Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 42

Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -4. Hin hliðin á Leifi „ Virðingarleysið við réttindi okkar ersamt við sig. “ ■ Peter Penashue, leiðtogi Innú-frumbyggja í Norður-Ameríku. — Um leið og íslending- ar rifja það upp, sjálfum sér til brjóstútþenslu, að íslenskir sægarpar urðu að öllum líkindum fyrstir Evrópubúa til að sigla til Amer- íku og setjast þar að, verða þessir sömu útþöndu íslendingar að muna að þar með voru það íslendingar sem tóku fyrsta skrefið í yfirgangi Evrópubúa gegn frumbyggjum Norður- Ameríku. Það er ekki bara kverúl- antaháttur í öfugsnúnum íslend- ingi að halda þessu fram. Þótt minna færi fyrir því, í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um komu vík- ingaskipsins íslendings til L’Anse Aux Meadows á Ný- fundnalandi, að grein væri gerð fyrir hlut frumbyggja, var þetta áberandi þáttur í umfjöllun kanadískra fjölmiðla um atburð- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson Til dæmis var þetta megin- þráðurinn í frétt kanadíska blaðsins The Globe and Mail af komu íslend- ings. (Að vísu urðu ekki margir kanadískir fjölmiðlar til þess að fjalla um þetta, til dæmis hvor- ugt tveggja stærstu blaðanna, The Toronto Star og National Post, að því er best varð séð). Brian Tobin, fylkisstjóri á Nýfundnalandi og Labrador, lagði áherslu á það, samkvæmt frétt Globe and Mail, að atburð- urinn sem minnst var - koma norrænna manna til þessa staðar fyrir þúsund árum - hefði haft tvær hliðar, og að önnur þeirra hliða hafi verið ákaflega sorgleg. En af þeim orðum íslenskra ráðamanna sem flutt voru við at- höfnina og borist hafa heim með íslenskum fjölmiðlum verður ekki ráðið að þeir hafi sýnt þess- ari hlið málsins sérstakan skiln- ing. Nei, þeirra áhersla var á þennan hallærislega brjóstbarn- ing sem virðist vera aðal ís- lenskra ráðamanna sem flytja ávörp í útlöndum, Islendingum til hneisu. Einhvernveginn finnst manni að það hefði verið við hæfi að ís- lenskir fjölmiðlar hefðu gert ein- hveija grein fyrir þeirri sögu sem hófst með komu evrópskra manna til Norður-Ameríku, það er að segja, þeirri hlið hennar sem sneri frá evrópsku hetjun- um, sögunni um það hvemig frumbyggjamir hafa allar götur síðan orðið fyrir barðinu á þess- um hetjum. Ekki svo að skiija að fulltrúar fmmbyggja á Nýfundnalandi hafi amast við komu íslendings nú. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins af athöfninni bærðust blendnar tilfinningar í brjósti höfðingja frumbyggja- þjóðanna, en þeir réttu fram sáttarhönd og vildu horfa fram á veginn. „Hér urðu sögulegir viðburðir - hvort sem þeir vom af hinu góða eða slæmir vom þeir sögu- legir. Notum nú þetta tækifæri til að hefja nýja sögu handa börnum mínum og börnum ykk- ar,“ hafði Globe and Mail eftir Misel Joe, höfðingja Míkmaq- þjóðarinnar. Vonandi verður höfðingjanum að ósk sinni. Saga yfirgangs evrópskra hetja yfir fmmbyggja Norður-Ameríku er skelfileg, og við liggur að hún sé saga um út- rýmingu. Joe minntist á Beoth- uk-þjóðflokkinn sem áður fyrr bjó á Nýfundnalandi en var út- rýmt þegar Evrópubúar settust þar að. Fmmbyggjar rétta nú fram sáttarhönd, en manni virðist soldið eins og Islendingar séu hálfhissa og sýnist málið sér óviðkomandi. En frumbyggjar em ekki alveg sammála, eins og sjá má af orðum leiðtoga Innú- þjóðarinnar, sem vitnað er til hér að ofan. Penashue sagði, þegar komu íslendings var fagnað um dag- inn, að undanfarin þúsund ár hafi reynst aðkomumönnum happadrjúg, en heimamenn - það er, frambyggjar - hafi ekki haft mikið upp úr þeim. Atarna var úrdráttur sem hefði sómt skáldi. Penashue sagði ennfremur, að það væri kaldhæðnislegt að komu víkingaskipsins bæri upp á sama dag og Innúar hefðu farið þess á leit við dómstóla að til- raunir með hljóðfrátt flug yfir landi þeirra yrðu bannaðar. Var þetta haft eftir honum í kanad- íska blaðinu The Halifax Herald. Eða era íslendingar stikkfrí? Það er jú kunnara en frá þurfi að segja að frambyggjarnir ráku íslensku hetjumar burtu með skottið milli fótanna. Skrælingj- amir, eins og hetjurnar nefndu frambyggjana, vora með upp- steyt. (Að þeir skyldu dirfast, vissu þeir ekki að Leifur var hetja?) En þar með var sagan byrjuð. Þótt auðvitað sé enginn grand- völlur fyrir því að segja til um hver nákvæmlega megi teljast hlutur íslendinga í þeim yfir- gangi sem síðan hefur geisað gegn frumbyggjum er um leið ómögulegt að segja að Leifur og félagar hafi ekki átt neinn hlut að máli. Og það er barnaleg einföldun á flókinni atburðarás og marg- þættri sögu, að einblína á það sem er flatterandi íyrir mann sjálfan og gefur egóinu kikk, líkt og íslenskir ráðamenn (og fjöl- miðlar) gera sífellt og virðast halda að sé íslendingum að skapi. Sagan um Leif er líka sagan um hlutskipti frumbyggja Norður-Ameríku. Hvort sem ís- lendingum líkar betur eða verr eru þeir hluti af þessari sögu, og með því að gera mikið úr ferð garpanna vestureftir þarna um þúsund eru Islendingar um leið að leggja áherslu á hlut sinn í henni. Þess vegna er saga frumbyggja í Norður- Ameríku hluti af sögu íslands, og því þarf sú saga að vera kunn á Islandi. Ekki svo að skilja að það þurfi að leggja alla áherslu á átökin og hörmungamar, heldur getum við þar fylgt fordæmi höfðingja frumbyggjanna og horft fremur til framtíðar. En það er radda- skapur að nefna varla hina hlið- ina á hetjuskap Leifs og félaga, og ættum við að taka Brian Tob- in okkur til fyrirmyndar og horf- ast í augu við það sem er sorg- legt í þessari sögu. Slíkt felur ekki í sér neina pólitíska rétthugsun, heldur bara virðingu fyrir sannleikanum. GEORG MELLK RÓBERTSSON + Georg Mellk Ró- bertsson fæddist 28. nóvember 1981. Hann lést af slysför- um 22. júlf síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Ásdfs Benedikts- dóttir, f. 21.8. 1947 og Róbert Mellk, f. 25.8. 1948. Þau skildu. Sambýliskona Ró- berts er Soffía Karls- dóttir, f. 28.4.1952. Hálfsystir Georgs og fósturdóttir Ró- berts er Regína Hjaltadóttir, f. 24.12.1973. Henn- ar maki er Smári Magnússon, f. 23.6. 1972. Sonur þeirra Benedikt Franklín, f. 24.6.1995. Foreldrar Ásdísar eru Regína Guðmundsdóttir frá Flatey á Breiðafírði og Benedikt Frank- línsson frá Litla-Fjarðarhorni í Strandasýslu, nú búsett á Sel- fossi. Systkini Ásdísar: Jónfna, f. 1943, fráskilin og á þrjú uppkomin börn; tvíburarnir Andrea Eygló og Guðmund- ur Franklín, f. 1951. Andrea er gift og á tvö börn og Guð- mundur er kvæntur og á þrjú börn. Foreldrar Ró- berts: George Mellk, f. 12.2. 1915, d. 12.1. 1973 og Kristjana Bjargmundsdóttir Mellk. Sambýlis- maður Kristjönu, Þorkell Valdimars- son. Systur Róberts eru: Karen Mellk, f. 1951, gift og á einn son; Marilyn Herdís Mellk, f. 1961, gift og á tvö börn. Georg lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Islands 1999. Hann var í sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar. Utför Georgs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar ég sest hér niður til að skrifa um þig minningargrein finnst mér það fáránlegt, jafn fáránlegt og mér finnst að þú sért dáinn. Ég get ekki komið því niður á blað hvemig mér h'ður, það era ekki til nein orð sem lýsa því. Elsku Goggi minn, þú áttir rétt á því að lifa miklu, miklu lengur. Ég get aldrei sætt mig við að þú sért dáinn, aðeins reynt að lifa með því, það er víst ekki um annað að ræða. Stundum getur lífið verið svo ótrúlega grimmt og stundum svo ótrúlega Ijúft. Við fá- um víst engu um það ráðið. Hver eða hvað það er sem ræður veit ég ekki. Ég veit bara það að ég væri ekki sama manneskjan og ég er ef ég hefði ekki átt þig fyrir litla bróður minn. Þú ert engill, þú varst bara í heim- sókn. Minningamar eigum við saman. Þú lifir alltaf, alltaf í mínu hjarta. Þín ávallt elskandi systir, Regína. Ó,minning,miiming. Líkt og ómur Qarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Einsoglifandiverur birtast litir og hljómar hinnaliðnudaga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan (jarskann ogkomualdreiaftur. (Steinn Steinarr.) Minning um góðan og elskulegan dreng mun fylgja okkur um ókomna daga. Það er sárt og tregafullt að kveðja 18 ára pilt sem allir í fjölskyld- unni tengdu svo miklar vonir við. Líf- ið er hverfult og slysin gera ekki boð á undan sér. Sólskinsdagar sumarsins era nú blandnir sorg og táram. Fyrir rúmum átján áram vorum við öll uppi á fæðingardeild að dást að litla snáð- anum sem var nýkominn í heiminn. Ommubamið og bróðurbam okkar systranna, yndislegur strákur með Ijósa lokka. Við fylgdumst vel með uppvexti hans og allri tilvera. Hann sleppti því að byija að skríða, fór strax að ganga eða frekar þó að hlaupa u.þ.b. átta mánaða gamall, al- veg óhræddur við allt. Hann var ákveðinn og hélt að hann gæti gert allt, enda þurfti oft að fara með hann á slysavarðstofuna og sauma saman smáskurði. Svona var hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, til í allt og óhræddur. Takk fyrir þessi átján ár sem við nutum þín Goggi minn. Við vitum að afi George mun taka vel á móti þér. Elsku Róbert, Ásdís, Regína, fjöl- skylda og vinir, megi góður guð gefa ykkur styrk þessa erfiðu daga. Svo er því farið: Sáereftirlifir deyrþeimsemdeyr enhinndánilifir ílyartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honumyfír. (HannesPéturss.) Amma Lilla (Kristjana), Karen og Marilyn. Furðulegt, hvemig dauðinn kemur sífellt á óvart. Þessi svartklæddi, starandi dauði, sem allir hræðast, en enginn býst við að mæta. Ég hef aldrei leitt hugann að því að einhver mér nákominn muni falla frá, svona algjörlega án undirbúnings. Én það hefur gerst og því verður ekki breytt. En af hverju Georg? Georg sem kom mér alltaf til að hlæja, Georg, sem lífgaði upp á leiðinlegar samræður með hnyttnum sögum sínum og til- svöram. Ég man hvað það var alltaf gaman í fjölskylduboðum ef Georg mætti, því þá fóram við ósjaldan inn í herbergi að spila, eða spjalla, og kom þá Georg alltaf með sína skoðun á því hvaða hljómsveitir væra „þær fimm bestu í heiminum", og hló hann að hljómsveitunum sem ég taldi bestar. Hann hafði allt á hreinu, það er víst. Aldrei þreyttist hann á því að gera „svipinn“ fyrir okkur frænkumar, og alltaf hlógum við jafnmikið. Það hefur eflaust verið gaman fyrir hann að vera svona fyndinn í okkar augum. Við hlógum bókstaflega að öllu sem hann gerði, enda hafði hann einstakt skopskyn og tókst alltaf að kæta mann með því einu að vera til staðar og vera hann sjálfur. A tímabili fóram við frændsystkin- in austur á Selfoss til ömmu og afa aðra hveija helgi, jafnvel oftar, og era ófá uppátækin sem ég man eftir það- an. Við voram samt alltaf ósköp þæg og góð. Man ég til dæmis eftir því þegar við ákváðum að stofna póst- þjónustu í húsi ömmu og afa. Út- bjuggum við þá sérútbúna póstkassa fýrir hvert okkar, svo fórum við sitt í hvert herbergið og lokuðum á eftir okkur. Biðum við þar eftir pósti hvert frá öðra, sem ég er löngu búin að gleyma hvað innihélt. Gaman væri að geta skoðað þetta núna. Þessar minn- ingar, og allar hinar, munu vera mér, og öllum sem Georg þekktu, eins og ómetanlegur gimsteinn þegar við söknum. Núna, þegar Georg er farinn, vil ég muna eftir öllum stundunum sem ég átti með honum, en því miður get ég það ekki, ég bý ekki yfir svo sterku minni. Mig langar að öskra á þann sem ræður í þessu lífi yfir öllu þessu órétt- læti, en ég kýs frekar að reyna að rifja upp allar sögumar af Georg og gleðj- ast yfir öllum góðu stundunum sem ég átti með honum. Ég kýs að þakka bara fyrir mig og þakka fyrir það að hafa kynnst honum eins vel og raunin er. Margir segja, er einhver deyr, að þeir vildu að þeir hefðu kynnst honum betur, en ég er ánægð með minn hlut í lífi Georgs. Ég kynntist honum eins velogéggat. Núna kætir Georg englana á himn- inum og syngja þeir sem aldrei fyrr. Signrbjörg Sæmundsdóttir. Góður drengur er fallinn frá á vor- dögum síns lífs. Og allt í einu era allar óskir og fyrirheit þessa þróttmikla og lífsglaða stráks að engu orðnar. Skyndilega myrkvast allt og maður spyr sig af hveiju þeir bestu burtkall- ast svo ungir. Hann, sem var svo þrautseigur og atorkusamur. Hann, sem var svo ábyrgur og samviskusamur. Hann, sem var hvers manns hug- ljúfi og svo tillitssamur. Hann, sem hafði til að bera góðar gáfur og sjálfs- aga. Hann, sem var svo æðralaus og hugrakkur. Hann, sem átti svo mikið í vændum. Hann er dáinn hann Georg og er harmdauði öllum sem fengu að kynn- ast honum. Það er sárt fyrir alla að missa svo mætan son. Georg var systursonur konunnar minnar og jafnaldri dóttur minnar. Hann var sambekkja henni í Vestur- bæjarskólanum og í Hagaskóla, en síðan skildu leiðir er hann fór í Versl- unarskólann og hún í MH. Georg kom iðulega heim og var ávallt hress og keikur. Hann hafði gaman af tónlist og spilaði á gítar m.a. í skólahljóm- sveit með dóttur minni. Georg leitaði dálítið til mín fyrst þegar hann var að ná tökum á gítamum. Við spiluðum saman gömlu bítlalögin og tókum stundum Hendrix-takta. Hann lék undir á gítar í hópsöng fjölskyldunnar á síðkvöldum í Asgarði úti í Flatey á Breiðafirði. Ég átti margar góðar samvera- stundir með Georg í Flatey. Sérstak- lega minnist ég veiðiferðanna, þegar við fóram saman á lundaveiðar eða drógum þorsk á færi. Þá komu í ljós kappsemi hans og dugnaður. Strax frá 10 ára aldri fékk hann oftast mest- an afla og veiddi meir en þeir full- orðnu. Hann var naskur á að finna réttu staðina eftir flugi lundans hveiju sinni og lét ekki deigan síga við háfinn. Kúnstin er að lyfta ekki háfi nema þegar fugl stefnir beint í netið. Við ræddum margt á þessum ferð- um m.a.um veiðieðlið og mismun kynjanna í því sambandi. Einhvern tíma á sólbjörtum síðsumardegi þeg- ar flugið var lítið veltum við því fyrir okkur hvort örlög lunda, sem stefnir beint í háfinn, væru fyrirfram ráðin. Honum yrði ekki forðað á meðan þús- undir annarra lunda slyppu. Éins mætti segja um mennina, hveijir lenda í netinu á sinni ögurstundu þeg- ar Guð blakar upp sínum mikla háfi. Georg naut sérstakrar umhyggju og ástríkis föður síns og vora miklir kærleikar milli þeirra feðga. Hann var elskaður sonur móður sinnar og góður bróðir systur sinnar. Ég veit að það er erfitt að láta huggast eftir son- armissi. Harmurinn og sorgin krefst síns tíma. En það sem eftir lifir er minningin um yndislegan og góðan dreng. Ég sé hann fyrir mér stæltan og keikan í sólinni úti á Breiðafirði. Uppspretta lífsins er kærleikur. Sldlningur á dýpt veruleikans liggur gegn um kærleikann. Mt er til orðið vegna kærleikans. Guðerkærleikur. Að deyja felst í því að ég, afsprengi kærleikans hverf aftur til upphafsins til uppsprettu kærleikans. (LeoTolstoy.) Sæmundur Haraldsson. Elsku Georg. Mér finnst þú vera sem litli bróðir minn. Við gerðum margt saman frændurnir, fólk sagði að við væram svo líkir. Margar stund- ir áttum við hjá ömmu og afa á Sel- fossi. Ég vann þar á sumrin og þú varst í heimsókn. Við voram saman í leikjum og íþróttum, spilum og glensi. Þú leitaðir til mín og leist upp til mín og ég reyndi að vera þér dyggur og góður. Mér leiddist það aldrei. Mér hlýnar í brjósti að hugsa til þess að á sama hátt leit Andri minn upp til þín. Þegar fjölskyldan hittist leitaði hann til þín og kepptist við að vera þar sem þú varst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.