Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 37
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LEIÐTOGI BÚRMA
AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýð-
ræðissinna í Búrma, hefur nú
dvalist í bifreið sinni á afskekkt-
um vegi skammt frá höfuðborginni
Rangoon frá því á fimmtudag. Þá reyndi
hún að yfirgefa höfuðborgina í fyrsta
skipti í tvö ár en var stöðvuð af lögreglu
og meinað að halda för sinni áfram.
Minnir þetta á atvik árið 1998 er Suu
Kyi dvaldi í bifreið sinni í þrettán daga
áður en hún gafst upp, illa þjökuð af
vatnsskorti. Þá eins og nú hugðist hún
halda út fyrir Rangoon til að hitta
stuðningsmenn sína.
Stjórnvöld í Búrma segja að henni
hafi verið meinað að halda áfram för
sinni þar sem að þeim sé umhugað um
öryggi hennar. Hið rétta er að þetta
sýnir einungis hversu mikið herfor-
ingjastjórnin óttast þessa hugrökku
konu sem hefur verið persónugervingur
lýðræðisbaráttunnar í landinu allt frá
árinu 1988. Þá efndu lýðræðissinnar,
ekki síst úr röðum námsmanna, til mót-
mæla og kröfðust lýðræðislegra stjórn-
hátta. Niðurstaðan var hins vegar sú að
herinn tók völdin og Suu Kyi var hand-
tekin.
Árum saman sat hún í stofufangelsi
sem kom þó ekki í veg fyrir sigur lýð-
ræðissinna í kosningum er haldnar voru
árið 1990. Þrátt fyrir að helsti leiðtogi
þeirra gæti ekki tekið þátt í baráttunni
og þótt herinn héldi uppi öflugum
hræðsluáróðri gegn þeim unnu lýðræð-
UNDARLEG
DEGI áður en aðalfundur Náttúru-
verndarsamtaka Austurlands
hófst um helgina var afhentur listi með
tugum nýrra félaga sem flestir áttu það
sameiginlegt að vera þekktari fyrir
störf sín í þágu annarra samtaka, Afls
fyrir Austurland. Fjölmenntu hinir
nýju félagar á aðalfundinn og höfðu
veruleg áhrif á afgreiðslu ályktana.
Þessi barnalega uppákoma felur í sér
afbökun á þeim grundvallarreglum er
við hljótum að virða í lýðræðislegu sam-
félagi. Félögum í Afli fyrir Austurland
kunna að mislíka þau sjónarmið sem
uppi eru innan Náttúruverndarsamtaka
issinnar nær 80% þingsæta í kosningun-
um.
Þau úrslit voru hunsuð af stjórnvöld-
um og fjöldi stjórnarandstæðinga hand-
tekinn. Suu Kyi hlaut hins vegar friðar-
verðlaun Nóbels árið 1991 og var sleppt
úr stofufangelsi árið 1995. Hún hefur þó
áfram verið undir stöðugu eftirliti hers-
ins og ferðafrelsi verið takmarkað líkt
og nú hefur enn einu sinni komið í ljós.
Ekkert bendir til að herinn í Búrma
ætli að slaka á klónni. Þvert á móti virð-
ist sem herforingjarnir óttist það sem
aldrei fyrr að þeir kunni að missa völd-
in. Hafa afdrif Suhartos í Indónesíu ef-
laust orðið til að ýta enn frekar undir
áhyggjur þeirra. Vilji þjóðarinnar kom
aftur á móti skýrt fram í kosningunum
árið 1990. Ibúar Búrma líta á Suu Kyi
sem sinn rétta leiðtoga. Hún er það
einnig í augum flestra Vesturlandabúa.
Búrma hefur að mestu verið einangr-
að land í áratugi. Ein ástæðan fyrir því
að herforingjarnir komast upp með
þetta framferði er sú staðreynd að ekk-
ert stórveldanna hefur hagsmuni af að
knýja á um breytingar og umbætur.
Þess vegna getur krafan um umbætur
einungis komið frá almenningi í landinu
og almenningsáliti umheimsins. Það er
tími til kominn að almenningur á Vest-
urlöndum og í nágrannaríkjum Búrma
fari að knýja á um breytingar og veiti
andófsmönnunum innan Búrma og utan
þannig virkan stuðning.
Austurlands. Hins vegar hljóta félagar
þar að eiga rétt á að hafa sínar skoðanir.
Þeim er þá hægt að mótmæla á hinnum
almenna vettvangi þjóðfélagsumræðna.
Ungæðislegir tilburðir sem þessir
breyta engu um að enn eru uppi ólík
sjónarmið í þessum viðkvæmu málum.
Aftur á móti er hætta á því, þegar svona
aðferðum er beitt, að meiri harka færist
í deilur en þörf er á. Og sennilega hafa
félagsmenn Afls fyrir Austurland gert
þeim málstað sem þeir berjast fyrir
ógagn með þessu uppátæki sem ekki er
með nokkru móti hægt að taka alvar-
lega.
EINKAFRAMTAK í LEIKHÚSI
NÆGJULEGT er að fylgjast
með því hvað einkaframtak í
leikhússtarfsemi er kraftmikið og
að það hefur augljóslega leitt til
stóraukinnar samkeppni á milli
leikhúsanna. Starfsemi Leikfélags
íslands, sem er orðið til úr smærri
leikhópum, hefur hrist rækilega
upp í leikhússtarfinu eins og glögg-
lega kom fram í ítarlegri úttekt hér
í Morgunblaðinu í fyrradag.
I þessu sambandi er ástæða til að
benda á að þegar Leikfélag Reykja-
víkur hóf starfsemi sína fyrir rúm-
um eitt hundrað árum var þar líka
um einkarekið leikhús að ræða, sem
segja má að hafi haldið upp leiklist-
arstarfsemi í höfuðborginni í hálfa
öld, þangað til Þjóðleikhúsið kom til
sögunnar.
Leikfélag Reykjavíkur breyttist
smátt og smátt í Borgarleikhús sem
er rekið með verulegum stuðningi
frá Reykjavíkurborg.
Ungir og þróttmiklir leikarar
hafa hins vegar hafið einkaframtak-
ið til vegs í leikhúslífi landsmanna
og með því sýnt að það er hægt að
reka slíka menningarstarfsemi á
einkarekstrargrundvelli. Og það er
ánægjulegt og skemmtilegt að sú
starfsemi fer fram í Iðnó þar sem
kjarni íslenzkrar leiklistar var til
húsa á fyrri helmingi aldarinnar.
Framtak unga fólksins í Leikfé-
lagi íslands vekur upp spurningar
um hvort hægt sé að finna grund-
völl fyrir einkarekstri annarrar
menningarstarfsemi í ríkara mæli
en nú er gert. Auðvitað má segja að
myndlistarsýningar, sem mynd-
listarmenn efna sjálfir til, séu
þeirra einkaframtak og hið sama
má segja um fjölmarga tónleika
sem tónlistarmennirnir sjálfir
standa fyrir.
Þannig væri rangt að segja að
einkaframtak hefði ekki komið við
sögu í menningarlífinu en það fer
ekki á milli mála að menningarleg
umsvif þess hafa stóraukizt með
starfsemi Leikfélags íslands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verkið af Agli Ólafssyni sem gefið var til safnsins. Frá hægri: Jóhann Ásmundsson, forstöðumaður minja-
safnsins, Ragnheiður Magnúsdóttir, ekkja Egils, Ólafur Arason, systursonur Egils, og Sigríður Ólafsdóttir,
syst.ir Egils.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Það var góð stemmning í Vatnagarðaskýlinu þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Unnið hefur verið við endur-
byggingu þess síðastliðin ár en það mun hýsa ýmsar minjar úr flugsögunni. Rússnesku flugvélinni Antonov
AN-2 hefur þegar verið komið fyrir í skýlinu og fengu gestir færi á að skoða hana að innan sem utan.
Safnadagur á Hnjóti
Fjöldi manns kom saman í minjasafni
Egils Olafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn
óegar forseti Islands opnaði nýja sýn-
ingarálmu og vígði flugminjasafnið.
Eyrún Baldursdóttir brá sér vestur og
var viðstödd hátíðarhöldin sem fóru
fram í elsta fiugskýli landsins.
FORSETI íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, opnaði
á laugardag nýja sýning-
arálmu á Hnjóti í Örlygs-
höfn og vígði flugminjasafn Egils
Ólafssonar. Þá var jafnframt af-
hjúpað minnismerki um Örlyg
Hrappsson landnámsmann og einn-
ig portret af Agli Ólafssyni.
I tilefni dagsins var haldin veisla í
flugskýlinu og er áætlað að um 300
manns hafi komið að Hnjóti á þess-
um blíðviðrisdegi. Þar héldu tölur
ýmsir vinir og samstarfsmenn Eg-
ils, og minntust frumkvöðulsstarfs
hans. Þai’ kom fram að hann mun
öðrum fremur hafa skynjað hversu
fljótt tæki samtímans verða að
minjagripum. Eftir formlega opnun
álmunnar lagði forseti grunn að
fyrsta safngrip safnsins er hann af-
henti skólabörnum héraðsins bréfs-
efni til að rita á aldamótahugleið-
ingar sínar, þær verða síðan
geymdar í innsiglaðri hirslu næstu
fimmtíu árin í safninu.
Heildarmynd af verklegri
menningu fyrri tíma
Söfnin á Hnjóti eru afrakstur
ævistarfs Egils Ólafssonar. Þegar
gengið er um safnið er ljóst að Agli
var annt um að varðveita hvern
þann hlut sem gefið gæti mynd af
sögu sunnanverðra Vestfjarða. Þar
er að finna minjar um atvinnuhætti
horfinna tíma og hluti sem notaðir
voru í daglegu amstri, s.s búsáhöld,
fatnað, skart og bréf. „Egill tók
hluti sem fólk var hætt að nota og
ætlaði að henda,“ segir Jóhann
Ásmundsson, forstöðumaður
minjasafnsins. Hann ræddi við
blaðamann í kaffistofunni sem er í
tengibyggingu milli húsanna. ,Á
slíkum tímamótum er hlutur lítils
virði en seinna kemur vitaskuld í
ljós að þessir hlutir hafa mikið söfn-
unargildi."
I fyrstu var safnið á heimili
þeirra Egils og konu hans, Ragn-
heiðar Magnúsdóttur, en árið 1983
var það flutt í sérstakt húsnæði.
„Það var vissulega gaman að hafa
safnið heima en þegar þangað komu
þúsund gestir á ári var tími til kom-
inn að færa safnið annað,“ segir
Ragnheiður Magnúsdóttir, ekkja
Egils. Fljótlega kom í ljós að nýja
húsnæðið dugði heldur ekki til að
hýsa allar minjar í eigu safnsins og
því var lagt út í byggingu nýrrar
álmu sem á laugardaginn var form-
lega opnuð. „Þetta er meira en
helmings stækkun," segir Jóhann.
„Nýja álman er hugsuð sem fram-
hald af eldri hluta safnsins og þar
verður einkum fjallað um atburði
efri hluta 20. aldar. I nýju álmunni
er kominn vísir að læknaminjasafni
og fjarskiptasafni með síma og tölv-
um. Þar er sérstakt kirkjuloft og
einnig tökum við fyrir björgunar-
söguna,“ segir hann.
Að sögn Ragnheiðar byrjaði Eg-
ill tólf ára gamall að safna gömlum
hlutum. „Þetta var það sem hann
lifði fyrir,“ segir hún. Egill viðaði að
sér munum sem hann taldi geta
borið sögunni vitni og naut einnig
hjálpar fjölskyldu, vina og annarra
sem höfðu áhuga á varðveislu
minja. „Hann var duglegur við að fá
fólk á sitt band,“ segir sonur hans,
Kristinn Þór Egilsson, bóndi á
Hnjóti. „Margir hugsa hlýtt til
safnsins og gera sér far um að koma
minjum hingað. Þetta fólk á hlut-
deild í safninu"
Hátíðardagskrá í elsta
flugskýli landsins
Á Hnjóti eru einnig margar minj-
ar um flugsögu íslands. Gamlar
flugstöðvabyggingar standa fyrir
utan safnið og í þeim eru fjarskipta-
tæki og aðrir hlutir sem notaðir
voru við flugsamgöngur á árum áð-
ur. Þar er gaman að kíkja inn í
fyrstu flugvallabyggingar á Vest-
fjörðum sem voru einfaldlega stýr-
ishús af fiskibátum og álíka fá-
breytt voru skjólhýsi fyrir flug-
farþega sem biðu eftir lendingu
flugvéla. Egill gaf Flugmálastjóm
safnið fyrir nokkrum árum.
Vel var við hæfi að hafa hátíðar-
dagskrána í stærstu byggingu
flugminjasafnsins sem er fyrsta
flugskýlið á Islandi. Það var reist
árið 1931 og var notað fyrir sjóflug-
vélar í Vatnagörðum í Reykjavík.
„Búið var að rífa skýlið niður og fyr-
irhugað var að senda það í brota-
járn. Pétur Einarsson vann að því
ásamt föður mínum að fá þetta skýli
hingað til safnsins," segir Kristinn.
Hann ásamt smiðum Flugmála-
stjómar hefur staðið að endurapp-
byggingu skýlisins með hléum síð-
astliðin 6 ár. Það er nú fokhelt og á
næstunni verður það einangrað og
innréttað fyrir sýningar á flug-
minjum.
Fyrsti gripurinn geymir hug-
leiðingar skólabarna
„Safnið sjálft er ekki aðeins ein-
stæður merkisberi meðal íslenskra
safna heldur einnig áminning til
okkar allra um hvað hægt er að gera
í hinum dreifðu byggðum landsins
ef vilji og hugmyndaflug ráða för...“
Þetta kom m.a. fram í ræðu forset-
ans við formlega opnun safnsins en
hann kom að Hnjóti ásamt Dorrit
Moussaieff. Öllum Vestfirðingum
og velunnurum safnsins var boðið
að Hnjóti í tilefni opnunarinnar.
Áður en haldið var inn í flugskýlið
fór fram stutt athöfn utandyra. For-
maður héraðsnefndar, Jón B.G.
Jónsson, afhenti stjórn safnsins
formlega lykil að nýju álmunni og
afhjúpað var minnismerki um Örlyg
Hrappsson landnámsmann, sem
staðsett er utandyra. Egill var að
vinna að verkinu, ásamt Kristni
Þór, áður en hann féll frá.
Að því loknu var haldið inn í flug-
skýlið þar sem dagskráin hélt
áfram. Ólafur Ragnar Grímsson
hélt opnunarræðu og einnig stigu í
pontu Þorgeir Pálsson flugmála-
stjóri og Þór Magnússon, fyrrver-
andi þjóðminjavörður. Forseti af-
henti safngrip í nýju álmuna, sem er
hirsla sem geyma mun aldamótarit-
gerðir skólabarna í héraðinu. Full-
trúar grannskóla á Bíldudal, Pat-
reksfirði, Tálknafirði, Örlygshöfn
og í Krossholti veittu viðtöku bréfs-
efni sem nemendur munu nota fyrir
hugleiðingar sínar um samtíman,
byggðarlagið og framtíðina. Þessi
kistill verður innsiglaður nú í vor og
ekki opnaður aftur fyn' en að 50 ár-
um liðnum. Forseti sagðist vona að
þegar hirslan yi'ði opnuð mundu
höfundarnir koma saman á Hnjóti
og líta æskuspána í því ljósi sem
aldarhelmingurinn mun þá varpa á
veraleikann.
Uppbyggingu haldið áfram
I tilefni dagsins gaf héraðið safn-
inu portret af Agli Ólafssyni sem
Ragnheiður var beðin um að af-
hjúpa. Myndin er eftir Bjarna Jóns-
son og sýnir hún Egil með rauðköfl-
ótta húfu og í kringum hann ýmsa
gamla muni úr atvinnusögu lands-
ins. „Húfan var einkennismerki
hans,“ segir Bjarni sem var vinur
+
Séð yfir söfnin að Hnjóti. Til hægri er elsta flugskýli Iandsins en það var framleitt í þýsku Junkers-
flugverksmiðjunni og reist við Vatnagarða í Reykjavík 1931. Lengst til vinstri sést byggingin sem hýsir m.a.
muni úr atvinnusögu landsins.
Egils í fjöratíu ár. „Hann týndi húf-
unni fyrir nokkrum áram og var al-
veg eyðilagður yfir því, en svo
skemmtilega vildi til að hún fannst í
fyrradag," bætir hann brosandi við.
Öllum gestum var boðið til veislu
í fiugskýlinu. Þar stóð kaffihlað-
borð undir nefi rússnesku tvíþekj-
unnai’ Antonov AN-2. sem er eini
flugminjagripurinn i flugskýlinu
enn sem komið er. Kaffihlaðborðið
vai- í umsjá kvennanna í sveitinni en
auk hefðbundinna veiga var þar
fimm metra löng kaka sem skreytt
var í anda flugminjasafnsins. Á
meðan flestir gestir gæddu sér á
gómsætinu stigu aðrir á stokk og
minntust samstarfsins við Egil.
Það vora til dæmis Örlygur Hálf-
dánarson, Ólafur Hannibalsson og
Bjai’ni Jónsson. Ragnar Guð-
mundsson á Brjánslæk tjáði sig
hins vegar í bundu máli og Hjalti
Rögnvaldsson leikari las upp úr
lögum Tóbaksbindindisfjelags
Rauðasandshrepps frá 1923 en það
er einn af bæklingunum á safninu.
Aðstandendur safnsins sögðu
opnunardaginn merkisdag í sögu
safnsins og bentu á að enn yrði upp-
byggingu haldið áfram í þeim anda
er einkenndi ævistarf Egils. „í eigu
safnsins eru til minjar allt frá því
flugumferð hófst á íslandi en við
stefnum einnig að því að setja upp
nýrri minjar," segir Kristinn. „Þær
minjar verða annars vegar í formi
tækja sem nú er verið að nota, og
hins vegar í formi ljósmynda og
texta.“ Jóhann, forstöðumaður
safnsins, bendir á að nýja álman
gefi aukið svigrúm fyrir breytileg
sýningarþemu. „Við eigum mikið af
hlutum í geymslum sem gaman
væri að sýna og sjáum nú fram á að
það verði hægt.“
Þessi börn veittu viðtöku ritföngum fyrir aldamótahugleiðingar sínar.
Fyrirhugað er að geyma þær í innsiglaðri hirslu á minjasafninu næstu
50 árin. Þau eru Sonja Lind Sveinbjörnsdóttir frá Grunnskóla Bfldu-
dals, Kristófer Þorri Haraldsson, Grunnskólanum Krossholti, María
Berg Hannesdóttir og Adam Benedikt Finnsson, Grunnskóla Tálkna-
fjarðar og Rut Einarsdóttir, Patreksskóla.
Kristinn Þór Egilsson sést hér aðstoða forseta við að afhjúpa minnis-
varða um Örlyg Hrappsson landnámsmann. í forgrunni sést minja-
safnið. Álmurnar eru samtengdar og er nýja álman sú sem er nær.
Samvinnuháskólinn á Bifröst
Nýtt nafn
fyrir nýjar
aðstæður
____Samvinnuháskólinn heitir nú_
Viðskiptaháskólinn Bifröst. Runólfur
✓
Agústsson rektor telur að samvinnunafnið
hafí verið farið að há skólanum en segir
arfleifð Samvinnuskólans lifa.
, . Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
óskar Runólfi Ágústssyni rektor til ham-
ingju með nýja nafnið.
TILKYNNT var
um nýtt nafn á
skólasetningu
um helgina.
Runólfur Ágústsson, rekt-
or skólans, segir hafa ver-
ið kominn tíma á nafna-
breytingu. „Nýja nafnið
hentar okkur betur í því
hraða samkeppnisum-
hverfi sem við búum við í
dag. Það gamla var farið
að hefta skólann á vissan
hátt því fólk tengdi það við
ákveðna stefnu," sagði
rektor í samtali við Morg-
unblaðið að lokinni setn-
ingarathöfninni.
Sú stefna er vitaskuld
samvinnuhreyfingin en
skólinn á Bifröst á rætur sínar að
rekja til ársins 1912 þegar Sigurður
Jónsson í Ystafelli, síðar ráðherra,
hóf fyrirlestrarferðir sínar um land
allt fyrir samvinnufélögin. Sex ár-
um síðar var skólinn settur á lagg-
irnar og Jónas Jónasson frá Hriflu
ráðinn skólastjóri. Jónas var skóla-
stjóri til ársins 1955 og setti slíkan
svip á hann að skólinn var gjarnan
nefndur Jónasarskólinn. Samvinnu-
skólinn flutti á Bifröst sama ár og
Jónas lét af störfum.
Skólasetning Viðskiptaháskólans
fór fram í samkomusal hans á Bif-
röst og þar hangir enn mynd af Jón-
asi frá Hriflu og sú mynd er ekki á
leið niður af veggnum segir rektor.
„Jónas var ákaflega framsýnn mað-
ur sem mótaði sitt samfélag og
skildi samtíma sinn vel, ég geri ráð
fyrir að hann myndi skilja þessar
breytingar okkar í dag.“
Og breytingarnar eru að sönnu
miklar. Jónas hefði t.a.m. tæpast
þekkt það vinnuumhverfi sem nem-
endur á Bifröst búa við í dag en far-
tölvur nemenda skólans era net-
tengdar hvar sem er á háskóla-
svæðinu og nemendur því ætíð í
sambandi við umheiminn. Blaða-
maður hefði einnig haft gaman af
því að vita hvað forkólfum sam-
vinnuhreyfingarinnar hefði þótt um
það að tilvitnun í meistara markaðs-
hyggjunnar, bandaríska listamann-
inn Ándy Warhol, var það fyrsta
sem blasti við gestum skólasetning-
arinnar. „Viðskipti era áhugaverð-
asta listgreinin," stóð á stóra tjaldi
fyrir enda salarins, varpað á tjaldið
af tölvuskjá en vék reyndar um
miðja athöfn fyrir nýju merki skól-
ans sem Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra afhjúpaði með því að
styðja á tölvuhnapp.
Runólfur sagði í ræðu sinni við
setningu skólans frá stefnu-
mótunarvinnu þeÚTÍ sem staðið
hefur yfir síðastliðnar vikur. Það
var m.a. í kjölfar þessarar vinnu
sem tekin var sú ákvörðun að
breyta nafni skólans. Rektor lagði
þó áherslu á að arfleifð Samvinnu-
skólans stæði enn hvað varðar
kennslufræðilega nálgun í við-
skiptanámi. „Samvinnuháskólinn
og forverar hans lögðu mikla
áherslu á tengsl við atvinnulífið og
verkefnavinnu, rétt eins og við ger-
um í dag,“ sagði Runólfur í samtali
við Morgunblaðið. í ræðunni lýsti
hann stefnu skólans sem m.a. er „að
búa nemendur undir ábyrgðar-, for-
ystu- og stjórnunarstörf í innlendu
og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi,
... [og] skapa nemendum sam-
keppnisyfirburði að námi loknu.“
I ávarpi sínu sagði Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra ljóst að
nemendur skólans gætu gert kröfur
til hans. „Viðskiptaháskólinn á Bif-
röst er framúrskarandi dæmi um
mikilvæga og áhrifamikla nýjung í
íslenska skólakerfinu. Háskólinn
setur markið hátt og heitir nemend-
um sínum afburðaþjónustu," sagði
Björn við tækifærið.
Vilja halda háskólanum litlum
Runólfi varð einnig tíðrætt um
góða og persónulega þjónustu og
tengsl við nemendur í samtali við
blaðamann. „Við viljum halda skól-
anum sem litlum góðum háskóla og
teljum að aukinn fjöldi nemenda í
deildinni myndi bitna á þjónustu við
einstaklinginn. Það er okkar sér-
staða að hér fá nemendur nánast
einkakennslu samanborið t.d. við
fyrsta ár í viðskiptafræði Háskóla
Islands þar sem 600 manns sitja
tíma.“
í Viðskiptaháskólanum Bifröst
eru nú rúmlega 180 nemendur, þai
af 40 í fjarnámi en háskólanámi lýk-
ur með B.S.-gráðu í viðskipta- og
rekstrarfræði. Ekki stendur til að
fjölga nemendum í því námi segii
rektor en eftirspurn er greinilega
eftir náminu því að þrefalt 116111 um
sóknir bárust en hægt var að takt
við þrátt fyrir skólagjöld sem hljóðiJ
upp á 95.000 fyrir misserið.
Áð sögn Runólfs koma nemendui
úr atvinnulífinu en einnig nánast
beint úr framhaldsskóla. Þessii
hópar hafa blandast vel í hópstarfi
og lært hvor af öðram. Verkefna-
vinna og hópstarf með virkri þátt-
töku nemenda er líka ríkur þáttur i
starfi skólans. Þar má segja að arf-
leifð stofnenda skólans lifi því að fri
upphafi var lögð mikil áhersla á ac
nemendur skóluðust félagslega sen
og í fræðunum.
í dag er langt um liðið síðar*
raunveruleg tengsl við samvinnu-
hreyfinguna slitnuðu en skólinn var
gerður að sjálfseignarstofnun fyiir
tíu árum. Þá hafði sá þráður sem
bundið hafði saman hugmynda-
fræði samvinnuhreyfingarinnai' og
skólann smám saman verið að
rofna. En segja má að um helgina
hafi skrefið verið stigið til fulls. ►