Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 55
Sjöunda
skógarganga
sumarsins
SJÖUNDA skógarganga sumarsins
á vegum skógræktarfélaganna í
fræöslusamstarfi þeirra við Búnað-
arbanka íslands, verður í dag,
fimmtudaginn 3. ágúst kl. 20.30.
Skógargöngurnar eru skipulagðar í
samvinnu við Ferðafélag Islands og
eru ókeypis og öllum opnar.
Sjöunda skógargangan er í umsjá
Skógræktarfélags Kópsvogs og
Skógræktarfélags Kjalamess og
Kjósarsýslu. Gangan hefst við bæinn
á Fossá í Hvalfirði. Gengið verður
frá bænum yfir göngubrú á Fossá og
í gegnum náttúrulega birkiskóginn
austan Fossár og upp í Fossárdal.
Þeir sem vilja geta keyrt upp á Foss-
árdal. í ánni eru fallegir fossar og
flúðir. Boðið verður upp á létta
hressingu í Fossárdal.
Ódýr rútuferð verður að Fossá kl.
19:30 frá húsi Ferðafélags íslands í
Mörkinni 6. Við hvetjum alla skóga-
og útivistarunnendur til að mæta í
gönguna. Nánari upplýsingar hjá
Skógræktarfélagi íslands.
Kertafleyting
á Tjörninni
ÍSLENSKAR friðarhreyfingar
standa að kertafleytingu á Reykja-
víkurtjörn miðvikudaginn 9. ágúst
næstkomandi. Athöfnin er í minn-
ingu fórnarlamba kjamorkuárás-
anna á japönsku borgirnar Hírósíma
og Nagasakí 6. og 9. ágúst, um leið
og lögð er áhersla á kröfuna um
kjarnorkuvopnalausan heim.
Safnast verður saman við suðvest-
urbakka Tjarnarinnar (við Skothús-
veg) klukkan 22:30 og verður þar
stutt dagskrá. Ávarp flytur Sigþrúð-
ur Gunnarsdóttir íslenskufræðingur.
Þetta er sextánda árið sem kert-
um er fleytt á Tjörninni af þessu til-
efni. Að venju verða flotkerti seld á
staðnum. Kertafleyting verður einn-
ig á Akureyri á sama tíma.
Listauppákoma
í Lækjargötu
F.ART-hópurinn verður með upp-
ákomu í pylsuvagninum í Lækjar-
götu föstudaginn 4. ágúst n.k . Þar
mun verða seld skyndilist (Fast art)
milli kl.12 -18 F.Art-hópurinn sam-
anstendur af Lónu Dögg Christen-
sen, Þiðriki Hanssyni og Hildi Mar-
grétardóttur en þau era málarar af
yngri kynslóðinni.
Vel heppnuð útilega byggist á rétta búnaðinum
Áður en þú drífur fjölskylduna í útilegu um verslunarmannahelgina
skaltu kanna vel hvort eitthvað vantar til ferðalagsins.
Kynntu þér verslunarmannahelgartilboðin hjá okkur!
Ert þú með réttu græjurnar?
Verð 6.995
'
Tveggja manna. Þyngd 3,5 kg,
Þriggja manna. Þyngd 4,2 kg.
Verð 19.990
NÁNOa#
Verð 3.995
Opifl hjá NAN0B í Kringlunni:
Mánud.-miðvd. 10-18.30 • fi 110-21
föstud. 10-19 og laugard. 10-18 • sunr.uriBga 10-17
lífið er áskonm!
EXTREME Nevada
KARRIM0R Lynx 65
EXTREME Galeria II
EXTREME Galeria III
EXTREME Exacto
SLUMBERJACK
<5-
NORTH WIND - ■ i; EXTREME Esquina
Verö 4.995 n i8 js J 2 ra Verö 18.990
GULLDROPINNób
bensín í samvinnu við Gull 909
ÚTSALA Á BENSÍNI!
Gb
ódýrt bensín
Við lækkum verðið á bensíni um
9,09 kr/lítrann frá kl. 16.00 - 17.09
á morgun - föstudag.
Hlustaðu á Gull 909 og fylgstu vel með.
Mjög stöðug og sterk tjöld.
Hönnuð fyrir íslenskar aðstæður.