Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðherra og hagsmunaðilar ósáttir við skýringar forstjóra Baugs á háu matvöruverði
Gagnrýnin stenst
ekki nánari skoðun
Landbúnaðarráðherra, formaður Félags ís-
lenskra stórkaupmanna og talsmaður
Eimskips vísa á bug gagnrýni Jóns Asgeirs
Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sem hann
setti fram í viðtali í Morgunblaðinu um
helgina. Landbúnaðarráðherra segir að
frjálsræði og samkeppni í landbúnaði hafí
aukist mikið á síðustu árum.
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra er afar ósáttur við þær full-
yrðingar Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, forstjóra Baugs, um að íslenska
landbúnaðarkerfið sé stærsta
vandamálið sem við er að glíma
varðandi verðmyndun á matvöru
hérlendis og að rök hans standist
ekki við nánari skoðun. í svipaðan
streng tekur Haukur Þór Hauksson,
stjórnarformaður Félags íslenskra
stórkaupmanna, en hann segir að
ekki sé hægt að kenna heildsölukerf-
inu um háa verðlagningu á matvöru.
Þórður Sverrisson, framkvæmda-
stjóri ílutningasviðs Eimskips, segir
að flutningskostnaður til Islands
hafi lækkað verulega síðustu áratugi
og að ekki sé hægt að bera saman
flutningsverð til og frá Asíu við verð
á flutningum innan Evrópu.
I viðtali Morgunblaðsins við for-
stjóra Baugs í fyrradag kom m.a.
fram að hann teldi að með tilliti til
verðmyndunar á matvælum hér-
lendis væri íslenskur landbúnaður
„stærsta vandamálið sem við er að
glíma“, og að Islendingar þyrftu að
greiða 6,2 milljarða í hærra vöru-
verði vegna innflutningshafta. Jón
Ásgeir sagði jafnframt að ýmislegt
væri gagnrýnivert í landbúnaðar-
kerfinu og að skýrsla OECD um
landbúnað í aðildarríkjunum sýndi
að aðeins 25 kr. af hverjum 100 kr.
skili sér til bóndans sem renna til
styrkveitinga í landbúnaði hér á
landi. Þá benti hann á að innkaups-
verð á íslensku lambalæri í Bónusi
og Hagkaupi hér á landi væri 400
kr., á meðan hann keypti íslenskt
lambalæri í Bónusi í Færeyjum á
150 kr. kg.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra sagðist í viðtali við Morg-
unblaðið vera mjög undrandi á við-
talinu við forstjóra Baugs og að ekki
stæði steinn yfir steini þegar kafað
væri ofan í þær fullyrðingar sem þar
koma fram.
„Hann er að reyna að láta í veðri
vaka að hér sé gamla kerfið ennþá
uppi sem var á Islandi fyrir tíu ár-
um. Það er búið að breyta hér öllu
umhverfinu en hann virðist ekki
hafa fylgst það vel með að hann átti
sig á því.“
Varan margfaldast
í höndum á versluninni
Guðni segir að útflutningsupp-
bætur á lambakjöti hafi verið aflagð-
ar fyrir níu árum og því sé ekki hægt
að kaupa íslenskt lambalæri á 150
krónur í Færeyjum. Þegar skrokk-
urinn fari frá Islandi sé fob-verðið
230-250 kónur og segir Guðni að þá
liggi fyrir að hann fái ekki lamba-
lærið á minna en 350-400 krónur í
Færeyjum. Að sögn Guðna er það
einnig rangt að hér innanlands fái
hann lambalærið á 400 krónur því
það fari á um 550 krónur. „Þannig að
ég skora á hann að sýna okkur út-
færsluna á þessu. Ef hann hefur efni
á því að gefa Færeyingum íslenskt
lambakjöt þá hlýtur hann að vilja
gefa sinni þjóð íslenskt lambakjöt."
Ráðherra segist hafa rekist á það
nýlega að rauðkál væri helmingi
ódýrara í Kaupmannahöfn en á Is-
landi og ekki hafi íslenskir bændur
komið að þeirri verðmyndun.
„Við sjáum að sú vara sem þeir
flytja hér inn á heimsmarkaðsverði,
hún margfaldast hér í höndunum á
íslensku versluninni. Ef ég skoða
álagninguna hér þá er það enginn
vafi að þessi keðja þeirra er að
leggja á 40-80% álagningu. Kart-
öflubóndinn er að selja sínar kartöfl-
ur á 3040 krónur en það er verið að
selja kartöflurnar út á 150 krónur.
Þannig má áfram telja.“
Að sögn Guðna er það viðurkennt
nánast af öllum stjórnmálamönnum
í dag að hafi einhvers staðar sést að
ríkið hafi sparað sér peninga, þá sé
það í íslenska landbúnaðarkerfinu.
„Við höfum gengið hér í átt til þess
að opna og flytja inn o.s.frv., þannig
að hér er bullandi samkeppni hvað
það varðar og mikil breyting orðið á
síðustu ánjm.“
Ráðherra bendir á að nú sé verið
að flytja inn 50% af allri þeirri orku
sem neytt sé í matvælum og að stór
hluti af því sé fluttur inn tollfrjálst.
Hann bendir jafnframt á að Evrópu-
sambandið sé með tolla á öllum mat-
vörum sem þangað eru fluttar inn,
nema það sé sérstaklega um það
samið, og að það sé bara barnaskap-
ur að gefa í skyn að það sé sérís-
lenskt fyrirbæri að ákveðnir vernd-
artollar eða verðtollar séu lagðir á til
að jafna framleiðslu og framboð og
eftirspurn.
Brýnt að ljúka við úttekt á
verðmyndum matvöru
Landbúnaðarráðherra segir að
miklar breytingar hafi orðið á síð-
ustu árum á landbúnaðarkerfinu og
nefnir sem dæmi beingreiðslur til að
lækka vöruverð. „Þær renna beint
til bænda þannig að ég rengi mjög
það sem hann er að fullyrða um að
stuðningur fari ekki beint til bænda.
Langstærsti hluti þess sem hér
rennur í beinum krónum frá ríkinu
fer til mjólkurframleiðenda og sauð-
fjárbænda og það fer beint til bænd-
anna sem lækkar vöruverð til neyt-
enda,“ segir Guðni.
„Og svo leyfir hann sér að kvarta
yfir því að selja mjólkurvörurnar og
að verið sé að gefa með þeim. Það
var mesta baráttumál kaupmanna
fyrir stuttu síðan að fá þetta í sínar
hendur, sem þeir fengu eðlilega. En
það þarf enginn að segja mér að þeir
tapi á því.
Ég tel brýnt að ríkisstjórnin ljúki
sem fyrst þeirri úttekt sem hún er
að gera á því hvernig matvælaverðið
verður til. Það held ég að sé mjög
mikilvægt, og þá ætti sannleikurinn
að koma í Ijós, bæði um innflutt mat-
væli og ekki síður það sem hér er
framleitt," sagði landbúnaðarráð-
herra.
Landssamtök sláturleyfishafa
sendu Morgunblaðinu tilkynningu í
gær vegna staðhæfinga sem fram
komu í viðtali við forstjóra Baugs í
blaðinu um verð á íslenskum lamba-
lærum á íslandi og í Færeyjum. I til-
kynpingunni segir:
„í viðtalinu kom fram að verð til
Færeyja væri 150 kr/kg og 400 kr/
kg hér á landi. Þetta er ekki rétt.
Hið rétta er að lægsta söluverð á
lærum til Færeyja sem kunnugt er
um er 370 kr/kg cif í Færeyjum.
Sambærilegt innkaupsverð í magn-
viðskiptum hér á landi er um 560 kr/
kg. Hvorutveggja eru tölur án vsk.
Verð í Færeyjum hefur lækkað
undanfarin ár og hefur útflutningi af
þeim sökum verið beint í auknum
mæli til annarra markaða sem skila
hærra verði. Vegna smæðar mark-
aðar og aðstæðna hér á landi geta
innlendir framleiðendur ekki keppt í
verði einu við verksmiðjubúskap
annan-a landa. Rök um matvælalegt
sjálfstæði þjóðarinnar og nýtingu
innlends hráefnis og vinnuafls
styðja vernd gegn óheftum innflutn-
ingi.
Á það má benda að smásöluálagn-
ing nokkurra vöruflokka kjötvara er
„rífleg", um eða yfir 40%. Það er því
nærtæk leið og fljótleg að lækka
verð þessara vara,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Enginn verslar við íslenska
heildsala af greiðasemi
Forstjóri Baugs sagði í viðtalinu
við Morgunblaðið að ein af ástæðum
þess að verðlag á matvöru sé hærra
hérlendis en víða í nágrannalöndun-
um sé ma. dýrt heildsölukerfi, þar
sem heildsalar hérlendis hafi verið
að taka að sér 12-15% meira til um-
sýslu en birgjar erlendis. Hann
benti jafnframt á að kostnaður
Baugs við að taka innflutta vöru frá
skipi og dreifa henni í verslanirnar
væri 3-4% samanborið við 15%
kostnað hjá birgjum.
Haukur Þór Hauksson, stjórnar-
formaður Félags íslenskra stór-
kaupmanna, segir þessar fullyrðing-
ar einfaldlega ekki réttar. Að sögn
Hauks er Jón Ásgeir að fara í sama
knéfarið og hann hafi gert alla tíð,
sem er að kenna öðrum en sjálfum
sér um hátt matvöruverð hérlendis.
„Heildverslanirnar eru í rauninni
bara í samkeppni við heildsölur ann-
ars staðar á Norðurlöndum og í
Evrópu. Það er enginn að versla víð
íslenska heildsala af einhverri
greiðasemi. Baugur verslar við
þessa heildsala og kaupir af þeim yf-
ir 90% af öllum sínum aðföngum,
vegna þess að það er hagstætt og
hann fær þessar vörur ekki ódýrari.
Það er eina ástæðan.“
Haukur segir að íslenskar heild-
verslanir í dag markaðssetji vörurn-
ar, hafi vöruna á lager og fjármagni
hana að stórum hluta og raði jafnvel
vörunni upp í hillur í verslunum.
„íslenska heildsölukerfið er í
sjálfu sér bara ósköp svipað og
heildsölukerfi víðast annars staðar,
nema hvað að hlutverk þess í þessari
keðju frá framleiðanda til neytanda
er í rauninni viðameira heldur en er-
lendis. Þannig að ég vísa því alger-
lega á bug, að heildsala hérlendis
hafi meiri áhrif á verðlag en eðlilegt
getur talist.“
Flutningskostnaður lækkað um
helming á tveimur áratugum
Jón Ásgeir sagði jafnframt í við-
talinu að flutningskostnaður til
landsins væri tiltölulega dýr og
benti í því samhengi á að dýrara sé
að senda frakt frá Hamborg til Is-
lands heldur en á markaði í Asíu og
að slíkt skili sér inn í vöruverðið hér-
lendis.
Þórður Sverrisson, framkvæmda-
stjóri ílutningasviðs Eimskips, segir
að flutningskostnaður til Islands
hafi lækkað mikið á síðustu einum til
tveimur áratugum. Hann segir mun
eðlilegra að bera saman flutnings-
kostnað frá Hamborg til Islands við
flutningskostnað til staða innan
Evrópu.
„Varðandi flutninga til og frá Asíu
má nefna að þar nýta menn hag-
kvæmni stærðarinnar. Til og frá As-
íu er verið að flytja sex til átta þús-
und gáma í ferð á meðan stærstu
skipin okkar eru að flytja sex til átta
hundruð gáma. Einnig má nefna að í
flutningum til og frá Asíu er mikið
jafnvægi í flutningum, en hér er tals-
vert ójafnvægi. Það er mikill inn-
flutningur á þurrvöru og síðan mjög
sveiflukenndur útflutningur á frysti-
og kælivöru og sjávarafurðum, sem
veldur því að við erum með allt ann-
að flutningaferli heldur en til Aust-
urlanda fjær.“
Þórður segir að mikil samkeppni
ríki á flutningamarkaðinum í Evr-
ópu en að Eimskip séu rekin á ágæt-
lega hagkvæman hátt og því sé
flutningskostnaður hingað sambæri-
legur við það sem gerist víða annars-
staðar í Evrópu.
„En það er aftur rétt sem Jón Ás-
geir segir, að flutningsgjöldin hafa
áhrif á vöruverðið og Eimskip hefur
lækkað flutningskostnað til landsins
á liðnum tveimur áratugum um
meira en helming. Það hefur allt
komið fram í lægra vöruverði í versl-
unum eins og hjá Baugi.“
Forstjóri Baugs sagði í samtalinu
við Morgunblaðið að fyrirtækið nyti
ekki með eðlilegum hætti afsláttar-
kjara hjá Mjólkursamsölunni og
Osta- og smjörsölunni, og sagði m.a.
að íslensku framleiðsluna skorti til-
finnanlega aðhald og samkeppni.
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar, sagðist á
þessu stigi ekki vilja tjá _sig um um-
mæli Jóns Ásgeirs. í svipaðan
streng tók Magnús Ólafsson, for-
stjóri Osta- og smjörsölunnar, og
sagðist vilja skoða málið nánar áður
en slíkum fullyrðingum yrði svarað.
Versliinarmið-
stöð á Netinu
Morgunblaðið/Sverrir
Valgerður Sverrisdtíttir opnaði í gær netverslunarmiðstöð. Ásgeir Frið-
geirsson fylgist með.
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra opnaði í
gær fyrstu íslensku netverslunar-
miðstöðina en hún er samstarfs-
verkefni íslandsnets og Nýherja.
Ásgeir Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Islandsnets, sagði að
meðal netverja mætti líkja opnun-
inni við opnun Kringlunnar á sínum
tíma. Valgerður sagði að netverslun
yrði án efa hluti af hversdagsleika
framtíðarinnar. Netverslunarmið-
stöðin er hluti af vefgáttinni strik.is
en veffangið er verslun.strik.is.
Alls hafa 60 fyrirtæki undÚTÍtað
samninga um verslunarrekstur á
Strikinu. Sveinn Eyland er verslun-
arstjóri. Hann býst við að á næst-
unni muni enn fleiri fyrirtæki opna
þar verslanir. Sveinn segir að ör-
yggismál netverslunarinnar séu í
mjög góðu horfi. Hún hafi fengið
svokallaða SSL-vottun á greiðslu-
kerfi sitt og bæði VISA ísland og
Europay hafi farið fyrir öryggismál
verslunarmiðstöðvarinnar.
Greiðslukerfið er með þeim hætti
að verslunareigandinn fær aldrei
kortanúmer viðskiptavinarins í
hendurnar heldur fær senda stað-
festingu á því að greiðsla hafi verið
reidd af hendi. Islandspóstur sér
síðan um að koma vörunum til skila.
Hugbúnaður verslunarmið-
stöðvarinnar heitir WepSphere
Commerce Suite en Nýherji hf. hef-
ur að undanförnu unnið að því að ís-
lenska hann og aðlaga hann íslensk-
um aðstæðum. Verslanir munu
aðeins þurfa nettengda eina tölvu
til að geta sett upp verslun á strik,-
is.
Yfirlýsing
frá forstjóra
Baugs
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfirlýsing
frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni:
„I viðtali við undirritaðan í
sunnudagsblaði Morgunblað-
ins urðu mér á þau leiðu mis-
tök að fara rangt með kílóverð
á frosnum íslenskum lamba-
lærum til verslana okkar í
Færeyjum. Upplýsingar þær
sem ég hafði undir höndum
voru fyi-ir mistök um inn-
kaupsverð á nýsjálenskum en
ekki íslenskum lambalærum.
Þetta breytir þó í engu
meginefni gagnrýni minnar á
íslenska landbúnaðarkerfið.
Virðingarfyllst,
Jón Ásgeir Jóhannesson."