Morgunblaðið - 12.08.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.08.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 47 I f I EIN ánægjulegasta þróunin hér á landi er vaxandi fagmennska á öllum sviðum atvinnu- lífsins og eru mark- aðsmál þar engin und- antekning. í íslensk- um fyrirtækjum er fjöldi vel menntaðra og hæfileikaríkra ein- staklinga sem hafa á undanförnum árum látið til sín taka, þess sjást víða glögg merki. Það er þvi nokkur undrun að sjá grein forstöðumannanna tveggja, Þorsteins Þorsteinssonar hjá RÚY og Friðriks Eysteinssonar hjá Vífilfelli, sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 11. ágúst. Forstöðumennirnir kjósa að bera Island saman við Bandaríkin og verður það að teljast í hæsta máta vafasamt þar sem um gerólíkar samfélagsgerðir er að ræða og samsetning fjölmiðlamarkaðarins með allt öðru sniði. í Bandaríkjun- um er ekkert blað sem hefur jafn- mikla útbreiðslu, ef tillit er tekið til mannfjölda, og Morgunblaðið á Is- landi og reyndar erfitt að finna við- líka í heiminum. Þess má einnig geta að auglýsingatekjur dagblaða hafa aukist í Bandaríkjunum milli áranna 1998 og 1999 og í Banda- ríkjunum er álíka hlutfall auglýs- ingabirtinga í dagblöðum og sjón- varpi. í nýi'ri útgáfu af World Press Trends (útgefandi Zenith Media og WAN) er að finna skiptingu auglýsingabirtinga í 64 löndum. Líkt og á íslandi er hærra hlut- fall í birtingum í dag- blöðum en sjónvarpi meðal annars að finna í löndum eins og Dan- mörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, ír- landi, Hollandi, Sviss, Ástralíu, Kanada, Bretlandi og Þýska- landi (sjá meðfylgj- andi töflu). Hvaðan forstöðu- mennimir fá upplýs- ingar um að lestur hér á landi sé á undan- haldi er erfitt að átta sig á en þegar borinn er saman meðallestur á Morgunblaðinu á ár- unum 1992 og 2000 hefur hann auk- ist, var rúmlega 50% en mældist á þessu ári 62% og upplag blaðsins hefur á sama tíma aukist. Forstöðumennirnir kjósa að bera saman uppsafnaða dekkun RÚV (95%) og Morgunblaðsins (81%). Þessar tölur segja að auglýsandi þyrfti að birta í nær öllum auglýs- ingatímum Ríkissjónvarpsins í eina viku til að ná til 95% þjóðarinnar. Spyrja má hvort það sé skynsam- legt þegar ein birting í Morgun- blaðinu skilar að meðaltali 62% dekkun og 67% á sunnudögum. Það er enginn einn þáttur (og þar með auglýsingatími) í íslensku sjónvarpi sem skilar auglýsandanum jafn- mörgum áhorfendum og ein birting í Morgunblaðinu. Með auknu fram- boði á sjónvarpsefni vegna tilkomu fleiri sjónvarpsstöðva á íslandi Auglýsingar Með auknu framboði á sjónvarpsefni vegna tilkomu fleiri sjónvarpsstöðva á —?-------------------- Islandi, segír Margrét Kr. Sigurðar- dóttir, aukast líkurnar á að fólk skipti yfír á aðra stöð þegar auglýsinga- tímar hefjast. aukast líkurnar á að fólk skipti yfir á aðra stöð þegar auglýsingatímar hefjast. Sjónvarpsauglýsingar hafa þann eiginleika að ef einstaklingur missir af auglýsingatíma er birting- in til lítils gagns fyrir auglýsand- ann, en þessu er öfugt farið með auglýsingar í dagblöðum þar sem lesandinn getur flett upp á auglýs- ingu eins oft og hann kýs. Þá er rétt að nefna að fjölmiðlakönnun hefur sýnt að flestir landsmenn eru sammála þeirri fullyrðingu að Morgunblaðið sé mikilvægur miðill til að fá upplýsingar um vörur og þjónustu og flestir landsmenn eru sammála því að Morgunblaðið sé miðill að sínu skapi. Heldur forstöðumaðurinn hjá RÚV að það skili árangri að beina Sérstaða á íslenskum auglýsingamarkaði Margrét Kr. Sigurðardóttir SALA veiðileyfa í íslenskar laxveiðiár er nú talin nema um ein- um milljarði króna á ári og er þá ekki með- talin ýmis þjónusta við veiðimenn, en heildartekjur þjóðar- búsins af þjónustu við þessa atvinnugrein munu skipta milljörð- um króna. Þessi verð- mæti byggjast á villt- um, náttúrulegum laxastofnum sem hafa aðlagað sig stað- bundnum aðstæðum í hverri einstakri á í aldanna rás. Brýnt er að leggja allt kapp á að viðhalda arðsemi þessarar auðlindar, því fjöldi fólks í byggðum landsins hef- ur af henni viðurværi sitt auk þess sem ómetanleg líffræðileg verð- mæti eru fólgin í óspilltum nátt- úrulegum laxastofnum sem nytjað- ir eru á skynsamlegan hátt. Mörgum er í fersku minni koll- steypan í fiskeldi á níunda ára- tugnum með margra milljarða króna tapi, en á þeim árum flutti fiskeldisfyrirtækið ísnó til landsins norskan laxastofn sem óx til muna hraðar, varð stærri og varð seinna kynþroska en innlendir stofnar. Liklega hefur þetta verið fyrsta at- lagan af þessu tagi af mannavöld- um þar sem hætta var á að spilla erfðamengi innlendra laxastofna að ekki sé minnst á sjúkdómahættu. Áhugi fjárfesta á fiskeldi hér á landi er sagður vaxandi og á það m.a. rætur í hertum reglum á því sviði í nágrannalöndum og erfið- leikum vegna baráttu við sjúk- dóma. Virðast menn enn vilja fara af meira kappi en forsjá og lítið hafa lært af reynslunni. Að því leyti er skynsamlegt af landbúnað- arráðherra að hafna umsóknum varðandi fiskeldi víða um land en veita þess í stað takmarkaða heimild til að rann- saka slíkt ferli. En hver á að greiða þann kostnað eða er því fjármagni vel varið? Hvað með greiðan að- gang að fjármagni til að kosta kapps um að viðhalda og efla þau verðmæti sem fyrir eru, hreinan og ómengaðan villtan laxastofn og njóta arðsins af verðmætum sem eiga vart sinn líka í veröldinni? Mikil þróun á sér stað á sviði erfðatækni og gæti sett strik í reikninginn í framtíðinni. Af reynslu frá Noregi, Skotlandi og Umhverfismál Af reynslu frá öðrum löndum er ekki annað unnt að ætla, segír Steinn Kárason, en að hrikaleg hnignun nátt- úrulegra laxfískastofna eigi rætur sínar að rekja til fískeldis. frlandi er ekki annað unnt en að ætla að hrikaleg hnignun náttúru- legra laxfiskastofna eigi rætur sín- ar að rekja til fiskeldis, m.a. flutn- ings stofna milli vatnasvæða. Skemmst er að minnast tjóns í fiskeldi í Færeyjum upp á hundruð milljóna króna af völdum veiru- sýkingar, en fjöldi efna og lyfja er notuð við fiskeldi vegna bakteríu- og veirusýkinga, svo og eru notuð erfðabreytt maís- og sojaprótín við fiskeldi. Manneldisstefna sem byggist á neyslu afurða þar sem notuð eru efni af þessu tagi hlýtur að hafa minna aðdráttarafl fyrir neytendur en náttúruleg og lífræn fæða, en um þessar mundir er mik- ill vaxtarbroddur í neyslu og fram- leiðslu lífrænna afurða í vestræn- um samfélögum. Menn eiga að nýta sér þennan vaxtarbrodd í neyslu lífrænna afurða og láta kné fylgja kviði á mörkuðum með hreina ímynd lands og sjávar að bakhjarli. Drifkraftur fiskeldis á Vestur- löndum er einungis arðsemi, það að framleiða verðmæta lúxusvöru en ekki áhugi á að brauðfæða fleira fólk, hvað þá heldur umhyggja fyr- ir verndun villtra laxastofna og líf- ríkis til lengri tíma. Almenningur er allvel meðvitað- ur um þessar staðreyndir og það verður varla með stuðningi fólks- ins í landinu sem stjórnmálamenn veita peningum í að vega að villt- um íslenskum laxastofnum. Það hlýtur einnig að orka tvímælis að bankar í landinu láni fé í miklum mæli til aðgerða sem allt bendir til að skaði lífríkið og geti þar með valdið bönkunum álitshnekki og skemmt ímynd þeirra í hörðum samkeppnisheimi. Á hitt ber að líta að fiskeldi skil- ar þjóðai-búinu nálægt milljarði í útflutningstekjur árlega og eldis- fyrirtæki ætla sér stórum meira. Þarna mætast stálin stinn. Hlut- verk stjórnmála- og embættis- manna er að jafna ágreining þess- ara andstæðu fylkinga og er ekki eftirsóknarvert. Sú varnarbarátta sem eigendur laxveiðiáa heyja nú um stundir til að verja arðsemi auðlinda sinna má líkja við óbeinar reykingar þar sem fiskeldisfyrir- tækin eru í hlutverki þess sem reykir. Höfundur er garðyrkju- og rekstrar- fræðingur•, B.Sc. og stundar mast- ersndm í Alaborg. Arður af villtum laxastofnum Steinn Kárason Skipting auglýsingabirtinga víða um heim árið 1999, samkvæmt Zenith Media Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland írland Holland Sviss Ástralía Kanada Bretland Þýskaland USA ísland Belgía Frakkland Grikkland Ítalía Pólland Spánn Tyrkland 0 20 40 60 80 100% DAGBLÖÐ SJ0NVARP pKVIKM.H. TÍMARIT—| | ÚTVARP -j| SKILTI-| ♦ gremju sinni vegna veikleika eigin miðils að samkeppnisaðila, að gera lítið úr ákvörðunum helstu við- skiptavina sinna og saka þá um vafasöm vinnubrögð, að kasta rýrð á heiðarleika íslenskra auglýsinga- stofa og sýna kollegum hroka og vandlætingu? Það er kannski ekki að furða að staða íslenskra sjón- varpsauglýsinga sé veik eins og fullyrt er í greininni. Forstöðu- mennirnir leita skýringa víða á þessari veiku stöðu en kannski hef- ur forstöðumaðurinn hjá RÚV gleymt að líta sér nær og athuga hvort það geti verið að eitthvað sé gert rangt á eigin bæ. Er starfs- orkunni ekki betur fyrir komið í að byggja upp miðilinn og auka þar með áhrifamátt hans þannig að hann verði eftirsóttur kostur fyrir auglýsendur? Það er rétt hjá forstöðumönnun- um að Morgunblaðið hefur átt vel- gengni að fagna í auglýsingasölu og ber að þakka það mörgum sam- verkandi þáttum en þó er sá mikil- vægasti að birtingar í Morgunblað- inu skila auglýsendum árangri. Forstöðumennirnir hafa ekki áttað sig á að skýringin á yfirburðastöðu Morgunblaðsins á íslenskum aug- lýsingamarkaði byggir á hinni ein- stöku útbreiðslu blaðsins. Þess njóta lesendur og það kunna auglýsendur að meta. Það má líka velta því fyrir sér af hverju forstöðumennirnir velja Morgunblaðið til að koma boðskap v - sínum á framfæri. Morgunblaðið þekkir ekki annað en að samskipti við auglýsingastof- ur og markaðsfólk í íslenskum fyr- irtækjum séu á faglegum nótum enda mikil áhersla lögð á að veita auglýsendum sem besta þjónustu, þótt alltaf megi gera betur. Reynsl- an hefur ekki sýnt annað en að þær auglýsingastofur sem birta auglýs- ingar í Morgunblaðinu beri hag viðskiptavina sinna fyrir brjósti en það er forsvarsmanna auglýsinga- stofanna að svara þeirri fullyrðingu v- forstöðumannanna að hagur aug- lýsingastofanna sé settur ofar hag auglýsenda. Jafnframt hljóta stórir auglýsendur eins og bflaumboð og stórmarkaðir að svara sjálfir móðg- andi ummælum forstöðumannanna. Gífuryrðum um þekkingarskort og reynsluleysi í markaðsfræðum inn- an íslenskra fyrirtækja er hægt að vísa til föðurhúsanna. Höfundur er markaðsstjóri Morgun- blaðsins. Róm Einstakt tilboð Vika í Róm á 4* hóteli 16.-23. ágúst vrrA aðpms 44.900,- Ath nftpinú I hmhnmi & Sértilboð: All! Iiðcins / imrbertji1 Flug og hðtel aðeinskr.------------------------- 6 nætur á Hótel Delta Colosseum 4* Hótelið er örstutt frá Colosseum Innifalið: Flug og gisting. Ekki innifalið: Föst aukagjöld 2.670 kr., böm 1.970 kr. Tffl Filig frá aðeins kr. Ekki innifalið: Föst aukagj. 2.670 kr., börn 1.970 kr. Flug og bíll fróaðeinskr.-------------------------- [ viku m.v. 2 fullorðna og tvö böm. Ekki innifalið: Föst aukagjöld 2.670 kr., böm 1.970 kr' tfFICTiTiB ITII E TERRA ’ NOVA ■■SlieflHftntti vnlhosUn- Htnnqarhyl M ■ 110 fíeykjavik Simil 587 W10 lnx: 5117 0036 inlofPtemwova is ■ tcrraiwva.is ádur mmmosTöo m mi ands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.