Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 11 FRÉTTIR Lokið við frumathugun á umhverfísáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á Reykjanesbraut SKIPULAGSSTOFNUN hefur lok- ið frumathugun á umhverfísáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á Reykjanesbraut við Mjódd og hefur skipulagsstjóri ríkisins fallist á þær með ákveðnum fyrirvörum. Ráðgerð eru tvenn mislæg gatnamót, annars vegar á mótum Reykjanesbrautar, Nýbýlavegar og Breiðholtsbrautar, hins vegar á mótum Reykjanes- brautar, Smiðjuvegar og Stekkjar- bakka. Þá verður á næstunni ráðist í gerð þriðju akreinar á Miklubraut til austurs, milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Áætlaður heildarkostnaður fram- kvæmda við mislægu gatnamótin er um 1.270 milljónir króna. Vegagerð- in fer með framkvæmd verksins í samvinnu við Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ. Fyrsta hluta verksins á að bjóða út seinni hluta þessa árs og á honum að vera lokið að mestu leyti í lok ársins 2001. Útboð annars hluta verksins er fyrirhugað árið 2003 og lok þess hluta á árinu 2005. Fyrsti áfangi framkvæmdanna felst í byggingu punktgatnamóta á mót- um Reykjanesbrautar, Nýbýlavegar og Breiðholtsbrautar, lagfæringum á Dalvegi, tengingum að Byko, ljósa- gatnamótum við Nýbýlaveg, undir- göngum undir Breiðholtsbraut fyrir umferð um Álfabakka, göngustíg og tvennum undirgöngum fyrir gang- andi umferð undir Dalveg og Ný- býlaveg og nauðsynlegum tenging- um göngustíga. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðarrýmd og draga úr slysahættu, einkum á Reykjanes- braut. Aukin hljóðmengun helsti ókostur Meginathugasemdir skipulags- stjóra varðandi framkvæmdirnar snúa að aukinni hljóðmengun í at- vinnu- og íbúðarhúsnæði í nágrenni gatnamótanna en einnig er fjallað um mögulega röskun á útivistar- svæðinu í Elliðaárdal vegna nýrra gatnamóta. Telur skipulagsstjóri brýnt að komið verði í veg fyrir auk- inn hávaða í Elliðaárdal með því að setja upp hljóðvarnir, sem jafnframt miði að því að draga úr sjónmengun frá útivistarsvæðinu séð. Samkvæmt frummatsskýrslu er hávaði nú þegar yfir viðmiðunar- mörkum reglugerðar um hávaða á fjórum stöðum, þ.e. að Árskógum 6 og 8, Þangbakka 8-10, Bleikargróf Morgunblaðið/Golli Onnur mislægn gatnamdtin á Reykjanesbraut eiga að koma á mdtum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar. Ráðgera tvenn mislæg gatnamót við Mjódd við Reykjanesbraut og við Smiðju- veg 13-23. Náttúruvemd ríkisins gerir í um- sögn sinni athugasemd við þá full- yrðingu að svæðið sem fer undir framkvæmdir hafi ekkert sérstakt til að bera í gróðurfarslegu tilliti og segir hana vera órökstudda. Ekki íylgi nein úttekt eða kort sem sýni dýralíf eða gróðurfar, né sé vitnað í greinargóðar heimildir sem liggi fyr- ir um náttúmfar á þessu svæði. Of- angreindar upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun verður tekin. Bendir Náttúruverndin á að hluti þess svæðis sem fari undi brautina hafi verið skilgreindur sem útivistarsvæði á skipulagi. Yfirborðsvatni verður safnað saman og það hreinsað í svöram framkvæmdaraðila við athugasemdum Náttúmverndar rík- isins er tekið undir sjónarmið Nátt- úmvemdar varðandi náttúmlega sérstöðu, fegurð og mikilvægi Elliðaárdalsins fyrir íbúa Reykja- víkur. Framkvæmdir við gatnamótin muni hins vegar ekki hafa áhrif á Elliðaárdalinn nema að því leyti sem ofanvatn af götum renni í vestur- kvísl Elliðaánna. Ráðgert er að safna yfirborðs- vatni af svæðinu saman og veita því um sérstakar tjamir til að hreinsa það. Tjarnirnar, sem útbúnar verða, eiga að taka við sótögnum, ýmiss konar næringarefnum, þungmálm- um, söltum og fleiru. Með þessu kerfi mun reynt að stemma stigu við því að mengandi efni berist með af- rennslisvatni í vestari kvísl Elliða- ánna og Kópavogslæk. Skipulagsstjóri ríkisins fellst á íyrirliggjandi áætlun að uppfylltum þremur skilyrðum. í fyrsta lagi að undirgöng fyrir gangandi umferð undir Breiðholts- braut, við gatnamót Breiðholts- brautar, Stekkjarbakka og Skógar- sels, verði gerð í fyrsta áfanga verksins sem er í samræmi við kröfu borgaryfírvalda. I öðm lagi setur skipulagsstjóri það skilyrði að við hönnun hljóð- varna verði miðað að því að bæta hljóðvist við íbúðar- og atvinnusvæði og á útivistarsvæðum á áhrifasvæði framkvæmdanna eins og framast er kostur. Er þess krafist að haft verði samráð við íbúa og eigendur fast- eigna um endanlega hönnun hljóð- varna og frágang svæðisins. Þriðja og síðasta skilyrðið, sem skipulagsstjóri setur, er að fram- kvæmdaraðili grípi til viðeigandi að- gerða, komi það í ljós við reglu- bundnar eftirlitsmælingar að hávaði frá umferð um mislæg gatnamót Reykjanesbrautar við Mjódd sé yfir viðmiðunarmörkum. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að verið væri að athuga hvernig hægt væri að uppfylla skil- yrðið um undirgöng undir Breið- holtsbraut og hvað það kæmi til með að kosta. Skilyrðin um hljóðmengun- arvarnir væm einfaldlega „hefð- bundin þéttbýlisskilyrði". Miklabraut breikkuð til austurs Borgarskipulag Reykjavíkur hef- ur auglýst deiliskipulag, sem felst í breikkun Miklubrautar í stefnu austur frá Kringlumýrarbraut til Grensásvegar um eina akrein. Kall- ar það á breytingar á gatnamótum við Kringlumýrarbraut, Háaleitis- braut og Grensásveg. Að- og frárein- um við Kringlu verður breytt, sem og skipulagi göngu- og hjólreiða- stíga. Girðing verður sett upp á mið- eyju Miklubrautar og þannig komið í veg fyrir umferð gangandi vegfar- enda utan við gangbrautir við gatna- mót og undir brú við Kringlu. Stend- ur til að framkvæmdir verði hafnar og þeim lokið í haust. Áð sögn vegamálastjóra er hér verið að ljúka breikkun Miklubraut- ar vestur að Kringlumýrarbraut. Aðspurður kvað hann áætlanir um frekari breikkun Miklubrautar vest- ur í bæ ekki liggja á borðinu en haf- inn væri undirbúningur að færslu Hringbrautar suður fyrir Tanngarð í samræmi við samning á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. Sagði hann að það væri í athugun hvað gert yrði frá Miklatúni austur að Kringlumýrarbraut en enginn botn væri kominn í það mál. ÚTSÖLULOK Síðasti dagur í dag, laugardag Allt að 80 afsláttur Með tösku, borasetti, hleðslutæki og skrúfbitasetti ■■ ■■ OPIÐ OLl KVOLD TIL KL 21 JtÉ% METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 DKNY, VIRMANI, GERARD DAREL, FRENCH C0NNECTI0N, NIC0LE FARHI, FREE LANCE, PAUL et J0E, PRIVATE LABEL, CALVIN KLEIN JEANS, J0SEPH Allt á að seljast GVQ galleri LAUGAVEGI 42 , S. 562 0625
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.