Morgunblaðið - 12.08.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
(JMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 51
Stjórnendur
í stuttbuxum
UPPÁHALDS rit-
deilan mín í Moggan-
um var um hver hefði
fattað upp á að fram-
leiða plastpoka á ís-
landi. Til álíka þrætu
reynir Friðrik Frið-
riksson að efna í Mbl.
í fyrradag undir fyrir-
sögninni „Forseti fer í
hring“. Hann minnir á
að Lína.Net hafi ekki
fundið upp ljósleið-
arann heldur hafi
Landssíminn fattað
það fyrst, þeirra sé
lengri og auk þess hafi
ég í Mbl. í fyrra verið
á móti ljósleiðurum en sé nú fylgj-
andi. Er vísast átt við að ég hafi
skipt um skoðun, en það er sem
kunnugt er allt annað en að fara í
hring. Er skilningur Friðriks lítt
meiri á málum en á málinu. í fyrra
lagði ég til sem formaður verkefn-
isstjórnar um gagnaflutninga að
Orkuveitan stofnaði fyrirtæki á því
sviði og legði 125 km ljósleiðara-
hring í Reykjavík, sem er nú að
verða lokið og mér er fyrirmunað
að skilja hvernig túlka megi þann
tillöguflutning sem andstöðu við
ljósleiðara. Enda er maður ekki
með eða á móti ljósleiðurum frekar
en vegum, skipum eða öðrum þarf-
legum samgöngutækjum.
Vert er þó af Friðriki að minna
með þessum hætti á greinarnar
„Ríkissjónvarpið Breiðband",
„Davíðs vídeó“ og „Ríkisvæðing at-
vinnulífsins“. Þar vakti ég athygli á
misnotkun Sjálfstæðisflokksins á
ríkishlutafélögum. T.d. að ráðning-
ar í ýmsar toppstöður Landssím-
ans, án auglýsingar, væru í at-
vinnubótaskyni fyrir uppgjafa
frjálshyggjumenn en ekki á for-
sendum hæfni. Bent var á að með-
an nútímasamfélög vinna að mark-
aðsvæðingu fjármálaviðskipta,
orkuframleiðslu, fjarskipta o.s.frv.,
væri íslenska ríkið
þvert á móti að hasla
sér völl í trygginga-
starfsemi, byggingar-
iðnaði, hugbúnaðar-
gerð o.s.frv. Að for-
sætisráðherra og
Friðrik kosningastjóri
hans hefðu ekki bara
hætt við að selja RÚV
heldur stofnað nýtt
ríkissjónvarp, nefni-
lega Breiðbandið. Og
að engar upplýsingar
væri að fá um fjár-
festingar Landssím-
ans í Breiðbandinu og
hverju þær hefðu skil-
að í tekjur og að hönnun kerfisins
miðaðist meira að þörfum sjón-
Ljósleiðari
Aldrei aftur mun
Landssíminn þora að
bjóða Reykvíkingum
upp á 80% verðhækkun,
segir Helgi Hjörvar.
Ekki þarf oftar að
stofna fjöldahreyfíngu
Netverja til að verjast
vondri þjónustu.
varpsdreifíngar en gagnaflutninga.
Flestar eru ábendingar þessar um
hróplegt ósamræmi orða og athafa
enn í fullu gildi og flokkspólitísk
íhlutun í atvinnulífið enn í blóma
með þegjandi samþykki fjölmiðla.
Sú breyting hefur þó orðið, að
frumkvæði Reykjavíkurborgar hef-
ur skapað aðstæður til samkeppni í
fjarskiptum og á þeim markaði eru
nú nokkur fyrirtæki. Áhrif sam-
Helgi Hjörvar
keppninnar láta ekki á sér standa.
Þjónusta batnar, vöruúrval eykst
og verð lækkar. Aldrei aftur mun
Landssíminn þora að bjóða Reyk-
víkingum upp á 80% verðhækkun.
Ekki þarf oftar að stofna fjölda-
hreyfingu Netverja til að verjast
vondri þjónustu. Állt í einu er orð-
inn til útboðsmarkaður fyrir fyrir-
tæki og stofnanii’. Að skapa al-
mennar aðstæður á markaðnum
fyrir samkeppni er verkefni Línu.-
Nets. Það gerum við með þróun
gagnaflutningskerfis í lofti, um
ljósleiðara, rafstrengi, kopar og
hverjar aðrar þær leiðir sem henta
hverju sinni. Sá ánægjulegi áfangi
hefur náðst að Lína mun tengja
1.000 heimili beint með ljósleiðara,
en svo öflugar tengingar í svo mikl-
um mæli hefur hvergi verið ráðist í
í heiminum enn. Þannig fylgir Lína
stefnumörkuninni að skipa gagna-
flutningum í Reykjavík í fremstu
röð í heiminum og leggja þannig
grundvöll að nýsköpunariðnaði,
hagvexti og lífskjörum nýrrar ald-
ar. En mest og best áhrif hefur
samkeppnin á Landssímann sem
mætir henni. Landssíminn er eitt
öflugasta fyrirtæki landsins og það
sem býr yfir hvað mestum mann-
auði. Þess dapurlegra er að rekstur
þess lúti flokkspólitískum hags-
munum hverju sinni, stjórnendur
ráðnir eftir flokksskírteini og
fjarskiptafyrirtæki höfð að póli-
tísku bitbeini í stað þess að vera
úrlausnarefni markaðarins.
Það er andstætt hugmyndum
okkar hjá Reykjavíkurborg um
hlutverk hins opinbera. Þannig
gerði tillagan um stofnum Línu ráð
fyrir að fyrirtækið yrði sett á
markað og eignaraðild yrði dreifð.
Innan árs frá stofnun hafði Orku-
veitan selt þriðjung hlutafjár og
innan skamms verður meirihluti
hlutafjár í eigu fólks og félaga, en
ekki hins opinbera. Á meðan mun
hin dauða hönd frjálshyggjunnar
enn hvíla á hlutabréfi ríkisins í
Landssímanum rhf. því þegar á
hólminn er komið vill Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki láta völd sín í við-
skiptalífinu nema tryggt sé að
fyrirtækin lendi í „réttum“ hönd-
um.
Höfundur er forseti borgarstjómar
Reykjavíkur.
Ný námsleið við Háskóla
Islands fyrir leiðbeinendur
í félags- og uppeldisstarfí
Guðný Björk Eydal Helgi Gunnlaugsson
HINN 1. september
nk. hefst kennsla í
nýi-ri námsleið í fé-
lagsvísindadeild Há-
skóla íslands sem ætl-
að er að búa nem-
endur undir störf sem
leiðbeinendur í fé-
lags-, uppeldis- og
tómstundastarfi.
Námsleiðin er ein af
fjölmörgum stuttum
hagnýtum námsleið-
um sem stofnað hefur
verið til við Háskóla
Islands sem eiga það
sameiginlegt að vera
45 einingar eða 3
missera nám. Námi fyrir leiðbein-
endur lýkur með diplóma en nem-
endur geta einnig nýtt námið sem
hluta af B.A.-námi í félagsfræði-
skor eða uppeldis- og menntunar-
fræðiskor. Innritun í námið lýkur
hinn 18. ágúst nk.
Hinni nýju námsleið fyrir leið-
beinendur er ætlað að höfða til
þeirra sem hafa starfað eða hafa
hug á að starfa við félags- eða upp-
eldisstörf. Námið er skipulagt sem
3 missera nám en nemendur geta
engu að síður ráðið hversu hratt
þeir stunda námið og skipulagt það
eftir eigin höfði. Til dæmis er
mögulegt að ljúka náminu á lengri
tíma og stunda annað starf sam-
hliða því. Tvö fyrstu misserin (30
einingar) eru nokkuð fastmótuð og
byggjast upp á grunnnámskeiðum
í uppeldis- og félagsfræði og fé-
lagsráðgjöf, auk námskeiða í
tómstundafræði. Lögð er áhersla á
þjálfun og færni í aðferðafræði
tómstundaleiðbeinenda og fjallað
er m.a. um leiðbeinenda- og leið-
togahlutverk, hópstarf, hópefli,
viðtalstækni, verkefnastjórnun og
verkefnaþróun, áætlunargerð og
eftirmat. Þriðja misserið (15 ein-
ingar) byggist upp á vali nemenda
m.t.t. þess á hvaða sviði þeir
hyggjast starfa í framtíðinni.
Þannig má velja námskeið sem
leggja áherslu á ákveðna hópa, s.s.
börn og unglinga, fjölskyldur, aldr-
aða, fatlaða og nýbúa. Þá er einnig
Námskeid
Námsleiðinni fyrir leið-
beinendur er ætlað að
höfða til þeirra, segja
Guðný Björk Eydal og
Helgi Gunnlaugsson,
sem hafa starfað eða
hafa hug á að starfa
við félags- eða
uppeldisstörf.
hægt að velja námskeið með
áherslu á ákveðna málaflokka, s.s.
forvarnir og heilsufar. Þannig hef-
ur verið lögð áhersla á að námið sé
í samræmi við þann fjölbreytileika
sem skapast hefur á undanförnum
árum í tómstunda- og uppeldis-
starfi hérlendis.
Nánari upplýsingar um námið og
skráningu má fá á skrifstofu fé-
lagsvísindadeildar og á heimasíðu
Háskóla íslands http://www.hi.is.
Guðný Björk Eydal er lektor f félags-
ráðgjöf, Helgi Gunnlaugsson erdós-
ent í félagsfræði við Háskóla íslands.
Ekki ráð á að
leysa út lyfin
Miðvikudaginn 9.
ágúst birtist afhjúp-
andi frétt í Morgun-
blaðinu um aðstæður
þess fólks sem hvað
minnst hefur að bíta
og brenna í samfélag-
inu. „Fjöldi sjúklinga
hefur ekki ráð á að
leysa út lyf sín“ var
fyrirsögn fréttarinn-
ar.
í henni var vitnað í
húðsjúkdómalækna
sem segjast sjá það
gerast í fyrsta sinn á
Islandi að sjúklingar
hafi ekki ráð á að
leysa út lyfin sín. Orð-
rétt segir: „Að sögn Bárðar Sigur-
geirssonar húðsjúkdómalæknis
hefur hann orðið fyrir því að eldra
fólk og öryrkjar fari niðurbrotið
frá honum sökum þess að það telji
ið af skömminni og
þessu sama fólki gert
ókleift að kaupa nauð-
synleg lyf.
Mikil umræða hefur
átt sér stað um að-
búnað öryrkja og
eldri borgara í samfé-
laginu á liðnum miss-
erum, og hafa margir
lagst á árarnar. En
viðbrögð Framsókn-
arflokksins eru alla-
vega skýr. Ný reglu-
gerð heilbrigðis- og
tryggingamálaráð-
herra hefur í för með
sér að kostnaður við
algenga lyfjameðferð
hækkar um 150%. Þessi sami heil-
brigðisráðherra fór á sínum tíma
fram undir slagorðinu „Fólk í fyr-
irrúmi" en hefur síðan ýmsu
gleymt.
Björgvin G.
Sigurðsson
Lyfjakostnaður
í fréttinni var vitnað í
húðsjúkdómalækna sem
segjast sjá það gerast í
-------------7--------
fyrsta sinn á Islandi,
segir Björgvin G.
Sigurðsson, að
sjúklingar hafí ekki ráð
á að leysa út lyfín sín.
sig ekki hafa ráð á að leysa lyf-
seðlana út.“
f fyrirrúmi hjá
Framsókn?
Það hlýtur að vekja upp graf-
alvarlegar spurningar um ástandið
í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu
öllu þegar læknar segjast í fyrsta
sinn upplifa það að sjúklingar, og
þá sérstaklega aldraðir og öryrkj-
ar, þurfi frá að hverfa vegna þess
að þeir geta ekki leyst út lyf sín.
Niðurlæging þessa fólks er náttúr-
lega algjör; það er svipt lífsbjörg-
inni, gert að þurfalingum þar sem
örorkubæturnar eru tengdar laun-
um maka og smánarlegur elli-
styrkurinn er skertur ef lífeyris-
þeginn hefur minnstu tekjur til að
drýgja styrkinn. Nú er höfuðið bit-
Sjálfsagt
réttlætismál
Enginn ætlast til þess, eða býst
við því, að Sjálfstæðisflokkurinn ,
hafi frumkvæði að því að bæta
kjör þeirra sem eftir hafa setið og
neyðin nagar nú þröskuldinn hjá.
Viðbrögð forsætisráðherra við um-
ræðunni fyrr á árinu lifa lengi í
minningunni. Hrokinn í garð for-
svarmanna öryrkja var slíkur að
enginn hefði trúað að óreyndu.
Öðru máli gegnir um Framsóknar-
flokkinn. Innan hans vébanda hafa
alltaf verið hópar félagshyggju-
fólks sem hafa beitt sér fyrir ýms-
um góðum málum. Þessi angi
flokksins virðist hafa misst móðinn <
og félagshyggja Framsóknar víðs
fjarri nú þegar flokkurinn siglir
inn í sitt sjötta ár í faðmi Sjálf-
stæðisflokksins.
Samfylkingin hefur sett það í
öndvegi að stórbæta kjör þess
fólks sem undir er í samfélaginu.
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa
flutt frumvörp þar að lútandi og
staðið þétt við hlið forystumanna
öryrkja og aldraðra í baráttu
þeirra fyrir betri kjörum og rétt-
látu samfélagi. Betra væri að njóta
liðsinnis Framsóknar í þeirri bar-
áttu, enda um sjálfsögð réttlætis-
mál að ræða sem nútíma velferðar-
samfélög eiga ekki að líða.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
Gerðu góð kaup
msksll afsláttur!
Kiubbfélagar ath. Öll innkaup
á útsölu fara Inn á
klúbbreikning ykkar.
i«jiggi§gl§
BHdshöfða ■ 110 Rsykjavlk • slmi 510 8020 • www.intersport.is