Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 27 ERLENT Scháuble sakar Kohl um samsæri Berlín. Reuters. WOLFGANG Schauble, sem um ára- bil var náinn sam- starfsmaður Helmuts Kohls og eftirmaður hans í embætti flokks- formanns Kristilegra demókrata í Þýzka- landi (CDU), sakaði í gær kanzlarann fyrr- verandi um að hafa staðið á bak við her- ferð gegn sér, sem hafði það að markmiði að bola sér úr flokks- formannsstólnum. It- rekaði Schauble að Kohl ætti að sjá sóma sinn í því að greina frá því hvernig hann hefði varið milljónum marka sem geymdir voru á leynireikning- um CDU, stofnuðum á stjórnarár- um Kohls. Schauble bar í gær aftur vitni fyr- ir sérskipaðri rannsóknarnefnd þýzka þingsins, sem hefur það hlut- verk að reyna að upplýsa leyni- reikningahneykslið svokallaða. Sagðist hann telja að Kohl hefði ver- ið á bak við „fínofinn samsærisvef ‘ sem notaður hefði verið til að beina athygli frá kjarna hneykslisins. „Ofinn var samsær- isvefur til að grafa und- an trúverðugleika mín- um,“ sagði Schauble, sem tók við formennsk- unni í CDU eftir kosn- ingaósigur flokksins í þingkosningunum haustið 1998 en sá sig knúinn til að afsala sér embættinu í marz á þessu ári. Angela Merkel, fv. fram- kvæmdastjóri CDU, valdist til að taka við formennskunni á flokksþingi í apríl. ,jUlt það sem gerðist minnti mig á samsæri,“ sagði Scháuble, og bætti við að Brigitte Baumeister, fv. gjaldkeri flokksins, og vopnasölu- maðurinn Karlheinz Schreiber hefðu bæði ítrekað breytt framburði sínum er opið misræmi kom upp í frásögn þeirra Scháubles og Bau- meister af því hvernig tekið var við 100.000 marka framlagi Schreibers í kosningasjóð CDU haustið 1994. Þetta hefði allt verið hluti samsæris um að gi’afa undan sér. Til stóð að Scháubie og Baumeist- er kæmu saman fyrir rannsóknar- nefndina í gærkvöldi. Hvað varð um þingflokksfé? í viðtali við Berlínarblaðið Tages- spiegel í gær sagðist Scháuble vera staðráðinn í að verjast öllum til- raunum Kohls og aðstoðarmanna hans til að bpndla sig við fjármála- hneykslið. „Ég læt ekki draga mig niður í þetta fen,“ sagði hann. Fullyrti Scháuble, sem lengi var þingflokksformaður CDU, að hann hefði snemma á níunda áratugnum fært milljónir marka úr sjóði þing- flokksins yfír til höfuðstöðva flokks- ins, þar sem féð hefði horfið. Til- færslu fjárins frá þingflokknum til höfuðstöðva flokksins sjálfs væri út af fyrir sig lögleg. „Það athyglis- verða er: Hvað gerði Helmut Kohl við þessa peninga eftir að þeir röt- uðu inn í leynireikningakerfí hans?“ segir Scháuble. Sér væri sjálfum ókunnugt um hvað orðið hefði um þá. Wolfgang Scháuble Reynt að fá 11 hermenn leysta úr haldi í Sierra Leone Bretarnir segjast sæta góðri meðferð London, Freetown. AP, Reuters. TILRAUNIR eru hafnar til að fá 11 breska hermenn leysta úr haldi í Afríkuríkinu Sierra Leone, og sögðu bresk stjórnvöld á sunnudag að sam- starf væri haft við ríkisstjórn Sierra Leone. Fulltrúar breska varnar- málaráðuneytisins sögðu að yfir- maður hennannanna, sem voru teknir höndum sl. föstudag, hefði haft samband, og sætti hópurinn góðri meðferð og fengi nægan mat. Hermennirnir ellefu misstu sam- band við bækistöðvar sínar á föstu- dag skammt austur af Freetown, höfuðborg Sierra Leone. Leitað var að þeim með þyrlum, en það bar eng- an árangur. Samkvæmt skilaboðum er bárust skömmu síðar frá hópnum um talstöð var mönnunum haldið gegn vilja sínum, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins breska. Stjórnvöld í Sierra Leone og full- trúar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í landinu héldu í gær uppi viðræðum við ræningja mannanna að því er talsmaður SÞ sagði í útvarpsviðtali. Bresku hermennimir voru í Sierra Leone til að þjálfa stjórnarhermenn og var innlendur hermaður í fylgd með þeim og virðist sem hann hafí einnig verið handtekinn. Hvarf hópurinn á svæði sem er undir yfirráðum lítils, miskunnar- lauss brotthlaupshóps sem kallaður er West Side Boys. Var hópurinn áð- ur hluti af bandalagi sem hliðhollt var stjórninni í Sierra Leone, sem á í höggi við uppreisnarmenn. Hefur hópurinn, sem heldur her- mönnunum, krafíst þess að fá mat- væli og lyf í skiptum fyrir gíslana og að einn leiðtogi hópsins verði látinn laus úr fangelsi. Talsmaður SÞ neitaði því að sam- tökin væru reiðubúin að beita valdi til að fá Bretana lausa ef samninga- viðræður yrðu árangurslausar. Til- gangur veru SÞ í landinu væri að stilla til friðar. Borgarastyrjöld hefur geisað í landinu síðan 1991 og hafa uppreisn- armenn myrt og limlest tugi þús- unda manna. Vilja þeir ná yfirráðum yfir demantanámum landsins. Þeir hafa þrisvar brotið friðarsamkomu- lag, nú síðast samning er undirritað- ur var í júlí í fyrra. AP Ferð Suu Kyi stöðvuð LEIÐTOGI lýðræðissinna í Burma, öðru nafni Myanmar, er Aung San Suu Kyi og sjást bflar hennar og fórunauta hennar hér í smábænum Dala, rétt hjá höfuð- borginni Rangoon. Herforingja- stjórnin í landinu meinar henni að ferðast út fyrir borgina og hefur siðan á fimmtudag haldið hópnum í eins konar herkví. Stjórnvöld krefjast þess að Suu Kyi haldi aftur til höfuðstaðarins. 'BMil[þ Dau'-Cakntxíit Þiaifun FOLK-ÁRAMGUR-HAGNAOUR VILT c iai FsTPAI IvT JPidP JF uLh I mf 8 8 IJr «mP 8 WTT? KYNNINGARFUNDUR FIMIvmjDAG 10.20:30 @581 2411 STJORNUNAR SKÓLINN SOGAVEGI 69 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SIMI 581 2411 Staðalbúnaður: Cott verð! Carisma GLXi 1.495.000 kr. ITSUBISHI CRRI5MR Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyldubíil frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum. 1,6 I - 100 hestöfl Álfelgur ABS-hemlalæsivörn 4 loftpúðar 5 höfuðpúðar Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti Hreyfiltengd þjófavörn Diskabremsur að framan og aftan Hástætt hemlaljós í afturrúðu Þokuljós að framan Forstrekkjarar á beltum Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn Hæðarstillanlegt ökumannssæti Niðurfellanleg aftursæti Cœði þurfa ekki að vera dýr- Carisma sannar það. Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is m HEKLA - íforystu á nýrri öld!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.