Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
> .. ......... 1 ' '
MINNINGAR
KJARTAN DA VÍÐ
HJARTARSON
+ Kjartan Davíð
Hjartarson fædd-
ist á Hornafirði 9.
mars 1994. Hann lést
af slysforum 6. ágúst
siðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Hjörtur
Ragnar Hjartarson
símvirki, f. 16.3.
1958, og Nanna Unn-
ur Gunnarsdóttir, f.
26.5. 1961. Systir
hans er Hjördfs
Klara, f. 9.2.1984.
Útför Kjartans
Davíðs fer fram frá
Hafnarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku, elsku hjartans vinurinn
okkar, það er svo sárt að kveðja þig,
við eigum engin orð til þess. En við
viljum þakka þér fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér og hafa séð fallega
brosið þitt. Takk fyrir allt elsku vin-
urinn okkar.
Við biðjum Guð að blessa
mömmu, Pabba og Hjördísi Klöru,
ömmu, afana og alla ástvini þína.
Ó blíði Jesús, blessa þú það barn,
ervér þérfærum nú,
tak það í faðm og blítt það ber,
með bömum Guðs áörmum þér.
(Ó. Guðmundsson.)
Við biðjum Guð að geyma elsku
litla frænda okkar um alla eilífð.
Kveðja,
Guðjón og Kristjana.
Maður trúir ekki að elsku litli
frændi okkar sé dáinn. Þetta er svo
sárt og svo ósanngjarnt, því í ósköp-
unum er svona lítill drengur tekinn
frá þeim sem elska hann, því var
honum ekki ætlað lengra líf hér á
jörðu?
Þessari spurningu fáum við aldrei
svar við, hversu oft sem við leitum
þess.
Sú minning kemur
strax í hugann þegar
við mættum honum í
bflnum og hann að
hjóla á gangstéttinni,
alltaf var hann bros-
andi út að eyrum, veif-
andi og kallandi á okk-
ur, þá skrúfaði ég niður
og við spjölluðum lengi
saman, alltaf heilsaði
hann hvar sem við hitt-
um hann og hafði alltaf
frá svo mörgu að segja,
eins á fótboltaleik hjá
Sindra, þá var hann
mættur galvaskur að
bjóðast til að passa Helgu Valdísi og
ef hún var að gera eitthvað sem hún
mátti ekki, kom Kjartan litli á harða
spretti og sagði „Hegga Vaddís er
að fara eitthvað, það verður að ná í
hana“. Það var alltaf mikið líf og fjör
í kringum hann hvar sem hann var.
Á stundu sem þessari kemur best
í ljós hvað fjölskyldan er stór og
samhent og er það hennar styrkur í
þessari miklu sorg. Við munum
geyma þær dýrmætu minningar
sem við eigum um yndislegan dreng
í hjörtum okkar um aldur og ævi.
Það er með sárum söknuði sem við
kveðjum þig á þessum sorgardegi í
lífi okkar.
Elsku Hjörtur, Nanna og Hjördís
Klara, megi góður Guð vernda ykk-
ur og styrkja á þessum erfiðu tím-
um.
Við biðjum Guð að geyma og varð-
veita elsku litla drenginn okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Kveðja,
Guðrún Ragna, Helgi og
Helga Valdís.
+
Sonur minn,
GUNNAR VIÐAR ÁRNASON,
Lindasmára 3,
Kópavogi,
lést í flugslysi þriðjudaginn 8. ágúst.
Fyrir hönd foreldra minna og annarra aðstandenda,
Árni G. Frederiksen.
Frændi okkar,
ÓLAFUR TRYGGVI ÓLAFSSON
fyrrv. bóndi á Skála við Berufjörð,
síðast til heimilis í Hulduhlíð,
Eskifirði,
lést sunnudaginn 6. ágúst síðastliðinn á
Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað.
Jarðsett verður frá Beruneskirkju laugardaginn
12. ágúst nk. kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Antoníusdóttir,
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Svalbarði,
sem lést þriðjudaginn 8. ágúst, verður
jarðsungin .frá SvalParðskirkju þriðjudaginn
15. ágúst kl. 14.00.
Bjarni Hólmgrímsson,
Margrét Bjarnadóttir, Geir Árdal,
Sesselja Bjarnadóttir,
Guðmundur Bjarnason,
Kristín Sólveig Bjarnadóttir,
Hólmgrímur Bjarnason,
Þórður Ólafsson,
Anna S. Jónsdóttir,
Haukur Eiríksson,
Guðný Margrét Sigurðardóttir
og barnabörn.
Elsku litli frændi, okkur langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Hvað getur maður sagt þegar svona
hörmulegir atburðir gerast, þú varst
aðeins sex ára og allt lífið fram-
undan, sumri farið að halla og þú
Kjartan minn að byrja í skólanum í
haust og varst farinn að hlakka svo
mikið tfl. En vegir Guðs eru okkur
hulin ráðgáta. Minningin þín mun
lifa í huga okkar allra.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífðri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginn yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Hjörtur, Nanna, Hjördís
og allir nánustu aðdáendur. Við
vottum okkar dýpstu samúð og biðj-
um við Guð að styrkja ykkur á þess-
ari sorgarstund.
Kveðja,
Kristján, Inga, börn og
barnabörn.
Elsku litli frændi okkar, ekki er
hægt að finna nein orð yfir sorgina
sem helltist yfir okkur þegar okkur
bárust þau hörmulegu tíðindi að þú
hefðir látist af slysförum fyrr um
daginn. Það er ekki nema vika síðan
við vorum á ferðalagi á Höfn og þú
lánaðir okkur herbergið þitt. Við
fórum í bíltúr út á fjörur að Horna-
fjarðarósi, þá var nú margt spáð og
spekúlerað hjá iitlum karli.
Þú varst alltaf brosandi og svo fal-
legur strákur. Þú komst á hjólinu
þínu og kvaddir okkur á bensínstöð-
inni, aðeins að spjalla og fylgja okk-
ur úr hlaði. Algeng spurning frá þér
var „með hvaða liði heldur þú?“ Þú
varst Liverpool-aðdáandi alveg eins
og Gunnar frændi þinn, Hjördís
systir þín hélt með Arsenal, svo sett-
ir þú upp undrunarsvip og glottir
þegar við sögðum að Sindri væri
okkar uppáhald.
Við munurn ætíð minnast þín sem
litla stráksins sem var alltaf
upptekinn og fullur af orku. Við er-
um öll mjög þakklát að hafa fengið
að kynnast þér og öllum þeim tíma
sem við fengum með þér á þinni
stuttu ævi. Mikil er sorg Hjördísar
stóru systur, mömmu þinnar og
pabba. Stefaníu ömmu og Gunnars
afa þar sem þú varst oft í góðu yfir-
læti.
Tár okkar era lítilfjörleg þegar
hugsað er um sorg þeirra. Við biðj-
um Guð að styrkja þau og aðra að-
standendur í sorg sinni og vonum að
tíminn hjálpi þeim þótt hann lækni
engin sár.
Elsku Kjartan Davíð, við þökkum
þér innilega allar samverastundirn-
ar, þú munt ætíð lifa með okkur í
minningunni. Við trúum því að
Gunna amma þín hugsi vel um þig.
Megi Guð geyma þig og vernda
um alla eilífð.
Lítill drengur með litla sál
hann átti sitt eigið tungumál
setti upp glott og striðnissvip
tók í mann með fast grip.
Maður sér engil bjartan
einnig lítinn stríðnispúka sem ber
nafnið Kjartan.
(Berglind.)
Kveðja,
Ingibjörg, Ingvar,
Berglind og Hrönn.
Eyrún og fjölskylda.
Ingdlfur og Ylfa Rds.
Elsku Kjartan Davíð. Við vildum
bara kveðja þig með örfáum orðum
og þakka þér fyrir allar stundirnar
sem þú áttir með okkur. Það er mik-
ill sjónarsviptir að þér en eitthvað
hlutverk hefur Guð sennilega ætlað
þér á æðra sviði.
Vaktu minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
Síðast þegar sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Nanna, Hjörtur, Hjördís
Klara og aðstandendur. Guð veri
með ykkur og veiti ykkur styrk í
sorg ykkar.
Starfsfdlk á leiksktílanum
Lönguhtílum.
Þó að kali heitur hver,
hylji dalijökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei mun ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa.)
Þinn vinur,
Andri.
Kæri Kjartan.
Mig langaði að þakka þér fyrir
hvað þú varst góður vinur. Við ætl-
uðum að byrja saman í skóla í haust
en nú verður allt breytt. Ég trúi því
varla að þú sért ekki lengur hérna.
Megi góður Guð vera með þér.
Astarfaðir himinhæða,
heyr þú bama þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðar faðm mig tak.
(Þýð. Stgr. Thorst.)
Þinn vinur,
Sævar.
FELIX
ÞORS TEINSSON
+ Felix Þorsteins-
son fæddist í
Tjarnarkoti í
Þykkvabæ 30. ntív-
ember 1912. Hann
lést á Landakotsspít-
ala 21. júlí síðastlið-
inn og ftír útför hans
fram frá Seltjarnar-
neskirkju 31. júlí.
Sunnudaginn 30.
júlí sl., knúði ég dyra
að Ytri-Grund, Sel-
tjarnamesi.
Erindið, að hitta vin
minn Felix Þorsteins-
son, kvabba á honum, fá að rista
borðplötu. Dóttir Felixar kom til
dyra, hún tjáði mér að Felix væri
látinn. Það kom mér reyndar á
óvart og þó ekki, brá reyndar, en
þetta eru þessar ísköldu stað-
reyndir að enginn er eilífur á þess-
ari jörð, ekki einu sinni Felix.
Kynni mín við Felix hófust er ég
ákvað að reisa hús á Skólavörðu-
stíg 42. Leitaði ég til hans sem
húsasmíðameistara og hitti ég
hann í fyrsta sinn á verkstæði hans
á Ytri-Grund.
Maðurinn var ljúfur og einlægur.
Byggingameistarinn tók í nefið og
snýtti sér í eldhúsrúllu. Strax fékk
ég þessa tilfinningu að þetta væri
rétti maðurinn, blátt áfram venju-
legur. Það voru ekki mistök, mað-
urinn var hinn traustasti. Felix tók
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
því vel að verða mér
innan handar að reisa
húsið, en bað mig að-
eins að bíða því hann
þyrfti að gefa hænum
morgunverð.
Löbbuðum við á bak
við verkstæðið, þar
hafði byggingarmeist-
arinn hænsnfugla og
jarðeplagarð, þetta
fannst mér vera al-
vöru maður. Eftir að
hænsnfuglamir höfðu
verið fóðraðir og
kálgarðurinn skoðaður
var samningur okkar
handsalaður. Fyrsti áfanginn var
reistur á 90 dögum og var þá hæf-
ur til notkunar, allt stóðst sem Fel-
ix sagði um hraða framkvæmd-
anna. Felix var þessi 100% maður
af alvöruskólanum, kunni á klukku
og dagatal sem svo fáir kunna á nú
á dögum. Gegnum árin hef ég notið
hæfileika Felixar, við framkvæmd-
ir, glugga smíði innréttingar, fyrir
utan öll þau góðu ráð sem Felix
hefur veitt mér í sambandi við
hvernig eigi að gera hlutina þegar
smíðað er og byggt. Mér er
ógleymanleg ferð sem við fórum
austur fyrir fjall að skoða sumar-
hús sem Felix hafði reist á bílast-
æðinu á Ytri-Grund og síðan flutt í
Grímsnes, tókum við okkur dag í
það og fórum einnig heim til mín
og sýndi ég honum hús það sem
bróðir minn Auðunn hafði reist fyr-
ir mig þar. Þetta var góður dagur
fyrir okkur báða, kaffi, tekið í nef-
ið, snýtt sér og síðan meira kaffi.
Nú hin síðari ár hefur Felix ver-
ið að tala um að hjartað í honum
væri eitthvað klikk og hefur hann
samkvæmt mínum skilningi verið
slappur vegna þessa. Felix sagði
mér er ég innti hann eftir því hvers
vegna hann færi ekki í hjarta-
skurðaðgerð „það væri í tísku núna
að láta gera svokallaða „by pass“
aðgerð“. Læknarnir vilja ekki
skera svona gamla kalla, sagði Fel-
ix.
Síðustu árin hef ég verið í sam-
bandi við Felix og hitt hann á
heimili sínu eða verkstæðinu.
Hann var þessi athafnamaður,
ávallt að smíða, stiga, glugga, allt
sem nöfnum kann að nefna úr
trjáviði, aðallega í gömul hús. Ég
tel Felix hafa verið athafnaskáld,
trélistamann.
Þessir gömlu kallar sem alltaf
era að, aldrei slegið af, ætíð að
hafa eitthvað fyrir stafni, alltaf til-
búnir að redda, aldrei sagt nei allt-
af já, eru ekki margir eftir, í nú-
tímanum er orðið lítið um svona
þjóna, nú hangir allt á krók í
plastpoka í kippu úti í skemmu eða
í hillu og fáir vita nokkuð ef spurt
er, sem misvitrir unglingar af-
greiða í strikamerktu plasti, þjónar
eins og Felix eru ekki margir eftir.
Ég minnist Felix sem trausts
trésmíðaskálds, mannsins sem allt-
af var tilbúinn að vera öllum innan
handar. Nafn daganna skipti ekki
máli, sunnudagur eða miðvikudag-
ur, ávallt tilbúinn, eitt sinni skáti
alltaf skáti.
Blákaldar staðreyndir eru þær
að allir deyja, og fara til himnarík-
is, þar sem æðri máttur er, þar
dvelur Felix núna við betri heilsu,
enginn efi er, þar hefur Felix feng-
ið góðar móttökur, Felix er mann-
blepdinn, hress og jákvæður.
Ég votta fjölskyldu Felixar inni-
lega samúð mína, megi æðri mátt-
ur gefa afkomendum Felixar styrk
í sorg þeirra eftir athafnatrésmíða-
skáldið Felix Þorsteinsson.
Ragnar Guðtnundsson,
Minni-Völlum.
Skólavörðustíg 12,
á horni Bcrgstaðastrætis,
síini 551 9090.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
um.