Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 18

Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Skeljungur hf. kaupir um 90% hlutafjár í Hans Petersen hf. Láta víðar til sín taka í viðskiptum SKELJUNGUR hf. hefur keypt 89,98% hlut af heildarhlutafé í Hans Petersen hf. Fyrir átti Skeljungur 0,07% í félaginu og á því eftir kaupin 90,05% af heildarhlutafé í félaginu. Nafnverð heildarhlutafjár í Hans Petersen hf. er 100.823.450 krónur. Kaupgengi hins selda hlutafjár var 7,35 og kaupverð því samtals 666,8 milljónir króna. Seljendur hlutabréf- anna var hópur hluthafa undir for- ystu Hildar Petersen, stjórnarfor- manns félagsins, og íslands- banki-FBA. Samanlagt átti Hans Petersen fjölskyldan u.þ.b. 54% hlutafjár í fyrirtaskinu en Islands- banki-FBA um 35%, sem bankinn keypti nýverið. Bankinn og Hildur Petersen áttu samvinnu um sölu á hlutunum til Skeljungs hf., en bank- inn hafði milligöngu um samninga á milli aðila. Áætluð ársvelta Hans Pet- ersen hf. á þessu ári er áætluð 1,1 milljarður króna. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., segir að stjómendur Skeljungs hafi í ákveðinn tíma velt því fyrir sér hvemig félagið gæti látið til sín taka víðar í viðskiptaheiminum HAGNAÐUR Þróunarfélags íslands hf. hækkaði um 175% á milli ára og var 962 milljónir króna á fyrri helm- ingi þessa árs. Sérstaka athygli vekur að raunávöxtun hlutabréfasafns Þró- unarfélagsins á ársgrundvelli var 96,5% á þessu tímabili á meðan félög- in á Verðbréfaþingi íslands hækkuðu um 3% að meðaltali. „Hlutabréfasafn- ið okkar er mjög ólíkt samsetning- unni á Verðbréfaþingi," segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Þróun- arfélags íslands hf., „við eigum mjög mikið í tölvufyrirtækjunum, sérstak- lega í Opnum kerfum. Það félag eitt og sér vegur um helming af hluta- bréfasafni okkar og hefur hækkað um eitt hundrað prósent frá áramótum, sem er yfir tvö hundruð prósenta ávöxtun á ársgrundvelli, þannig að þar er meginskýringin komin. Hin hlutabréfin okkar skila óverulegum hagnaði, líkt og vísitalan í heild.“ Skráð hlutabréf eru færð á markaðsverði og hið sama á við um skuldabréfin, en 68 milljóna króna hér á landi. „Við höfum verið að hasla okkur völl í smávörusölunni með því að setja upp Select-stöðvamar og auka vöruúrval og er því verki ekki lokið. En þegar við heyrðum af því að hlutabréfin í Hans Petersen hf. gætu verið til sölu var margt sem gerði það að verkum að okkur þótti áhugavert að festa kaup á þeim. Fyrirtækið er mjög gott og traust og það hefur ver- ið vel rekið í gegnum tíðina með ágætis hagnaði. Og eftir að hafa látið skoða það ákváðum við að láta til skarar skríða,“ segir Kristinn. Til að renna fleiri styrkum stoðum undir reksturinn í tilkynningu frá Skeljungi hf. seg- ir að óskað verði eftir því við Verð- bréfaþing íslands að Hans Petersen hf. verði tekið af Vaxtalista VÞÍ og að Skeljungur muni í framhaldinu óska eftir innlausn annarra hlutabréfa í fé- laginu. Þá segir í tilkynningunni að rekstri Hans Petersen hf. verði hald- ið áfram undir sama nafni með svip- uðu sniði og verið hefur. Ekki sé gert ráð fyrir breytingum í mannahaldi hjá félaginu umfram það sem eðlilegt tap varð af þeirri eign á tímabilinu. Samkvæmt fréttatilkynningu nam gengishagnaður hlutabréfa alls 1.536 milljónum króna og þar af er óinn- leystur gengishagnaður 1.167 millj- ónir króna. Oinnleystur gengishagn- aður nemur 817 milljónum króna af 962 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Þau hlutabréf sem Þróunarfélagið á og skráð eru á Verðbréfaþingi nema 70% af heildareignum og í fréttatil- kynningu frá félaginu segir að af- koma á seinni hluta ársins muni því ráðast að miklu leyti af þróun á inn- lendum hlutabréfamarkaði. Bréf Þróunarfélagsins í deCode teljast í uppgjörinu til óskráðra bréfa, en í deCODE á Þróunarfélagið 200.000 hluti. Að sögn Andra er markaðsvirði þeirra bréfa nú um 200 mUljónum króna yfir bókfærðu verði og ef verð þeirra helst óbreytt eða hækkar mun gengishagnaður af þeim hafa töluverð áhrif á afkomu um næstu áramót. megi teljast á tómamótum sem þess- um. Fyrirhugað sé að boða til hlut- hafafundar í Hans Petersen hf. á næstunni þar sem félaginu verði kos- in ný stjóm. Ekki miklir stækkunarmögu- leikar á eldsneytismarkaði Kristinn Björnsson segir að olíumarkaðurinn sé frekar stöðugur markaður og ekki sé mikið um stækkunarmöguleika fyrir Skeljung hf. á eldsneytissviðinu. Frekar sé samdráttur í bensínsölu en hitt. Þótt bílum fjölgi séu þeir að verða spar- neytnari og svipað eigi við um fiski- skipaflotann. Margir af stærstu tog- urum landsmanna séu mikið að veiða langt í burtu pg þeir taki því ekki mikið af olíu á Islandi. Kristinn segir að innan Skeljungs hafi á undanförnum árum skapast þekking á rekstri eins og þeim sem við eigi hjá Hans Petersen hf., eink- um og sér í lagi vegna þess að Skelj- ungur reki margar verslanir þar sem í boði sé mikið af vörum þótt einnig sé hægt að fá þar eldsneyti. „Við rekum allar okkar verslanir, hvort sem það eru Select-verslanir eða annað, sem sérstakar hagnaðareiningar, þannig að við teljum að við kunnum þetta og getum. Og eftir að við fórum yfir það hvernig reksturinn hefur verið hjá Hans Petersen hf. sáum við að það er ekkert ólíkt því sem við erum að gera hjá Skeljungi. Við teljum því ákveðna hagræðingarmöguleika hjá okkur með þessum kaupum. Þá erum við með umfangsmikla söludeild sem er bæði í innflutningi og heildsölu alveg eins og er hjá Hans Petersen hf. og þarna sjáum við möguleika á að sam- hæfa og samræma starfsemina," seg- ir Kristinn Bjömsson. Vildi stýra í hvaða hendur fyrirtækið færi í yfirlýsingu frá Hildi Petersen, Bætt afkoma Baugs AFKOMA Baugs hf. fyrir afskriftir og fjármagnsliði batnaði um 82% frá fyrra ári og var 759 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Hagnaður eftir skatta jókst minna eða um 42%. Skýringarnar eru meðal annars þær að fjármagnsliðir eru mun óhagstæð- ari nú og að vegna breytinga á upp- gjöri birgða til samræmis við það sem þekkist hjá erlendum stórfyrir- tækjum voru 40 milljónir króna gjaldfærðar á fyrri hluta ársins. í samtali við Morgunblaðið sagðist Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, vera sáttur við afkomu félags- ins og vísaði sérstaklega til afkomu- bata fyrir afskriftir og fjármagnsliði og að veltufé frá rekstri hafi aukist um 96%. „Ahnennur rekstrarkostn- aður er að aukast um 12 milljónir króna á milli ára sem þykir gott í dag,“ sagði Jón Ásgeir, „hins vegar hefur launakostnaður auldst nokkuð, bæði vegna þess að við höfum aukið hlut sérvörunnar en það er dýrara að veita þjónustu við sérvöru en mat- vöru og vegna þróunarstarfs út af komandi verkefnum." I fréttatilkynningu frá félaginu kemur meðal annars fram að unnið sé að uppbyggingu á nýjum sérvöru- lager sem taki til starfa í byrjun næsta árs. Með honum skapist nýir möguleikar í birgðastýringu auk þess sem hann verði veigamikill þátt- Þróunarfélag Úr milliuppgjöri fyrir tímal íslai bilið jam íds 1 jar-júní lf. 2000 Rekstrarreikningur 30.06.OO 30.06.99 Breyting Fjármunatekjur Milljónir króna Fjármagnsgjöld Hreinar fjármunatekjur Rekstrargjöld Hagnaður fyrir skatta 1.570,3 180,1 1.390,2 20,7 1.369,5 601,7 67.4 534,3 15.4 518,9 +161% +167% +160% +34% +164% Reiknaðir skattar 408,0 169,4 +141% Hagnaður tímabilsins 961,5 349,5 +175% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 6.601,5 4.821,2 +37% Eigið fé 3.832,8 3.002,9 +28% Skuldir og skuldbindingar 2.768,7 1.818,3 +52% Skuldir og eigið fé samtals 6.601,5 4.821,2 +37% Kennitölur og sjóðstreymi 30.06.OO 31.12.99 Breyting Arðsemi eigin fjár 74% 27% Eiginfjárhlutfall 58% 62% Innra virði 3,48 2,73 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 1.502,7 1.085,8 +38% Opin kerfí skila Þróunarfélaginu góðri afkomu Frá vinstri: Benedikt Jóhannesson, sijórnarformaður Skeljungs hf., Krist- inn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., og Hildur Petersen, sljórnarformað- ur Hans Petersen hf. stjómarformanni Hans Petersen hf., segir að Hans P. Petersen hafi stofn- að fyrirtækið árið 1907 og það hafi verið undir stjórn þriggja kynslóða fjölskyldunnar í 93 ár. Fyrirtækið hafi verið skráð á Vaxtalista Verð- bréfaþings íslands í lok árs 1998 og að þá hafi nýir aðilar komið inn í það. Hans Petersen sé nú með minni fyr- irtækjum sem séu skráð á Verðbréfa- þinginu og velta með hlutabréf þess hafi verið nokkuð dræm. Því hafi stjórn þess ákveðið fyrir nokkru að huga að leiðum til þess að stækka fyrirtækið, en helstu möguleikar til þess séu samruni við önnur félög eða sala á meirihluta. Fram kemur í yfir- lýsingunni að fjölskyldunni hafi fallið betur seinni kosturinn og hafi talið að núna væri rétti tíminn til sölu, þar sem ekki sé gefið að fjölskyldan eigi meirihluta í félagi sem sé á markaði til lengri tíma litið. Þegar ákveðið hafi verið að skrá fyrirtækið á Verð- bréfaþing Islands hafi verið stigið fyrsta skrefið í þeirri eðlilegu þróun að eigendaskipti geti orðið á fyrir- tældnu. Helsta ástæðan fyrir því að fjölskyldan hafi valið seinni kostinn hafi verið að hún vildi stýra því í hvaða hendur fjrirtækið færi meðan hún hefði yfir meirihluta í félaginu að ráða. Það sem skipti fjölskylduna mestu máli hafi verið að ti’yggja framtíð starfsfólksins og að fyrirtæk- ið væri í höndum aðila sem hefðu góða kunnáttu á heildsölu- og smásölurekstri. Pharmaco hf. Hlutafjár- aukning samþykkt HLUTHAFAFUNDUR Pharmaco hf. samþykkti í gær að auka hlutafé félagsins um 240,7 milljónir króna að nafnverði sem nota á til að greiða öðrum hluthöfum fyrir hlut þeirra í Balkanpharma. Auk þess var sam- þykkt að veita stjórninni heimild til að bjóða út nýtt hlutafé að nafnvirði 40 milljónir lo-óna. í báðum tilvikum féllu hluthafar frá forkaupsrétti sín- um. í greinargerð með tillögunni sem lá fyrir fundinum kemur fram að í reynd gangi tillagan út á að sameina Pharmaco og Balkanpharma og að 40,4% falli í skaut núverandi hluthafa Pharmaco en 59,6% verði í eigu ann- aira hluthafa Balkanpharma. Balk- anpharma verði eftir þessa breytingu 100% dótturfyrirtæki Pharmaco. I greinargerðinni segir jafnframt að með því að gefa út 40 milljónir króna að nafnverði og að hluthafar falli frá forkaupsrétti, hyggist stjórn- in ná því markmiði að tryggja og örva sölu hlutabréfa félagsins á almennum hlutabréfamarkaði. Œ Baugur hf Úr milliuppgjöri fyrir janúar-júní árið 2000 —g ° Rekstrarreikningur 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 11.569 10.707 +8% Rekstrargjöld 10.810 10.291 +5% Hagnaður án afskr. og fjárm.gj. 759 416 +82% Afskriftir 278 147 +89% Fjármagnsgjöld -89 12 Áhrif hlutdeildarfélaga 20 2 Hagnaður fyrir skatta 412 283 +46% Skattar 121 78 +55% Hagnaður af reglul. starfs. 291 205 +42% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 10.868 11.268 -4% Eigið fé 3.642 3.383 +8% Skuldir 7.226 7.885 -ð% Skuldir og eigið fé samtals 10.868 11.268 -4% Kennitölur og sjóðstreymi 30.06.OO 31.12.99 Breyting Veltufjárhlutfall 1,39 1,08 Eiginfjárhlutfall 33,5% 30,0% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 461 235 +96% ur í netverslun. Fram kemur að fé- lagið ætli sér að spara um 30 millj- ónir króna á ári með hinum nýja lager. Kaupréttarsamningar fyrir alla starfsmenn Þá segir í tilkynningunni að í Bandaríkjunum hafi verið mikill vöxtur hjá Bónus Dollar Stores en þar eigi Baugur helming hlutafjár. í þessari viku muni fimmtánda verslun félagsins opna og unnið sé að skrán- ingu á Nasdaq í upphafi næsta árs. Til standi að auka hlutafé í þessum verslunum og ætli Baugur að auka hlut sinn um 4 milljónir Bandaríkja- dala af 7-8 milljóna dala heildar- aukningu. Þá eru uppi áform um það hjá fé- laginu að taka upp kaupréttarsamn- inga fyrir alla starfsmenn. Reiknað er með að 10 milljónir króna að nafn- virði verði notaðar í þessu skyni. Þetta mun verða tekið af hlutafjár- aukningu upp á 110 milljónir króna að nafnvirði, eða 10%, sem stjórn fé- lagsins mun á næstunni óska eftir að hluthafar samþykki. Gert er ráð fyrir að aukningin verði boðin erlendum fjárfestum meðal annarra og að hún muni að mestu leyti fara til uppsetn- ingar verslana á Norðurlöndum og í Smáralind.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.