Morgunblaðið - 29.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 27
ERLENT
Scháuble sakar
Kohl um samsæri
Berlín. Reuters.
WOLFGANG
Schauble, sem um ára-
bil var náinn sam-
starfsmaður Helmuts
Kohls og eftirmaður
hans í embætti flokks-
formanns Kristilegra
demókrata í Þýzka-
landi (CDU), sakaði í
gær kanzlarann fyrr-
verandi um að hafa
staðið á bak við her-
ferð gegn sér, sem
hafði það að markmiði
að bola sér úr flokks-
formannsstólnum. It-
rekaði Schauble að
Kohl ætti að sjá sóma
sinn í því að greina frá því hvernig
hann hefði varið milljónum marka
sem geymdir voru á leynireikning-
um CDU, stofnuðum á stjórnarár-
um Kohls.
Schauble bar í gær aftur vitni fyr-
ir sérskipaðri rannsóknarnefnd
þýzka þingsins, sem hefur það hlut-
verk að reyna að upplýsa leyni-
reikningahneykslið svokallaða.
Sagðist hann telja að Kohl hefði ver-
ið á bak við „fínofinn samsærisvef ‘
sem notaður hefði verið
til að beina athygli frá
kjarna hneykslisins.
„Ofinn var samsær-
isvefur til að grafa und-
an trúverðugleika mín-
um,“ sagði Schauble,
sem tók við formennsk-
unni í CDU eftir kosn-
ingaósigur flokksins í
þingkosningunum
haustið 1998 en sá sig
knúinn til að afsala sér
embættinu í marz á
þessu ári. Angela
Merkel, fv. fram-
kvæmdastjóri CDU,
valdist til að taka við
formennskunni á flokksþingi í apríl.
,jUlt það sem gerðist minnti mig
á samsæri,“ sagði Scháuble, og
bætti við að Brigitte Baumeister, fv.
gjaldkeri flokksins, og vopnasölu-
maðurinn Karlheinz Schreiber
hefðu bæði ítrekað breytt framburði
sínum er opið misræmi kom upp í
frásögn þeirra Scháubles og Bau-
meister af því hvernig tekið var við
100.000 marka framlagi Schreibers í
kosningasjóð CDU haustið 1994.
Þetta hefði allt verið hluti samsæris
um að gi’afa undan sér.
Til stóð að Scháubie og Baumeist-
er kæmu saman fyrir rannsóknar-
nefndina í gærkvöldi.
Hvað varð um
þingflokksfé?
í viðtali við Berlínarblaðið Tages-
spiegel í gær sagðist Scháuble vera
staðráðinn í að verjast öllum til-
raunum Kohls og aðstoðarmanna
hans til að bpndla sig við fjármála-
hneykslið. „Ég læt ekki draga mig
niður í þetta fen,“ sagði hann.
Fullyrti Scháuble, sem lengi var
þingflokksformaður CDU, að hann
hefði snemma á níunda áratugnum
fært milljónir marka úr sjóði þing-
flokksins yfír til höfuðstöðva flokks-
ins, þar sem féð hefði horfið. Til-
færslu fjárins frá þingflokknum til
höfuðstöðva flokksins sjálfs væri út
af fyrir sig lögleg. „Það athyglis-
verða er: Hvað gerði Helmut Kohl
við þessa peninga eftir að þeir röt-
uðu inn í leynireikningakerfí hans?“
segir Scháuble. Sér væri sjálfum
ókunnugt um hvað orðið hefði um
þá.
Wolfgang Scháuble
Reynt að fá 11 hermenn leysta úr haldi í Sierra Leone
Bretarnir segjast
sæta góðri meðferð
London, Freetown. AP, Reuters.
TILRAUNIR eru hafnar til að fá 11
breska hermenn leysta úr haldi í
Afríkuríkinu Sierra Leone, og sögðu
bresk stjórnvöld á sunnudag að sam-
starf væri haft við ríkisstjórn Sierra
Leone. Fulltrúar breska varnar-
málaráðuneytisins sögðu að yfir-
maður hennannanna, sem voru
teknir höndum sl. föstudag, hefði
haft samband, og sætti hópurinn
góðri meðferð og fengi nægan mat.
Hermennirnir ellefu misstu sam-
band við bækistöðvar sínar á föstu-
dag skammt austur af Freetown,
höfuðborg Sierra Leone. Leitað var
að þeim með þyrlum, en það bar eng-
an árangur. Samkvæmt skilaboðum
er bárust skömmu síðar frá hópnum
um talstöð var mönnunum haldið
gegn vilja sínum, að sögn talsmanns
varnarmálaráðuneytisins breska.
Stjórnvöld í Sierra Leone og full-
trúar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í
landinu héldu í gær uppi viðræðum
við ræningja mannanna að því er
talsmaður SÞ sagði í útvarpsviðtali.
Bresku hermennimir voru í Sierra
Leone til að þjálfa stjórnarhermenn
og var innlendur hermaður í fylgd
með þeim og virðist sem hann hafí
einnig verið handtekinn.
Hvarf hópurinn á svæði sem er
undir yfirráðum lítils, miskunnar-
lauss brotthlaupshóps sem kallaður
er West Side Boys. Var hópurinn áð-
ur hluti af bandalagi sem hliðhollt
var stjórninni í Sierra Leone, sem á í
höggi við uppreisnarmenn.
Hefur hópurinn, sem heldur her-
mönnunum, krafíst þess að fá mat-
væli og lyf í skiptum fyrir gíslana og
að einn leiðtogi hópsins verði látinn
laus úr fangelsi.
Talsmaður SÞ neitaði því að sam-
tökin væru reiðubúin að beita valdi
til að fá Bretana lausa ef samninga-
viðræður yrðu árangurslausar. Til-
gangur veru SÞ í landinu væri að
stilla til friðar.
Borgarastyrjöld hefur geisað í
landinu síðan 1991 og hafa uppreisn-
armenn myrt og limlest tugi þús-
unda manna. Vilja þeir ná yfirráðum
yfir demantanámum landsins. Þeir
hafa þrisvar brotið friðarsamkomu-
lag, nú síðast samning er undirritað-
ur var í júlí í fyrra.
AP
Ferð Suu Kyi
stöðvuð
LEIÐTOGI lýðræðissinna í
Burma, öðru nafni Myanmar, er
Aung San Suu Kyi og sjást bflar
hennar og fórunauta hennar hér í
smábænum Dala, rétt hjá höfuð-
borginni Rangoon. Herforingja-
stjórnin í landinu meinar henni
að ferðast út fyrir borgina og
hefur siðan á fimmtudag haldið
hópnum í eins konar herkví.
Stjórnvöld krefjast þess að Suu
Kyi haldi aftur til höfuðstaðarins.
'BMil[þ Dau'-Cakntxíit
Þiaifun
FOLK-ÁRAMGUR-HAGNAOUR
VILT
c iai FsTPAI IvT
JPidP JF uLh I mf 8 8 IJr «mP 8
WTT?
KYNNINGARFUNDUR FIMIvmjDAG 10.20:30
@581 2411
STJORNUNAR
SKÓLINN
SOGAVEGI 69 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SIMI 581 2411
Staðalbúnaður: Cott verð!
Carisma GLXi
1.495.000 kr.
ITSUBISHI
CRRI5MR
Carisma er aðlaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyldubíil frá Mitsubishi
sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum.
1,6 I - 100 hestöfl
Álfelgur
ABS-hemlalæsivörn
4 loftpúðar
5 höfuðpúðar
Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti
Hreyfiltengd þjófavörn
Diskabremsur að framan og aftan
Hástætt hemlaljós í afturrúðu
Þokuljós að framan
Forstrekkjarar á beltum
Rafstýrðar rúðuvindur með slysavörn
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Niðurfellanleg aftursæti
Cœði þurfa ekki að vera dýr- Carisma sannar það.
Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is
m
HEKLA
- íforystu á nýrri öld!