Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 12

Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Verður sett upp á bæjar- skrifstof- unni Hjdl egg;jasalans sem nýtt Morgunblaðið/Ásdís Kristján og sonur hans Ingvi Snær við reiðhjólið sem hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Garðabær KRISTJÁN Sigmundsson hefur varið rúmu ári í að gera upp reiðhjól föður síns, Sigmundar heitins Jónsson- ar, en fjölskylda Sigmundar hefur fært Garðabæ hjólið að gjöf. Morgunblaðið sagði í vor frá þessu sérstaka hjóli en Sigmundur ferðaðist á því á sjöunda og áttunda áratugnum og seldi frum- býlingum í Garðahreppi egg sem hænurnar hans urpu heima í Hörgártúni. Margir Garðbæingar kannast við hjólið frá þeim ti'ma en í haust verður það sett upp í bæjarskrifstofum Garðabæj- ar þar sem fólk getur barið það augum og rifjað upp gamlar minningar. Kristján þurfti að kaupa flesta varahluti í hjólið að utan þar sem hann vildi nota svipaðan efnivið og var í hjólinu upphaflega. Höfudborgarsvæðið SVEITARSTJÓRNIR á höf- uðborgarsvæðinu hafa nú til umfjöllunai- fyrirhugaðan rekstur alþjóðahúss í Reykja- vík en á fundi framkvæmda- stjóra sveitarfélaganna fyrr í þessum mánuði var lagt til að sveitarstjómir hæfu undirbún- ing að rekstri húss sem myndi bæta og samræma þjónustu við útlendinga sem hingað flytjast. Einnig var ákveðið að framkvæmdastjórar sveitarfé- lagana færu þess á leit við rík- isstjóm íslands að ríkið tæki þátt í rekstri hússins og yrði aðili að samningi um stofnun og rekstur þess. Helga Þórólfsdóttir er verk- efnisstjóri vinnuhóps sem hef- ur unnið að tillögum um húsið en hún segir líklegt að það verði tekið í notkun í byrjun næsta árs. „Megintilgangur- inn með húsinu er að byggja ákveðna brú á milli þeirra sem era að koma til landsins og þeirra sem em þar fyrir. Þá verður jafnframt leitast við að aðstoða fólk sem er að flytjast til landsins við að gerast virkir „Hjólreiðabúðir hér heima eiga ekkert af þessu gamla dóti. Nú er allt orðið úr plasti og öðru gerviefni en ég fékk varahlutina aðal- lega frá Þýskalandi. Eg vildi til dæmis fá feður- hnakk á hjólið sem ekki var hægt að fá hér,“ segir Krist- ján. Hjólið var orðið ónýtt „Ég fór oft í þessar ferðir með föður mi'num þegar ég var krakki en gat aldrei hjólað sjálfur þar sem hjólið var mjög þungt. Ég hef hins vegar hjólað á því núna ann- að slagið í Garðabænum og það liggur við að maður valdi umferðarslysum með því,“ segir Kristján en hann segir marga hafa stoppað sig vegna þess að þeir þekki hjólið. Kristján segir að hug- myndin um að gefa bænum hjólið hafi komið upp þegar það hafði lengi legið undir skemmdum. „Hjólið var að ryðga niður og var orðið al- veg ónýtt. Það var búið að standa úti alla tíð og hafði bæði rignt og snjóað á það. Það vissi enginn hvað ætti að gera við það en svo kom þessi hugmynd upp og bæj- aryfírvöldum leist vel á hana,“ segir Kristján. Alþjóðahús á höfuðborgarsvæðinu Brú á milli innflytj- enda og Islendinga þátttakendur í samfélaginu. Hingað flyst oft fólk með góða menntun og reynslu sem gæti nýst íslensku samfélagi en þetta fólk hefur kannski ekki fengið nauðsynlega aðstoð, til dæmis við að fá prófm sín met- in. Húsið gæti þannig veitt ákveðna sérhæfða ráðgjöf en jafnframt verið staður sem væri í forgöngu við að upplýsa almenning ummeð hvaða hætti við gætum verið jákvætt fjöl- menningarlegt samfélag," seg- ir Helga. Einangrun útlendinga rofin Helga segir stefnt að því að húsið verði miðsvæðis í Reykjavík. „Þannig yrðu sam- göngur auðveldari og þetta yrði hús sem auðvelt væri að finna og vekja athygli á.“ Hún segir að starfsmenn hússins og þeir sem sitji í stjóm þess verði bæði íslendingar og út- lendingar. „Þannig endur- speglar húsið best þá brúar- smíði og samvinnu sem við viljum vinna að. í stað þess að vinna innflytjendastarf viljum við leggja áherslu á þróun hins fjölmenningarlega samfélags. Á Norðurlöndunum og í Evr- ópu hafa áherslumar verið að breytast í þá átt í seinni tíð,“ segir Helga. Hún segir mikilvægt að var- ast þá pytti sem önnur sam- félög hafi lent í þar sem útlend- ingar verði oft einangraður hópur en hún segir enn vera tækifæri til að vinna ákveðið forvamastarf á því sviði á Is- landi. „Við viljum stuðla að því að þeir sem búa hér og em af erlendum uppmna verði virkir þátttakendur í þessu samfé- lagi. Til þess að það sé mögu- legt verða þeir sem hingað koma í fyrsta skipti að fá ákveðnar móttökur. Þeir þurfa að fá upplýsingar um skyldur sínar og réttindi og hvar best sé að læra tungumálið svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Helga. Hugmyndin kom frá út- lendingum í Reykjavik Helga segir að hugmyndin um alþjóðlegt menningarhús hafi kviknað í fyrrahaust. „Þá fór Reykj avíkurborg af stað með samvinnunefnd um mál- efni nýbúa í borginni sem vinna átti stefnumótunarstarf. Byrjað var á því að leita til út- lendinga sem búa í borginni og Nýr leikskóli tekur til starfa f Kópavogi Sérstök áhersla lögð á gott heilsu- far barnanna Á myndinni eru f.v.: Sigun-ós Þorgrímsdóttir, formaður leikskólanefndar, Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri, Sig- urður Geirdal bæjarsfjóri og Sesselja Hauksdóttir leik- skólafulltrúi. ásamt leikskólakennumm Urðartraðar gefið út Heilsu- bók barnsins sem verður lögð til grundvallar starfinu. Að öðra leyti verður unnið eftir aðalnámsskrá leikskóla. Sjálfstæður fjárhagur leikskólans Skrifað hefur verið undir samning við Unni um sjálf- stæðan fjárhag og reksturs Kópavogur NÝR leikskóli tekur til starfa í Kópavogi í haust. Leikskól- inn heitir Urðarhóll og stend- ur í suðurhlíðum Kársnes rétt við útivistarsvæði í skógar- lundi og í nálægð við fjömna og sjóinn. Unnur Stefánsdótt- ir verður leikskólastjóri Urð- arhóls en þar munu dvelja um 120 börn á aldrinum 2 til 6 ára. Jafnframt mun Unnur reka tvær einingar sem tilheyra leikskólanum en em staðsett- ar annars staðar í bænum, stubbadeild og heilsuleik- skólann Urðartröð, en í þeim skólum verða um 60 börn. Unnur er í dag leikskóla- stjóri á Urðartröð og mun sinna því starfi þar til nýi leik- skólinn tekur til starfa. Holl næring, hreyfing og listsköpun Helsta áherslan í starfi nýja skólans verður að auka gleði og vellíðan barnanna og þar með verður lögð áhersla á holla næringu, hreyfingu og listsköpun í leik, en þetta eru svipaðar áherslur og lagðar hafa verið i Urðartröð. Unnur segir að þessi stefna hafí reynst afar vel, en hún hefur Milliuppgjör Garðabæjar Um 223 milljón- um varið í fram- kvæmdir Garðabær SAMKVÆMT milliuppgjöri Garðabæjar, sem miðast við 30. júní, eru bókfærðar skatttekjur 801,7 milljónir króna en það er um 54% af áætluðum tekjum ársins samkvæmt fjárhagsáætlun. Afgangur af rekstri er 253 heyra hvað þeim þætti nauð- synlegt að gera. Það var hald- inn hugarflæðifundur þar sem fólk lét gamminn geisa og mik- ið var talað um þörf fyrir ákveðna viðhorfsbreytingu þannig að ekki væri aðeins litið á útlendinga sem fólk sem ætti við vandamál að stríða. Það var talað um nauðsyn þess að skoða málefni útlendinga með jákvæðari formerkjum, til dæmis með því að kynna upp- mnamenningu þeirra betur. Það má því segja að hugmynd- in hafi komið frá þessum hópi,“ segir Helga. Hún segir að hugmyndin hafi almennt fengið mjög góð- ar viðtökur hjá sveitarstjórn- armönnum. „Menn virðast hafa skilning á því hversu mik- ilvægt það er að vinna fyrir- byggjandi starf. Svona hús hefur mjög mikilvægan tilgang og getur komið í veg fyrir árekstra og átök milli fólks af ólíkum uppmna. Við finnum kannski ekki mikið fyrir slík- um vandamálum í dag en við verðum líka að hugsa til fram- tíðar,“ segir Helga. skólans til tveggja ára. „Með þessu móti verður meira svig- rúm í rekstrinum. Eg hef rek- ið leikskólann Urðartröð í 5 ár og hef þá séð margt sem mér fyndist ég geta sparað í en á öðmm stöðum vildi ég geta bætt við. Með því að geta fært til í rekstrarliðnum væri til dæmis hægt að bæta úr leik- efni eitt árið en taka annað fyrir næsta ár,“ segir Unnur. Hún segir að sama eigi við í launaliðnum, en hún ætlar að bjóða leikskólakennumm upp á sérsamning kjósi þeir það. Hún segist hafa trú á því að með því að bjóða leikskóla- kennumm betri kjör takist henni betur að manna fullar stöður, en hún segir algeng- ara að leikskólakennarar séu í hlutastarfi þar sem álagið á þeim sé mikið. „Það er kominn tími til að prófa nýjar leiðir í þessum launamálum,“ segir Unnur. milljónir en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir að af- gangur af rekstri verði 216 milljónir. Til framkvæmda hefur verið varið 222,5 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að til fram- kvæmda verði varið 591,2 milljónum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gamli tím- inn víkur VERIÐ er að rífa niður gam- alt og illa farið timburhús í Skipholti 62 í Reykjavík, en til stendur að byggja nýtt þríbýlishús á lúðinni. Rétt austan við húsið hafa nýlega risið tvö þríbýlishús, en þau komu einnig í staðinn fyrir gamalt timburhús sem lá undir skemmdum. Nýju hús- in eru svipuð að stærð og nærliggjandi íbúðarhús í Skipholti og Hjálmholti. svæði 3 við Vatnsenda. Frestur framlengdur Vatnsendi BÆJARRÁÐ Kópavogs hef- ur ákveðið að framlengja frest til þess að skila inn athuga- semdum og ábendingum vegna deiliskipulags í Vatns- endalandi til föstudagsins 15. september. Tillagan, sem snýr að reiti F í Vatnsenda- landi, er til sýnis hjá bæjar- skipulagi Kópavogs við Fann- borg 6 alla virka daga frá klukkan hálfníu til klukkan fjögur. Fresturinn átti að renna út þann 1. september en hjá bæjarskipulagi Kópa- vogs fengust þær upplýsingar að hann hafi verið framlengd- ur vegna óska sem fram hafa komið en einnig til samræmis við deiliskipulag og aðalskipu- lag milli vatns og vegar sem einnig verður í auglýsingu fram í miðjan september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.