Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 35
Dave Holland heldur tónleika í íslensku óperunni 10. september.
Nýr
sjón-
deildar-
hringur
Einn fremsti jazzbassa-
leikari sögunnar, Dave
Holland, kemur hingað
til lands með kvintett
sinn og leikur á jazzhá-
tíð Reykjavíkur 10.
september nk. Guðjón
Guðmundsson ræddi
lítillega við þennan við-
kunnanlega Englending
sem hefur yfir sér yfir-
bragð heimsborgarans.
KOMDU sæll hr. Holland. Það eru
forréttindi ogmikill heiður að fá tæki-
færi til að ræða við þig.
-Þakka þér kærlega íyrir. Eg er
mjög ánægður að hafa verið beðinn
um að koma til Reykjavíkur með
kvintettinn. Ég hlakka mikið til þess.
Er þetta í fyrsta sinn sem þú kem-
ur til landsins?
-Þetta verður í fyrsta sinn sem ég
kem til íslands til þess að leika tón-
list. Fyrir mörgum árum átti ég
stundum stutta viðdvöl á Islandi á
leið til Evrópu. Ég hef aldrei verið
lengi á Iandinu eða haft tækifæri til að
skoða það. Það verður því mjög gam-
an í september því ég kem einum degi
fyrir tónleikana og fer aftur daginn
eftir þá. Ég ætti því að hafa tíma til að
skoða mig um og njóta náttúru lands-
ins.
Þekkir þú eitthvað til íslenskrar
jazztóniistar?
-Nei, það geri ekki. Ég veit að það
verður haldin jazzhátíð í borginni en
ég veit ekki hvað er að gerast þar að
öðru leyti en ég er áhugasamur um að
kynna mér það.
Kvintett þinn heíur verið upptek-
inn í upptökuverum undanfarin miss-
eri og útkoman verið eftirtektarverð.
-í lok árs 1998 kom út diskurinn
Points of View og nýjasti diskurinn er
Prime Directive sem var gefinn út í
Evrópu í nóvember 1999 en í Banda-
ríkjunum í mars 2000.
Er það rétt mat að Points of View
marki nýja stefnu í tónlist þinni þar
sem gætir meiri lagrænu og sveifiu
og hugsanlega meiri úthverfu en á
þínum fyrriplötum?
-Ég held að tónlist mín hafi verið
úthverf um langan tíma þótt það hafi
gerst með hægfara þróun. Laglínan
hefur ávallt skipað mikinn sess í
minni sköpun og ég hef jafnan gaman
af því að spila tónlist með sveiflu og
sterkri hrynjandi. Það skín í gegn af
öllum plötum sem ég hef gert síðan
Conference of the Birds kom út -
bæði laglínan og hrynjandin eru afar
mikilvægir þættir í uppbyggingu
minnar tónlistar. En ég vona að
greina megi framþróun í tónlist minni
og á þann hátt vona ég að nýjustu
plötur mínar hljómi öðruvísi en þær
fyrri. Ég vil reyndar að hver ný plata
beri með sér nýjan hljóm. Einn af
kostum þess að hafa sína eigin hljóm-
sveit er að geta nýtt tímann á milli
upptakna til þess að þróa tónlistina
enn frekai' þannig að hver plata sýni
hljómsveitina á nýju þroskastigi. Mér
finnst tónlist mín ekki falla inn í meg-
instraum jazztónlistar en ég gleðst
yfu- því að hún skuli njóta vinsælda
núna. Ég er ánægður með það að
menn virðast njóta tónlistar minnar
og eiga auðveldara með að tengjast
henni en áður. En ég reyni ekki að
semja tónlist sem fellur inn í megin-
strauminn. Ég er enn að vinna að þró-
un nýrra hugmynda með hljómsveit-
inni sem leiða mig inn á nýjar slóðir.
Ég hef engan áhuga á því heldur að
leika tónlist í því skyni að gefa ein-
hvers konar yfirlit yfir liðna atburði.
Hvað liggur að baki því sem þú
semur?
-Það snýst að miklu leyti um tón-
listarlegar hugmyndir sem ég vil þróa
áfram sem hljóðfæraleikari. Spilarar
í hljómsveitinni örva mig líka - tónlist
mín tekur mið af þeim og ég reyni að
skapa þeim vettvang til að sýna hvaða
sköpunarkraftur býr í þeim. Það sem
örvar mig líka í tónlistarsköpun eru
geðbrigði - tilfinning eða hugar-
ástand sem ég vil tjá með sjálfu verk-
inu. Það er margt sem kemur við
sögu í tónverki - tilfinningalegir og
vitsmunalegir hlutir og auðvitað einn-
ig sköpun leikrænnar umgjörðar um
tilteknar hugmyndir eða einstakl-
inga.
Það má líka heyra í tónlist þinni
tóna fráAfríku og Arabalöndum.
-Þetta hefur verið til staðar um
nokkurt skeið. Ég gerði plötuna
Triplicate með Steve Coleman og
Jack DeJohnette árið 1987. Á þessari
plötu kynnti ég verkið Africán
Lullaby sem á rætur að rekja til afr-
ísks þjóðlags. Áhugi minn á afrískri
tónlist vaknaði strax á sjöunda ára-
tugnum. Þú minntist líka á arabísk
áhrif og þau má áreiðanlega rekja til
samstarfs okkar við Anouar Brahem.
Hann er túnisískur tónlistarmaður,
leikur á oud. Við gerðum plötu saman
fyrir ECM íyrir um þremur árum
sem heitir Thimar. Kynni mín af An-
ouar hafa sannarlega aukið tónlistar-
orðaforða minn.
Á Points of View er lagið Bedouin
Trail. Þar má fínna þessi áhÆ
-Já. Þetta verk skrifaði ég upphaf-
lega með mig og Anouar í huga. Það
vai' skrifað fyrir plötuna Thimar en
við höfðum meira efni en við gátum
notað og því fór verkið ekki á plötuna.
En þegar ég vai' að taka saman efni
tO að setja á Points of View sá ég að
Bedouin Trail gæti verið afar gott
stykki fyrir Robin Eubanks og þess
vegna notuðum við það þar.
Er Gateway tríóið enn í fullu fjöri?
-Já. Við höfum starfað saman síðan
1975 og frá þeim tíma hafa komið
tímabil mikillar spilamennsku og
önnur tímabil þar sem leiðir hafa skil-
ið. Ástæðan fyrir þessu er sú að hver
og einn okkar [auk Hollands Jack
DeJohnette og John Abercrombie]
hefur í nógu að snúast með sín eigin
verkefni. Það er því ekki alltaf hægt
að ftnna tíma til að koma saman. I
sumar var ég hins vegar einn af lista-
mönnum á Montreal jazzhátíðinni.
Ég kom fram á fimm tónleikum þar á
einni viku og einir tónleikarnir voru
með Gateway. Við höfðum mjög gam-
an af því að spila saman aftur og
ræddum um að gera nýja plötu sam-
an í fyllingu tímans og fara í tónleika-
ferðalag.
Hvað felurnafnið Gatewayí sér?
- Gateway er einfaldlega inngang-
ur að einhverju. í upphafi samstarfs-
ins heimsóttum við stað við litla höfn.
I höfninni var afar lítil innsigling sem
bátamir sigldu um og hurfu út í
sjóndeildarhringinn. Þar kviknaði
hugmyndin að nafninu því við hugs-
uðum okkur að hljómsveitin opnaði
margar dyr að nýjum hugmyndum. í
nafninu felst því uppgötvun og nýr
sjóndeildarhringur.
Hver er
Dave
Holland?
DAVE Holland er Iíklega í hópi virt-
ustu og afkastamestu jazzbassaleik-
ara sögunnar. Hann hefur sett mark
sitt á nútímalega jazztónlist. Tdlf
hljdmplötur, þar af tíu gefnar út af
ECM-útgáfufyrirtækinu, liggja eftir
Holland en sú fyrsta, Conference of
the Birds, kom út 1972, en sú nýj-
asta, Prime Directive, í fyrra. Hann
er skrifaður fyrir sextán hljdmplöt-
um ásamt öðrum, m.a. með Gate-
way-trídinu (Jack de Johnette og
John Abercrombie), Anthony Braxt-
on, Chick Corea, Steve Coleman og
Sam Rivers. Hann hefur leikið inn á
fjdrtán plötur með Miles Davis, þ.á
m. tímamdtaverkinu Bitches Brew
og Filles de Kilimanjaro.
1967 var Holland orðinn fastur
spilari í jazzklúbbi Ronnie Scott’s. Á
tdnlcikum þar í júlí 1968 var í saln-
um Miles Davis sem hreifst af leik
Hollands og bauð honum
bassalcikarastöðu í hljdmsveit sinni.
Fáeinum vikum sfðar var Holland
fluttur til New York og var á tdn-
leikaferðalögum og lék inn á plötur
með Miles Davis hljdmsveitinni
næstu tvö árin. 1970 stofnaði hann
hljdmsveitina Circle með Chick Cor-
ea, Anthony Braxton og Barry Alt-
schul. Snemma árs 1972 gekk Hol-
land til liðs við hljdmsveit Stan Getz.
Gateway trio var stofnað 1975 af
Holland, John Abercrombie og Jack
DeJohnette. Trídiðer enn starfandi
og er það mögnuð tdnlistarleg upp-
lifun að vera á tdnleikum með því.
1981 gerði Holland einleiksplötu
á selld sem heitir Life Cycle og í
framhaldi af henni stofnaði hann
sína fyrstu hljdmsveit. Kvintettinn,
þar sem samstarf Hollands og bás-
únuleikarans Robin Eubanks hdfst,
gerði þijár hljdmplötur, Jumpin’ In,
Seeds of Time og The Razor’s Edge.
1988 stofnaði Holland nýjan kvint-
ett með Steve Coleman, Kevin
Eubanks, bróður Robin ogtdnlistar-
stjdra í Jay Leno spjallþættinum, og
Marvin „Smitty“ Smith. 1989 gerði
kvintettinn hljdmplötuna Extens-
ions sem var valin plata ársins af
Downbeat tímaritinu það ár. 1989
lck Holland með hljómsveit Jack
DeJohnette, Parallel Realities, þar
sem einnig voru Herbie Hancock og
Pat Metheny. 1994 stofnaði Holland
nýjan kvartett með Steve Nelson,
sem kemur hingað til lands með
kvintett Hollands í september, Eric
Person og Gene Jackson. Einnig var
farið í mikið tdnleikaferðalag með
Gateway trídinu sem lauk með upp-
töku á Homecoming sem ECM gaf
út. Kvartettinn spilaði í Evrópu og
Ameríku snemma árs 1995 og spil-
aði inn á plötuna Dream of the Eld-
ers. 1996 spilaði Holland með Gat-
eway trio, fdr í heimsferð með
kvartett Herbie Hancock og lék inn
á þrjár plötur sem fengu tilefningu
til Grammy-verðlaunanna, þ.e. Tal-
es from Hudson með Michael Breck-
er, The New Standard með Herbie
Hancock og The Child Within með
Billy Childs.
Sumarið 1997 stofnaði Holland
nýja hljdmsveit, kvintett með saxó-
fdnleikaranum Steve Wilsin, bás-
únuleikaranum Robin Eubanks,
víbrafdn- og marimbaleikaranum
Steve Nelson og trommuleikaranum
Billy Kilson. Kvintettinn fdr í langt
tónleikaferðalag um Evrdpu og lék
síðan inn á diskinn Points of View
sem ECM gaf út í Evrdpu í mars
1998. í júní sama ár tdk Chris Pott-
er sæti Steve Wilson og það er þessi
kvintett sem ætlar að leika tónlist
Dave Hollands í Islensku óperunni
10. september næstkomandi.
Lærðu hótelstjórnun í 5viss,
5andaríkjunum eða Astralíu
Leggðu grunninn að alþjóðlegum starfsferli
með námi í hótelstjórnun
Diploma í hótelstjórnun. „Cesar Ritz Colleges“.
Skólamir bjóða diplomu í hótelstjómun. Um er að ræða 2 ára nám þar sem mikil
áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í hagnýtri hótelstjómun, sérstaklega hótel
með veitingarekstur. Námið felur m.a. í sér tvö launuð lærlingstímabil.
...Og bœttu um betur:
BA-gráða, MS-gráða og PGD
Washington State University og háskólamiðstöðin „Cesar Ritz“ í Sviss. í háskóla-
miðstöðinni „Cesar Ritz“ færðu heimsklassa menntun til lokaprófa (undergraduate/
graduate) í eftirfarandi greinum:
/ Svissnesk hærri diploma í hótelstjómun.
/ BA gráða frá Washington State University í hótel- og veitingastjómun.
/ MS gráða í alþjóðlegri hótel- og móttökustjómun.
/ PGD gráða í alþjóðlegri hótel- og veitingastjórnun.
Öll kennsla fer fram á ensku.
KYNNINGARFUNDUR
Sunnudaginn 3. september kl. 16:00 í Kiwanis-
húsinu, Engjateigi 11, 105 Reykjavík.
INTERNATIONAL
COLL.EGE OF
TOURISM ftc HOTEl.
MANAGEMENT
Fulltrúi á íslandi: Árni Valur Sólonsson,
GSM: 896 2204. Sími 564 4152.
netfang: ArniSol@Binet.is