Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Hjartkær móðir okkar,
ÞÓRUNN ÁSGEIRSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést aðfaranótt laugardagsins 26. ágúst.
Börn hinnar látnu.
+
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
MAGGÝ I. FLÓVENTSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 45,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
í gær, 28. ágúst.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigurður Þ. Tómasson,
Ebba Sigurðardóttir, Ólafur Skúlason
barnabörn og langömmubörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSDÍS G. JESDÓTTIR,
Laugarásvegi 47,
Reykjavík,
sem andaðist þann 23. ágúst sl. verður
jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn
31. ágúst kl. 13.30.
Þorsteinn Einarsson,
Jes Einar Þorsteinsson,
Hildur S. Þorsteinsdóttir,
Ágúst Þorsteinsson,
Guðni Þorsteinsson,
Ásdís Þorsteinsdóttir,
Sólveg Þorsteinsdóttir,
Guðríður Þorsteinsdóttir,
Eiríkur Þorsteinsson,
Gísli I. Þorsteinsson,
Soffía Þorsteinsdóttir,
barnabörn og
Ragnhildur Sigurðardóttir,
Guðmundur Sigurðsson,
María Hjálmarsdóttir,
Elín Klein,
Gunnar Valtýsson,
Ólafur G. E. Sæmundsen,
Hulda Halldórsdóttir
Elín V. Hallvarðsdóttir,
Daði Guðbjörnsson,
barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR H. KRISTINSSON
f.v. hitaveitustjóri,
Stekkjarflöt 15,
Garðabæ,
lést á St. Jósefspítala aðfararnótt sunnu-
dagsins 27. ágúst.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 1. september kl. 13.30.
Gunnar I. Birgisson,
Þórarinn Sigurðsson,
Kristinn H. Gunnarsson,
Sigrún B. Gunnarsdóttir,
Karl Á. Gunnarsson,
Guðrún J. Gunnarsdóttir,
Katrín Gunnarsdóttir,
Hafsteinn H. Gunnarsson,
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir,
Vigdís Karlsdóttir,
María Sif Sveinsdóttir,
Elsa Friðfinnsdóttir,
Hjörleifur Ingólfsson,
Guðlaug Bernódusdóttir,
Bjarki V. Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN F. HANNESDÓTTIR,
Vallargötu 6,
til heimilis á Suðurgötu 15—17,
Keflavík,
lést að morgni 28. ágúst.
Guðrún K. J. Ólafsdóttir, Ásgeir Einarsson,
Jane M. Ólafsdóttir,
Arnbjörn Ólafsson,
Guðjón G. Ólafsson,
Bára Ólafsdóttir,
Sigríður K. Ólafsdóttir,
Særún Ólafsdóttir,
Reynir Ólafsson,
Guðmundur Ólafsson,
Jóna Ólafsdóttir,
Marin Marelsdóttir,
Ellert Pétursson,
Guðmundur Ingólfsson,
Anna Lilja Gestsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
ODDNÝ SOFFÍA
INGVARSDÓTTIR
+ Oddný Soffía
Ingvarsdóttir,
fyrrverandi borgar-
fulltrúi og hús-
freyja, fæddist 17.
júnf 1903 á Gaul-
verjabæ í Flóa. Hún
lést í Skógarbæ hinn
19. ágúst sl. Foreldr-
ar hennar voru sr.
Ingvar G. Nikulás-
son, f. 16. oktdber
1866, d. 14. nóvem-
ber 1951, prestur í
Gaulverjabæ og síð-
ar á Skeggjastöðum
við Bakkafjörð, og
kona hans, Júlía Guðmundsdóttir,
f. 4. júlí 1867, d. 29. maí 1934,
Brynjólfssonar hreppstjóra á
Keldum. Systkini Soffíu voru: Ing-
unn Júlfa, prestsfrú á Desjarmýri
f. 12. aprfl 1895, d. 19. júní 1982
og Helgi, yfirlæknir á Vífilsstöð-
um, f. 10. október 1896, d. 14.
aprfl 1980.
Soffía Ingvarsdóttir giftist 3.
október 1925 Sveinbirni Sigur-
jdnssyni magister er lengi var
skólastjóri Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar, f. 5. október 1899, d. 26.
mars 1990. Foreldrar hans voru
Sigurjón Einarsson, bóndi Efra-
Sýrlæk, Villingaholts-
hreppi, og kona hans,
Guðrún ísleifsdóttir.
Þau hjónin, Soffía og
Sveinbjörn, eignuðust
tvær dætur: I.) Júliu,
kennara og leiðsögu-
mann, f. 29. ágúst
1931, d. 21. október
1984. Hún var gift
Baldvini Tryggva-
syni, sparisjóðsstjóra,
f. 12. febrúar 1926.
Þeirra synir eru: A)
Sveinbjörn Ingvar rit-
höfundur, f. 27. ágúst
1957, kvæntur Jónu
Finnsdóttur, framkvæmdastjóra
Listaháskóla Islands, f. 5. maí
1955. Börn þeirra eru: 1) Arna
Vala, f. 26. september 1980, 2)
Baldvin Kári, f. 10. maí 1983, 3)
Finnur Sigurjón, f. 13. desember
1991. 2 B) Tryggvi Marteinn, tón-
skáld, f. 4. ágúst 1965, kvæntur
Vilborgu Rósu Einarsdóttur,
kennara, f. 4. febrúar 1964. Börn
þeirra eru: 1) Sveinbjörn Júlíus, f.
6. febrúar 1984, 2) Einar Sverrir,
f. 23. febrúar 1988, 3) Baldvin
Ingvar, f. 8. desember 1991. II.)
Guðrúnu viðskiptafræðing, f. 3.
október 1937. Hún er gift dr. Arn-
Hún Soffía frænka er látin hátt á
tírasðisaldri. Hún Soffía var eftirlæt-
isfrænkan mín, alltaf svo hress og
kát og alltaf að hvetja mann til dáða.
Hún var svo jákvæð og sá hlutina
alltaf í því Ijósi.
Eg minnist þess þegar ég var að
stíga fyrstu skrefin mín í Alþýðu-
flokknum hvernig hún hvatti mig
áfram og gaf sér tíma til að ræða við
mig ungan og áhugasaman og eftir
að ég var orðinn bæjarfulltrúi þá
hringdi hún og spjallaði um heima og
geima og hafði mikil áhrif á mig sem
jafnaðarmann. Fyrir þá umhyggju
verð ég alltaf þakklátur.
Soffía var ömmusystir mín og mér
er ofarlega í minni þegar ég sá þau
síðast öll saman systkinin Ingunni
ömmu mína, Helga yfirlækni á Víf-
ilsstöðum og Soffíu í boði hjá for-
eldrum mínum. Þau voru svo falleg,
svo glæsilegir fulltrúar sinnar kyns-
lóðar tígulleg á velli og staðföst í
lund.
Á milli fjölskyldu Soffíu og for-
eldra minna voru mjög sterk bönd
ekki bara ættartengsl heldur líka
pólitísk og þegar við bjuggum á Víf-
ilsstöðum komu Soffía og Sveinbjöm
oft þangað með stelpurnar Lólí og
Gunnu í heimsókn bæði til okkar og
fjölskyldu Helga læknis. Við fórum
líka oft á Smáragötuna og ógleyman-
legar verða stundirnar milli jóla og
nýjárs á Smáragötunni þegar spilað
var púkk og meðlætið ómælt og allt
heimatilbúið, það er fátt í minning-
unni sem jafnast á við þær stundir.
Þá má ekki gleyma öllum ferða-
lögunum sem farin voru í gamla
daga en Soffía og Sveinbjörn eignuð-
ust bíl á undan foreldrum mínum og
buðu okkur oft í bíltúra og var þá
farið á Þingvöll og víðar og í sumar-
bústaðinn þeirra Múla í Mosfells-
sveit og þar var nú gaman að vera.
Við systkinin á Vífilsstöðum
gleymum heldur aldrei þegar Soffía
kom með jólagjafirnar neðan úr
Reykjavík, og þegar við vorum lítil
þá tengdist Soffía jólunum okkar.
Guðrún móðir mín og Soffía voru
miklar vinkonur og höfðu náið sam-
band fram á síðasta dag og ég veit að
það er mikill missir fyrir mömmu að
sjá á eftir Soffíu frænku sinni, sem
hún mat svo mikils.
Með Soffíu er horfínn á braut einn
af brautryðjendum Alþýðuflokksins,
kona sem var í hjarta sínu jafnaðar-
maður. Hvar sem Soffía fór var hún
hrókur alls fagnaðar, hún var svo
glaðlynd ogjákvæð.
Fyrir hönd móður minnar og fjöl-
skyldu þakka ég samfylgdina, allar
góðu stundirnar og fyrir allan stuðn-
inginn í gegnum tíðina.
Elsku Gunna og Arnþór, Þrándur,
Soffía, Sveinbjörn og Tryggvi við
sendum ykkur og fjölskyldum ykkar
okkar innilegustu samúðaróskir við
fráfall yndislegrar frænku.
Ingvar Viktorsson.
Soffía Ingvarsdóttir var hug-
sjónakona og stjórnmálamaður. Hún
starfaði ötullega að félagsmálum og
leitaðist þannig við að láta gott af sér
leiða fyrir íslenska alþýðu. Það er
eðlilegt og rétt að halda slíku til haga
þegar fólk er kvatt hinsta sinni.
Þessa ósérhlífnu baráttukonu þekkti
ég ekki, en það dregur auðvitað ekki
úr stolti mínu yfir að teljast til af-
komenda hennar. Eg þekkti bara
Ommu Soffíu sem alla tíð hafði
barnslegt yndi af því að hlæja og
bregða á leik og var ekki síður leikfé-
lagi minn en barnfóstra þegar ég var
strákur. Fullorðið fólk af því tagi er
ekki ýkja algengt í heimi bernskunn-
ar. Það er því ekkert skrýtið, eftir á
að hyggja, að Amma Soffía öðlaðist
sess sólarinnar í því kerfí af plánet-
um, fylgitunglum, loftsteinum og
fjarlægum stjörnum sem venjulega
er kallað fjölskylda, ættingjar og
vinir. Hús hennar og afa á Smára-
götu og garðurinn sunnan við það
voru í ýmsum skilningi kjarni, öxull
og þungamiðja í lífí okkar frekar fá-
mennu stórfjölskyldu.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MÁLFRÍÐUR ERLINGSDÓTTIR,
Holtsgötu 27,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar-
daglnn 26. ágúst.
Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda,
Þórey Ragnarsdóttir, Svavar Borgarson,
Sólrún Hlöðversdóttir.
þóri Garðarssyni prófessor, f. 6.
júlí 1938. Þeirra börn eru: Soffía,
doktor í líffræði, f. 28. september
1960. B) Þrándur, tölvunarfræð-
ingur, f. 18. júlí 1963, kvæntur
Álfheiði Ólafsdóttur, grafískum
hönnuði, f. 22. febrúar 1963.
Þeirra börn eru: 1) Guðni Þór, f.
16. mars 1989, 2) María Rún, f. 28.
ágúst 1995. Soffia stundaði nám
við Gagnfræðaskólann á Akureyri
1916-1917 og brautskráðist úr
Kvennaskólanum í Reykjavík
1921. Hún var húsfreyja í Reykja-
vík en lét þjóðfélagsmál sig miklu
varða. Hún var borgarfulltrúi í
Reykjavík fyrir Alþýðuflokkinn
1938-1946 og varaborgarfulltrúi
1962-1966. Varaþingmaður var
hún 1949-1953 og sat um hríð á
Alþingi. Soffía var ritari Kvenfé-
lags Alþýðuflokksins í Reykjavík
frá stofnun 1937 og formaður þess
19431967 og var kjörin heiðursfé-
lagi þess. Soffía átti sæti í mið-
stjórn Alþýðuflokksins 1938-1967
og gegndi ýmsum öðrum trúnað-
arstörfum fyrir flokkinn. Hún sat
í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur 1954-1974, í stjórn Kvenrétt-
indafélags íslands 1948-1956 og í
stjórn Bandalags kvenna í Reykja-
vík 1962-1976. Hún ritstýrði
kvennasíðu Alþýðublaðsins um
skeið og samdi nokkrar smásögur
sem birst hafa í tímaritum.
títför Soffíu Ingvarsdóttur fer
fram frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ég þekkti Fíu, Reykjavíkurbarnið
með músarhjartað, sem þriggja ára
hljóp grátandi inn í bæjarhús austur
á Skeggjastöðum af ótta við lamb
sem litið hafði til hennar. Það var
sama Soffía sem lagði það á sig til að
komast hjá því að æfa sig á orgelið í
kirkjunni á Skeggjastöðum, að
stinga berum fíngrunum í snjóskafl
þar til hana verkjaði af kulda, hlaupa
svo inn og leggja blákalda puttana á
hálsinn á móður sinni svo hún fyndi
hvað kalt væri í guðshúsinu og mikil
óhæfa að láta barnið fórna heilsunni
fyrir nokkra dúrskala.
Þessi Soffía sagði sem sagt sögur
úr bernsku sinni sem ekki voru endi-
lega sveipaðar uppeldislegum ljóma
dugnaðar, elju og matarlystar, eða
bjuggu yfir lærdómi um varkárni í
umgengni við hnífa og skæri. Þær
voru þvert á móti um krakka að
reyna að fóta sig í tilverunni og hittu
algerlega í mark. Ég þekkti Ommu
Soffíu sem gerði hverja máltíð
manns á heimili hennar að ævintýri
með því að leggja á borð með þeim
hætti sem sómt hefði sér vel í verki
eftir Salvador Dali: Gaffall á stærð
við litlafíngur, verklegt skrúfjárn í
staðinn fyrir hníf, sleif á stærð við
undirskál fyrir ofan diskinn, sem gat
þess vegna verið áletraður platti frá
Kvenfélagi Alþýðuflokksins. Auðvit-
að var svo hápunkturinn á öllu sam-
an þegar ég fékk að taka þátt í þessu
samsæri ímyndunaraflsins gegn
hversdagsleikanum og leggja svona
á borð fyrir afa og pískra og hlæja
með ömmu frammi í eldhúsi yfir því
hvernig honum yrði við, þegar hann
settist að snæðingi.
Satt að segja held ég, að hefði
amma ekki haft þennan húmor og
glettni til að bera, hefði Smáragötu-
sólkerfið vissulega verið góður
samastaður í tilverunni, en fremur
þögull og alvörugefinn.
Á þeim tíma sem liðinn er frá upp-
hafi kunningskapar okkar ömmu,
hef ég líkt og aðrir yfirgefið
bernskusólkerfið og fundið nýjar
sólir og sporbauga. Plánetur hafa
breyst í sólir, nýjar stjörnur lifnað,
aðrar slokknað. Lengst af hefur þó
verið auðvelt að greina gamla sól-
kerfið á festingunni, þó ekki væri
nema af birtunni frá sólu þess. Nú
nýtur hennar ekki lengur og því
skýrara en áður að ekki verður aftur
snúið. En innra með mér mun ylur-
inn lifa, líkt og með öðrum þeim sem
urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Ommu Soffíu.
Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Það eru liðin tæp 50 ár frá þvi að
ég smeygði mér inn í líf fyrrverandi
tengdaforeldra minna, þeirra
Sveinbjarnar Sigurjónssonar og
Soffíu Ingvarsdóttur.