Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 13 AKUREYRI Lokatónleikar Lista- sumars 2000 Ólöf Sigríð- ur syngur við undir- leik Helgu Bryndísar ÓLÖF Sigríður Valsdóttir, sópran, syngur við undirleik Helgu Bryndís- ar Magnúsdóttur píanóleikara á síð- ustu fagurtónleikum Listasumars 2000 í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. ágúst, sem hefjast kl. 20 í Deiglunni. Á dagskrá eru verk eftir Marcello, Verdi, Brahms, Fauré, Poulenc, Rachmaninov, Dvorák, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og Ey- þór Stefánsson. Ólöf Sigríður Valsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz 1990- 1991. Þaðan lá leið hennar til Italíu, þar sem hún nam í eitt ár við Con- servatorio dall’Abaco di Verona hjá Rina Malatrasi. Árin 1992-1994 og 1996 -1997 stundaði Ólöf Sigríður nám við Chicago Musical College of Roosevelt University í Chicago og útskrifaðist þaðan með gráðuna Bachelor of Music in Voice Perform- ance. í Chicago kom hún fram á ýmsum tónleikum, m.a. með Botti Opera Studio. Sumarið 1997 sótti hún námskeið hjá International Institute of Vocal Árts í Chiari á ítal- íu og söng þar m.a. á tónleikum helg- uðum Johannes Brahms. Ólöf Sigríð- ur sækir nú einkatíma hjá Alinu Dubik í Reykjavík. Helga Bryndís Magnúsdóttir lauk píanókennara- og einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Eft- ir það fór hún til framhaldsnáms í Vínarborg og Helsinki. Hún starfar við Tónlistarskólann á Akureyri og kemur reglulega fram sem meðleik- ari og einleikari. M.a. kom hún fram sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og Sinfóníuhljóm- sveit Islandssíðastliðinn vetur. Tónleikarnir eru sem fyrr segir lokatónleikar Listasumars á Akur- eyri og verður Listasumri slitið að þeim loknum. ---------------- Skipulagsbreytingar hjá MSKEA og MSKÞ Ellefu manns sagt upp I KJÖLFAR sameiningar mjólkur- samlaganna MSKEA og MSKÞ verða gerðar skipulagsbreytingar á starfsemi hins nýja fyrirtækis. Við það missa ellefu starfsmenn vinnu sína, tveir á Húsavík og níu á Akur- eyri. Að sögn Ágústs Þorbjömsson- ar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, miða breytingarnar að því auka fjár- festingu og framleiðni fyrirtækisins. Það eru fjórir mjólkurfræðingar sem missa störf sín og átta iðnverka- menn. Ágúst segir að uppsagnirnar taki strax gildi en starfsfólkið hafí uppsagnarfrest samkvæmt gildandi kjarasamningum. Meðal skipulagsbreytinga er einn- ig að framleiðsla Gouda flyst til Ak- ureyrar, sérostagerð og smjörlíkis- gerð flyst alfarið til Húsavíkur og átöppun vatns verður lögð niður. Menningarnótt á Akureyri þótti takast vel Morgunblaðið/Rúnar Þór Kveikt var á friðarkertum um alla göngugötuna. Boðið var upp á hlaupahjólakeppni fyrir yngri kyn- slóðina. Mikil stemmn- ing í mið- bænum Jenný Valdimarsdóttir leirlistakona var að störfum í Listfléttunni og gat fólk fylgst með störfum hennar inn um gluggann, MENNINGARNÓTT á Akureyri var haldin sfðastliðinn Iaugardag og að sögn Sigurðar Hróarsson- ar, talsmanns menningarnætur, tókst vel til og aðsókn var góð. „Við sem að þessu stóðum er- um yfír okkur ánægð. Bærinn var alveg troðfullur,“ sagði Sigurður. Hann sagði að aðsóknin hefði far- ið fram úr björtustu vonum að- standenda menningarnætur. „Eg kann nú ekki til hlítar þá reikn- ingskúnst að gefa upp nákvæman fjölda fólks í miðbænum um kvöldið, en menn voru að giska á að þetta væru um fimm þúsund manns,“ sagði Sigurður. Fólkið tók áskorun Hann sagði að fólk hefði byrjað að streyma í bæinn um áttaleytið og um klukkan níu hefði verið fjöldi manns saman komin í mið- bænum og notið þar menningar- nætur allt til miðnættis og sumir lengur. „Dagskráin var hvorki feit né þétt, en ég held að fólk hafi tekið þeirri áskorun að það væri sjálft aðalskemmtiatriðið, stemmningin var mjög góð. Fólk rölti um og naut þeirra skemmti- atriða sem í boði voru hverju sinni." Sigurður sagði einnig að mikið hefði verið um fjölskyldu- fólk og taldi hann það sérstak- lega ánægjulegt. „Fólk mætti með börnin sín og ég held að al- yngsta kynslóð Akureyringa hafí Fjölskyldufólk var í miklum meirihluta í miðbæ Akureyrar á menning arnótt. verið fjölmenn. Við reyndum líka að höfða til barna með því að bjóða t.d. upp á hlaupahjóla- keppni og hlaupahjólaorm," sagði Sigurður. Menningarnótt að ári Hann sagði að nýliðin menning- arnótt væri aðstandendum átaks- ins mikil hvatning um að gera þetta að árlegum viðburði. „Á næstu dögum munum við sem að þessu stóðum funda um nýliðna menningarnótt. Þar verður tekið fyrir hvað var vel gert að okkar mati og hvað má betur fara fyrir menningarnótt á næsta ári,“ sagði Sigurður að lokum. Hrein- gjörningur ANNA Richardsdóttir frem- ur Hreingjörning á lokadegi Listasumars, þriðjudaginn 29. ágúst kl 15. Anna hefur ekki eingöngu þrifið göngu- götuna á Akureyri, heldur einnig göngugötuna í Reykjavik, Ósló, Gautaborg, Kaupmannahöfn og Viljandi í Eistlandi. Markmið Önnu er að taka til í öllum heiminum. Heimir Freyr sýnir í Ketil- húsinu HEIMIR Freyr Hlöðversson opnar Audio-Visual sýningu í Ketilhúsinu, neðri sal, í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, kl. 16. í þessari sýningu notar Heimh’ nútíma mynd- og hljóðmiðla á afar framsækinn hátt. Sýningin verður opin kl. 16-18 fram til laugar- dagsins 2. september. Aðgangm’ er ókeypis. Heimir Freyr Hlöðversson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996. Hann stundaði nám í tónmenntakennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík námsárið 1997-98 og í raftónlist við Tónlistar- skólann í Kópavogi 1998-99. Heimir Freyr nemur nú við skóla í Den Haag í Hollandi. Hann er styrk- þegi Menningarsjóðs KEA og teng- ist þessi sýning því verkefni. -------------- Islands- klukkan vígð ÚTILISTAVERKIÐ, íslands- klukkan, verður vígt í dag, þriðju- dag, kl 16:30. Athöfnin fer fram við Háskólann á Akureyri á Sólborgar- svæðinu. Á liðnu ári var efnt til opinnar samkeppni á vegum Akureyrarbæj- ar um útilistaverk í tilefni aldamót- anna, þúsund ára kristni og landa- funda í Norður-Ameríku. AIls bárust 64 hugmyndir og reyndist Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður vera höfundur þess verks sem valið var. Verkið ber heitið íslandsklukkan. Vígsluathöfnin fer fram á afmælis- degi Akureyrarbæjar og hvetur bæj- arstjórn Ákureyrar bæjarbúa og gesti til að mæta við athöfnina og skoða listaverkið. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. Hafbu samband Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Bókaðu í sfma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.