Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 14

Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 14
14 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Tjón í 20-30 húsum á Oddeyri eftir að flaut upp úr holræsum í úrhellisrigningu Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigríður Valgerður Jónsdóttir framan við íbúð sína í Gránufélagsgötu, en hún og tvö ung börn hennar hafa þurft að flytja út í kjölfar tjóns sem varð þegar flaut upp úr holræsum inn í fbúðina í úrhellisrigningu í vik- unni. Skipta þarf um þökur í garðinum vegna þessa og var verið að hífa nýjar þökur þangað í gærdag eins og sjá má á myndinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þórarinn B. Jónsson hjá Sjóvá-Almennum og Gunnþór Hákonarson, starfmaður Akureyrarbæjar, skoða aðstæður við Gránufélagsgötu í gærdag, en Sigríður fylgist með ásamt vinkonu sinni. Vissi ekki hvað var að gerast Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Kvöld- messa í kirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Morg- unsöngur á þriðjudag kl. 9. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag, 17. ágúst og hefst hún með órgelleik. Bæna- efnum má koma til prestanna. Hægt að fá léttan hádegisverð í safnaðarheimili eftir kyrrðar- stundina. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta verður í kirkjunni kl. 21 annað kvöld, sunnudags- kvöld. Sr. Hannes Örn Blandon þjónar. IIJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma kl. 20 annað kvöld, sunnudagskvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laug- ardagskvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morg- un, sunnudag. Þórir Páll Agn- arsson sér um kennsluna. Létt- ur málsverður að samkomu lokinni. Almenn vakningasam- koma þar sem Fjalar Freyr Einarsson predikar verður kl. 20 annað kvöld, sunnudags- kvöld. Fyrirbænaþjónusta. TÖLUVERT tjón varð í á milli tuttugu og þrjátíu húsum á syðri parti Oddeyrar í kjölfar úrhellis- rigningar á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags. Að sögn Guðmundar L. Helgasonar hjá Sjóvá-Almennum á Akureyri varð tjónið einkum í kjöllurum húsanna, en vatn og úrgangur úr holræsum flaut inn í eina íbúð við Gránufé- lagsgötu og hafa íbúarnir flutt út tímabundið. „Það er ljóst að tjónið er töluvert, en sem betur fer minna en við héldum í fyrstu. Þetta dreifíst á allt að þrjátíu hús og er tjón sem fólk hefur orðið fyr- ir mismunandi mikið, umtalsvert sumstaðar en minna hjá öðrum,“ sagði Guðmundur. Fólk hefur tilkynnt tjón til tryggingafélaga sinna en að sögn Guðmundar er beðið eftir áliti bæjarlögmanns um hvort Akur- eyrarbær sé bótaskyldur vegna þessa. Sigríður Valgerður Jónsdóttir býr ásamt tveimur börnum sínum, eins og tveggja ára, á neðri hæð hússins við Gránufélagsgötu 22, en hún er flutt út úr íbúðinni og sagði að fjölskyldan gæti ekki flutt inn Einstæð móðir með tvö ung börn þarf að yfírgefa heimili sitt í mánuð að nýju fyrr en eftir um fjórar vik- ur. Flaut um alla íbúð „Ég kom heim um kl. 6 um kvöldið með börnin og þegar ég opnaði hurðina kom allt fljótandi á móti mér, ég vissi ekkert hvað var að gerast,“ sagði Sigríður. Hún sagði að sonur sinn Stefán Jón, tveggja ára, hefði tryllst af hræðslu. „Það flaut kúkur um alla íbúðina þegar við opnuðum og hann fylltist ofsahræðslu og er enn hræddur." Sigríður fékk aðstoð vinkonu sinnar og síðan var hafist handa við að bjarga húsmunum inn í eitt herbergjanna sem slapp við vatnið. Teppi á gólfum íbúðarinnar er ónýtt sem og dúkar, en að öðru leyti er tjón ekki að fullu komið í ljós. Heilbrigðisfulltrúi ráðlagði Sigríði að búa ekki í íbúðinni og flutti fjölskyldan sig því í íbúð sem Akureyrarbær útvegaði. „Ég veit ekkert hvenær við megum flytja heim aftur, en menn eru að ræða um að ekki sé óhætt að vera hér næstu fjórar vikur,“ sagði Sigríð- ur. Ný dælustöð ekki komin í gang og lagnir höfðu ekkiundan Gúðmundur Guðlaugsson hjá Akureyrarbæ sagði að óhemjuúr- felli hefði orðið á stuttum tíma, en það mældist 11,5 millimetrar á tveimur tímum. „Það er langt yfir það sem menn sjá vanalega hér,“ sagði hann. Dælustöð sem taka átti í notkun á Oddeyri, við Lauf- ásgötu og Gránufélagsgötu á mið- vikudag var ekki komin í gang þegar byrjaði að rigna, en seljend- ur búnaðar í hana höfðu óskað eft- ir frestun. Framkvæmdir vegna nýju dælustöðvarinnar ollu því að breytingar höfðu verið gerðar á tengingu til sjávar og sagði Guð- mundur þær því ekki hafa verið GIUÉlBCtÐ ð RKURETBI * -•------------------—.. AK«BEret20OO Dagskráryfírlit Listasumars á Akureyri 15.-25. ágúst 15. ÁGÚST kl. 20.00 í Deiglunni: Fagurtónleikar Rósu Kristínar Baldursdóttur falla niður af óvið- ráðanlegum orsökum. 16. ágúst kl. 20.30 í Deiglunni: „Eggtíð /sfuglsins" - bók- menntavaka í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Williams Heinesens. Leikhópur ung- mennafélagsins Eflingar i Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu flyt- ur dagskrá í samantekt og leik- stjóm Araórs Benónýssonar. Tónlist: Valmar Valjaods. Að- gangur ókeypis. 17. ágúst kl. 21.30 í Deiglunni: Tuborg jazz. Heitur fímmtu- dagur. Robin Nolan tríó. Robin Nolan, gítar, Paul Meader, kontrabassi, og Kevin Nolan, gít- ar. Aðgangur ókeypis. 18. ágúst kl. 21.30 í Deiglunni: Gi'tarleikararair heimskunnu: Rune Gustafsson og Odd-Arne Jakobsen. Aðgangur kr. 1000. 19. ágúst kl. 21.30 i Deiglunni: Robin Nolan tríó ásamt leyni- gestum. Aðgangur kr. 1000. 22. ágúst kl. 20.00 iDeiglunni: Fagurtónleikar með Sigur- björgu Hv. Magnúsdóttur falla niður af óviðráðanlegum orsök- um. 23. ágúst kl. 20.00 í Kompaní- inu: Danssýning. Asako Ichihashi og dansflokkur frá Dansskólan- um á Akureyri. Undirleikur með lifandi tónlist. Aðgangur kr. 1000. 25. ágúst kl. 20.00 í Samkomu- húsinu: Frumsýning á Baraaóperunni „Slangan Sæmi sem langaði að Iæra að syngja". Myndlist: Ketilhúsið efri hæð: Rúrí sýnir verk unnin út frá gömlum ljósmyndum og rennandi vatni. Sýningin stendur til 27. ágúst. Ketilhúsið neðri hæð: Myndlistarsýningin „Val Höddu“. Sýningin stendur til 27. ágúst. Deiglan: Myndlistarsýning Elvu Jóns- dóttur. Audio visual art gallery, Deigl- an: Vídeólistaverk eftir John Hopkins. Vel gengur að manna stöður kennara ÞEGAR hefur tekist að ráða í all- flestar kennarastöður við grunn- skóla á Akureyri. Reyndar er óráðið í nokkrar stöður sérkennara, en að sögn Gunnars Gíslasonar, deildar- stjóra skóladeildar, er staðan mun betri en í fyrra. „Þetta hefur gengið mun betur en í fyrra, hver sem skýringin á því kann að vera. Nú er töluverð gróska í atvinnulífinu á Akureyri og þá hef- ur vanalega verið erfiðara að manna stöður í skólum en sú er ekki raunin nú,“ sagði Gunnar. Hann segir að einnig hafi gengið vel að ráða í aðrar stöður í skólunum. „Það er ánægjulegt að þrátt fyrir að við séum að ráða í mun fleiri stöð- ur en í fyrra er hlutfall réttinda- kennara það sama og heldur hærra ef eitthvað er. Hlutfall réttindakenn- ara hefur verið um 80% síðastliðið ár. Einnig er jákvætt að margir af þeim leiðbeinendum sem starfa hjá okkur eru með einhverja framhalds- menntun," sagði Gunnar ennfremur. Eins og áður segir er þó enn eftir að ráða í nokkrar stöður sérkennara og segir Gunnar að erfiðlega hafi gengið að manna þær stöður undan- farin ár. eins greiðar og vanalega og það hefði haft sitt að segja um að vatn flaut upp úr niðurföllum og hol- ræsum í úrhellinu. „Við höfðum þurft að loka ein- hverjum leiðum vegna fram- kvæmdanna en náðum að opna sumar þeirra, en það er alveg ljóst að vatnið átti ógreiðari leið niður í sjó og safnaðist því upp,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að þó svo að dælustöðin hefði verið komin í gang hefðu lagnir samt ekki haft undan, en gera mætti ráð fyrir að tjón hefði ekki orðið eins mikið. „Óheppileg röð atvika varð til þess að svona fór.“ Guðmundur sagði að nú lægi fyrir að sótthreinsa þau hús og íbúðir sem urðu fyrir tjóni og yrði væntanlega hafist handa við það verkefni fljótlega. Listasumar 2000 Fjórar sýn- ingar opnaðar FJÓRAR sýningar verða opnaðar á vegum Listasumars í dag, laugar- daginn 12. ágúst. Rúrí opnar sýningu á Ijósmyndum á efri hæð Ketilhússins kl. 16 en hún stendur til 27. ágúst næstkomandi. Á neðri hæð Ketilhússins verður á sama tíma opnuð sýning sem nefnist Val Höddu og stendur hún einnig til 27. ágúst. I Deiglunni verður opnuð myndlistarsýning Elvu Jónsdóttur, einnig kl. 16 og á sama tíma verður opnuð sýning á videólistaverkum eftir John Hopkins í Deiglunni. Morgunblaðið/Rúnar Pór Heiðrún og Baldur hamast við heyskapinn á Ytra-Gili. Hjálpa til við heyskapinn ÞAU létu sitt ekki eftir liggja, systk- inin Heiðrún og Baldur á Ytra-Gili, en þau voru að hjálpa foreldrum sín- um við heyskapinn í blíðskaparveðri í gærdag. „Við reynum að hjálpa svolítið til við heyskapinn," sagði Heiðrún. „Það er ágætt þegar veðrið er gott eins og núna, en stundum er það leiðinlegt, mér finnst skemmti- legra að hjálpa til í fjósinu." Hún sagði að fjölskyidan væri nú rétt að byija seinni sláttinn og sprettan væri ekkert sérstök enda hefði verið nijögþurrt að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.