Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 03.08.2000, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKJÓLBELTI SKJÓLBELTI af ýmsum staerð- um og gerðum hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu ára- tugi. Segja má að fyrstu skjól- beltin hafí verið í formi limgerða sem gróðursett voru umhverfis garða við íbúðarhús til þess að skapa íbúum sælureit í garðin- um, sælureit fjarri árvökulum augum nágrannanna og í skjóli fyrir veðri og vindum. Smám sam- an hefur hróður lim- gerðanna vaxið og þau breiðst út um sveitir, þar eru þau kölluð skjólbelti og eru gróðursett úti á víðavangi í þeim til- gangi að skapa skjól. Aður en ráðist er í gróðursetningu skjólbelta þarf að huga vel að stað- setningu þeirra. Eðlilegast er að staðsetja skjólbelti þvert á ríkj- andi vindátt. Eitt mjóslegið skjólbelti hefur meiri áhrif en ætla mætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á að skjóláhrif koma fram í vegalengd sem er allt að þrjátíufaldri hæð limgerðisins skjólmegin, þannig að ef um 2 m hátt skjólbelti er að ræða eru skjóláhrif í allt að 60 m fjarlægð frá skjólbeltinu. Nokkur skjól- áhrif eru einnig áveðurs við skjólbeltið og í talsverðri hæð yf- ir því líka. Lögun skjólbelta hefur mikið að segja um skjóláhrifin. Langt samfellt skjólbelti gefur marg- falt meira skjól en mörg stutt skjólbelti sem ekki ná saman. Vindurinn nær sér gjarnan á strik milli stuttu slqólbeltanna og heildarskjóláhrifin verða mun minni en ella. Net skjólbelta er því hagstæðasti kosturinn þegar koma á upp skjóli á stóru land- svæði. Sýnt hefur verið fram á að mestu skjóláhrifin koma fram þegar skjólgjafinn, t.d. skjólbelti, hleypir um 50% af vindinum í gegnum sig. Þá er talað um að skjólprósentan sé 50%. Skjólgja- finn stöðvar þá ekki vindinn heldur hægir verulega á honum. Ef skjólgjafinn er alveg þéttur skellur vindurinn á honum af öllu afli og allt í kringum skjólgjafann myndast vind- strengir sem eru til eintómra vandræða. Áhrif skjólbeltanna á umhverfi sitt eru margvísleg. Ásýnd landsins breytist til muna og er ljóst að aldrei munu allir verða á einu máli um fegurðargildið, skjólbelti eru jú aðskotahlutir í landslaginu. Áðrir kostir eru hins vegar ótvíræðir. Lofthita- stig hækkar í skjólinu og gerir það að verkum að hægt er að rækta fleiri tegundir plantna en mögulegt er á bersvæði. Sá gróður sem fyrir er dafnar og þroskast fyrr en ella. Dýralífið er líka blómlegra í skjóli, nyt eykst í kúm og fjör færist í skor- dýralífið. Rakinn í jarðveginum verður jafnari því minni vind- hraði gerir það að verkum að verulega dregur úr útgufun frá jarðveginum. Stöðugur vatnsbú- skapur er einmitt eitt af því sem gerir plöntum lífið auðveldara og ekki veitir af í okkar harðbýla landi. Garðyrkjumenn hafa um árabil nýtt sér þekkingu sína á skjólbeltum og staðsett þau með reglulegu millibili í gróðrarstöðvum sínum. Þannig fá söluplönturnar frið til að stækka og þroskast en einnig hefur minni vind- hraði þau áhrif að hitunarkostnaður í gróðurhúsum lækk- ar. Skjólbelti má einnig nota í þeim tilgangi að binda snjó. Víða um land- ið getur að líta litla gróðurreiti sem á vetuma verða fullir af snjó. Skafrenningurinn æðir áfram þar til hann mætir fyrirstöðu og þar sest snjórinn til, í þessum litlu gróðurfrí- merkjum. Með réttri staðsetn- ingu skjólbelta, sem einnig mætti þá nefna snjógildrur, er hægt að draga úr skafrenningi og uppsöfnun snjóskafla á óæski- legum stöðum. Val á tegundum í skjólbelti fer fyrst og fremst eftir því hvaða tegundir geta plumað sig við þær aðstæður sem um er að ræða. Víðitegundir hafa verið notaðar með góðum árangri, víð- ir er almennt vindþolinn og hraðvaxta og myndar fljótt not- hæf skjólbelti. Smám saman hafa menn verið að hverfa frá því að nota eingöngu eina tegund eða einn klón í skjólbelti, betra er að blanda saman tegundum sem vaxa mishratt. Hraðvaxta tegundirnar skýla þá þeim hæg- skreiðu í uppvextinum. Dæmi um þetta er samsett skjólbelti úr víði og greni, víðirinn rýkur upp á örfáum árum en verður ekki mjög gamall, 50 til 80 ára. Gren- ið vex aftur á móti tiltölulega hægt en verður eldgamalt og leysir þá upprunalega víðiskjól- beltið af hólmi sem skjólgjafi. Helstu tegundir aðrar sem not- aðar hafa verið í blönduð skjól- belti eru birki, aspir, rifs, toppar og rósir svo eitthvað sé nefnt. Áður en hafist er handa við gróðursetningu skjólbeltis þarf að undirbúa jarðveginn, plægja hann og tæta og koma áburði saman við hann. Gróðursetning- artíminn skiptir í sjálfu sér ekki máli ef um pottaplöntur er að ræða en berróta plöntur þarf að gróðursetja sem fyrst á vorin eða á haustin um og eftir lauf- fall. Það græða allir á auknu skjóli, líka snjómokstursmenn- imir, þannig að nú er um að gera að hefjast handa við að skapa skjól... Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. BLOM VIKUMAR 4B8. þáttur llmsjón Sigríður lljartar ÍDAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Miðborgin fyr- ir gangandi í FRÉTT í Morgunblaðinu fyrir stuttu síðan kom fram að miðborgin yrði opin fyrir gangandi vegfarendur. En þetta var drepið í fæðingu af verslunareigendum. Finnst mér þetta mjög ill- skiljanlegt. Ég tel ásamt mörgum öðrum að miðbær- inn lifi ekki sem verslunar- hverfi ef bílaumferð verður áfram. Er mengunin vegna bílanna slæm og veit ég að margt fólk með smábörn vill ekki fara gangandi um miðbæinn vegna mengun- arinnar. Svo er ekkert hægt að fegra Laugaveginn fyrir bílastæðum en það væri hægt ef hann væri göngugata. Tel ég að mið- bærinn deyi út ef bílaum- ferð verður leyfð áfram. Var ég mjög ánægð með að heyra um þetta framtak en því miður var þetta drepið í fæðingu. Yfirbygging hluta Laugavegs, ef umferð væri ekki leyfð, myndi enn auka líkurnar á að Laugavegur verði áfram verslunargata. Borgarbúi. Um einelti NÚ er mikið rætt og ritað um einelti og er það vel, því þar er úrbóta þörf. Ég hef meiri hluta ævi minnar orð- ið fyrir einelti, allt frá fjög- urra ára aldri og fram á fullorðinsár. Það eru ekki nema þrjú til fjögur ár síð- an ég varð fyrir því síðast og það af jafnaldra mínum. Við vorum bekkjarbræður í barnaskóla en erum nú komnir yfir áttrætt. Einelt- ið var þannig til komið að fóstra mín var dálítið öðru- vísi í háttum og framkomu en almennt gerðist og gat ekki borið fram hljóðið s en að öðru leyti stórgáfuð og stórhuga persóna. Mér var strítt með því að herma eft- ir framburði hennar fyrir framan mig, jafnt af ungum sem fullorðnum. Árið 1984 samdi ég bók um einelti í söguformi og reyndi að hafa það líflegt til aflestrar en sannleikanum sam- kvæmt þótt ég færði það í stíl og skáldaði í skörðin. Á þeim tíma sem ég samdi bókina var orðið „einelti" óþekkt. Ég lét bókina heita Flækjur og á þá við sálar- flækjur þær sem þjáðu mig fram yfir tvítugt. Nýlega sagði við mig kona, sem sagðist vera kennari og ég veit engin deili á, að þessi bók ætti að vera tU i hverj- um bamaskóla. Prent- smiðja Hafnarfjarðar vann bókina á minn kostnað þvi enginn útgefandi hafði áhuga. Ég gekk svo i hús til þess að selja hana en mikið af útgáfunni gaf ég og ég á aðeins eitt eintak eftir. Ég talaði við þá í prentsmiðj- unni fyrir stuttu og var mér sagt að filmuna af bókinni ættu þeir enn og það væri bæði fljótlegt og ódýrt að prenta fleiri bækur. Ég er nú orðin áttatíu og fimm ára og ellilaunin mín það lág að ég hef ekki efni á að gefa bókina út en hún þarf að koma fyrir almennings- sjónir. Hefúr einhver bóka- útgáfa eða einstaklingur áhuga? Ef ég verð það lánsamur að Morgunblaðið birti þessa grein mína lang- ar mig að geta þess í leið- inni að frá byrjun í barna- skóla og fram á þennan dag hef ég haft yndi af að glíma við stuðla og ríma. Ég hef gert nokkrar ljóðabækur í tölvunni minni, bæði gam- anljóð og grín, stakar vísur og ljóð alvarlegs efnis ef einhver vill forvitnast um það. Sófus Berthelsen, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Þakkir ÉG vil flytja þeim mönnum þakklæti mitt sem komu að íagfæringu á skaða sem varð vegna hitaveitubilunar í húsi og garð við Ægissíðu 86. Vil ég þakka þeim fyrir góðan frágang og faglegt starf við lagningu vegna þessa. Þetta voru miklir úr- valsmenn sem stóðu að verkinu og mikil verklagni og snyrtimennska hjá þess- um ungu mönnum. Kveðja, Laufey. Ógeðfelld sjón í ÞÆTTINUM ísland í dag á Stöð 2 31. júlí var ver- ið að sýna frá mikilli mok- veiði í Rangánum. Þar var verið að landa þúsundasta laxinum í Eystri-Rangá. í sjálfu sér er ekkert athuga- vert við að horfa á útlend- inga landa laxi en leiðsögu- maður var á staðnum með stóran labrador hund. Var sýnt í beinni útsend- ingu þegar hann aflífaði laxinn og lét síðan hundinn drekka blóðið úr laxinum sem var í andaslitrunum. Fannst mér þetta þvflíkur viðbjóður að mér varð flök- urt. Finnst mér ekki viðeig- andi að börn sem horfa á sjónvarp á þessum tíma horfi á þetta í beinni út- sendingu. Og ekki er það til eftirbreytni að sýna útlend- ingum svona hvemig við göngum um Hfríkið. Að láta svona stóran hund drekka blóð úr dýri er einungis til að ala upp í þeim drápseðl- ið. Finnst mér þetta fyrir neðan allar hellur og mikil vonbrigði að þetta skyldi sýnt í þætti sem er yfirleitt fræðandi. Þessi maður varð öllum laxveiðimönnum til skammar og á ekki að vera til eftirbreytni.Vona að svona sjáist aldrei aftur í ljósvökunum. Er þetta sú ímynd af veiðimennsku sem við íslendingar viljum láta útlendinga sjá til okkar á meðferð dýra sem verið er að aflífa? Einar Guðmundsson. Tapad/fundiö Svart veski týndist í Bónus í Kópavogi FÖSTUDAGINN 7. júh fór ég í Bónus í Kópavogi. Var svo óheppin að tapa svörtu seðlaveski með smellu. Þetta veski var gjöf til mín og er mér mjög kært. Nafn mitt og heimiHsfang er í veskinu svo og skilríki. Ef einhver hefur fundið það vinsamlega skiHð því. Fundarlaun. Ema, sími 554-3525. Filma týndist í Árbænum Filma týndist i Árbænum 11. júlí. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 567-1121. Geisladiskahulstur týndist SVART geisladiskahulstur týndist í Breiðholti sl. mánudag. Skilvís finnandi hafi samband við Borgar í síma 567-6316. SKAK Umsjón Ifelgi Áss Grétarsson í kommúnistaríkjunum fyrrverandi í A-Evrópu var skákþjálfun kennd á háskólastigi. Sóvetríkin sálugu voru þar í sér- flokki enda eiga margir frábærir þjálfarar þaðan ættir sínar að rekja. Al- þjóðlegi meistarinn Ser- gei Berezjuk (2343) er dæmi um slíkan mann en hann flutti búferlum frá Hvíta-Rússlandi til Tékklands skömmu eftir fall Ráðstjórn- aríkjanna. Á A- flokki skákhátíðar- innar í Pardubice í Tékklandi hafði hann hvítt í stöðunni gegn rússneska stórmeistaranum Nikolai Pushkov (2546). 34. Rxf7! Hxf7 35. fxg5 He7 36. gxf6+ Dxf6 37. Hxf6 Hxe3 38. Hc6 He8 39. Hc7+ Kf6 40. Kf3 Be6 41. Hc6 og svartur gafst upp enda mun hann sitja uppi með koltapað peðsenda- tafl. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynninguin og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is Víkverji skrifar... NÝVERIÐ birti Hagstofan end- anlegar tölur um íbúafjölda á íslandi 1. desember sl., en þá voru landsmenn 278.717. Það vakti at- hygli Víkverja að karlar eru heldur fleiri en konur eða 139.518 á móti 139.199 konum. Víkverji hefði talið eðlilegra að konumar væru fleiri vegna þess að þær lifa lengur en karlarnir. Meðalaldur kvenna árið 1998 var 81,5 ár en karla 77 ár. Til að leita skýringa á þessu fór Víkverji inn á heimasíðu Hagstofu íslands, en hún hefur að geyma gríð- arlega mikið af tölulegum upplýsing- um. Skýringin á því að karlar eru fleiri á íslandi en konur þrátt fyrir að þeir Hfi skemur er einfaldlega sú að fleiri sveinbörn fæðast en meybörn. Á síð- ustu 25 árum hefur það aðeins einu sinni gerst að fleiri meyböm hafi fæðst en sveinböm, en það var árið 1985. Á áranum 1981-1998 fæddust t.d. 40.213 drengir en 38.029 stúlkur. AHEIMASÍÐU Hagstofunnar má einnig fá tölfræðilegar upp- lýsingar um reykingavenjur þjóðar- innar. Þar kemur t.d. fram að karlar hafa dregið vemlega úr reykingum á síðustu ámm, en ekki hefúr hins veg- ar dregið eins mikið úr reykingum kvenna. Árið 1998 reyktu 24,5% karla daglega, en 25,4% kvenna reyktu hins vegar daglega. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að heilsu kvenna stafar mun meiri hætta af reykingum en karla. Líkamlega virð- ast þær einfaldlega þola reykingar verr en karlar. Haldi konur áfram að reykja meira en karlar hlýtur það með tíð og tíma að hafa áhrif á með- alævilengd kvenna. Munur á meðal- ævi kynjanna er um 4,5 ár í dag, en hlýtur að minnka haldi konur áfram að reykja jafn mikið og þær gera. xxx SEM kunnugt er standa nú yfir framkvæmdir við stækkun flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelU, en nýbyggingin verð- ur tekin í notkun á næsta ári. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður 3,8-3,9 milljai-ðar. Sumum finnst sérkennilegt að þörf skuli vera á því að stækka flugstöðina aðeins rúmum áratug eftir að hún var byggð, en þeir sem ferðast hafa til útlanda á háannatíma hafa flestir gert sér Ijóst að hún er of Htil. Þetta á ekki síst við innritunarsalinn og komusalinn þar sem oft skapast vandræðaástand vegna þrengsla. Á þessum áratug hefur flugumferð aukist mjög mikið, auk þess sem ís- land hefur gerst aðiU að Schengen- samstarfinu, en það kallar á aukið húsnæði. Það verður hins vegar að segjast að þeir sem tóku ákvörðun um byggingu flugstöðvarinnar hafa ekki verið mjög framsýnir. Áður en framkvæmdir hófúst var tekin ákvörðun um að endurskoða fyrir- liggjandi teikningar og minnka bygginguna. Spamaðarsjónarmið réðu þar ferðinni, en í Ijósi þróunar í flugi verður að segjast að sá spam- aður hefur reynst nokkuð dýr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.