Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 64

Morgunblaðið - 03.08.2000, Side 64
84 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stórbrotin myndlist Frosti Friðriksson opnar núna um helgina sýn- ingu 1 þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli. Unnar Jónasson spurði hann um lífið og tilveruna í SKJÓLI fjalla og jökla og gríðarlegrar náttúrufegurðar er kjörinn staður til fyrir listamenn að sýna list sína. Frosti er einn þeirra og valdi að sýna í Þjóðgarðinum í Skaftafelli. Hvað ertu að fara að sýna þarna? „Þessi sýning, sem ég opna í þjónustumiðstöðinnií Skaftafelli, er málverk sem ég hef málað hér á staðnum. Það er samt engin haetta á því að þetta séu ein- hver landslagsmál- verk enda er nóg af því, þ.e.a.s landslaginu, hér hvort sem er. Efniviður myndanna er efniviður- inn sjálfur. Striginn sem ég nota er Frosti Friðriksson gamall tjalddúkur og læt ég lit hans halda sér þannig að ég mála sem minnst.“ Hvað ertu að gera í Skaftafelli ? „Ég hef verið starfandi hér í Skaftafelli sem land- vörður, verið í ein- angrun frá blessaðri borginni og líkað það ágætlega.“ Hvenær er opn- unin? „Sýningin verður opnuð núna á laugar- daginn, 5. ágúst, kl. 16.00, sem er verslun- armannahelgi og allir út úr bænum og svona.“ Ferðalangar sem leið eiga fram- hjá Skaftafelli ættu því að koma þar við og sjá stórbrotna myndlist. Morgunblaðið/Ami Sæberg Þau Hildur, Lóna og Þiðrik sýna skyndilist við Pylsuvagninn. Skyndilist fyrir alla F.ART-HÓPURINN stendur fyrir uppákomu í pylsuvagnin- um Lækjargötu á morgun, föstudag milli kl.l2:00 og 18:00. Þar mun verða seld Skyndilist (Fast-art) við allra hæfi. F.Art-hópurinn samanstendur af Lónu Dögg Christensen, Þiðriki Hanssyni og Hildi Margrétardóttur en þau eru mál- arar af yngri kynslóðinni. Apaflasa gefur út öskju með verkum fímm höfunda í TILEFNI af útkomu fyrstu öskju hins nýja útgáfufélags Apaflösu verður hald- inn flösufundur (útgáfupartí) í Gula hús- inu við Lindargötu í kvöld klukkan 20 og eru allir velkomnir. I fyrstu öskjunni eru verk eftir Margréti H. Blöndal, Dag Kára Pétursson, Oddnýju Eir Ævarsdóttur, Ásmund Ásmundsson og Kristínu Ómars- dóttur. Apaflasa gefur út annars vegar teikn- ingar, sögur, ljóð og lausamál og hins vegar pseudo- og quasifræðilegar rit- gerðir og er áætlað að næsta askja komi út í lok september. í fréttatilkynningu frá útgáfufélaginu segir: ,AHt efni er gefið út í öskju til að ítreka mikilvægi þess að ekki sé nóg að Það verður útgáfuteiti í Gula húsinu í kvöld. apa og skapa skáldskap og fræði heldur verði jafnframt að koma á fót vettvangi fyrir slíka sköpun. íslenskir og útlenskir alþjóðaapar munu taka þátt í útgáfunni og búa til apahreiður víða um heim.Þýð- ingar og viðburðasmíði verða þannig mik- ilvægur þáttur útgáfustarfs framtíðar. Og í þeirri von að skjalasöfn framtíðar- innar muni smitast af flösu eru öskjurnar hafðar úr sígildum og sannfærandi skjalapappa svo apaflasan myndi setlag sögunnar, ekki síður en alvöru úrgangur og útgáfa." Hægt verður að nálgast fyrstu öskjuna í Gula húsinu í kvöld en einnig er hægt að panta hana í gegnum netfang útgáf- unnar: apaflasa@hotmail.com. í fréttatilkynningu frá hópnum segir „Skyndilist er sköpuð til þess að nálgast almenning. Aðgengi, verðlag og hagkvæmni eru höfð til hliðsjónar og reynt eftir bestu getu að vefa úr þeim heildar- pakka, svo verkin höfði til sem flestra. Vegna tvísýnni stöðu samtíma málverksins hefur F.Art- hópurinn ákveðið að brjóta á bak ok allra gagn- rýnna radda um þá þriðju flokks skyndi- og gjafa- list sem er á boðstóðum gallería, fjölfalda verk sín og selja á tilboðsverði. Skyndilist er ekki af sama sauðahúsi og meist- araverk Kjarvals, en enginn þarf að óttast um langlífi skyndilistar enda er hún gerð til að njóta í dag og svo má koma henni fyrir í kompunni á mopgun." Á síðastliðnum áratug hefur mikið verið deilt um ágæti skyndilistar og sýnist sitt hverjum. Hvort er göfugra, mynd keypt háu verði, þar sem listmálar- inn er löngu látinn eða mynd keypt á tilboðsverði eftir ungan listamann sem reynir með öllum ráðum að berjast fyrir tilveru sinni? Staða myndlistar í dag er í sama farvegi og staða tónlistar. Aðgengi, fjölföldun og dreifing eru grundvöllur þess að al- menningur fái notið og að listamaðurinn geti þrif- ist. Kannski hefur eitt verk á listasafni álíka mátt í útbreiðslu og tónlistarstef í lyftu. Þróun málaralistar og sú breyting sem átt hefur sér stað vegna þeirrar taugaveiklunar sem ríkir um stöðu þess innan myndlistarheimsins, hefur haft þær afleiðingar að birting og sýnileiki hafa öðlast meira vægi en „gæði“ og innihald." Það er um að gera fyrir þá sem möguleika eiga á að mæta og fá sér eina „list“ með öllu! f EIKFÉLAG ÍSLANDS HfastflljNto 552,3000 THRILLER sýnt af NFVÍ fös. 18. ágúst kl. 20.00. 530 3O3O BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fim. 3/8 kl. 12 nokkur sœti laus þri. 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin frá kl. 12-18 f Loflkas- talanum og frá kl. 11-17 f lönó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýning- arkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar ðskast sóttir I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. ISI.I ASIvV Ol'l ltW Simi 511 420» Gamanleikrit í leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar fim 10/8 kl. 20 lau 12/8 kl. 20 sun 13/8 kl. 20 miö 16/8 kl. 20 fim 17/8 kl. 20 Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. ÞAÐ ER ekki algengt að sjá kýr í miðborg New York, en það hefur þó verið hægt sumar, gangandi vegfarendum til ynd- isauka. Kýrnar blessaðar eru þó ekki af holdi og blóði heldur úr harðplasti og ýmsum öðrum efnum og eru af ýmsum stærð- um og gerðum og í öllum regn- bogans litum. Þær hafa lagt undir sig skrúðgarða og einnig látið fara vel um sig fyrir fram- an ýmsar byggingar í borginni. íbúar borgarinnar virðast mjög sáttir við þessa nýjung og segja hana glæða miðborgina nýju og fersku lífi. Kýrnar hafa líka all- ar sitt nafn og sín sérkenni og hver íbúi og ferðamaður getur fundið sér sína eftirlætis kú. Listamaðurinn Peter Ketchum er meðal þeirra lista- manna sem á heiðurinn af kún- um, en hann kallar sig lista- bónda - hvað annað? Verslanir og fyrirtæki hafa verið dugleg við að fjárfesta í kúnum og vilja hafa þær til frambúðar fyrir framan hús- næði sín eða jafnvel innandyra. Það er ekki ný hugmynd af nálinni að gera miðbæi stór- Reuters Kýr eru ekki bara kýr. Þær eru hrein listaverk. borga sveitalegri með því að færa þangað listaverk sem vísa eiga í sveitasæluna, en hér þyk- ir hafa tekist óvenju vel til. Listamenn á Miami völdu að gera flamingó-fugla að sínum miðbæjarskepnum, Orlandó valdi eðlur og St. Paul mörgæs- ir. Þó kýmar í New York hafi vakið hvað mesta athygli er ekki hægt að eigna innfæddum listamönnum hugmyndina. Hún varð til í borginni Zurich í Sviss þar sem sama bragði var beitt til að lokka fólk niður í miðbæ. Rafrænir tón- leikar RAFRÆNIR tónleikar verða í gamla Í.R. húsinu (gegnt Landakotsspítala) í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:00. Fram koma: Vindva mei, Rafmagnssveit- in ásamt Himma æði, Darri, og DJ P.S.I. í kjallara hússins sýna ýmsir listamenn myndlist. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir. Kýrnar taka völdin í New York Sveitas miðbor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.