Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skiltið blasir við vegfarendum. Talan á minningarskilti í Svínahrauni hækkar TALAN á minningarskilti, sem sett var upp við Suðurlandsveg í Svína- hrauni á vegum dómsmálaráðu- neytis, embættis ríkislögreglu- stjóra og Umferðarráðs fyrir verslunarmannahelgi, hefur hækk- að síðustu daga, en þar er skráður fjöldi þeirra sem látist hafa í um- ferðarslysum það sem af er árinu. Talan var 15 þegar skiltið var sett upp. Síðastiiðinn sunnudag lést þýsk kona í Hörgárdal og á mið- vikudagsmorgun létust tvö ung- menni á Suðurlandsvegi milli Hellu og Hvolsvallar. Talan á skiltinu hef- ur þvf hækkað í 18 eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var af skiltinu að morgni fimmtudags. Þá er ótalin konan sem lést í gær- morgun og sú sem Iést nýlega vegna meiðsla sem hún hlaut í um- ferðarslysi sem átti sér stað í júní. Samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarráði nær skáning ráðsins ekki til þeirra sem Iátast eftir að lengri tími en mánuður er liðinn frá viðkomandi slysi. Framlengt gæsluvarðhald staðfest HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um framlengt gæsluvarð- hald manns á þrítugsaldri sem talinn er valdur dauða stúlku með því að hrinda henni af svölum í fjölbýlishúsi. Stúlkan fannst látin við fjölbýlishús í Engihjalla 27. maí síðastliðinn. Hér- aðsdómur Reykjaness framlengdi 2. ágúst sl., gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum til 2. október. Vamaraðili kærði þann úrskurð til Hæstaréttar. I dómi Hæstaréttar er fallist á með sóknaraðila að fram sé kominn sterk- ur grunur um að vamaraðili hafi framið afbrot er varða grein hegning- arlaga um manndráp. „Sá verknaður, sem vamaraðili er gmnaður um, þyk- ir þess eðlis að ætla má að gæslu- varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í dómnum. I úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómari héraðsdóms komst að þeirri niðurstöðu að framlengja þyrfti gæsluvarðhald „því að kærði hefði viðurkennt fyrir dómi að hafa orðið valdur að slysi sem bani hlaust af með því að hrinda hinni látnu og sé óhjá- kvæmilegt að líta á slíkt atferli sem a.m.k. líkamsárás sem leiði til bana.“ Um leið og við óskum skáldinu til hamingju með daginn minnum við bókafólk á þau verk hans sem enn eru fáanleg. Heíðrum hmn - Lesum hmnl MALOG MENNING LAUGAVEGI 18 • SÍÐUMLHA 7 malogmenning.is Reykjavíkurmaraþon eftir viku Maraþonhlaupið í sautjánda sinn Ágúst Þorsteinsson Reykj avíkurmara- þonið verður hlaupið hinn 19. ágúst nk. Mikill undirbún- ingur er þegar í gangi fyr- ir þetta mikla hlaup sem löngu er orðinn árviss at- burður. „Fyrst var hlaupið Reykjavíkurmaraþon árið 1984,“ sagði Ágúst Þor- steinsson, starfsmaður hjá Reykjavíkurmara- þoni, sem rekur skrifstofu í Reykjavík. En hefur alltaf veríð hlaupin sama leiðin? „Nei, ekki alveg sama leiðin fyrstu árin, en síð- ustu tíu árin hefur verið hlaupin alveg sama leið. En væntanlega verða breytingar þar á næsta ár, þegar tekið verður að nýta stíga borgarinnar með Sæbraut- inni, Seltjarnarnesinu Ægisíð- unni og inn allan Fossvoginn." - Hefur umferðin skapað vanda í hlaupinu? „Já, það hefur verið hættulegt að hlaupa á Sæbrautinni, sem við reyndar lokum núna. Þess má geta að þvergötur verða opnar og bílaumferð því fær austan megin við Sundahöfn við svæðið við Sundahöfn. En ökumenn þurfa að sýna tillitssemi þar sem götur eru ekki lokaðar t.d. í vesturbæ og á Seltjarnarnesi, svo og Lang- holtsvegur, Sundlaugavegur og Borgartún." -Hefur þátttaka í hlaupinu farið sívaxa ndP. „Nei, mest þátttaka var árið 1994, síðan hefur verið aðeins fækkun í hlaupinu en ekki mikil þó milli ára.“ - Er fólk farið að skrá sig? „Já, einkum útlendingar. Rúm- lega tvö hundruð útlendingar hafa þegar skráð sig.“ -Þýðir nokkuð fyrir fólk að ætla að fara íþetta hlaup án góðs undirbúnings? „Nei, ekki fyrir þá sem ætla að hlaupa hálfmaraþon og maraþon. Þeir aðfiar þurfa að hafa undir- búið sig nokkuð vel. Einnig þurfa þeir sem fara í tíu kflómetra hlaupið að hafa hlaupið tvisvar til fjórum sinnum í viku nokkra mánuði til að komast sæmilega klakklaust í gegnum hlaupið. Við bjóðum hins vegar upp á styttri vegalengdir, þrjá kflómetra og sjö kflómetra, svo kallað skemmtiskokk, fyrir þá sem lítið hafa undirbúið sig og eru að fara með fjölskylduna sér til gamans." - Hvenær hefst hlaupið? „Við byrjum skemmtiskokkið, 3 til 7 kílómetra, klukkan 12 á há- degi og hinar vegalengdirnar klukkan 12.10, laugardaginn 19. ágúst. Þess má geta að tíu kíló- metra línuskautahlaup hefst líka 12.10, en í það hlaup geta komið þeir sem hafa nokkra æfingu í línuskautahlaupi." - Hvaðan er hlaupið? „Við byrjum og endum í Lækj- argötu eins og við höfum gert hingað til.“ - Hvað fær fólk í verðlaun? „Allir þátttakendur fá verðlaunapening að loknu hlaupi en sér verðlaun eru fyrir þá fyrstu í hverjum ald- ursflokki, þar sem sú skipting er. Loks eru útdráttarverðlaun fyrir þátttak- endur, óháð vegalengdum.“ - Hvaða viðmið hafið þið í sam- bandi við aldursskiptingu? „í tíu kílómetrum eru fjórtán ára og yngri, 15 til 17 ára, 18, 39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ► Ágúst Þorsteinsson fæddist 5. júní 1957 á Mið-Fossum í Andakíl í Borgarfirði. Hann lærði raf- virkjun í Iðnskólanum á Akra- nesi og síðan bókmenntir og tungumál i Bandaríkjunum, i Austen í Texasfylki. Eftir nám var hann við kennslu í nokkur ár og starfaði jafnframt við íþrótta- þjálfun. Frá árinu 1995 hefur hann verið starfsmaður Reykja- víkurmaraþonsins. Ágúst er kvæntur Önnu Þórunni Hall- dórsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö böm, Halldór Ágúst og Guðfinnu. ára og eldri. í hálfmaraþoni eru það 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára karlar, 50 ára og eldri konur, og 60 ára og eldri karlar. Sama aldursflokkaskipting er í mara- þoni nema hvað yngsti flokkur- inn er 18 til 39 ára.“ - Hve hátt er þátttökugjald? Það er 2.000 krónur í mara- þoni, 1.700 í hálfmaraþoni, 1.300 fyrir 10 km og línuskautahlaup, 3-7 km skemmtiskokk kostar 1.000 en tólf ára og yngri skokka fyrir 600 kr. Innifalið í þessu er að allir fá bol og sundmiða í Sundlaugar Reykjavíkur og pastamáltíð sem boðið er upp á í Skautahöllinni samhliða aíhend- ingu gagna föstudaginn 18. ágúst milli klukkan 18 og 21.“ - Hvenær hefst skráning í hlaupið fyrir íslendinga? „Hún hefst á mánudaginn kemur, 14. ágúst, og eru skrán- ingarstaðir í Reykjavík, íþrótta- búðinni Grensásvegi 16, Utilífi í Glæsibæ, Nike-búðinni Lauga- vegi 6, Fjölsporti Hafnarfirði og Kontakt við Suðurlandsbraut. Einnig er skráð í hlaupið á fimm stöðum úti á landi: í Sportbúð Óskars í Keflavík, í Ózon á Akra- nesi, hjá Vesturferðum á ísafirði, Sportveri á Akureyri og Sportbæ á Selfossi." - Hvers vegna er Reykjavíkur- maraþonið á laugardegi en ekki sunnudegi eins og veríð hefur? „Það hefur verið þrýstingur í þessa átt frá hlaupurum í nokkur ár, fólk vill geta haldið upp á dag- inn um kvöldið með öll- um þeim uppákomum sem Menningarnóttin í Reykjavík hefur upp á að bjóða. Auk þess er óneitanlega kostur að eiga frí daginn eftir og geta hvflt lúin bein. - Hvaða þýðingu hefur svona hlaup fyrir fólk? „Fyrir þá sem hlaupa reglu- lega er þetta mælikvarði, í hlaup- inu má sjá hvað unnist hefur með æfingum. Þeir sem koma í skemmtiskokkið gera sér og fjöl- skyldunni þetta meira til gam- ans. Maraþon og Menningar- nóttin sam- einast í Reykjavík 19. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.