Morgunblaðið - 12.08.2000, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ
; 56 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
Dýraglens
Hvers vegna hundar Hver segir að við
eru köttum fremri séum það ekki?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Staða kirkjunnar
við aldahvörf
Frá Ólafí Oddi Jónssyni:
VIÐ lifum á tímum mikillar gagn-
rýni, sumt af henni er uppbyggjandi,
annað brýtur niður. Stofnanir
kirkjunnar hafa ekki farið varhluta
af þessari gagnrýni á undanförnum
árum og ekkert lát varð á er við
minntumst 1000 ár kristnitökuaf-
mælis nýverið. Þá kepptust menn við
að kasta steinum í þann brunn sem
þeir hafa sjálfir teygað úr á lífsleið-
inni! Undanfarin ár hefur ekkert fyr-
irtæki eða stofnun á Islandi fengið
aðra eins umfjöllun og kirkjan og
stofnanir kirkjunnar og allt hefur
þetta farið fram utan íslenska réttar-
kerfisins. Ég hef velt því fyrir mér
hvort lífsskoðunar- og tilvistarvanda
samtímans sé ekki alfarið varpað yfir
á kirkjuna með neikvæðri gagnrýni.
Ég nefni Skálholtsútgáfuna, Skál-
holtsskóla, Hjálparstofnun kirkjunn-
ar, þá meðhöndlun sem Þingvalla-
prestur fékk í blöðum á sínum tíma
og presta og biskupa sem ekki hafa
fengið frið til að vinna störf sín. Það
er athyglisvert að máli Þingvalla-
prests var ekki slegið upp sem máli
Þjóðgarðsvarðar. Það er einnig at-
hyglisvert að sá kennimaður sem tal-
að hefur máli kirkjunnar, hinnar al-
mennu kristnu kirkju, af mestri reisn
á umliðinni öld fær á sig kæru fyrir
það að minnast þess að játningar-
kirkjan þurfti að rísa gegn nasistun-
um og kommúnistum á sínum tíma.
Þeir sem þá „þögguðu niður van-
þekkingu heimskra manna“, eins og
höfundur 1. Pétursbréfs orðar það
voru grunaðir um að vera uppreisn-
armenn. Kirkjunnar menn biðjast
ekki undan gagnrýni og vilja hafa
það sem sannara reynist, en þegar
stofnanir kirkjunnar og þjónandi
menn innan kirkjunnar fá slíka með-
ferð, aftur og aftur, þá vaknar sú
spuming hvort hér sé staðið kerfis-
bundið að verki af andkirkjulegum
öflum?
Menn hafa sagt við mig að hér sé á
ferðinni stráksskapur í íslensku sam-
félagi, líkt og þegar hlaupið var á eft-
ir Elísa á sínum tíma og hann kallað-
ur „skalli, skalli“. Þetta sé m.a.
afrakstur fjölmiðlamanna sem komu
heim frá námi og skapa þurfti at-
vinnu. Ég vil leyfa mér að ætla að hér
sé annað og meira á ferð. Hugsan-
lega hafa einhverjir séð ofsjónum yf-
ir því áliti sem kirkjan hefur notið og
viljað veg hennar minni. En hvort
það er hið sósíalistíska eða borgara-
lega Island sem er að þrengja að hinu
kristna Islandi skal ósagt látið.
Reynist rétt að þessi öfl hafi á ein-
hvem hátt hagrætt sannleikanum og
vinni markvisst að því að gera
kirkjuna, stofnanir hennar og kenni-
menn tortryggilega, þá ber kirkjunni
að leita eftir þeirri réttarvemd, sem
henni er búin í stjómarskrá. Aðeins
sem einstaklingar geta menn sagt
með Kristi: „Faðir fyrirgef þeim, því
þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Menn
vita vel hvað þeir hafa verið að gera.
Eitt sinn var sagt að mannlegur
kærleikur væri eina guðssönnunin,
sem stór hluti mannkyns gæti tekið
gilda. Trúverðugleiki kirkjunnar og
kristinna safnaða er fólgin í nánu
sambandi guðsþjónustu og mann-
þjónustu, því að elska Guð og náung-
ann. Sá söfnuður, sú kirkja, sem sæk-
ir kraft í guðsþjónustuna til að þjóna
náunganum við ólíkar aðstæður og
ytri skilyrði, er í raun eina trúverð-
uga guðssönnunin. - Er það ofrausn á
kristnihátíðarári að allir, hvar í flokki
sem þeir standa, reyni eftir fremsta
megni að gera hinni almennu kristnu
kirkju, þessa þjónustu auðveldari á
komandi öld? Éitt er víst að það mun
styrkja innviði íslensks samfélags.
Kirkjuþing hefur minnt á mikil-
vægi þess „að þjóðkirkjan megi
áfram og í vaxandi mæli verða mót-
andi afl í íslensku þjóðlífi og heitir á
alla þá sem gera sér ljósa þýðingu
þessa, að standa vörð um kirkjuna og
styrkja stöðu hennar“.
ÓLAFUR ODDUR JÓNSSON,
prestur.
í tilefni kristnitökuhátíðar
Frá Einari Ingva Magnússyni:
MIKIL hátíðahöld fóru fram á Þing-
völlum fyrir skömmu í tilefni þúsund
ára afmælis kristnitökunnar á Is-
landi. I tilefni þessa afmælis sem
valdsherrar ríkisins hafa fagnað svo
mjög skulum við leiða hugann að
nokkrum staðreyndum.
Það er aldrei hægt að kristna fólk
og heilar þjóðir með lögboði. Guðs-
trú er persónulegt samband milli
manns og Guðs. Sjá má að þorri
þjóðarinnar lifir ekki guðrækilegu
lífi. Svo hversu kristnu lífi lifir fólk
em á að heita kristinnar trúar? Lít-
um á nokkur dæmi.
I heilagri ritningu segir: Þú skalt
ekki drýgja hór. Þegar hafa orðið
700 hjónaskilnaðir á Islandi frá ára-
mótum og lauslæti Islendinga svo
vel þekkt utan landsteina að Reykja-
vík hefur verið nefnd eitt stórt
„gleðihúss“„ í erlendum dagblöðum.
Kristin þjóð hagar sér ekki þannig.
Biðjið án afláts eru skilaboð Jesú
Krists til lærisveina sinna. íslend-
ingar biðja svo sem nóg en það eru
ekki bænir til Guðs. Þeir eru sífellt
að biðja um hærra kaup og meiri lúx-
us því þeir vita ekki hvað nægjusemi
er. Á tímum frelsarans höfðu læri-
sveinarnir allt sameiginlegt og voru
hvattir til að gefa og stunda elsku og
góðsemi við náungann. Þann kær-
leika hafa íslendingar einnig mis-
skilið og það svo rækilega að nú eru
prestar farnir að blessa „kærleiks-
sambönd" tveggja einstaklinga af
sama kyni. Við eigum að elska ná-
ungann en ekki samrekkja honum.
Kristnir karlmenn standa í kærleiks-
samböndum við marga menn, en þeir
hafa ekki kynmök við þá.
Nei, íslendingar eru ekki kristin
þjóð. Stærsti hluti þjóðarinnar er
ennþá rammheiðinn eða þá allt ann-
arrar trúar en kristnir stunda, því
lögboð og þvinganir gera engan
mann kristinn, heldur heilagur andi,
sem sannfærir um synd og hjarta
hins iðrandi manns, sem játast Guði
sínum og frelsara Jesú Kristi.
EINAR INGVIMAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.