Morgunblaðið - 03.08.2000, Page 39
38 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 39,
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BREYTINGAR í ÍSLENZKUM
LANDBÚNAÐI
UMTALSVERÐAR breyting-
ar eru að eiga sér stað í ís-
lenzkum landbúnaði, þótt
tiltölulega hljótt fari. Má rekja
þessar breytingar m.a. til nýrrar
tækni á ýmsum sviðum búrekstrar
og má jafnvel tala um nýja tækni-
byltingu í landbúnaðinum. Nútíma
tölvutækni er nýtt í síauknum mæli,
t.d. við framleiðslustjórnun og eftir-
lit, auk þess sem fullkomnari og af-
kastameiri tæki eru nýtt við bú-
reksturinn.
Augljóst er, að í næstu framtíð
verður þróunin sú, að bú munu
stækka og framleiðsla afurða þeirra
aukast verulega. Slíkt er óhjá-
kvæmilegt svo landbúnaðurinn geti
tekið þátt í vaxandi samkeppni á
matvörumarkaði, m.a. vegna inn-
flutnings búvara. Aukin hagkvæmni
í búrekstri er brýn nauðsyn til að
lækka kostnað á framleiðslueiningu.
Það verður bezt gert með stækkun
búa, en það þýðir að sjálfsögðu, að
framleiðslu á öðrum búum verður
hætt á móti. I framtíðinni verður ís-
lenzkur landbúnaður líklega að
svara innflutningi með útflutningi á
eigin afurðum og það kallar enn á
aukna hagkvæmni.
Þróun í þessa átt er þegar komin
á nokkurt skrið í íslenzkum land-
búnaði og má benda á, að svínarækt
er nú aðeins á 40 búum og hefur
fækkað úr 126 á tiltölulega fáum ár-
um. Allt bendir til, að innan fárra
ára muni aðeins fá en stór svínabú
verða rekin hér á landi.
Erfiðast hefur gengið að auka
hagræðingu í sauðfjárbúskap og
mjólkurframleiðslu. Kvótakerfi í
þessum búskapargreinum hefur þó
stuðlað að fækkun búa, því stærri og
hagkvæmari bú hafa getað keypt
kvóta af bændum, sem hafa jafnvel
alveg hætt búskap og snúið sér að
öðru. Almennt er viðurkennt, að bú
með lítinn kvóta geta ekki staðið
undir mannsæmandi lífskjörum, og
því er eðlilegt, að þeir bændur selji
hann og leiti annarra starfa.
Mjólkurframleiðslan er að gjör-
breytast. Kúabúin eru að stækka.
Nú eru nokkur bú til sem ráða yfir
jafnvel 600-700 þúsund lítra mjólk-
urkvóta og allmörg, sem eru með
mjólkurkvóta, sem nemur 250-300
þúsund lítrum. Á sumum kúabúum
hafa verið byggð ný og mjög full-
komin fjós og nemur fjárfestingin í
þeim nokkrum tugum milljóna á
hverju búi. Þessi nýju fjós eru nán-
ast alveg sjálfvirk. Tæknibúnaður
sér um að mjólka kýrnar hvenær
sem er sólarhringsins, þegar þær
sýna vilja til þess. Það er augljóst,
að mjólkurframleiðslan mun þróast
ört í þennan farveg.
Frá því var skýrt í Morgunblaðinu
í gær, að Emil Sigurjónsson, bóndi í
Ytri-Hlíð í Vopnafirði og forustu-
maður í sinni sveit, hefði ákveðið að
hætta búskap í haust og taka tilboði
ríkisins um uppkaup á framleiðslu-
rétti samkvæmt samningi þar um.
Emil og bróðir hans Friðrik hafa
rekið félagsbú á jörðinni með 460
ærgildum, sem engan veginn standa
undir viðunandi lífskjörum fyrir
tvær fjölskyldur, og hafa þeir bræð-
ur því unnið að hluta utan heimilis.
Emil telur 600 ærgildi þurfa fyrir
hverja fjölskyldu til að hafa þokka-
lega afkomu af sauðfjárrækt.
Emil hefur orðið fyrir gagnrýni
vegna ákvörðunar sinnar og hefur
svarað með þessum orðum:
„Það kom mér á óvart að ég fékk
mestu gagnrýnina frá stéttarbræðr-
um mínum. Mér finnst umræðan
ósanngjörn, það líta sumir á þetta
sem flótta og aumingjaskap. Eg hef
sagt mönnum, að með því að hætta
sauðfjárbúskap sé ég að skapa
meira rými fyrir þá sem vilja halda
áfram. I raun tel ég ekkert merki-
legra að bóndi skipti um vinnu en
hver annar þjóðfélagsþegn þótt ég
viti að breytingin sé að mörgu leyti
meiri fyrir viðkomandi einstakling.“
Þessi afstaða Emils Sigurjónsson-
ar er að sjálfsögðu rétt. Nauðsyn-
legt er að skapa þeim bændum, sem
áfram stunda sauðfjárrækt, viðun-
andi lífskjör. Það verður ekki gert
nema með stærri kvóta og það þýðir
fækkun sauðfjárbúa.
Afstaða þeirra bræðra, Emils og
Friðriks í Ytri-Hlíð, á því ekki að
vera ámælisverð í augum félaga
þeirra heldur til fyrirmyndar, því
þeir eru sannarlega að auka líkurn-
ar á því, að aðrir sauðfjárbændur
geti haldið áfram sínum búskap.
Miklu fleiri þurfa að fylgja í kjölfar
þeirra bræðra og nú er hentugur
tími, því uppsveifla er í efnahagslíf-
inu og víða skortur á vinnuafli.
Það eru of margir bændur að
reyna að tryggja sér og sínum fram-
færslu með því að stunda sauðfjár-
rækt á of litlum búum. Það ætti að
vera eftirsóknarvert, bæði fyrir
þessa bændur sjálfa og fjölskyldur
þeirra, að draga saman seglin, nýta
þau tækifæri, sem bjóðast, til þess
að komast út úr búrekstrinum og
snúa sér að öðrum verkefnum, eins
og bræðurnir í Vopnafirði.
í stað þess að Alþingi og ríkis-
stjórn haldi áfram vonlausri leit að
leiðum til þess að halda sauðfjár-
ræktinni gangandi á gömlum for-
sendum á að stuðla að því að sama
þróun verði í sauðfjárrækt og er að
verða í svínabúskap og kúabúskap.
íslenzkur landbúnaður getur risið
upp sem blómlegur atvinnuvegur á
nýjan leik á grundvelli stórfram-
leiðslu. Sveitirnar munu blómstra á
ný á þessum breyttu forsendum. Að
þessu ættu bændasamtökin að
hyggja.
Jafnframt er ástæða til að bænd-
ur geti komið höndum yfir eignir
sínar í vinnslustöðvum, sem er litið
á sem einhvers konar sjálfseignar-
stofnanir en geta ekki verM annarra
eign en bændanna sjálfra. í þessum
fyrirtækjum eru gífurlegar eignir.
Það er nauðsynlegt að vinna mark-
visst að því að breyta rekstrarformi
þessara fyrirtækja og færa þau í
hendur eigendanna, bændanna, sem
hafa byggt þau upp með margvísleg-
um hætti. Það er sannast sagna
fáránlegt að þessi fyrirtæki vaxi og
dafni á sama tíma og bændurnir,
sem hafa verið undirstaða þessara
vinnslustöðva alla öldina, eru meðal
tekjulægstu þegna þjóðfélagsins.
/ /
Islenska fyrirtækið Stofnfiskur færir út kvíarnar á Irlandi
Verslunarmannahelgin er gósentíð fíkniefnasala
Byggir
upp kyn-
bótakerfi
fyrir lax
Fyrirtækið Stofnfiskur hefur undanfarin ár stað-
ið fyrir miklu fískeldisverkefni í Chile í Suður-
Ameríku. I mars síðastliðnum færði fyrirtækið
enn út kvíarnar en þá var vígð ný kynbótastöð
Stofnfísks í Galway á írlandi. Davíð Logi Sig-
urðsson heimsótti stöðina og ræddi við Vigfús Jó-
hannsson, framkvæmdastjóra Stofnfísks.
FYRIRTÆKIÐ Stofnfisk-
ur hefur verið í örum
vexti undanfarin ár en
það hefur sérhæft sig í
kynbótum og framleiðslu á laxa-
hrognum auk þess sem staðið hef-
ur verið fyrir kynbótaverkefni fyrir
bleikju og regnbogasilung hér á
íslandi. Tæplega þrjátíu manns
starfa nú hjá fyrirtækinu en árið
1995 voru starfsmennirnir sex.
Verulegur hluti framleiðslunnar
hefur verið fluttur út en hluta
hennar hefur jafnframt verið kom-
ið fyrir erlendis, m.a. stendur
Stofnfiskur fyrir kynbótaverkefni í
Chile og í mars á þessu ári var vígð
ný kynbótastöð í útjaðri Galway á
vesturströnd Irlands.
Með verkefninu á írlandi varð
Stofnfiskur fyrsta fyrirtækið til að
byggja upp formlegt kynbótakerfi
fyrir lax á Irlandi en slíkt hefur
ekki áður verið til þar í landi. Sú
ákvörðun fyrirtækisins að færa út
kvíarnar á Irlandi skýrist af áhuga
þess á að nálgast þarlenda við-
skiptavini sína betur, að sögn Vig-
fúsar Jóhannssonar framkvæmda-
stjóra.
Samningaviðræður milli Stofn-
fisks, írskra stjórnvalda og Lands-
sambands laxeldisframleiðenda á
írlandi um að þeir tækju að sér að
hefja kynbótaverkefni þar í landi
hófust árið 1998, en írar höfðu ekki
talið iðnaðinn nógu stóran í landinu
til að standa undir slíku verkefni.
Var það vilji Stofnfisks að fá fyrir
vikið ákveðna aðstöðu fyrir starf-
semi í landinu.
Board Iascaigh Mhara, f.h. írska
ríkisins, ákvað síðan að ganga til
samstarfs við Stofnfisk eftir ítar-
lega úttekt sérfræðinga á vegum
írska ríkisins á þeim verkefnum
sem í boði voru á þessu sviði. Taldi
hún mikinn tímasparnað og fjár-
hagslegan ávinning af því að tengj-
ast verkefni sem þegar hefur verið
í mikilli þróun hjá Stofnfiski.
Vilja tryggja að nafn Stofn-
físks sé tengt afurðinni
Eins og áður sagði tryggði
Stofnfiskur sér ákveðna aðstöðu á
Irlandi með samningum við írska
ríkið. Fyrirtækið lagði áherslu á
það, þegar leitin að sam-
starfsaðilum hófst, að
finna einhvern sem hefði
sterka stöðu á smáseiða-
markaðinum þar í landi
en hefði jafnframt góðan
aðgang að vatni og heilbrigðum að-
stæðum fyrir seiðiseldi. „Þetta fyr-
irtæki fundum við í Farming En-
terprise Limited,“ segir Vigfús.
„Það fyrirtæki á tvö önnur fyrir-
tæki, annars vegar Galway Aquatic
Enterprise (GAEL), sem er hér á
vesturströndinni, og hins vegar
Lickey Bridge Limited sem er
staðsett í Cork. Við keyptum 25%
hlutafjár í þessum fyrirtækjum og
stofnuðum í framhaldi af því nýtt
fyrirtæki hér á írlandi, Stofnfiskur
Ireland Limited, sem er 51% í eigu
Stofnfisks á íslandi og 49% í eigu
Farming Enterprise.“
Segir Vigfús þetta sérstaka fyr-
irtæki sjá um allan rekstur á kyn-
bótaverkefninu á Irlandi en jafn-
framt hafi Stofnfisksmenn viljað
tryggja sér nafnið á vörunni á ír-
landi, að allir samningar verði
gerðir í nafni Stofnfisks enda séu
líkur á því að í framtíðinni muni
fyrirtækið geta fengið einkaleyfi á
þeim erfðaupplýsingum sem það
eigi í efniviðnum.
Ennfremur sé Stofnfiski Ireland
Ltd. ætlað að sjá um öll sölu- og
markaðsmál á Irlandi og reyndar í
Skotlandi líka þar sem Stofnfiskur
rekur kynbótaverkefni.
Hægt að tvöfalda árangurinn
með réttum upplýsingum
Vigfús segir að með kaupunum á
Farming Enterprise hafi Stofn-
fiskur verið að kaupa sig mjög
sterkt inn á seiðamarkaðinn á Ir-
landi en sú regla hafi gilt þar í landi
að allur innflutningur á lifandi seið-
um væri bannaður. Stofnfiskur
þurfi því að flytja efniviðinn inn í
Irland sem hrogn en geti síðan,
vegna aðstöðunnar sem fyrirtækið
hefur tryggt sér í Galway, ræktað
hrognin upp í seiði.
Stofnfiskur þurfi því ekki lengur
að selja viðskiptavinum sínum ein-
göngu hrogn heldur geti fyrirtækið
bæði selt vöruna sem hrogn - og
síðan veitt þjónustu við ræktun
þeirra - og sem fullræktuð seiði.
Markmiðið sé að ná auknum verð-
mætum út úr afurðinni og sinna um
leið þörfum viðskiptavinarins bet-
ur. „Við reiknum með því að eftir
svona fimm ár geti um helmingur
af okkar veltu komið að verulegu
leyti frá rannsóknarþjónustu og
ráðgjöf," segir Vigfús.
Vigfús segir aðstæður að mörgu
leyti óvenjulegar í stöðinni í
Galway, þ.e. ef miðað sé við írland,
en þær séu hins vegar
sambærilegar við vinnu-
aðstæður heima á ís-
landi. Stöðin hafi aðgang
að lindarvatni, sem þýði
aðgang að stöðugum
hita allt árið (10 gráðum) og um
leið að hægt sé að halda uppi rækt-
un allt árið um kring.
Stofnfiskur hefur nú reist stál-
grindarhús á athafnasvæði GAEL í
nágrenni Galway og er búið að
Einkaleyfi á
erfðaupp-
lýsingum?
Morgunblaðið/Þorkell
Starfsmaður Stofnfisks Ireland Ltd. að störfúm við seiðakerin.
Morgunblaðið/Porkell
Vigfús Júhannsson (t.h.) ásamt Peter McGovern, framkvæmdastjðra
Galway Aquatic Enterprise í kynbótastöðinni í útjaðri Galway.
koma fyrir 200 kerum á einingu en
hvert þeirra geymir hrogn úr laxa-
fjölskyldum sem geymdar eru í
húsakynnum Stofnfisks í Kollafirði
á Islandi.
Að sögn Vigfúsar gerist það síð-
an næst að Stofnfiskur Ireland
gerir samninga við áframeldis-
stöðvar á írlandi, býður þeim seiði
til prófunar og í framhaldi af því
geri þau samninga við Stofnfisk um
öll hrognakaup sín. Um leið séu
þau komin með eigið kynbótaverk-
efni; efniviðurinn sé prófaður og
viðskiptavinurinn velji síðan bestu
fjölskyldurnar miðað við það um-
hverfi sem hann elur hrognin í.
Enn fremur komi viðskiptavin-
urinn með óskir um hvernig fiskur-
inn eigi að líta út, hversu feitur
hann sé, hversu sterkir litirnir eigi
að vera og hvort hann vilji auka
vaxtarhraðann eður ei. Stofnfiskur
sendi efnivið frá Islandi til baka
sem svari þessum óskum og tryggi
þannig hámarksnýtingu á hrogna-
framleiðslunni heima á Islandi.
Vigfús segir að hægt sé að tvö-
falda ávinninginn ef þeir hafi fyrir-
liggjandi upplýsingar um aðstæður
á eldisstaðnum. Á einu ái’i sé e.t.v.
hægt að skila efnivið sem vex 2-4%
hraðar en hann gerði árið á undan
án þess að fita aukist eða aðrar
breytingar verði, raunar verði útlit
fisksins almennt fallegra, stofninn
sé gerður jafnari og heppilegri í
eldi.
„Það er kannski helst hægt að
lýsa þessu með því að segja að á
einni laxakynslóð erum við að
stytta eldistímann frá seiði upp í
fjögurra kílóa fisk um kannski ca.
40 daga. Það eru auðvitað miklir
peningar fólgnir í því fyrir fram-
leiðendur," segir Vigfús.
Fiskurinn ræktaður að for-
skrift viðskiptavinarins
Það sem gerist næst er að við-
skiptavinurinn elur seiðin, sem
ræktuð hafa verið eftir fyrr-
greindri forskrift, en Stofnfiskur
heldur uppi reglubundnu eftirliti
með ásigkomulagi fisksins. Þegar
að slátrun kemur gerh’ starfsfólk
Stofnfisks allar mælingar á fiskn-
um, þ.e. mælir lit, fitu, þunga, kyn-
þroska o.s.frv. og þær upplýsingar
eru síðan sendar heim til Islands í
gagnabanka. Við þessar upplýsing-
ar er stuðst þegar ákveðið er hvaða
fiskai- skuli valdir til undaneldis
fyrir viðkomandi viðskiptavin.
„Það þýðir að strax sama ár og
við kreistum hrogn heima þá velj-
um við fisk handa honum nákvæm-
lega eftir þeirri forskrift," segir
Vigfús.
Eftir slátrun í áframeldisstöðv-
unum fer fiskurinn á markað. Eru
írar að fá mjög hátt verð fyrir lax
sinn, að sögn Vigfúsar. Hann segir
nánast allan lax sem menn kaupa
út úr búð í Evrópu eldislax. Meira
sé framleitt af eldislaxi í heiminum
í dag heldur en komi á land af villt-
um laxi. Markaðurinn vilji eldis-
fisk, hann vilji gæði, stöðugt fram-
boð og að hægt sé að treysta á að
varan fáist afhent á fyrirfram
ákveðnum dögum. Það sé ástæða
þess að eldislax hafi farið slíka sig-
urför um heiminn sem raun ber
vitni; hann geti jú uppfyllt þessar
kröfur.
Hefur þróunin verið sú að hlut-
fall eldisfisks eykst á ári hverju og
fullyrðir Vigfús að menn muni sjá
þetta gerast í öðrum fisktegundum
í framtíðinni. Nefnir hann sem
dæmi að þorskeldi sé komið nokk-
uð á veg í Noregi og í
Skotlandi.
Stofnfiskur var stofn-
að í mars 1991 og í upp-
hafi vai' fyrirtækið fyrst
og fremst í því að þjóna
hafbeitarfyrirtækjum heima á ís-
landi. Markaðurinn er hins vegar
afar lítill og gerði það gæfumuninn
fyrir rekstur Stofnfisks þegar fyr-
irtækið hóf sókn á erlenda mark-
aði, að sögn Vigfúsar. Munar þar
mestu um útflutning til Chile en
hann byrjaði fyrir alvöru árið 1996.
„I dag er Chile langstærsti mark-
aðurinn hjá okkur,“ segir Vigfús og
bætir því við að Stofnfiskur hyggist
opna sams konar einingu í Chile og
þeir hafi nú í rekstri í Galway á ír-
landi.
Fyrirtækið er það eina sem legg-
ur stund á skipulegar laxakynbæt-
ur á Islandi, að sögn Vigfúsar.
Hann segir fiskstofnana, sem þeir
vinni með, hafa komið upprunalega
frá Noregi á árunum 1981-1985.
Blönduðu þeir saman þremur
stofnum og tóku það besta úr
hverjum. Fyrir vikið sé kominn nýr
stofn sem óhætt sé að segja að sé
orðinn íslenskur í dag.
Sjálfur er Vigfús líffræðingur að
mennt, lauk námi í dýrafræði við
háskólann í Newcastle árið 1986.
Auk þess að vera framkvæmda-
stjóri Stofnfisks og einn af hluthöf-
um er hann nú stjórnarformaður í
Stofnfiski Ireland Ltd. og stjórnar-
maður í Farming Enterprise Ltd.
Hann er jafnframt formaður
Landssambands fiskeldisframleið-
enda á Islandi og í vor var hann
kjörinn forseti Alþjóðasambands
laxeldisframleiðenda.
Hafa fengið góðan stuðning
frá írskum stjórnvöldum
Að sögn Vigfúsar hefur írska
ríkið og þarlend fiskeldisfyritæki
stutt vel við bakið á uppbyggingar-
starfi Stofnfisks. Eftir að búið hafi
verið að leiða samningaviðræður til
lykta hafi gengið greiðlega að fá
innflutningsleyfi, styrkir hafi feng-
ist til uppbyggingar stöðvarinnar í
Galway og peningar fáist í gegnum
rannsóknar- og þróunarstarf úti á
áframeldisstöðvunum.
„Þetta skapar Stofnfiski ákveðna
sérstöðu. Þessi verkefni eru nefni-
lega ekki svo mörg, við erum ekki
að keppa við mjög marga aðila og
þeim fer fækkandi, fyrst og fremst
vegna þess að það hafa komið upp
sjúkdómar í þessum stöðvum, sér-
staklega í Skotlandi. Stærstu aðil-
arnir eru í Noregi en við erum með
betri sjúkdómsstöðu og það gerir
það að verkum að þetta módel, sem
við höfum sett upp hérna, hefur
vakið áhuga í öðrum löndum líka.“
Vigfús kveðst afar ánægður með
það hvernig verkefnið á írlandi
hefur farið aýstað. Vinnuaðstæður
séu góðar á Irlandi og þar sé að
finna fólk sem hafi mikla reynslu á
þessu sviði þó svo að fískeldi hafi
ekki fram að þessu fengið að vaxa
jafn mikið og eðlilegt
hefði mátt teljast. Nú
séu hins vegar breyting-
ar fram undan, Irar hafi
framleitt á bilinu 18-20
þúsund tonn af laxi á ári
hverju en írski sjávarútvegsráð-
herrann hafi tilkynnt að hann vilji
fara upp í 40-60 þúsund tonn á til-
tölulega skömmum tíma. Stofnfisk-
ur ætli sér vitaskuld að ná í drjúg-
an hluta af þeirri köku.
Ætla sér
drjúgan hluta
af kökunni
Enga unglinga
á útihátíðir
Morgunblaðið/Kristinn
Jóhanna Garðarsd., Stefán H. Stefáns. og Halldóra Ingibergsd.
Mesta ferðahelgi ársins
er framundan. Sigríður
B. Tómasdóttir ræddi
við foreldra og starfs-
menn Path og Götu-
smiðjunnar um ung-
linga og verslunar-
mannahelgina.
ÞAU Jóhanna Garðarsdóttir, Stef-
án H. Stefánsson og Halldóra Ingi-
bergsdóttir þekkja öll af eigin raun
þær hættur sem unglingum getur
stafað af vímuefnum. Þau eru öll í
foreldrahópnum í Foreldrahúsinu
og er mikið í mun að foreldrar taki
ábyrga afstöðu gagnvart einni
mestu ferðahelgi ársins sem nú er
framundan, verslunarmannahelg-
inni.
„Það er svo mikilvægt að við for-
eldrar stöndum saman og leyfum
ekki unglingunum okkar að fara á
útihátíðir," segir Halldóra. „Við
foreldrar látum líka of fljótt undan
þrýstingi ef sagt er við okkur að
allir séu að fara. Okkur hættir til
að fá sektarkennd gagnvart börn-
unum okkar þegar við bönnum
þeim eitthvað. Við verðum að
koma því til skila að ástæða þess
að við viljum ekki að þau fari á úti-
hátíðir sé fyrst og fremst sú að
okkur þykir svo vænt um þau. For-
eldrar treysta kannski sínum ung-
lingi fullkomlega en það er ekki
það sama og að treysta útihátíðar-
svæðinu," bætir Jóhanna við.
Stefán segir sérstaklega
ánægjulega þá viðhorfsbreytingu
sem átt hefur sér stað í ár þegar
forsvarsmenn stórra hátíða eins og
Halló Akureyri hafa tekið þá
stefnu að meina krökkum yngri en
átján ára aðgang nema í fylgd með
fullorðnum. „Þetta bendir til þess
að fleiri séu að vakna til vitundar
um hætturnar sem leynast á þess-
um útihátíðum, sem er mjög já-
kvætt. Þess vegna er þeim mun
meiri hætta á ferð í Vestmannaeyj-
um, sem virðist vera eini staðurinn
sem ætlar að taka við krökkum
yngri en átján.“ ~
Það eru unglingar frá þrettán til
átján ára aldurs sem þau hafa
mestar áhyggjur af og hér eiga
þau ekki eingöngu við hættuna
sem stafar af fíkniefnum heldur
einnig áfengi.
„Það hefur verið of mikið af-
skiptaleysi hér á landi gagnvart
þessum aldri,“ segir Stefán. „For-
eldrar kaupa t.d. oft bjór og sterk-
ara áfengi handa unglingum og
það ættu þeir alls ekki að gera. Því
yngri sem unglingar byrja að fikta
í áfengi því meiri hætta er á að þeir
leiðist út í fíkniefnaneyslu."
Fordæmi foreldra mjög
mikilvægt
Fordæmi foreldra er líka gífur-
lega mikilvægt þegar fjallað eru
um neyslu áfengis, rétt eins og í
öllu öðru. „Við þurfum svo sannar-
lega að líta í eigin barm,“ segir
Halldóra. „Það þýðir lítið að vera
sjálfur blindfullur ef verið er að
banna unglingum að drekka.“
Halldóra bendir einnig á að útihá-
tíðir séu skipulagðar af fullorðnu
fólki, sem jafnvel á börn og ung-
linga sjálft og ætti að vita betur.
Þau stinga því upp á að fjöl-
skyldur taki sig saman um versl-
unarmannahelgi og fari jafnvel í
ferðalag þannig að unglingnum á
heimilinu standi eitthvað annað til
boða en að hanga í bænum með
foreldrunum. „Við vitum að það er
ekki mest spennandi að vera með
foreldrunum, því er ráð að fleiri
fjölskyldur taki sig saman þannig
að unglingarnir hafi félagsskap
hver af öðrum,“ segir Halldóra.
En það er ekki eingöngu áfengi
sem er varasamt um verslunar-
mannahelgina. Hún er gósentíð
fíkniefnasala. Þeir stunda skipu-
lega markaðssetningu um þessa
helgi og leita í útihátíðirnar.
„Þetta vitum við að fenginni
reynslu,“ segir Jóhanna. „Það er
alltaf nóg til af fíkniefnum á þess-
um tíma. Sölumennirnir lána
gjarnan efni sem borga má eftir
helgina, gjarnan með þeim skil-
málum að unglingar selji líka.
Þannig verða þeir að fíkniefnasöl-
um um leið.“
Stefán segir það sérstaklega
uggvænlega þróun að e-taflan hafi
það orð á sér að vera hættulaus,
það grípi unglingar gjarnan á lofti
og trúi á það, þrátt fyrir mýmörg
dæmi sem sanna annað. Öll benda
þau á að breytt viðhorf gagnvart
fíkniefnum geri forvarnir að vissu
leyti erfiðari en áður fyrr. „Ung-
lingarnir eru búin að samþykkja
þessi efni. Það er af sem áður var
að það sé einhver sérstakur hópur
sem er í kringum þau,“ segir Hall-
dóra.
í hinum flókna heimi í dag er því
mikilvægt að fjölskyldan standi
saman segja þau einum rómi. Það
mikla sjálfræði sem unglingar hafa
í gegnum tíðina notið á íslandi^
kann ekki góðri lukku að stýra.
„Okkur myndi aldrei detta í hug að
leyfa unglingnum okkar að aka bíl
bílprófslaus og því ætti okkur ekki
að þykja það sjálfsagt að senda
hann á útihátíð með áfengi áður en
hann nær sjálfræðisaldri og er
líkamlega óþroskaður," segir Hall-
dóra.
„Þegar margir unglingar koma
saman á stað þar sem áfengi og eit-
urlyf eru í boði í miklu magni getur
bara svo margt gerst. Tilgangur-
inn með því að fara á útihátíð er
iðulega fyllerí og gaman en gam-
anið snýst bara svo oft upp í and-
hverfu sína,“ segir Jóhanna. „For-
eldrar eiga ekki að leggja þessa
ábyrgð á unglinginn sinn. Það get- -■
ur verið skemmtilegt að upplifa
verslunarmannahelgina en hún
getur líka snúist upp í hrylling sem
fylgir manneskjunni alla ævi.“
Mikilvægt að
gera upp hug
sinn fyrir helgi
VEGFARENDUR hafa eflaust rek-
ið augun í veggspjöld sem hanga
uppi víða í Reykjavík þar sem get-
ur að líta myndir af ungu fðlki sem
greinilega skemmtir sér konung-
lega. Þessi herferð gengur undir
nafninu „lol“ og mælti Morgun-
blaðið sér mðt við þær Marsibil
Sæmundsdðttur hjá Götusmiðj-
unni og Hildi Sverrisdóttur hjá
Path til að forvitnast um hvað lægi
þarna að baki.
,,„Lol“ stendur fyrir „loads of
laughter" en þessi skammstöfun er
tekin af irkinu [spjallrás á Netinu]
en það er líka farið að nota þessa
skammstöfun í sms-skilaboðum hjá
unga fðlkinu," segir Marsibil. Her-
ferðin beinist að ungu fðlki en þær
stöllur segja miklar líkur á að því
verði boðin eiturlyf nú um helgina.
„Við vi[jum að krakkarnir séu
búnir að gera upp hug sinn fyrir
helgina, áður en þeir fara af stað.
Að þau séu búin að ákveða að segja
Morgunblaðið/Kristinn
Hildur Sverrisdóttir og Marsibil Sæmundsdðttir
eins og ofbeldi og nauðganir," seg-
ir Hildur.
Marsibil bætir við að þar að auki
megi ekki gleyma því hvað það að
prðfa vímugjafa einu sinni getur
haft í för með sér. „Iljá sumum
leiðir eitt af öðru og þeir enda sem
fíklar.“
Þær Hildur og Marsibil hvetja
því unglingana til að vera varkárir
um helgina. „Það er svo margt
skemmtilegt sem hægt er að gera
án þess að eyðileggja sjálfan sig og
aðra í leiðinni," segir Marsibil. Hér
beinist talið að valkostum eins og
útivist, fjallgöngum og fallhlxfa-
stökki. „Það er náttúrlega ekki
spurning að ef leitað er að ein-
hverri vímu er sú náttúnxlega
langbest," segir Hildur.
nei. Því það get-
ur verið erfitt að
segja nei ef sölu-
maður kemur og
talar um hversu
hættulaus efnin eru,“ segir Hildur.
„Hættan við þessa helgi er að
krakkar sem hafa ekki haft neinn
aðgang að dópi eru oft komnir á
staði þar sem markviss sala er í
gangi. Maður þai’f ekki að þekkja
neinn sérstakan til að komast í
tæi’i við söluna,“ bætir Marsibil
við. „Þetta á við alla staði þar sem
fðlk kemur saman um þessa helgi,
ekki eingöngu útihátíðir."
En er verslunarmannahelgin
sérstaklega varasöm? „Það kemur
náttúrlega upp sérstök stemming
um verslunarmannahelgina. Hún
hefur alla burði til að vera mjög
skemmtileg helgi og því er um að
gera að falla ekki fyrir eitur-
lyfjasölum. Eiturlyfíum fylgja líka
svo margir ðæskilegir fylgifiskar