Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 03.08.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3; ÁGÚST 2000 67 • FÓLKí FRÉTTUM Harmleikurinn mikli sem átti sér stað á síðustu Hróarskelduhátíð Hvað gerðist á meðan Pearl Jam spilaði? Hróarskelduhátíðarinnar í ár verður lengi minnst vegna þeirra sorgaratburða þegar níu ungmenni létu lífið á meðan eitt helsta aðdráttarafiið, hljómsveitin Pearl Jam, lék á stærsta sviði hátíðarinnar föstudags- kvöldið 30. júní. Ólafur Páll Gunnarsson var í mannþrönginni og lýsir upplifun sinni. stíga á svið, The Cure, var það ekki kynnirinn sem steig fram á sviðið heldur Leif Skov, einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar til margra ára. Hann var greinilega niðurbrot- inn og sagði að því miður yrði ekk- ert meira um spilamennsku þetta kvöldið á appelsínugula sviðinu vegna þess að hræðilegur atburður hefði átt sér stað á meðan Pearl Jam spilaði. Fólk hefði troðist und- ir, margir væru hættulega slasaðir og þrír eða fjórir látnir. Hann bað gesti vinsamlegast um að sýna still- ingu, dagskráin myndi halda áfram á öðrum sviðum og þangað væri best að halda í rólegheitum eða bara inn í tjald að sofa. Eftir þetta reiðarslag var ljóst að ekki yrði mikið um þá hátíðar- stemmningu sem einkennt hefur Hróarskelduhátíðina hingað til og margir gengu grátandi heim í tjald og biðu eftir næstu fréttum. Þetta varð auðvitað þegar í stað aðalfrétt allra danskra fjölmiðla og morgun- inn eftir vai' haldinn blaðamanna- fundur þar sem Leif Skov tilkynnti að tala látinna væri komin í átta og að vel íhuguðu máli og í samráði við yfirvöld hefði verið ákveðið að halda hátíðinni áfram. Af tvennu illu væri skárri kostur að láta hátíðina halda áfram en að senda 100.000 manns heim. Látinna minnst Samkvæmt dagskrá átti Youssou N’Dour að stíga fyrstur á hið ör- lagaríka appelsínugula svið kl. 17.30 á laugardeginum en í hans stað kom danska gospelsöngkonan Maria Karmen Koppel auk þess sem bisk- upinn í Hróarskeldu, Jan Lindhart, fór með bæn og minntist hinna látnu í orði og hljóði. Mannfjöldinn stóð niðurlútur með tár í augum meðan á þessu stóð og að þessari litlu fallegu athöfn lokinni kom Youssou N’Dour og hélt áfram á svipuðum nótum. Á miðjum tónleikum stökk hann niður af sviðinu með fangið fullt af blóm- um sem hann útbýtti meðal tón- leikagesta og bað þá um að fara með þau upp að sviðinu og leggja þau þar hjá ljóðum, bjórdósum, hálsmenum, kertum og öðrum hlutum sem fólk var búið að leggja á jörðina til minn- ingar um þá látnu. Rollins band spilaði á eftir Yous- sou N’Dour og rokkaði fyrir bæði lifandi og látna. Henry Rollins til- einkaði hinum látnu tónleikana. Því næst tilkynnti kynnirinn að fáeinar sveitir af næstum 100 sem bókaðar voru á hátíðina hefðu ákveðið að sýna hátíðargestum þá lítilsvirðingu að hætta við að koma fram, þar á meðal Pet Shop Boys og Oasis. Neil Tennant úr Pet Shop Boys varð öskureiður þegar hann heyrði þetta og sagði í viðtali á BBC um kvöldið að með því að spila ekki FÓLK um allan heim er enn að velta fyrir sér hvað gerðist í raun og veru þetta örlagaríka kvöld þegar hrikalegasta „rokk-slys“ evrópskrar tónleikasögu átti sér stað. Það er óvíst að einhver „sann- leikur" komi nokkurn tíma í ljós í sambandi við harmleikinn og það eina sem hægt er að gera í dag er að vona að svona lagað gerist aldrei aftur. Tár söngvarans Það var mikil eftirvænting fyrir framan appelsínugula sviðið þetta föstudagskvöld áður en Pearl Jam steig á svið. Nýjasta breiðskífa sveitarinnar, „Binaural", var nýkomin út og fjöldi fólks var sam- an kominn í rigningarúðanum í Hróarskeldu til að berja uppáhalds- hljómsveitina sína augum. Þegar Eddie Vedder söngvari og félagar hans hófu upp raust sína ætlaði allt vitlaust að verða. Fólk var í góðu skapi og framundan voru 90 mínút- ur af einskærri gleði og ógleyman- legri skemmtun. Talið er að um 50.000 manns hafi fylgst með tónleikunum og í fyrstu virtist allt vera í himnalagi. Sveitin lék eldri smelli í bland við lög af nýju plötunni en svo eftir 30-40 mínútur hætti hún skyndilega og Vedder sagði að það væru vandræði fremst við sviðið og að þeir ætluðu að taka fimm mínútna hlé. Hann bað fólk um að slaka á og bakka um þrjú skref. Skömmu síðar bað hann fólk aftur um að gera það fyrir sig sér- staklega að bakka ennþá betur því hann hefði áhyggjur af því að fólk væri farið að kveinka sér fremst við sviðið. Meðan á þessu stóð voru hvít flóð- ljós kveikt á sviðinu og þeim beint út í áhorfendaskarann. Ekkert heyrðist frá sviðinu í nokkrar mín- útur eða þar til kynnirinn tók hljóð- nemann og bað fólk um að bakka vegna þess að fólk væri að meiðast. Þegar hér var komið sögu sat Eddie Vedder á sviðinu með hendurnar fyrir andlitinu og athugulir sáu tár renna niður kinnar hans. Ennþá vissi enginn hvað væri í raun að ger- ast, nema kannski þeir sem stóðu fremst við sviðið, og áttu flestir von á því til að byrja með að hljómsveit- in byrjaði aftur að spila á hverri stundu. Mínúturnar fimm sem hljómsveitin ætlaði að taka sér hlé urðu tíu, svo tuttugu. Uppúr mið- nætti, eftir rúmrar klukkustundar hlé, kom kynnirinn enn fram á svið- ið og tilkynnti að því miður myndi Pearl Jam ekki spila meira. Með þeim skilaboðum fylgdi engin skýr- ing. Margir ypptu öxlum á meðan aðrir urðu sótrauðir af bræði en svo um klukkan eitt eftir miðnætti er annað stórt aðdráttarafl átti að Ljósmynd/ÓPG Svona var umhorfs framan við sviðið appelsínugula áður en hátíðin hófst og hörmungamar dundu yfir. Tár sáust á hvörmum margra hátíðargesta þegar minningarathöfnin fór fram á laugardeginum - ung stúlka þerrai' tárin. Hátíðargestir vottuðu hinum látnu samúð sína með því að leggja blóm og aðra táknræna hluti upp að sviðinu. hefðu þeir einmitt verið að votta fólki, og þá aðallega þeim látnu, virðingu sína. Hann sagði að ekki kæmi til greina fyrir sig að spila þar sem öryggi hátíðargesta væri ekki tryggt og það hlyti að þurfa að girða svæðið fyrir framan sviðið af á með- an rannsókn stæði yfir. Oasis- drengir sögðu ekki orð. Dagskrá hátíðarinnar lauk á app- elsínugula sviðinu á sunnudags- kvöldinu með tónleikum dönsku sveitarinnar D.A.D. Áður en hún hóf leikinn kveiktu meðlimir hennar á kertum og kyndlum á sviðinu í virðingarskyni við hina látnu. D.A.D. bjargaði því sem bjargað varð á Hróarskeldu í ár og flestir voru með vott af brosi í hjartanu þegar hljómsveitin þakkaði fyrir sig og Leif Skov steig á svið og hélt litla lokaræðu þar sem þakkaði öllum ir komuna og endaði svo á að kynna trompet- leikarann Jan Baehman sem lokaði hátíðinni á að spila „Ave Ver- um Corpus“ eftir Mozart til minningar um hina látnu. Sökudólgar Fjölmiðlar hafa verið dug legii- að fjalla um þetta mál frá því hátíðinni lauk og fengið alls kyns fólk til að tjá sig um það og auð- vitað hafa allir skoðun á því. Einhverjir snillingar hafa hann fyr- sagt að tími þessara stóru tónlistar- hátíða sé liðinn, þær séu ekkert annað en forneskjulegar risaeðlur sem ekkert bíði annað en að deyja út. Aðrir hafa stungið uppá því að hátíðir einsog Hróarskelda láti rífa stærstu sviðin og bæti þess í stað við fleiri minni sviðum. Hvað þýðir það? Á þá að útiloka vinsælar og þekktar hljómsveitir frá hátíðunum og fylla þær af bílskúrsböndum frá Jan Mayen? Eitt er víst að hér eftir verður gerð aukin krafa um öryggisstaðla á evrópskum tónlistarhátíðum. En eins og Leif Skov hefur sagt verður aldrei hægt að ganga þannig frá málum að tónlistarhátíðir verði 100% öruggar. Enn er unnið að rannsókn málsins og margt er enn óljóst. Þó þykir fullvíst að hinir látnu, sem allir voru karlmenn, hafi ekki verið troðnir til bana því líkin báru engin merki þess. Krufn- ing leiddi í ljós að þeir hefðu látist vegna súrefnisskorts - að þeir hefðu kafnað í súrefnisleysinu við fætur múgsins. Til að byrja með beindust öll * spjót að öryggisgæslunni og reynd- ar benti eitt veigamikið atriði til þess að gæslumálin hefðu ekki verið einsog best var á kosið. Einn úr gæsluliðinu lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum að heilar 15 mínútur hefðu liðið frá því hann sá að eitt- hvað var að fyrir framan sviðið þar til tónleikarnir voru stöðvaðir því skilaboðum þurfti að koma áleiðis í gegnum margra aðila. Hljómsveitin hafði ekki hugmynd um hvað gekk á fyrr en öryggisverðirnir byrjuðu að M draga meðvitundarlausa líkama inn- fyrir öryggisgirðinguna. Fyrst átti semsagt að hengja öryggisgæsluna fyrir það sem gerðist en nú fyrir nokkrum dögum lét aðstoðarlög- reglustjórinn í Hróarskeldu hafa það eftir sér að hljómsveitin Pearl Jam bæri siðferðilega ábyrgð á dauða ungmennanna vegna þess að sveitin hefði hreinlega hvatt fólk til óláta. Umboðsmaður hljómsveitar- innar brást ókvæða við þessum ásökunum og sagði þær auðvitað ekkert annað en bull. En það þarf alltaf að finna ein- hvern sökudólg, ekki síst þegar fólk lætur lífið. En hverjum er það að kenna að þessir níu ungu menn létu % lífið á Hróarskeldu 30. júní? Var v þetta rigningunni að kenna, eða blautum jarðveginum undir fólkinu, fyrirtækinu sem seldi fólkinu bjór á hátíðinni eða jafnvel aðstandendum Woodstock-hátíðarinnar 1969 - kveikjunnar að því að Hróarskeldu- hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1971? Það verður aldrei hægt að hengja neinn fýrir það sem gerðist. Það var hræðilegt að þetta skyldi gerast en slys eiga sér stað og þau gera aldrei boð á undan sér. Þetta var HRÆÐILEGT slys en SLYS engu að síður - slys sem engu einu er um að kenna. Það eina sem hægt er að gera er að vona að svona lagað gerist aldrei aftur. Eddie Vedder söng af innlifun mcðan enn var útlit fyrir að allt léki í lyndi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.