Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 40

Morgunblaðið - 12.08.2000, Side 40
40 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURGEIR ÓLAFSSON tSigurg-eir Ólafs- son fæddist á Víðivöllum í Vest- mannaeyjum 21. júní 1925. Hann lést á heimili sínu, Boða- slóð 26, Vestmanna- eyjum, hinn 2. ágúst siðastliðinn. For- eldrar hans voru: Ólafur Ingileifsson, útgerðarmaður, skipstjúri, síðar verkamaður og bóndi, f. 9. júní 1891 á Ketilstöðum, Dyr- hólahrepp V-Skaft., d. 14. febrúar 1968 í Vestmanna- eyjum og Guðfinna Jónsdóttir, húsfreyja á Víðivöllum og Heiðar- bæ í Vestmannaeyjum, f. 6. apríl 1902 í Ólafshúsum Vestmannaeyj- um, d. 26. febrúar 1994. Systkini Sigurgeirs: Jóna Guðrún, f. 17.11. 1927; Eggert, f. 29.6. 1931, látinn; Einar, f. 23.12. 1933; Þórarinn, f. 11.2. 1937, látinn; Guðni, f. 15.8. 1943, látinn. Hálfsystkini Sigur- geirs voru Sigurjóna og Sigurjón Karl, bæði látin. Unnusta Sigurgeirs var Elísa Guðlaug Jónsdóttir, húsfreyja Haukshólum 3 í Reykjavík. Eign- uðust þau t.vær dætur: 1) Ólöf Jóna, f. 16.9. 1944, maki Jón Sig- urðsson, f. 8.12. 1941, látinn, böm þeirra eru Ólafur Jón, f. 5.8. 1966, Ásgeir, f. 1.10. 1967, Elísa Guðlaug, f. 16.4. 1973. 2) Ruth Halla, f. 29.1. 1946, maki Ólafur Axelsson, f. 6.7. 1944 börn þeirra era Jón Axel, f. 27.8. 1963, Ólafur Ragnar, f. 14.8. 1970, Jóhann Garðar, f. 21.4. 1977. Þau slitu samvistum. Sigurgeir kvæntist hinn 16. júlí 1949 Erlu Eiriksdóttur, f. 26. sept- ember 1928 . Foreldrar hennar Eiríkur Valdimar Ásbjörnsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Börn Erlu og Sigurgeirs: 1) Ei- ríkur Heiðar, f. 28.2. 1949, maki Sigríður K. Dagbjartsdóttir, f. 10.5. 1950. Þeirra böm: Dagbjört, f. 17.8. 1972, Heiða, f. 13.12. 1975, Erla, f. 25.11. 1979. 2) Guðfinna Guðný, f. 7.6. 1951, unnusti Sig- mundur Þórir Grétarsson, f. 12.5. 1957, böm hennar og Hermanns Inga Hermannssonar: Erla Gyða, f. 14.10. 1967, Sigríður Lund, f. 16.7.1970, Hermann, f. 16.1.1973, Jónas, f. 11.7. 1980. 3) Sæfinna Ásta, f. 5.7. 1952, maki Þorbjörn Númason, f. 25.7. 1951, börn: Sig- urgeir, f. 19.3.1975, Sæþór, f. 20.6. 1977, Marta María, f. 23.7.1983. 4) Emraa Hinrika, f. 23.2.1956, maki Ólafur Einar Lárusson, f. 4.3. 1954, böm: IQ'artan, f. 17.2. 1979, Hlynur, f. 26.3. 1989. 5) Þór, f. 1.10. 1959, fyrverandi maki Hjör- dís Kristinsdóttir, börn: Kristinn Freyr, f. 4.2. 1984, Birna, f. 14.3. 1986. Barnabarnabörn eru 11. Sigurgeir stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist 1950. Byrjaði sjómennsku 14 ára að aldri, var háseti, stýrimaður og skipstjóri í mörg ár og útgerðarmaður. Hann var hafnarsljóri í Vestmannaeyj- um 1982-1991. Forseti bæjar- stjórnar 1982-1984 (hætti þá vegna vejkinda). í bæjarráði sama tímabil. I sjómannadagsráði Vest- mannaeyja. Formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda 1956-1957. Hafnarvörður 1974- 1976. I varastjóm Haftiarsam- bands sveitarfélaga 1982. Vara- og aðalfulltrúi í hafnarstjórn. For- maður fiskideildar Vestmanna- eyja og í stjóm Fiskifélagsins. Formaður Iþróttafélagsins Þórs 1975-1976. Utför Sigurgeirs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku besti afi. Nú ertu farinn frá mér. Svo yndis- legur og blíður, ég mun alltaf muna eftir þér. Við hvaða líðan sem var brostir þú alltaf í gegnum tárin, allir töluðu um að það væru þínir kostir. I einu orði sagt varstu stórkostleg- ur við mig. Alltaf nóg af fótboltatali þegar ég heimsótti þig. En ég kveð þig hér með þessum orðum, afi minn, og ég veit að á upp- leiðinni gengur þér allt í hag. Ættu öll böm svona afa, virtan og skynsaman, blíðan og þolinmóðan, miskunnsaman og ákveðinn, gefandi og snjallan, væru nú ekki vandræði í henni veröld. Þitt barnabam, Kristinn Freyr Þórsson (Vídó). Siggi Vídó, það er nafn sem flestir ef ekki allir kannast við og alls staðar sem maður fer þá heyrir maður ein- hvem segja: „Hann er nú mikið gæðablóð". Og það er líka alveg rétt, þetta er besti afi sem hægt er að biðja um, en nú er hann farinn og hef- ur skilið eftir sig mikið tómarúm en líka fúllt af góðum minningum. Ég þarf ekki að hugsa lengi til þess að fá mynd afa fram í huga mér og alltaf brosi ég allavega út í annað en oftast út í þau bæði því þær era ófáar stundimar sem hann afi kom manni til að hlæja því hann vildi alltaf sjá björtu hliðarnar á lífinu. Þær stundir sem ég átti með honum afa mínum mun ég geyma í hjarta mínu og varð- veita. Elsku afi, ég veit að þér h'ður vel þar sem þú ert núna og sendi ég þér kveðju mína. Guð geymi þig. Erla Eiríksdóttir. í dag kveð ég afa minn, Sigga Vídó, en hann var ekki bara afi minn heldur var hann einn af mínum bestu vinum og leit ég ávallt upp til hans og minninguna um hann mun ég geyma í hjarta mínu að eilífu. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp allar þær minningar sem ég á um þig elsku afi þakka ég Guði fyrir það hvað þær era margar og góðar. T.d. þegar við voram í fótbolta í gangin- um á Boðaslóðinni og við bratum , gluggann í ganginum. Allar þær ferð- ir sem ég fór niður að höfn til þín og þú sýndir mér flóðhæðina og svo sagðir þú mér að fara í vasann þinn og ná í klink fyrir nammi. Þegar við töluðum saman um Chelsea sem var þitt uppháhaldslið og þú sagðir mér söguna þegar þú fórst á leik með þeim í Englandi. Eins þeir bryggju- rúntar sem við fóram til þess að at- * huga hvort að bryggjan væri ekki á sínum stað. Og þegar þú tókst okkur Sæþór frænda úti í Klauf og við feng- um okkur kók og prins. Afi þú elskað- ir okkur. Elsku afi, eftir að ég flutti frá Eyj- um fann ég hvað þið amma eigið stór- an hluta af hjarta mínu. En ég reyndi að hafa samband eins oft og ég gat og þegar ég kom til Eyja þá reyndi að taka þig í bíltúr á bryggjuna. Og sú stund sem við áttum saman helgina áður en þú sofnaðir hana geymi ég að eilífu. Elsku amma, missir þinn er mikill. Þið elskuðuð hvort annað svo heitt og ekkert getur slökkt þá ást, ekki einu sinni dauðinn sjálfur. Eins vor- uð þið afi alltaf að gefa barnabömum ykkar eitthvað, þið gáfuð okkur fyrstu skólatöskuna, fyrsta hjólið en það sem þið gáfuð mest af var af hjartanu ykkar og fyrir það elskum við ykkur. Nú koraið er að kveðjustund, því Guð hefur kallað þig á sinn fund. Og minningar um þig ég geymi, afi Vídó, ég aldrei þér gleymi. (Kjartan.) Elsku afi, landfestar þínar hafa verið leystar og nú siglir þú fleyi þínu í síðasta sinn frá landi og heldur til himna. Þar bíður þú okkar, kominn með mátt í höndina og engan staur- fót. Já elsku afi núna ertu sko kominn á góðan stað og þangað mun ég von- andi koma og vera með þér í eilífð- inni. Afi, takk fyrir ást þína og vináttu. Ég mun alltaf elska þig. Þinn Kjartan Vídó. Elsku afi minn. Þegar ég hugsa um allar minning- amar sem við áttum saman, þá er það fyrsta sem kemur upp í huga mér það að enginn hefur getað átt betri afa en þú varst og ert reyndar enn. Ég man þegar ég var lítil stelpa og þú komst að heimsækja mig upp á spít- ala á hveijum degi þegar ég var veik og gafst mér trúð til að lúlla með. Þú varst mér góður þegar ég átti erfitt og gat ég sagt þér allt og áttum við mörg leyndarmál saman. Þú sagðir okkur oft sögur og fékk maður oft að kúra uppi í hjá þér og ömmu. Það var svo gott að koma til þín og finna hlýjuna í örmunum þínum þeg- ar þú tókst utan um mig. Ég man þegar þér fannst ég vera vond þá sagðir þú alltaf við mig að þú ætlaðir bara að hringja í Betu og láta hana koma í staðinn því hún var alltaf stillt en þegar ég varð eldri fékk ég að vita að hún væri ekki til. Elsku afi, ég mun alltaf hugsa til þín og þú munt alltaf vera í hjarta mínu því þú varst og munt alltaf vera uppáhalds afi minn. En mér til huggunar hef ég ömmu og mun ég gæta hennar vel. Kæriafi, þú færð mig til að trúa að víst finnst ást, gæska, bh'ða og eining í þessum tvístraða heimi. (Pam Brown.) Hvíldu í friði og guð verði með þér. Marta María Vídó. Elsku afi. Ég sakna þín mikið og nú er eng- inn afi til að knúsa þegar maður er að koma í heimsókn. En það er gott að eiga margar og góðar minningar. Og ég mun aldrei gleyma hvað þú varst yndislega góður afi og ég elskaði þig mikið og geri það reyndar enn. Ég gleymi aldrei þegar við krakkarnir voram óþæg, þá sagðist þú ætla að hringja í Láka og Betu og biðja þau að vera krakkamir þínir og þá var maður stilltur og smáhræddur í leið- inni. Og þegar ég sé boltann við Hástein þá minnir hann alltaf á þig, afi minn. Það er hægt að telja upp óteljandi góða hluti sem þú hefiir sagt og gert. En mig langar að kveðja þig með þessum orðum: Elsku afi, ég sakna þín mikið og ég veit að þér líður vel þama uppi með nýja hönd og nýjan fót og allt nýtt og heilbrigt og ég lofa þér að þú munt alltaf vera í huga mér. Ég elska þig, afi minn. Biraa Þórsdóttir. Það er skrítið til þess að hugsa að Siggi Vídó sé farinn, tómarúm mynd- ast sem ekki er hægt að íylla. Þú áttir að vera eilífur þó innst inni vissum við að kallið kæmi eftir erfið veikindi þín. Þetta er eigingimi hjá okkur, ég veit að þér líður vel núna og hlýjar minningar um þig streyma um huga minn. Þessi rúmu tuttugu ár sem við þekktumst gáfu mér mikið, þú kenndir mér margt í mannlegum fræðum. Faðmlag þitt var alltaf svo innilegt og í kringum þig var ávallt birta og gleði, þetta kom ekki hvað síst fram á heimili þínu sem orðlagt er fyrir hlýleika á öllum sviðum, gleði og vinafesti. Alltaf var ég tengda- dóttir þín þó hjónabandi okkar Þórs væri lokið. Bömin okkar tvö Diddi og Bima era rík að hafa átt svona góðan afa og eftir að Sóley litla okkar Halla Geirs fæddist eignaðist hún líka afa, „afa Vídó“. Þau þakka þér fyrir góðar stundir. Elsku Siggi það vora forrétt- indi að fá að kynnast þér. Minmngin er mild og góð, manégalúðþína, stundum getur h'tið Ijóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líkahinstuhvílubjó, dýrðséyfirdánarbeði, dreymi þig í friði og ró. Elsku Erla og þið öll, megi minn- ing Sigga Vídó verða að leiðarljósi í lífi ykkar allra. Ljúftvið lifum. Hjördís Kristinsdóttir (Iljödda). Siggi Vídó var ofurmenni, litríkur persónuleiki, athafnamaður, áræðinn og leiftrandi skemmtilegur. í öllu sem hann tók sér fyrir hendur var hann heilsteyptur drengskaparmað- ur og traustur vinur vina sinna. „Gull að sælqa í greipar þeim geig- væna mar ekki nema ofurmennum ætlandi var“, sagði skáldið. Og svo sannarlega átti þetta við Sigga Vídó. Sigurgeir Ólafsson skar sig ungur úr íyrir vaska framgöngu og knáa, hvort sem var í leik eða starfi. Þeir vora lengi saman á toguranum, Bjamhéðinn faðir minn og hann, síðutoguranum sem kröfðust jaxla og hörkutóla sem þróaður nútíminn státar af í minna mæli. Síðasti túrinn þeirra á togara var á Bjamareynni. Þeir höfðu lent upp á kant við skip- stjórann, báðir á dekki, og það hafði flotið fiskur út úr trollinu vegna mis- taka skipstjórans. Hann öskraði til þeirra úr brúnni að þeir væra meiri helvítis sauðimir að geta ekki hnýtt netið nógu vel til að fiskurinn færi ekki út. Það skall á með hvössu. Þeir vora fljótastir allra í flotanum með netanálamar, sneggri en Lone Rang- er að munda byssuna í Villta vestr- inu. Siggi tók heljarstökk af reiði en það hvein í pabba til kallsins í brúnni, að það væri ekki von á góðu þegar sá sem ætti að gæta sauðanna réði ekki við sitt hlutverk. Þeir félagar sammæltust um að taka pokann sinn eftir túrinn og það stóð. Þessir karlar vora ekkert að mylja moðið. Þeir áttu síðan lengi samleið á fiskibátunum, bæði sem skipsfélagar og vinir, því pabbi var stýrimaður hjá Sigga áður en hann tók sjálfur við skipstjóm. Ég, peyinn, sem var á hverjum degi niðri á bryggju þegar þeir komu að, í lúkamum og brúnni að hlusta á spjallið vertíð eftir vertíð, naut þessa skóla lífsins út í ystu æs- ar. Þarna var minn besti skóli, kennd snör handtök, skjótar ákvarðanfr, áræði og ekkert óþarfa kjaftæði, dekkið spúlað og klárt fyrir nýjan róður en umfram allt að gera þetta skemmtilegt og rækta góðar sögur. Þetta var gósentíð, samfelld páska- hrota í mannlífstilþrifum. Eftfr áratuga sjósókn fór Siggi í land. Hann var mikill félagsmála- maður, fylginn sér og ákaflega vin- sæll. Hann var valinn til forystu í bæjarstjómarhópi sjálfstæðis- manna, skapaði þar, eins og í öðra, leikgleði sem skilaði árangri fyrir bæjarfélagið og samfélagið í heild. Á þessu tímabili varð hann fyrir áfalli sem skerti veralega starfsorku hans en hann lét þó fjarri því deigan síga og það var aðdáunarvert hvernig hann hélt sínu striki, tókst á við nýja leikfléttu af ótrúlegu þreki og skap- festu, meðal annars sem hafnarstjóri. Siggi Vídó fékk viðuraefnið vegna snilldar sinnar í markinu og leikni við að verja vítaspymur. En þrátt fyrir það að hann væri fremur stór og þungur þá var hann kattliðugur og frækinn íþróttamaður og gat til að mynda hlaupið á höndum eins og honum sýndist. Einu sinni var ég með þeim skipstjóram á LÍÚ-þingi á Sögu. Við gengum inn á Mímisbar að kvöldlagi. Kona við barinn segir þá stundarhátt við vinkonu sína og horf- ir á Sigga Vídó: „Voðalega er hann sver þessi“. Á sama augnabliki tók Siggi heljarstökk afturábak, renndi sér í splitt, spratt síðan eins og fjöður á fætur, vindur sér að konunni við barinn, heilsar henni með handa- bandi og orðunum: „Komdu sæl og blessuð, Siggi Vídó, 250 pund“. Það heyrðust engar fleiri athugasemdir frá konunni. Þannig var nú h'fið á þessari bár- unni. Siggi Vídó var hamingjumaður, dísfrnar sáu um það, hann var gef- andi, menn áttu honum líf að launa þar sem hann kastaði sér í ólgandi út- hafið til björgunar. Hann fór úr yffr- höfninni á þjóðhátíð ef það rigndi, svona til þess að árétta að það væri ekki rigning. Og svo voru það blíðsára stundim- ar á síðkvöldunum, þegar skáldæð- arnar fengu að njóta sín, þegar jafn- vel viðkvæmnin fékk einnig pláss hjá harðjöxlunum. „Hvar gætum við grátið ef við hefðum ekki fengið að vera til“, sagði Siggi Vídó einu sinni í spjalli í góðra vina hópi. Það er nefnilega það, lífið er mikil hlunnindi og það er stíll Vídóanna að hafa gaman af lífinu og vera ekki verkkvíðinn. Atorkan og orðhnyttnin era í genunum. Siggi Vídó á margar þakkir, aflaklóin, mknneskjan, stjórnmálamaðurinn. Honum er þakkað stórt og smátt, bæði fyrir heildina og höndina sem hver og einn á við hjarta sitt. Hún móðir mín fór til að mynda ekki varhluta af hugulsemi Sigga eft- ir að pabbi veiktist, því oft var fiskur á tröppunum heima eins og Guð hefði gaukað honum orðalaust. Erlu, börnunum öllum, afkomend- um, ástvinum og ættingjum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Minn- ingin er sterk og góð. Siggi Vídó gerði svo margt sem aðeins ofur- mennum ætlandi var. Ámi Johnsen. Eftir því sem áram fjjölgar gildnar sjóður minninganna. Vorið 1949 réðst ég um borð í tog- arann Elliðaey, sem þá var undir stjórn Ásmundar Friðrikssonar á Löndum. Þarna vora margir góðir og eftirminnilegir félagar, lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Það hafa áreiðanlega verið slæm skipti að fá mig alls óreyndan væsldl í stað Sigga Vídó, þaulvans sjómanns, mikils karlmennis, sem allstaðar var fremstur meðal jafningja. Þá hafði Siggi veturinn áður unnið það afrek að bjarga skipsfélaga, sem hrokkið hafði fyrir borð. Það eru engir auk- visar sem hafa kjark og þor til að stinga sér í úfið haf til að drýgja slíka hetjudáð. Siggi var að sjálfsögðu heiðraður á sjómannadaginn á lands- visu fyrir mesta björgunarafrek árs- ins. Hann náði allstaðar góðum ár- angri í leik og starfi, kom víða við eins og fram kemur, hvar sem hans er minnst. Við stofnuðum ásamt nokkrum fé- lögum Gídeondeild hér í Eyjum fyrir 20 áram. Þessi fámenni og kyrrláti félagsskapur hefur að markmiði, eins og kunnugt er, að dreifa Orðinu með- al 10 ára skólabama er hafa nú fengið Nýja testamentið að gjöf í meira en 50 ár. Þetta hugsjónastarf studdi Siggi með ráðum og dáð, allt frá stofnun, þótt hann því miður af heilsufarsástæðum hafi ekki getað verið virkur í starfi síðustu árin. Siggi varð fyrir þeirri döpra reynslu að lifa við fötlun mörg undan- farin ár af völdum heilablæðingar. Það era forréttindi og lærdóms- ríkt að vera heimilisvinur hjá honum og Erlu, sem hafði búið þeim fagurt heimili, fullt kærleika og umhyggju. Siggi var mikill lánsmaður að eiga trausta fjölskyldu, hjálpfúsa og sam- rýnda. Hann sýndi mikla stillingu og þrek í því hvemig hann tók örlögum sínum án þess að æðrast, varði tím- anum vel og spilaði léttilega á tölvuna sína er veitti mikla ánægju og innsýn í nýja veröld, framfara og tækni. Á kveðjustund bið ég Erlu og af- komendum öllum blessunar Guðs um leið og ég þakka Sigga vináttu á lið- inni tíð. Jóhann Friðfinnsson. Siggi Vídó kvaddi þennan heim í skyndi síðdegis á miðvikudag í síð- ustu viku. Það var í hans stíl að kveðja á þann hátt því þessi ljúfling- ur gat þrátt fyrir blíðlyndi sitt verið sem stormsveipur og það gat gustað af Sigga ef honum sýndist þörf á. Ungur aðhylltist Siggi stefnu Sjálf- stæðisflokksins og var harður fylgis- maður hans. Hann hafði þó sínar skoðanir á hreinu og gat látið brjóta á sér ef hann var ekki í einu og öllu sáttur við stefnuna hverju sinni. Siggi vann í áraraðir að bæjarmál- um í Eyjum fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Hann tók fyrst sæti neðar- lega á lista sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningar en árið 1978

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.