Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 43
MINNINGAR '
Ég fylgdi Júlíu, dóttur þeirra, í
fyrsta sinn alla leið heim að kjallara-
dyrunum á Smáragötu 12 eftir
stúdentadansleik 1. desember 1950.
Komum mínum fjölgaði þangað
nokkuð hratt og brátt kom að því að
kynna mig fyrir fjölskyldunni. Ég
kveið þeirri stundu nokkuð, sér í lagi
vegna þess að mér var mæta vel
kunnugt um að þau hjón tóku virkan
þátt í flokksstarfi Álþýðuflokksins,
einkum lét Soffía þar að sér kveða.
Ég var hins vegar á bólakafi í
stúdentapólitíkinni og sat í Stúd-
entaráði fyrir Vöku og hafði átt í ein-
hverjum útistöðum við krata á þeim
vettvangi.
Að sjálfsögðu reyndist kvíðinn al-
ger hugarburður ungs manns sem
haldinn var áráttu pólitískra jafn-
aldra á þessum árum, að stjórnmála-
skoðanir röðuðu fólki í andstæðar
fylkingar með illsættanleg viðhorf.
Érá fyrstu samfundum var sú þögla
venja mótuð, að tala aldrei heima
fyrir í alvöru um ólík pólitísk sjónar-
mið, en hnyttin tilsvör og meinhæg-
ar sendingar vöktu oft hlátur og
græskulaust gaman. Mér var strax
tekið af þeirri einlægu alúð og um-
hyggju sem mótuðu allt heimilislíf á
Smáragötu 12. Þar voru bækur og
bókmenntir í miklum hávegum hafð-
ar og oft setið löngum stundum og
rætt um eldri sem yngri höfunda,
skáldskap þeirra og líf. Bæði voru
þau hjón einkar vel að sér í íslensk-
um skáldskap fyrri og síðari tíma.
Sveinbjörn orti nokkuð, einkum
sér sjálfum til skemmtunar og hug-
arhægðar, enda einn af þeim sem
sátu í þeim nafntogaða 4. bekk
Menntaskólans í Reykjavík, sextán
skálda bekknum sem Tómas Guð-
mundsson hefur rómað svo mjög í
þjóðfrægu kvæði sínu Austurstræti.
Soffía lagði um skeið nokkra stund á
skriftir og eftir hana birtust nokkrar
smásögur m.a. í tímaritinu Dvöl.
Sjálf hafði hún ekki hátt um þessi
ritstörf sín, en naut þess ríkulega að
lesa sögur og ljóð, einkum yngri höf-
unda.
Bæði voru þau hjón afar eljusöm
og sístarfandi. Sveinbjöm vann að
margvíslegum verkefnum er snertu
meginlífsstarf hans, kennslu og
skólastjórn, en að auki stundaði
hann fræðastörf ýmiskonar og má
þar frekast nefna mikið ritverk hans
um Sigurð Breiðfjörð og til viðbótar
kennslubækur í norrænum fræðum
og bragfræði.
Soffía helgaði líf sitt margvísleg-
um félagsmálum, ekki síst á vett-
vangi stjórnmálanna.
Hún vann ósleitilega að málefnum
Alþýðuflokksins og var ritari Kven-
félags Alþýðuflokksins frá stofnun
þess 1937 og formaður þess 1943-
1967 eða í um 24 ár og í stjóm þess
samfellt í 30 ár. í miðstjórn Alþýðu-
flokksins sat hún 1938-1967 og
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum
á vegum flokksins, til að mynda rit-
stýrði hún kvennasíðu Alþýðublaðs-
ins um skeið og sat í mörgum nefnd-
um og stjórnum innan flokksins.
Soffía lét málefni Reykjavíkur
mjög til sín taka og sat í bæjarstjórn
Reykjavíkur (nú borgarstjórn) í tvö
kjörtímabil 1938-1946 fyrir Alþýðu-
flokkinn en dró sig þá í hlé en féllst á
að taka sæti aftur á lista flokksins
1962 og varð þá varaborgarfulltrúi í
eitt kjörtímabil. Á árunum 1949-
1953 var hún varaþingmaður Ai-
þýðuflokksins fyrir Reykjavík og sat
um skeið á Alþingi. Hún ræddi lítið
um pólitísk afskipti sín við mig sam-
kvæmt heimilisreglunni og þá sjald-
an þau bar á góma milli okkar forð-
uðumst við að ræða „viðkvæm“ mál
eins og efnahagsmál og ýmis félags-
mál. Hins vegar voru sjónarmið okk-
ar mjög áþekk í flestum viðfangsefn-
um utanríkismála og á sviði menn-
ingar og fræðslumála. Hún bar mjög
fyrir brjósti hag þeirra sem minna
máttu sín í þjóðfélaginu og var ein-
staklega ræktarsöm við lítilmagna,
sem urðu á vegi hennar og hún gat
rétt hjálparhönd. Hún naut þess að
vinna í garðinum sínum, Smáragötu
12, enda var hann ávallt einkar fal-
legur og bar fagurt vitni áhuga
hennar og Sveinbjarnar á hvers kon-
ar ræktunarstarfi. I samræmi við
það beitti hún sér í borgarstjórn fyr-
ir að fegra og prýða borgina, og ég
held að mig misminni ekki að hún
hafi borið fram einhverja fyrstu til-
löguna, sem samþykkt var í borgar-
stjórn um fegrun Reykjavíkur.
Soffía var einstaklega falleg og
glæsileg kona, sem sópaði að hvar
sem hún kom á mannamót enda
ákaflega skemmtileg og gáfuð. Hún
bjó yfir afar góðu skopskyni og til-
svör hennar og athugasemdir kitl-
uðu gjarnan hláturtaugar við-
staddra. Langoftast gerði hún
gaman að sér sjálfri og sagði skop-
sögur af eigin mistökum og tiltekt-
um og hló þá þessum kitlandi hlátri
sem kom öllum nærstöddum í gott
skap.
Sem dæmi um gleymni sína og
takmarkaðan áhuga á kökubakstri
sagði hún frá þegar hún týndi hattin-
um sínum fína og fann hann loks eft-
ir mikla leit ofan í hrærivélarskál-
inni.
Soffíu var afar annt um heimili sitt
og gætti þess mjög að þrátt fyrir
annasöm félagsstörf kæmi það ekki
niður á heimilislífinu og uppeldi
dætranna, sem hún hugsaði um af
stakri nærfærni og ástúð. Það varð
henni eins og öllum öðrum í fjöl-
skyldunni þungt og sorglegt áfall
þegar Júlía, eldri dóttir hennar og
eiginkona mín, féll frá 21. október
1984 aðeins 53 ára gömul eftir langa
og erfiða baráttu við krabbamein. Þá
reyndist Soffía mér og drengjunum
mínum svo einstaklega vel að án
stuðnings hennar og fjölskyldunnar
allrar veit ég hreint ekki hvernig
okkur hefði reitt af. Og alla tíð síðan
stóð hún eins og klettur að baki okk-
ar eins og fjölskyldan öll hefur raun-
ar gert frá fyrstu kynnum. Svein-
björn, maður hennar, átti við erfiðan
heilsubrest að stríða mörg síðustu ár
ævinnar og Soffía annaðist hann af
þeirri umhyggju og nærgætni sem
einkenndi svo mjög allt hennar líf og
starf.
Nú er þessi kvenskörungur og
öndvegiskona fallin frá 97 ára að
aldri.
Fram á síðasta ár fylgdist hún
ótrúlega vel með öllu sem var að ger-
ast, ekki aðeins innan fjölskyldunnar
heldur og í þjóðfélagsmálunum. Það
háði henni mjög að sjónin dapraðist
alvarlega síðustu árin, svo að hún
gat ekki lesið og fylgst með í blöðum
eða bókum, en aldrei heyrðist hún
kvarta né glataði hún kímninni og
fallega hlýja brosinu. Guðrún dóttir
hennar, barnabörnin og fjölskyld-
urnar heimsóttu hana og glöddu og
starfsfólkið í Skógarbæ annaðist
hana af alúð og umhyggju. Og nú er
kveðjustundin runnin upp og þakk-
arorð verða heldur hljómlítil og til-
gangssnauð þegar dauðinn hefur
skilið okkur að. Soffía var mér frá
upphafi til hinstu stundar sem önnur
móðir sem ég gat aldrei fullþakkað
hlýjuna og umhyggjuna sem hún
umvafði mig.
Þegar ég kvæntist Halldóru J.
Rafnar, seinni konu minni, tók hún
henni opnum örmum og samgladdist
okkur af innileik og alúð og var okk-
ur til hinsta dags sú ljúfa, góða kona
sem við minnumst ævinlega með
þökk og hlýju.
Baldvin Tryggvason.
• Fleiri minningargreinar
um Oddnýju Soffiu Ingvarsdrítt-
ur bíða birtingar ogmunu birt-
astíblaðinu næstu daga.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tviverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
PÉTUR HAMAR THORARENSEN
fyrrverandi sjómaður
frá Flateyri,
til heimilis að Hrafnistu,
Reykjavfk,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut,
föstudaginn 25. ágúst.
Aníta Thorarensen, John Paleos,
Sigurður Hamar Pétursson, Hrund Guðmundsdóttir,
Pjetur Hamar, Nikkita Hamar,
Hlynur og Þórunn Björk,
Ebba Thorarensen,
Sigrún Thorarensen,
Anna Ragnheiður Thorarensen,
Bjarni Páll Thorarensen.
+
Ástkær faðir okkar og bróðir,
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli,
lést á heimili sínu, Dvalarheimili aldraðra,
Dalbraut, laugardaginn 26. ágúst.
Fósturbörn, systkini og fjölskyldur.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK SNORRASON WELDING,
Fagrabæ 9,
110 Reykjavík,
lést sunnudaginn 27. ágúst.
Aðstandendur.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BIRGIR ÞÓRÐARSON,
Akurgerði 12,
Akranesi,
andaðist á sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
25. ágúst síðastliðinn.
Sigríður Svavarsdóttir,
Jónína Birgisdóttir, Þorvaldur Heiðarsson,
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Eyjólfur Þór Guðmundsson,
Birgir Þór Arnarsson,
Þorvaldur Heiðar og Þórður Elí Þorvaldssynir
+
Innilegar þakkir og guðs blessun til allra
þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
FRIÐRIKS VIGFÚSSONAR.
Sórstakar þakkir til starfsfólks öldrunar-
deildar L-4 á Landakoti.
Þorbjörg H. Sigurjónsdóttir,
Guðlaug Friðriksdóttir, Ragnar G. Einarsson,
María Friðriksdóttir, Grímur Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Útfararstofa fslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is