Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 60

Morgunblaðið - 12.08.2000, Page 60
60 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Vinsælustu lögin í Bretlandi Robbie rifinn út ÞAÐ vissu allir að það myndi gerast - Robbie Williams náði toppsæti breska vinsældalistans strax í fyrstu viku með nýja laginu sínu „Rock Dj“. Svo vinsæll er þessi uppá- tækjasami drengur að ekki hefði þurf til brellur eins og hneykslan- legt myndband og einstaklega vel tímasettar og hentugar sögusagnir um ástarsamband með Geri Halli- well. Robbie hefur nú komið þremur lögum í röð beint á topp- inn og virðist fátt geta stoppað hann - nema kannski það að hann fari í jafnmikla fylu út í landa sína og okkur Frónbúa. Ein- "leð"Æa trJíatur yjí snivUin„ hverjir hafa t.d. verið að agnúast út í Robbie fyrir það hreinlega að „stela“ gömlu lagi ástarrostungsins Barrys Whites „It’s Ecstacy When You Lay Down Next to Me“ sem einungis er sagt hafa verið „inn- blásturinn" að „Rock Dj“. Tilboð t Landsbai Rex 1 www.landsbanki.is il klúbbfélaga ika íslands hf. Tveir fyrir einn ó Tilboðið gildir fro Afslóttur í gc Félngsmenn Vöri Sportklúbbs og K Landsbanknns n vallargjöldum hjt Orlondo kvöldverði ó Rex. sunnudegi til fimmtudngs. If unnur, Nómunnar, rakkaklúbbs óta 25% afslóttar af iGR. Vörðufélagar fó I daga ó einstökun baka 14. eða 21 Hundar étnir Vörðufélagar fó ( étnir í Kína (1 Kir Hóskólabíói - mii íerð til Orlando í 8 eða 15 n kjörum 6. nóv. ogtil . nóv. í Kína ifslótt ó myndinn Hundar ia spiser de hunde) í Sinn ó 450 kr. Óll tilboðin fóst gegn framvísun debet- korts/félagskorts í viðkomandi klúbbi. Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Londsbanka Islands hf. sem finna mó ó heimasíðu bankans, www.landsbanki.is M MÁ 'I-IfT.TfTiniT Landsbankinn B-TT'^T'I'l'd Odiö frá 9 til 19 KaífiLeikhúsið Vesturgötu 3 fflnaii I kvöld kl 21.00 Kuran kompaní tónleikar MIÐASALA í síma 551 9055 IEIKFÉLAG ÍSLáJNDX faslflEliki 552. 3000 ÍJ>fiÓ THRILLER sýnt af NFVI fös. 18/8 kl. 20.30. Nokkur sæti laus fös. 25/8 kl. 20.30. Síðustu sýningar 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans þri. 15/8 kl. 12 mið 16/8 kl. 12 ATH Allra síðustu sýningar Miðasalan er opin í Loftkastalanum og Iðnó frá kl. 11-17. A báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir í viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 lau. 12/8 örfá sæti laus fös. 18/8 Miðapantanir í síma 561 0280. Miðasölusími er opinn alla daga kl. 12-19. Miðinn gildir 2 fyrir 1 í Argentína steikhús. Ath. ósóttar pantanir, seldar 2 dögum f. sýn. —;miii isi i: ____mii \sk \ oi*i:i{ \\ Súni 511 4200 WZVAZD'UjJ ,.i Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau 12/8 kl. 20 uppselt sun 13/8 kl. 20 uppseit mið 16/8 kl. 20 örfá sæti laus 17/8 kl. 20 örfá sæti laus Miðasölusími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 15-19 mán-lau. og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir frá kl. 10. rr »dor° LntieH'WPf* eSíiifm ■Ltasn®®' .yúVtuha3 Dótarafsláttur á Torgsölu líihnudaginn lýkur útsölunni ^30 en á endasprettinum getur þú ***** y fengið góða muni fyrir heimilfð á A frábæru verði. Æ . ■ ■ É - . \ r m ± Kringlunni Hernaður á heiðum dögum ALLTAF þegar þannig árar í dagatalinu að framundan eru helgar, sem að sumrinu hafa verið teknar frá fyrir meirihátt- ar landssvall koma fjölmiðlar með heimildir frá ótal samtök- um að undanskildum kúabænd- um og byrja að tala um fyllirí og nauðganir og slags- mál item hnífst- ungur, sem geta endað með manndrápum. Yfir- leitt er þetta skrifað á hegðun unglinga og er engu líkara, samkvæmt umsögunum, en þeir hafí bréf upp á það að verða vit- lausir um hvítasunnuhelgina og verslunarmannhelgina, fyrir ut- an að gera hvert helgarkvöld að gamlárskvöldi í miðbæ Reykja- víkur. ísland er þjóð unglinga og landsmenn eru svo uppteknir af unglingum, að þeir mega fara því fram sem vill án þess annað fylgi en játning um ákveðið at- hæfi. Síðan er þeim sleppt. Þeir munu að vísu missa ökuréttindi brjóti nýliðar í akstri af sér. Samkvæmt fréttum hefur Ak- ureyri gefist upp á hátíðinni Halló Akureyri af því þrifnaðar- fólkinu þar leiddist að vaða óþrifin í hné eftir síðustu hátíð. Og viti menn. Hátíðin í ár gekk vel, þótt það vantaði hallóið í hana. Þannig mætti segja, að mótshaldarar mættu að skað- lausu sleppa öllum hallóum úr sínum hátíðum svo að ungling- arnir fullorðnist fyrr. Annars er alveg dæmalaust hvernig fjöl- miðlar breiða úr sér yfir þær útihátíðar sem haldnar eru um verslunrmannahelgina. Auðvit- að er margt af því sem kemur í fjölmiðlum vel meint og hin mörgu varnaðarorð af því góða. En allur þessi áróður ber keim af stríðsundirbúningi. Við erum kannski eina þjóðin sem heyr skemmtanastríð, þ.e. við skemmtum okkur eins og við séum í styrjöld. Menn gefa um- svifalaust á lúðurinn og beita hnífum á náungann. Eins og í stríði hefur til skamms tíma þótt sjálfsagt að nauðga kven- fólki. Ætla mætti að íslending- ar gleymdu stundum að horfa á sjálfa sig. Það yrði forvitnileg útkoma. Nýlega var sýndur í sjónvarpi þáttur með Elisabetu Taylor, sem kom á óvart fyrir það hvað sumt í dagskránni var frábært. Kynnar voru þeir David Frost og leikarinn Stephen Fry. Þeir fóru á kostum og sýndu að þeir voru ekki einhverjir pinnar til að tíunda dagskráratriði heldur lifandi og gamansamir menn. Þessi hátíð var í Royal Albert Hall í London haldin til styrkar eyðnisjúkum. Fyr- ir íslending var þessi hátíðardag- skrá merkileg fyr- ir þær sakir, að hún sýndi að við hér á landi er- um hættulega einangruð frá því besta í menningarlífi annarra þjóða - í þessu tilfelli Breta. Hér eru allar stöðvar fullar af popp-dagskrá og annað kemst ekki að. Hér er spiluð popp- músík dag og nótt af slíkri yfir- gengilegri frekju, að hún hefur rutt öllu öðru úr vegi, nema hvað gamla gufan leyfir sér að vera með klassíska músík en spilar hana afar varlega til að trufla ekki geggjað liðið. Heimsmyndarþátturinn Saga aldanna var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld og fjallaði um 19. öldina. Það er eigandi CNN, Ted Turner, sem á hugmyndina að þessum þáttum. Þar kemur fram að Bretar skiptu mikið við Kínverja, sem framleiddu fjöl- breytt matvæli. Bretar eru þekktir fyrir gegndarlausa te- drykkju sína og gátu Kínverjar selt þeim te svo skipti hundruð- um tonna á ári. Þetta þurftu Bretar að borga og þótti súrt í brotið, enda höfðu þeir vanist því frekar að leggja lönd undir sig í stað þess að greiða þeim stórfé fyrir framleiðsluvörur. Þeir höfðu lagt undir sig Ind- land og létu stunda mikla óp- íumrækt þar. Nú fannst þeim upplagt að venja Kínverja á óp- íumneyslu og borga með því tedrykkjuna. Þeir gerðu það svo rækilega að stór hluti Kín- verja varð ópíumsjúklingar. Þá gripu kínversk stjórnvöld inn í og hófu stríð við Breta 1859. Kínverjar voru skotnir sundur og saman og urðu að semja frið og halda áfram að reykja ópíum um sinn. Þessi sorgarsaga á nokkuð vel við Vesturlönd í dag og kaupmenn dauðans, sem grípa unglingana strax í skóla til að kenna þeim á eiturlyfin. Hnignun Vesturlanda er hafin því engin virðist geta ráðið við dópsalana. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARP A LAUGARDEGI Nœturgadnn simi 587 6080 í kvöld hinir frábæru Ari Jónsson og Úlfar Sigmarsson. ( Athugid! Opið sunnudagskvöld ) W MIÐASALA Á BALDUR OG RADDIR EVRÓPU o BANKASTRÆTI 2. Míðasala opin alla daga 10-18 • Slrni 552 8588

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.