hefur náðst um Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 er að mati Þórunnar meðal annars sú að menningarhugtakið hefur verið skil- greint jafn vítt og raun ber vitni. „Spegilmynd íslensks þjóðfélags verður litskrúðugri og raunsannari þegar listviðburðir standa við hlið gjörólíkra atburða sem endurspegla aðra, en jafnframt mikilvæga þætti samfélags okkar. Við höfum frá upphafi fundið fyrir miklum áhuga fólks á verkefninu og áhuga margra á að tengjast því. Dag- skráin er fyrir löngu fullmótuð og því höfum við orðið að vísa ansi mörgum frá. Það hefur oft verið erfitt að þurfa að segja nei - en fyrir því eru skýrar ástæður. Það er alveg sama um hvaða menningarborg er talað, fyrr- verandi eða núverandi, þetta er all- staðar aðalvandinn. Menn fara alltaf út í margfalt fleiri verkefni en þeir ráða við og hafa, í sumum tilfellum, verið búnir með fjármagnið á miðju ári. Slík óráðsía bitnar á öllum. Við settum okkur mjög skýran fjárhagsramma strax í ársbyrjun 1998 og höfum algjörlega haldið hon- um og munum gera til enda. Kannski finnst sumum það enginn sérstakur kostur að standa við fjárhagsáætlan- ir í listalífinu, en það skiptir að sjálf- sögðu gríðarlega miklu máli að fara af ábyrgð með almannafé. Að öðrum kosti yrði verkefnið fljótt rúið trausti fólks." Þórunn segir fjármögnun vegna verkefnisins hafa verið árangursríka og samstarfið við helstu samstarfs- aðila, Máttarstólpa Menningarborg- arinnar og aðra, til fyrirmyndar. „Þeir eru að koma æ meira inn í dagskrána. Ég nefndi áður Lands- virkjun með sínar sýningar í orku- verunum og Olís er nú sömuleiðis með myndlistarsýningar á þjónustu- stöðvum sínum undir yfirskriftinni Dælan gengur. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með Máttar- stólpunum og öðrum samstarfsað- ilum, eins og þeim stóru aðilum sem koma að Baldri, Norræna menning- arsjóðnum, Norræna fjárfestinga- bankanum og Íslandsbanka-FBA. Þá koma Samskip með myndar- legum hætti inn í Raddir Evrópu og Landsbankinn að Svanavatninu. Við höfum valið að vera með fáa en stóra samstarfsaðila og þannig lagt áherslu á að taka ekki möguleika annarra til að fá atvinnulífið til sam- starfs. Þá hafa samstarfsaðilar okkar í mörgum tilvikum einnig valið sér sérstök verkefni til að styrkja. í heildarfjármögnun Menningarborg- arinnar má heldur ekki gleyma er- lendum styrkjum, en Baldur og Raddir Evrópu hafa hlotið hæstu styrki Norræna menningarsjóðsins og Evrópusambandsins.“ Öflugt fjárrnálaráð En fjármagn kemur ekki af sjálfu sér. „Þetta hefur verið vinna. Mjög mikil vinna sem þarf að vinna í tíma. Það þýðir ekkert að koma á síðustu stundu og biðja um peninga. Skýrar hugmyndir um gagnkvæmt samstarf og hagsmuni þurfa að liggja fyrir. Við vorum með mjög öflugt fjármála- ráð, undir forystu Sigurðar Gísla Pálmasonar, sem vann algjört braut- ryðjandastarf ásamt fjármálastjóra M-2000, Maríu Ingvadóttur, í þess- um efnum. Ég er sannfærð um að menningarlífið á eftir að njóta góðs af því um langan aldur.“ Reykjavík er ekki bara menning- arborg fyrir Islendinga, heldur er líka reynt að höfða til erlendra ferða- manna. Kynningarþáttur verkefnis- ins erlendis hefur verið mjög um- fangsmikill. „Sú kynning, sem Svanhildur Konráðsdóttir hefur stýrt, hefur gengið vel og skilað áþreifanlegum árangri nú þegar. Þetta er þriðja árið sem við erum í markvissri kynningu erlendis og það hefur meðal annars skilað sér í um- fjöllun margra stærstu sjónvarps- stöðva heims, svo sem CNN, NBC, BBC og fleiri stórra stöðva í Evrópu. Það er gaman að hafa átt þátt í svo árangursríku samstarfi margra að- ila, s.s. Flugleiða, Ferðamálaráðs og utanríkisþjónustunnar, en aukning erlendra ferðamanna hér á landi er einhver sú mesta, eftir því sem ég les í skýrslum, sem orðið hefur á menn- ingarborgarári hjá nokkurri borg.“ Það sem Þórunn saknar mest, þegar hún er farin að sjá til lands, er meiri umræða um það hvemig fylgja megi menningarborgarárinu eftir. Hugmyndir um það hvernig vinna megi úr því sem gert hefur verið í ár. Nefnir hún sérstaklega nýsköpun, Morgunblaðið/Golli Frá Galdrasýningunni á Hólma- vfk, einu af samstarfsverkefnum M-2000 og sveitarfélaganna úti á landi. þar sem jafnan er erfiðast að afla fjár. ,A-uðvitað hugsar maður alltaf um framtíðina. Mjög mikið fjármagn hefur verið sett í alla þessa viðburði, Menningarborg, Kristnihátíð og Landafundaafmæli. Maður hlýtur að hugsa um hvert framhaldið verður. Það skiptir gríðarlega miklu máli að eitthvað af þessum viðburðum lifi áfram, þótt í breyttri mynd sé. Að öðrum kosti má segja að verið sé að henda peningum út um gluggann. Margt hefur þegar fengið sinn stofn- kostnað og því verður auðveldara að halda því áfram. Það mun ekki ger- ast í bráð að svona mikið fjármagn verði til ráðstöfunar á einu og sama árinu til menningarmála og það verð- ur erfitt að koma hjólinu af stað aftur ef það stöðvast. Við þurfum að halda áfram og ég geng út frá því sem sjálf- sögðum hlut að það sé vilji manna. Annað væri fávíslegt. Ef við viljum standa stolt og keik frammi íyrir heiminum og segja hér er frum- kvæði, sköpun, kraftur og þekking verðum við að sýna viljann í verki, veita fé til þessara mála sem nýtt verði með skynsamlegum hætti.“ Ekki hefur borið á mikilli gagn- rýni á M-2000, en erlendis hafa menningarborgir iðulega verið mikið deiluefni í fjölmiðlum. „Það er helst að við höfum verið skömmuð fyrir að flytja ekki flug- völlinn og að leyfa starfsemi nektar- staða í borginni. Það sýnir að menn átta sig ekki alltaf á því að ekki er samasemmerki milli Menningar- borgar og Reykjavíkurborgar. Menningarborgin er alveg sérstakt verkefni með sérstakri stjórn og hef- ur ekkert með flugvöllinn og nektar- staðina að gera,“ segir hún og hlær. „Auðvitað gegna borgarstofnan- irnar mikilvægu hlutverki á þessu ári og hafa tekið myndarlegan þátt í því, eins og veitustofnanir, skólarnir, íþrótta- og tómstundaráð, skrifstof- ur borgarverkfræðings, garðyrkju- stjóra og fleiri. Þessi áhugi hefur auðvitað skipt mjög miklu máli. Þá hefur borgarstjórinn lykilhlutverki að gegna. Ekki síður vil ég geta þess að samvinnan við menntamálaráð- herra og ríkisstjómina, sem er hinn aðilinn að samningi um Menningar- borgina, hefur verið með mjög mikl- um ágætum. Ég er raunar sannfærð um að það hafi verið lán þessa verk- efnis að hafa fólk eins og Björn Bjamason og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við völd á þessu ári. Bæði hafa þau sýnt verkefninu mjög mikla alúð og lagt sitt af mörkum til að hægt hafi verið að vinna úr þessu eins vel og mögulegt er. Mér telst einnig til að flest, ef ekki öll, ráðu- neytin hafa komið að dagskránni með einhverjum hætti og samvinnan við íslensku sendii'áðin hefur verið með miklum ágætum.“ Enda þótt vel hafi gengið þykir Þómnni brýnt að leggjast ekki í sjálfshól og sjálfsréttlætingu á ári sem þessu. „Þótt fjölmiðlar séu ekki uppfullir af skömmum út af Menn- ingarborginni má maður ekki gefa sér að allt sé í himnalagi. Auðvitað þurfum við að draga fram jákvæða hluti við kynningu á landinu, einkum erlendis, en við verðum að vera gagnrýnin inn á við - það er margt sem má bæta. Sérstaklega á sviði nýsköpunar, við verðum að setja frumkvæði framar á forgangslistann á næstu öld og nota þessi tímamót til að líta í eigin barm og gagnrýna það sem betur má gera.“ Skipuleggjendur og framkvæmda- aðilar í tengslum við M-2000 hafa þegar hafist handa við að safna upp- lýsingum um verkefni Menningar- borgarinnar, en ætlunin er að til verði gagnabanki eftir árið. „Þetta hafa allar menningarborgir gert, enda er okkur skylt að skila skýrslu til Evrópusambandsins. Við þurfum að afla mikilla upplýsinga og gagna til að geta gert grein fyrir því hvemig þetta verkefni var unnið hér á Islandi." „Litla systir“ Menningarborgir Evrópu eru níu árið 2000 og segir Þórunn það á viss- an hátt skemmtilegt að vera „litla systirin“ i samstarfi þessara millj- ónaþjóða. „Við höfum notið þess mjög vel og finnum glöggt fyrir því að félögum okkar í samstarfinu þykir talsvert í það varið að koma hingað og tengjast íslandi. Við erum núna með forystu í samtökum borganna níu og höldum aðalfund í Reykjavík 18. ágúst, þegar Baldur er frumflutt- ur. Þetta verður stærsti fundur borganna til þessa og metþátttaka." Sérstakur gestur á fundinum verður Bretinn Charles Landry, sem rannsakað hefur áhrif menningar- borgaverkefna og skrifað bókina „Creative Cities". „Hann mun halda hér fyrirlestur og það verður spennandi að sjá hvemig borgimar geta nýtt sér það sem þegar hefur áunnist og hvernig þær hugsa sér að vinna saman í framtfðinni. Það skiptir vitaskuld miklu máli.“ Árið 2000 mun líða, eins og geng- ur, en þar með lýkur ekki afsldptum Þómnnar af lista- og menningarhá- tíðum, því hún var nýverið ráðin list- rænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. „Vonandi fæ ég þar tæki- færi til að vinna áfram að ýmsum þeim málum sem Menningarborgin hefur sett á oddinn, svo sem nýsköp- un og samvinnu við sveitarfélögin og atvinnulífið. Ég mun beita mér fyrir þessum málum, enda yrði mikill skaði ef ekki yrði unnt að fylgja þeim eftir. Listahátíð mun, með nýjum samþykktum, hafa mun meiri mögu- leika á því að vinna sjálfstætt. Hún er til dæmis ekki bundin af því að birt- ast aðeins í snörpum lotum á tveggja ára fresti. Þá þarf að endurskoða fjármögnun hátíðarinnar að vissu leyti. Áuðvitað má ekki þenja fjár- hagsrammann of mikið, en við vitum að í gegnum tíðina hafa alltof margir listamenn unnið fyrir Listahátíð fyr- ir ekki neitt. Vonandi tekst okkur að koma í veg fyrir það í framtíðinni. Það er tímanna tákn, vinnu ber að borga fyrir - einnig listræn störf. Ég hlakka til að setjast inn á skrifstofu Listahátíðar og leggja mitt af mörk- um þar þegar árið 2000 er á enda.“ Ábyrgt kynlíff Byltingin er komin ný hönnun margföld ánægja Hvað er svona merkilegt við þennan smokk? Sérstök lögun inSpiral smokksins örvar taugaenda limsins þannig að næmni og ánægja magnast, karlar fá meira út ur samförunum - konur segja: Ef G-bletturinn er til þá er hann allstaðar - hringir öllum bjöllum. Gamlartuggur eins og: Nenm ekki í fótabað í stígvélum og að borða karamellu með bréfinu verða úr sögunni. inSpiral hefur CE vottun. Fæst í flestum apótekum- Hagkaup - Nýkaup Þjónustustöðvum Esso á höfuðborgarsvæðinu og Fríhöfninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.