Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 50
40 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
•<i
Porrit fékkL
hæstu einkunn
á Húsavík: 4
^ Ronge ^
Rover 2.5 DT
& \ £> v> 3® M. <£> G*'" \> aaö
ÆVINTYRA
NÁMSKEIÐ
Ennþá laus pláss í ævintýrin
Ævintýranámskeið að Reynisvatni, fyrir börn frá 7 ára aldri.
8.-11. ágúst, 4 dagar, verð kr. 9.360,-
2l.-25.ágúst,5 dagar, verð kr. 11.700,-
• Veiðikennsla frá grunni
• Bátsferðir
• Umönnun dýra
(hesta, heimalninga, kanína)
• Reiðkennsla
• Gönguferðir - ratleikir
* íþróttaleikir
* Umhverfiskennsla
Námskeiðið er allan daginn frá kl. 9-17.
10 barna hópar (skipt eftir aldri) með fullorðnum
leiðbeinendum og þjálfuðu starfsfólki Reynisvatns.
Hollur matur innifalinn í verði, morgunkafFi, hádegisverður og síðdegiskaffi.
Rútuferðir (innifaldar í verði) frá BSÍ. Viðkomustaðir á Miklubraut,
Ártúnsbrekku ogVesturlandsvegi.
Upplýsingar og pantanir á Reynisvatni í síma 854 3789
Reynijvatn - útivistarpcrla Reykjavlkur er opin alla daga frá 9 til miðnatttis
I vatnlnu er gnatgð bleikju, laxa og rcgnbogasilunga, veiði við allra hxfi fri landi eða af báti.
Látum ekki lífið renná ckkur úr greipum
Höfum báðar hendur
á stýri og missum aldrei
sjónar af veginum
UMRÆÐAN
LIFRARBÓLGA C er bólgusjúk-
dómur í lifur sem orsakast af veiru
sem kölluð er lifrarbólguveira C.
Faraldur af lifrarbólgu C hefur
gengið yfir heiminn á undanförnum
árum og er þetta nú algengasti lifr-
arsjúkdómurinn á Vesturlöndum.
Talið er að um 4 milljónir manna séu
sýktar í Vestur-Evrópu einni saman.
Þótt ekki sé um nýjan sjúkdóm að
ræða var veiran sjálf fyrst einangr-
uð 1989 og í kjölfar þess þróuð
áreiðanleg próf til greiningar. Mörg
hundruð einstaklingar hafa greinst
með sjúkdóminn á Islandi.
Landlæknisembættið, sóttvarna-
læknir, Landspítali-háskólasjúkra-
hús og SAA standa nú að fræðslu-
átaki um lifrarbólgu C hér á landi.
Smitar við blóðblöndun
Lifrarbólguveira C smitar ekki
við venjulega umgengni og snert-
Lifrarbólga C -
vaxandi heilbrigðis-
vandamál á Islandi
Nýskráður 08.1996, Árgerð 1997,
.2500cc dfsilvél, 5 dyra, 5 gíra, vín-
j'auóur, ekinn 52 þús. km.
Grjðthðisi 1 "^^^Verð 3.290 þús.1
Sími 575 1230
oujuuu.bilaland.is
Stærfræðiþj álfirn
Þjálfúnarnám fyrir haustpróf og komandi önn.
Nánari upplýsingar í síma 551 5593
Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf.
Brautaholti 4a.
Dilbert á Netinu
'fþmbl.is
31 • 2000 •ttttíS tt. 4S3
Johnsen
Arni
galopinn i Eyjum
WFfpyp-'jfpö~m
l
Horður Magnusson
skorar atis staðar:
KYSST
É ■
* *
ingu milh fólks heldur
fyrst og fremst við
blóðblöndun. Algeng-
ustu smitleiðirnar eru
því þegar sýkt blóð
berst frá einum ein-
staklingi til annars, t.d.
þegar fíkniefnaneyt-
endur deila með sér
óhreinum sprautunál-
um. Sprautufíklar eru
nú fjölmennasti
áhættuhópurinn.
Fólk getur smitast
ef ekki er gætt fyllsta
hreinlætis við húðflúr
og götun t.d. í eyru. Sjgurður
Smit getur einnig bor- Ólafsson
ist við blóð- eða blóð-
hlutagjöf en allt blóð er nú skimað
svo líkur á að smitast þannig eru
hverfandi. Veiran getur
borist milli manna við kynmök en
það er tahð sjaldgæft. I sumum til-
fellum er ekki vitað hvemig smit átti
sér stað.
Alvarlegur sjúkdómur
Sumir veikjast með bráðri lifrar-
bólgu en ná sér svo að fullu á nokkr-
um vikum eða mánuðum. Þetta er þó
fremur undantekning. Um 80%
þeirra sem smitast fá varanlega sýk-
ingu, þ.e. losna ekki við veiruna.
Flestir þeirra fá langvinna lifrar-
bólgu sem getur smám saman valdið
örmyndun í lifrinni sem síðan leiðir
til skorpulifrar og lifrarbilunar. Tal-
ið er að 20-30% sjúklinga með lang-
vinna lifrarbólgu C fái skorpulifur.
Þessi þróun getur tekið áratugi. Þeir
sem fá skorpulifur eru í síðan í auk-
inni hættu á að fá lifrarkrabbamein.
Lifrarbólga C er í dag ein aðalorsök
lifrarkrabbameins á Vesturlöndum.
Oft einkennalaus í byrjun
Sjúkdómseinkenni gera oft ekki
vart við sig fyrr en eftir mörg ár eða
áratugi þegar sjúkdómurinn er kom-
inn á lokastig. Sjúkhngarnir hafa því
gjarnan enga hugmynd um að þeir
eru smitaðfr. Lyfjameðferð við þess-
um sjúkdómi er í sífelldri þróun en
lyfín koma þó ennþá aðeins hluta
sjúklinga að gagni. Fyrir þá sem eru
með skemmda lifur og lifrarbilun
kemur lifrarígræðsla til greina. I
Bandaríkjunum og Evrópu er lifrar-
bólga C nú algengasta
ástæðan fyrir lifrar-
ígi'æðslu.
Vaxandi
heilbrigðisvandi
Um 600 einstakling-
ar hafa nú greinst með
sjúkdóminn á Islandi
og árlega bætast við
60-70 ný tilfelli. Ekki
er vitað með vissu hve-
nær fyrstu einstakhng-
arnir smituðust hér á
landi en tahð er að
sjúkdómurinn hafí
fyrst farið að breiðast
út hér um miðjan 9.
áratuginn. Þetta teng-
ist vaxandi fíkniefnanotkun og fjölg-
un sprautufíkla á þessu tímabili.
Meirihluti þeirra sem greinst hafa
Heilsa
Um 600 einstaklingar,
segir Sigurður Ólafs-
son, hafa nú greinst með
------------------7---------
sjúkdóminn á Islandi.
hér á landi hafa sprautað sig með
fíkniefnum en í sumum tilfellum er
ekki vitað hvernig smit átti sér stað.
Oft er um að ræða ungt fólk með
sjúkdóminn á byrjunarstigi. Því má
gera ráð fyrir að á næstu áratugum
muni tilfellum af skorpulifur og lifr-
arbilun fjölga verulega með vaxandi
þörf fyrir lifrarígræðslur.
Lifrarbólga C er vaxandi heil-
brigðisvandamál á Islandi eins og
annars staðar í heiminum. Áhrif
þessa hér á landi bæði hvað varðar
þjáningar einstaklinga og álag og út-
gjöld fyrir heilbrigðiskerfið mun
koma fram með vaxandi þunga á
komandi árum. Mikilvægt er að
sporna við frekari útbreiðslu með
öllum tiltækum ráðum. Þar mun
fræðsla og forvarnarstarf gegn
vímuefnanotkun gegna lykilhlut-
verki.
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum og meltingar-
sjúkdómum Landspítala, Fossvogi.