Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 41

Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 41 MARGRÉT UNNUR JÓNSDÓTTIR + Margrét Unnur Jónsdóttir fædd- ist þann 17. apríl 1917 í Reykjavík. Hún andaðist þann 17. ágúst sl. á Land- spítalanum í Foss- vogi. Margrét var dóttir hjónanna Ágústu Gunnlaugs- dóttur, f. 1. ágúst 1888 í Reykjavík, d. 7. ágúst 1951 og Jóns Kornelíusar Péturs- sonar, f. 3. júlí 1889 að Lækjarósi í Dýra- firði, sjóniaður, en hann fórst með togaranum „Leifi heppna" á Halamiðum 8. febrúar 1925. Systkini Margrétar voru þau dr. Oskar Þ. Þórðarson, lækn- ir, f. 29. desember 1906 í Reykja- vík, d. 2. marz 1995, Lilja Guðrún Þórðardóttir, húsmóðir, f. 22. júlí 1910 í Reykjavík, d. 5. júní 1988 og Sigurður Þórðarson, f. 18. nóvem- ber 1911 í Reykjavík, skipstjóri og útgerðarmaður, d. 28. september 1963, börn Ágústu af fyrra hjóna- bandi hennar og Þórðar Sigurðs- sonar, f. 23. september 1886 á Blómsturvöllum í Gerðahreppi, d. 12. júní 1980. Systur Margrétar af síðara hjónabandi Ágústu með Jóni Kornelíusi Péturssyni eru, Gyða, f. 15. apríl 1918 í Reykjavík, Guðrún Ágústa, f. 17. janúar 1920 í Reykjavík, d. 2. janúar 1989 og Jóna, f. 2. april 1922 í Reykjavík, d. 19. október 1981. Margrét ólst upp hjá móður sinni ásamt systrum sín- um hér í Reykjavík. Á ofanverðum fjórða áratugnum fluttist Margrét, með unn- usta sínum, Bjarna Sigurjónssyni, f. 20. apríl 1915 í Reykja- vík matreiðslumað- ur, d. 5. janúar 1994, til Danmerkur og dvöldust þau öll stríðsárin í Kaupmannahöfn. Að stríði loknu fluttu þau heim til Is- lands aftur og giftu sig þann 8. maí 1948. Margrét og Bjarni voru barnlaus, en Bjarni eignaðist eina dóttur, Kolbrúnu. Þau Margrét og Bjarni störfuðu mikið saman við matreiðslu- og þjónustustörf; eig- in rekstur matsölu, á Hótel Vík, á farþegaskipinu „Gullfossi" og síð- ast stjórnuðu þau mötuneyti ís- bjarnarins hf. í Reykjavík þar til þau létu af störfum aldurs vegna. Óll sín hjónabandsár bjuggu þau í Reykjavík, síðustu árin bjuggu Margrét og Bjarni að Grandavegi 47 hér í borg. Útför Margrétar fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst at- höfnin kl. 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Móðursystir mín, Margrét Unnur Jónsdótth', lést 17. ágúst sl. 83 ára gömul. Ég vil með nokkmm orðum fá að þakka henni samíylgdina. Margrét Unnur, eða Magga frænka, giftist ung að árum Bjarna Sigur- jónssyni, matsveini, sem lést fyrir nokkrum árum. Þau voru barnlaus. Þau Magga og Bjarni voru einstak- lega hjartahlýjar manneskjur og nutum við frændsystkinin alltaf góðs af því. Ófáar voru þær helgarn- ar er við gistum hjá þeim, fyrst á Hringbrautinni, síðan á Laufásveg- inum og loks á Njálsgötunni. Þá var oft glatt á hjalla og ekki örgrannt um að oft hafi ærslagangurinn verið mikill er við vorum kannski fjögur til fimm börnin í heimsókn samtím- is. En Magga hélt stjóm á öllu sarn- an, þótt hún léti mikið eftir okkur. Á þessum árum, milli 1950-1960, var oft ekki úr miklu að moða og gleðin kannski rneiri en hún myndi vera hjá bömum í dag, er frænka bauð okkur upp á erlent sælgæti. Það var eitthvað sérstakt við að heimsækja þau, eitthvað sem orð fá ekki lýst, en maður verður að hafa upplifað til að skilja. Fyrir allai- þessar góðu stundir vil ég þakka. Er ég fullorðnaðist og fór að skilja umhverfi mitt betur lærði ég að meta frænku mína enn betur, styrk hennar og einurð. Ófáar voru þær stundirnar sem við sátum sam- an og hún sagði mér frá gengnum ættingjum, fólki sem ég aldrei hitti, en hafði heyrt Um. En hún var held- ur fámálli um sitt eigið líf, þótt fyrir kæmi að talið bærist að því. Sérlega er mér minnisstætt er hún sagði mér frá vera sinni í Kaupmanna- höfn alla seinni heimsstyrjöldina, en Bjarni var þar í námi. Það færðist alltaf yfir hana einhver sérstakur blær er þessi ár bar á góma og mér skildist að raunirnar hafi verið margar sem þau máttu þola. Annars vildi hún ekki ræða sitt eigið líf. BJÖRN GUÐMUNDSSON + Björn Guð- mundsson fædd- ist 29.ágúst 1917. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Björns voru Guðmundur Narfason og Ágúst- ína Björnsdóttir. Bjöm var yngstur af stórum systkinahópi. Björn flutti til Akra- ness árið 1927. Ilann bjó með móður sinni að Merkigerði 10, átti einnig heima á Skarðsbraut 13 og síðast á Dval- arheimilinu Höfða. Utfór Björns fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun barst mér andlátsfregn ágæts vinar míns og félaga Björns Guðmunds- sonar sem gjarnan var kenndur við Brúarsporð af þeim sem þekktu vel til hans. Björn var orðinn nokkuð aldrað- ur og þreyttur. Hann hafði barist við veikindi undanfarin ár í kjölfar hjartaáfalla og aðgerða sem hann varð að gangast undir. Á síðastliðnu ári eftir mikil veikindi gekk hann frá öllum sínum málum, þ.e. ráðstafaði sínu þannig að hann bjó sig undir óhjá- kvæmileg lok lífdaga. Persónulega sagði hann undirrituðum að í veikindunum hefði það legið á sér eins og mara að hafa ekki komið sínum málum þannig fyrir að geta fallið frá, sáttur við sínar gjörðir. Við Björn kynntumst fyrst sem vinnufélagar i Sementsverksmiðju ríkisins árið 1963. Frá árinu 1965 unnum við saman undir stjórn Páls Indriðasonar og Gísla T. Kristins- sonar á Vélaverkstæði S.R. til 1981. Síðustu starfsárin í Sementsverk- smiðjunni annaðist Björn alla þvotta og sinnti þeim störfum eins og öllum öðrum af stakri samvisku- semi. Meðan Björn var yngri og fram yfir sextugt var hann mikill ákafa- maður við störf, feiknasterkur og afkastamikill. Hann var ekki allra en einstaklega tryggur þeim sem Hún tók öllu mótlæti með æðraleysi og flaggaði ekki tilfinningum sínum, sama á hverju gekk. Aldrei gafst hún upp. Magga vann lengst af við hótel- og þjónustustörf. Hún vann lengi á Hótel Vik. Seinustu árin áður en hótelið var lagt niður unnu þau hjónin þar bæði, Bjarni í eldhúsinu og Magga í gestamóttökunni. Eftir lokun Hótels Víkur tóku þau við nýju mötuneyti ísbjamarins á Grandagarði. Þar unnu þau þar til þau hættu fyrir aldurs sakir. Við systkinabörnin vorum sérlega hænd að Möggu og Bjama og kom- um iðulega í heimsókn, hvort heldur var heim til þein-a eða á vinnustað. Alltaf var tekið jafn innilega á móti okkur og allt sem var þeirra að gefa stóð okkur til boða. Þau hjónin vora einstaklega gestrisin og þótti gaman að vera innan um vini og ættingja. Ekkert aumt máttu þau sjá án þess að bjóða fram hjálp eða aðstoð. Eftir að Bjarni féll frá bjó Magga ein á Grandavegi 47. Henni þótti alltaf mjög vænt um er gesti bar að garði, því held ég hún hafi verið æði einmana, þrátt fyrir góða og um- hyggjusama granna. Búseta mín erlendis undanfarin ár gerði það að verkum að ekki urðu samverustundirnar jafn margar og vera skyldi, en þeim mun skemmti- legri þau fáu skipti er við hittumst. Ég vildi óska að þær hefðu verið fleiri. En fyiár þessar stundir sem og allar þær stundir sem við áttum saman vil ég þakka og einnig það að hafa auðgað líf okkar ættingjanna með nærverunni. Ég kveð þig kæra frænka með söknuði og þökk í hjarta. Blessuð sé minning Margrétar Unnar Jónsdóttur. Jón Ágúst Eggertsson, Ósló. Hjartkær frænka, Margrét Jóns- dóttir, er fallin frá á áttugasta og fjórða aldursári eftir þungbær veik- indi. Nú þegar leiðir skiljast langar mig að setja niður á blað hugrenn- ingar mínar og minningabrot eins og í ávarpi til þín, elsku Magga mín Jóns, því margs er að minnast og margt að þakka eftir langa, góða og farsæla vináttu allt mitt líf. Þú varst mér frá upphafi sem besta amma, systir foðurafa míns sem ég fékk aldrei að sjá þai- sem hann lést tveimur áram áður en ég fæddist en í staðinn fékk ég þig, vin- áttu þína og væntumþykju. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til þín og Bjarna, fyrst á Njálsgötuna svo á Víðimelinn og loks á Granda- veginn. Allt ykkar líf fannst mér sveipað ævintýraljóma. Þið höfðuð hann tók. Björn var einstaklega næmur á umhverfi og náttúru, hafði gaman af ferðalögum og úti- vist eftir að tækifæri fóru að gefast til slíks. Björn var spaugsamur og hafði gaman af skemmtilegum frá- sögnum og fólki og mundi allskonar gamanmál og frásagnir en þó ekk- ert sem var til að lítillækka náung- ann. Síðustu árin átti Björn heimili sitt á Dvalarheimilinu Höfða, þar leið honum vel og líkaði vel við alla þó hann ætti til að vera stuttur í spuna stundum. í samtölum okkar hafði hann oft orð á því hvað stúlkurnar væru góð- ar við sig og allt starfsfólk frábært. Björn var ljóðelskur og hagmælt- ur og gerði bæði vísur og ljóð. Margar vísur hans hafa birst í Sem- entspokanum og einnig var birt ljóð eftir hann í Lesbók Morgunblaðs- ins. Gísli Sigurðsson, ritstjóri Les- bókarinnar, hafði orð á því að í ljóð- um Bjöi'ns væri sett fram einlæg trú og skilningur á lífinu og um- hyggja fyrir þeim sem minna mega sín. Undir þetta get ég tekið og þar með dáðst að því að nær ómenntað- ur maður hefði slíkt vald á vísna- og ljóðagerð sem Björn. Að leiðarlokum kveð ég ágætan vin og starfsfélaga fyi'ir hönd okkar sem áttu með honum samleið í Sementsverksmiðju ríkisins og bið honum alls hins besta hjá skapara himins og jarðar. Gísli S. Einarsson. búið og starfað öll stríðsárin í Dan- mörku og fannst mér, ósigldri stúlk- unni, heimili ykkar bera vott um heimsbrag og þið svo veraldarvön. Oft í ferðalögum til Spánar og ann- arra framandi landa en í þá daga var slíkt ekki eins sjálfsagt og það er nú. Alltaf komuð þið með stór- gjafir til baka, kjóla, dúkkur, leik- föng og ekki má gleyma tyggjóinu. Mikið þótti okkur pabba gaman að koma til ykkar Bjarna, ræða lífið og tilverana við ykkur Bjarna og þá var oft viðkvæðið hjá honum „Já, þú segir það Bogga“ og „Já, Bogga mín, svona er nú þetta“. Margt var skrafað og ég hlustaði af athygli. Stundum fékk ég lánaða inniskóna þína og sótti kaffibolla og lagði á borð í setustofunni á Víðimelnum og alltaf vora á boðstólum gosdrykkir og annað góðgæti fyrir lítinn sæl- gætisgrís. Þegar vel viðraði á sumr- in drukkum við stundum úti á svöl- um og þú sagðir mér frá heitu löndunum og lífinu þar á svo Ijóslif- andi hátt að ég ímyndaði mér sem við væram saman á ferð í útlöndum. Stundum leyfðuð þið mér og Sigga stórabróður að koma með ykkur niður á Hótel Vík. Þær ferðir vora ógleymanlegar. Bjarni í eldhúsinu við matargerðina og þú að stjórna, ræða við gesti og leiðbeina starfs- fólkinu. Oftast lauk heimsókninni niðri í matsal hjá Bjarna sem bauð upp á góðar veitingar. Fátt er mér kærara í æsku- minningunum en ferðir okkar sam- an í bæinn á aðventunni til jóla- gjafakaupa en þær urðu fyrir þína forgöngu að árvissum viðburði í minni tilvera. Alla haustmánuðina var ég að safna fyrir gjöfum og þú sífellt að hvetja mig til þess. Síðan hringdir þú í byrjun desember og nefndir daginn. Þá var haldið niður á Laugaveg, á Skólavörðustíginn og gjarnan endað niðri í Miðbæjar- markaði á kaffihúsinu þar, við með alla innkaupapokana, rjóðar í kinn- um eftir búðarápið. Þá fengum við okkur heitt súkkulaði í bolla með rjóma og létum gamminn geisa í samræðum um allt milli himins og jarðar. Það fór ekki fram hjá neinum sem þekkti þig, hve mikið það áfall var, þegar þú misstir Bjama. Þið voruð sem eitt, nær alltaf nefnd saman, Magga og Bjarni. Það lét engan ósnortinn hve vel þú hélst reisn þinni og styrk eftir fráfall hans og allt til enda þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Viljastyrkur þinn var aðdáunarverður. Til hins síðasta sagðist þú ætla heim á Grandaveg- inn og hefðir gert það ef himnafaðir- inn hefði ekki gripið inn í. Að leiðarlokum vil ég enn þakka þér ævilanga, ástríka vináttu og elsku sem breiddi sig yfu1 börnin mín og alla fjölskylduna. Oli litli minn sendir þér kærleikskveðjur. Ég mun ávallt geyma minninguna um þig á sérstökum stað í hjarta mínu og bið Drottin allsherjar að taka þig og varðveita. Blessuð sé minning þín. Vilborg Ólafsdóttir. Magga frænka er dáin. Lítill, þreyttur líkami hennar hefur nú fengið hvfld. Fregnin af andláti hennar kom sennilega fáum á óvart, því síðustu árin hafa verið henni Möggu minni líkamlega erfið. Hún hefur verið ótrúlega dugleg og stað- ið af sér mikinn mótvind hin síðari ár vegna veikinda. Magga hefur verið fastur punktm- í tilveru minni frá þvi ég man eftir mér. Sambandið milli allra systranna var náið og varla leið sá dagur á meðan mamma lifði að hún og Magga töluðust ekki við. Samtölin vora ekki alltaf löng, því Magga var ekki kona margra orða. Ég hef alltaf borið mikla virð- ingu fyrir henni frænku minni sem rausnarlegri framtakskonu. Eftir andlát mömmu fannst mér samband okkar Möggu breytast og styrkjast. Þó enginn geti komið í stað eigin mömmu, var Magga alltaf reiðubúin að hlusta eins og mamma hefði gert. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til Möggu og Bjarna, fyrst á Víðimelnum og síðan á Grandaveg- inum. Eitt er víst að aldrei fór mað- ur svangur frá þeim bæ. Eftir að ég eignaðist mín eigin börn, hafa heim- sóknir til Möggu verið fastur liður í hverri íslandsdvöl. Alltaf hefur hún tekið okkur opnum örmum og fylgst af áhuga með framvindu mála hjá okkur öllum. í síðustu heimsókn j minni til íslands í júní sl. voram við báðar bjartsýnar á að hún myndi taka á móti mér og fjölskyldunni í haust er við flytjum heim eftir rúm- lega 12 ára búsetu í Noregi. Því miður náðist það ekki og holrúmið er stórt fyrir mig. Mig granar að sama gildi um fleiri, því ég veit að margii' litu inn til hennar. Hún tal- aði sérstaklega hlýlega um ná- grannakonur og vinkonur sínar á Grandaveginum, þær Grétu og Jónasínu, sem daglega heilsuðu upp á hana og hjálpuðu með allskyns viðvik. Það var gott að vita til þess að vel var hugsað um hana Möggu mína, ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar færa þessum heiðurskonum okkar bestu þakkir fyrir þeirra hlýhug og hjálp. Friður hvíli yfir minningu móður- systur minnar. Guðbjörg Eggertsdóttir, Ósló. Kæra frænka, þegar ég kveð þig nú í dag rifjast upp margar minn- ingar. Þú varst Reykjavíkurmær fædd í vesturbænum og þó svo þú flyttir yfir lækinn í nokkur ár fórstu aftur vestur yfir því þar vildir þú vera. Þú varst alltaf ákaflega fín og vildir líta vel út á almannafæri. Þér 1 var mikið í mun að við hin værum líka snyrtileg og vel til höfð. Þú fylgdist vel með alveg fram á síðasta dag þó svo að líkaminn væri þrotinn þreki. Magga frænka mín eignaðist ekki börn með Bjarna Sigurjónssyni manni sínum, má segja að ég hafi komið þar í staðinn, því naut ég þess að vera hjá þeim og fékk alla þá at- hygli sem bam óskar og meira til. Þegar ég nú lít til baka og rifja upp æskuna vora helgamar hjá þeim i- Möggu og Bjama ljúfar og góðar. Það var snúist í kringum barnið og ýmislegt eignaðist ég sem ekki var algengt að börn fengju á þeim áram, sérstaklega ekki þegar um stóran systkinahóp er að ræða. Samband okkar Möggu var alltaf mjög náið og töluðum við saman í síma þótt höf og fjöll aðskildu okkur. Svo sterkt var okkar samband að þegar dóttir mín fæddist kom aldrei annað til gi-eina en að hún bæri nafn frænku minnar. Fyrir dóttur mína var hún sem amma og fylgdist hún náið með öllu sem nafna hennar gerði. Þegar svo Margrét nafna hennar flutti af landi brott að námi loknu héldu þær sambandinu með » því að tala saman í síma. Þær höfðu ’’ fastan símatíma og ef hann féll nið- ur varð Magga frænka óróleg og hringdi í mig til að fá fréttir. Þegar svo nafna hennar kynntist sambýlis- manni sínum og til stóð að hann kæmi til íslands beið hún eftir að fá að kynnast honum. Þegar að því varð bauð hún hann velkominn í fjölskylduna og lýsti ánægju sinni með sambandið. Þegar hún hitti nöfnu sína og Erik talaði hún dönsku eins og hún hefði aldrei yfir- gefið Danmörku. Tíu dögum eftir að þau fóra af landi brott kvaddi hún þennan heim. Fyrir okkur er þetta eins og hún hafi beðið þessa fundar og þegar hún var búin að hitta þau var tími kominn til að fara. Ég sjálf r kvaddi hana viku fyrir andlátið á leið til útlanda, þá sagði hún við mig: „Ég verð ekki hér þegar þú kemur aftur.“ Það var eins og hún vissi nákvæmlega að hverju stefndi. Við mæðgur kveðjum kæra frænku og vin. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar um leið og við þökkum öll árin sem við áttum saman. Þóranna og Margrét Unnur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu f' ■ vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- ^ nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum/-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.