Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 26

Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 26
26 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsókn á „leynireikningahneykslinu^ heldur áfram Milljarðar frá Elf sagðir hafa runnið til milliliða Berlín. AP. ÞÝZKUR kaupsýslumaður, sem grunaður er um að hafa þegið vafa- samar greiðslur í tengslum við sölu þýzka ríkisins árið 1992 á austur- þýzkri olíuhreinsunarstöð til franska olíurisans Elf Aquitaine, heldur fram sakleysi sínu og að hann muni sýna fyllsta samstarfsvilja við rannsókn málsins. Franskir saksóknarar tilkynntu í fyrradag, að þeir hefðu gefið út al- þjóðlega handtökuskipun á hendur manninum, Dieter Holzer. í viðtali við hina þýzku ATÍD-sjónvarpsstöð á fimmtudagskvöld sagði Holzer handtökuskipunina vera „farsa“ og vísaði því á bug að hann hefði reynt að leika á franska rannsakendur málsins. Holzer vísaði því jafnframt á bug, að hann hefði látið fé renna til þýzkra stjórnmálaflokka, Kristilega demókrataflokkinn (CDU) þar með talinn, sem á þessum tíma var við stjómvölinn í Þýzkalandi, undir for- ystu Helmuts Kohls. í tengslum við rannsóknina á leynireikningahneyksli CDU, sem hófst eftir að Kohl viðurkenndi í des- ember sl. að hafa tekið við sem svar- ar um 75 milljónum króna í leynileg framlög í sjóði flokksins á fyrstu ár- um tíunda áratugarins, hafði nafn Holzers komið upp sem eins hugsan- legra gefenda þess fjár sem Kohl tók við en hefur staðfastlega neitað að segja hvaðan kom. Gengu vanga- velturnar út á að þessar meintu leynigreiðslur Holzers væru hluti fjár sem honum áskotnaðist fyrir milligönguhlutverk við söluna á Leuna-olíuhreinsunarstöðinni, sem áður tilheyrði austur-þýzka ríkinu, en Elf, sem þá var enn í eigu franska ríkisins, keypti. í frönskum fjölmiðl- um hefur verið fullyrt að fé að and- virði milljarða króna hafi runnið til milliliða sem hjálpuðu til við að tryggja Elf samninginn um Leuna- stöðina. Hefur því einnig verið fleygt að Holzer hafi verið í tengsl- um við þýzku leyniþjónustuna. Leuna-málið er eitt af kjarnavið- fangsefnum sérskipaðrar rannsókn- arnefndar þýzka þingsins, sem hef- ur það meginhlutverk að komast að raun um hvort tengsl hafi verið milli leynilegra greiðslna í sjóði CDU og umdeildra ákvarðana ríkisstjórnar Kohls. Þjóðveij- ar mestu brauðæt- urnar Bcrlín. AFP. ÞJÓÐVERJAR neyttu allra Vestur-Evrópuþjóða mest af brauði á „kornárinu“ 1999- 2000, eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu korn- og fæðu- stofnunarinnar GMF. Alls var brauðneyzla í Þýzka- landi 84,8 kg á hvem íbúa landsins í fyrra, sem samsvarar 1.500 brauðsneiðum eða 350 rúnnstykkjum. Engin þjóð í Vestur-Evrópu er eins brauð- kær, en að sögn GMF er meðal- brauðneyzla á hvem íbúa þó enn hærri í sumum löndum Austur-Evrópu, svo sem í Úkraínu. Reuters Uppreisnarleiðtoginn George Speight veifar hér til stuðningsmanna sinna er hann er fluttur burt frá dðmshúsinu í Suva í lögreglubfl. Speight og stuðningsmenn hans hafa verið kærðir fyrir landráð. Speight ákærður fyr- ir landráð Suva. AFP. UPPREISNARLEIÐTOGINN George Speight var í gær ákærður ásamt nokkmm stuðningsmanna sinna fyrir landráð gegn ríkisstjóm Fídjí-eyja að því er greint var frá á netmiðli fréttastofu BBC. Speight og stuðningsmenn hans héldu Mahendra Chaudhry, fyrmrn for- sætisráðherra eyjanna, ásamt fjölda annarra stjórnmálamanna í gíslingu í þinghúsinu í höfuðborginni Suva í sjö vikur nú fyrr í sumar. Tólf menn vom kærðir fyrir landráð, samsæri um landráð eða aðild að landráði auk Speight og söfnuðust um 300 stuðningsmenn Speight saman fyrir framan dóms- húsið í Suva er ákærurnar vom lesnar upp í gær. Speight hafði áður verið fluttur við stranga öryggis- gæslu frá langelsi sínu á eyjunni Nukulau. Yngri bróðir hans var meðal hinna ákærðu, sem og Ilisoni Ligaira öryggismálaráðgjafi Speight, Joe Nata fjölmiðlaráðgjafi hans og Tomoci Silatolu sem gegndi hlutverki pólitísks ráðgjafa. Á Fídjí-eyjum em viðurlög við landráði dauðarefsing, en henni hef- ur ekki verið beitt frá því Fídjí hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1970. I ákæmnni á hendur Speight er hann sagður hafa ætlað að heyja stríð á hendur Kamisese Mara, for- seta eyjanna, sem sagði af sér em- bætti í kjölfar þess að herlögum var komið á. Þá er Speight sagður hafa tekið ríkisstjórnina í gíslingu og tek- ið að sér stjórn eyjanna með vopna- valdi, auk þess sem hann hafi notað vopnaðar sveitir til að steypa lög- giltri ríkisstjóm. Ákæmatriðin verða lesin upp á ný fyrir hæstarétti Fídjí-eyja að tveimur vikum liðnum, en þá verður ákveðið hvenær réttar- höld hefjast. Gíslamálinu lauk nú í júlí er her- stjórnin skrifaði undir samkomulag þess efnis að Speight og stuðnings- menn hans yrðu ekki sóttir til saka fyrir gíslatökuna. Embætti sak- sóknara á Fídjí hefur þó í kjölfar þess sagt samningin ógildan þar sem Frank Bainimarama, yfirmaður hersins, hafi skrifað undir sam- komulagið undir harðræði. Sak- sóknaraembættið segir uppreisnar- menn þá einnig ekki hafa látið öll vopn sín af hendi þó slíkt hafi verið sett sem skilyrði í samningnum. Clinton ræðir Lewinsky-málið á prestaráðstefnu Segist vera þakklátur þeim sem iyrirgefa BILL Clinton Bandarikjaforseti iðrast þess mjög að hafa átt í ást- arsambandi við lærlinginn Mon- icu Lewinsky en jafnframt er hann afar þakklátur þjóðinni fyr- ir að hafa að vissu marki fyrir- gefið sér afglöpin. Þetta kom fram er forsetinn var gestur á fundi um 4.500 presta í South Barrington í IUinois á fimmtudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Forsetinn sagði að með fram- hjáhaldinu hefði hann gert „hræðileg mistök“ en nefndi ekki Lewinsky á nafn. Skömmu eftir að Clinton viðurkenndi að hafa átt mök við Lewinsky fékk hann andlega ráðgjöf hjá þrem prest- um og ákváðu þeir að láta ekki uppi hvað rætt var á fundum þeirra með forsetanum. Sjálfur hefur hann heldur ekki tjáð sig um ráðgjöfina en sagt að málið hafí valdið miklum vanda í sam- skiptum sínum við eiginkonuna Hillary og dótturina Chelsea. „Ég er mun sáttari við sjálfan mig en áður,“ sagði Clinton. Hann sagði að hann hefði haft á tilfínningunni að hann gæti ekki framar leynt neinu og þessi til- fínning hefði með undarlegum hætti gert sig hæfari til að sinna skyldum sínum. „Ég fann til óviðjafnanlegrar þakklætiskenndar. Ég lærði einn- ig mikið um fyrirgefninguna," sagði hann og fullyrti að 60% Bandaríkjamanna hefðu stutt við bakið á sér. BBC segir að Clinton hafi oft virst þurfa að halda aftur af tár- unum á samkomunni með prest- unum. Hann gaf í skyn að ef ekki hefði komist upp um hann væri ekki víst að hann hefði tekist af einlægni á við afleiðingar gerða sinna. Hann reyndi að styrkja A1 Gore, varaforseta og forsetaefni demókrata, með því að segja að enginn gæti með sanngirni bendl- að Gore við Lewinsky-málið sem hann, Clinton, bæri sjálfur ábyrgð á. Andstæðingar Gore hafa reynt að draga úr trúverðugleika hans í siðferðisefnum með því að minna á að hann sé búinn að vera náinn samstarfsmaður Clintons undan- farin átta ár. Var Tútankamon með erfðasjúkdóm? London. Daily Telegraph. SVO kann að vera að egypski faraó- inn Tútankamon hafi verið haldinn erfðasjúkdómi sem fylgdu óvenju breiðar mjaðmir samkvæmt rann- sókn á fötum faraósins sem staðið hefur yfir sl. átta ár. Sérfræðingar hafa nú lokið við að rannsaka fatnað Tútankamons sem komið var fyrir í grafhýsi hans fyrir um 3.300 árum. Grafhýsið fundu þeir Howard Carter og Camarvon lávarður árið 1922 og hafa þeir skrautlegu munir sem í grafhýsinu fundust æ síðan viðhaldið áhuga almennings jafnt sem fræðimanna á ævi og dauða hins unga faraós. Meðal munanna voru 450 flíkur, þar af 150 lendaskýlur sem mældar hafa verið og rannsakaðar af hópi hollenskra og breskra sérfræðinga. Rannsókn þeirra leiddi í ljós að faraóinn var perulaga í vexti sem er mun algengara meðal kvenna en karla. Sömu breiðu mjaðmirnar er þó að finna á styttum og myndum af föður hans, Ákhenaton, og telja sérfræðingar í egypskum fræðum því að svo kunni að vera að fjöl- skyldan hafi þjáðst af erfðasjúk- dómi sem nefnist Marfan-heil- kenni. Eru þeir sem greinst hafa með heilkennið yfn-leitt óvenju há- vaxnir, grannir, með langa fingur og breiðar mjaðmir. Að sögn Gillian Vogelsang-East- wood, sérfræðings í egypskum fræðum við háskólann í Leiden í Hollandi, er ekki að sjá á beina- Reuters Gestir virða hér fyrir sér grafkistu faraósins Tútankamons, sem nú er talinn hafa verið með erfðasjúkdóm. grind Tútankamons hver orsök perulagsins sé, fitusöfnun á mjöðm- um sé líklegri ástæða. „Akhenaton var eins í laginu samkvæmt stytt- um af honum sem er áhugavert og bendir til erfðafræðilegra tengsla," sagði Vogelsang-Eastwood. Valdabarátta frekar en offita Zahi Hawass, hátt settur sér- fræðingur í egypskum fræðum, hefur látið hafa eftir sér í egypsk- um fjölmiðlum að hann hafi nú hug á að leysa ráðgátuna um lát hins unga faraós en Tútankamon var að- eins 18 ára er hann lést. Að mati Hawass er valdabarátta þó líklegri ástæða en offita og segir hann kom- inn tíma til að leysa ráðgátuna með aðstoð nútímatækni. Röntgenmynd af múmíunni hefur stundum valdið vangaveltum um hvort banamein hans hafi verið höfuðhögg, að sögn fréttastofu BBC. Nasry Iskander, egypskur vísindamaður, segir þó einungis DNA-rannsókn á vefjum faraósins geta veitt svarið við þeirri gátu. Tútankamon var við völd á ár- unum 1333-1323 f.kr. en munir og klæðnaður úr grafhýsi hans eru þessa stundina á sýningarferð um Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.