Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
FRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Fjarðarási 9,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 26. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 1. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélagið
Bergmál.
Sigurgeir Jóhannsson,
Jóhann Sigurgeirsson,
Sigurður Örn Sigurgeirsson, Guðmunda Birna Ásgeirsdóttir,
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Kristín Kristjánsdóttir,
Gauti Sigurgeirsson
og barnabörn.
Minningarathöfn um son okkar,
sambýlismann, bróður og mág,
ALAN STURLU SVERRISSON,
Bakkastíg 4,
Reykjavík,
verður haldin í Seljakirkju í dag þriðjudaginn
29. ágúst kl. 13.30.
Bálför hans var gerð í Weeley, Essex,
Englandi, miðvikudaginn 16. ágúst sl.
Susan Bury,
Sverrir Tómasson, Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir,
Irene Odeny,
Snjólfur Richard Sverrisson, Freydis Tevik,
Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir,
Þorvaldur Skúli Björnsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓLAFUR M. PÁLSSON,
Boðahlein 21,
Garðabæ,
lést laugardaginn 26. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Björnsdóttir,
Björn Ólafsson, Jóhanna Guðnadóttir,
Gunnhild Ólafsdóttir, Finnbogi G. Kristjánsson,
Edda Ólafsdóttir, Ágúst Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ai
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR EGILSSON,
Laugarásvegi 55,
lést á Landsþítalanum við Hringþraut laugar-
daginn 26. ágúst.
Kristín Henriksdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Guttormur Einarsson,
Súsanna Sigurðardóttir, Matthías Pálmason,
Ingunn Sigurðardóttir,
Egill Vilhjálmur Sigurðsson, Hafdís Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför elskulegs sonar míns og
bróður okkar,
GUNNARS VIÐARS ÁRNASONAR,
Lindasmára 3,
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Kristrún Halldórsdóttir,
Ari Ervin Sigurðsson,
Rúnar Örn Eiríksson
og aðrir aðstandendur.
GUÐRUNANNA
ODDSDÓTTIR
+ Guðrún Anna
Oddsdóttir fædd-
ist í Vestmannaeyj-
um 31.12. 1910. Hún
lést á Vífílstaðaspít-
ala 19. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Oddur
Jónsson, f. 4.3. 1877,
d. 27.3. 1927 og Ingi-
ríður Ingimundar-
dóttir, f. 16.8.1873, d.
17.4. 1959. Bróðir
Guðrúnar var Árni
Bergmann Oddsson,
f. 31.7. 1909, d. 19.3.
1972, maki Kristín
Gfsladóttir, f. 14.6. 1914, d
14.5.
1994. Þau eignuðust tvær dætur.
Guðrún giftist 16.10. 1937 Sæ-
mundi Pálssyni múrara, f. 28.7.
1908, d. 16.4.1984. Foreldrar hans
voru Páll Einarsson, f. 6.7.1877, d.
13.6. 1958 og Sigrún Sæmunds-
dóttir, f. 2.9. 1875, d. 15.4 1949.
Synir Guðrúnar og Sæmundar eru
1. Oddur bifreiðastjóri, f. 9.6.
1939, maki Unnur Jóna Siguijóns-
dóttir, f. 28.10. 1938. Börn þeirra
eru a) Guðbjörg, f. 20.3.1967, syn-
ir hennar eru Elmar Snær Hilm-
arsson, f. 2.12.1988 og Sölvi Snær
Hilmarsson, f. 12.2. 1996, b) Sæ-
Amma okkar lést á Vífilsstöðum
laugardaginn 19. ágúst síðastliðinn
eftir stutta sjúkrahúslegu. í dag
kveðjum við hana hinstu kveðju.
Okkur systumar langar að minnast
hennar í fáeinum orðum. Hún var
fædd á gamlársdag 1910 og hefði því
orðið níræð í lok þessa árs.
Við vorum svo heppnar að fá að al-
ast upp í návist ömmu og afa, en afi
lést fyrir sextán árum. Amma var
hress og glaðleg og það var gott að
koma til hennar. Alltaf átti hún til
eitthvað sem okkur þótti gott. Hún
var söngelsk og söng mikið fyrir okk-
ur bamabömin og þessi lög söng hún
næstum fram á síðasta dag þrátt fyr-
ir háan aldur og slæma heilsu síðustu
árin. Það em ýmis lög sem minna
okkur á ömmu og munu gera það alla
tíð. Á okkar yngri ámm fómm við oft
með ömmu og afa í sumarbústað
þeirra á Vatnsenda og einnig vomm
við mikið hjá þeim í Byggðarend-
anum. Amma og afi höfðu þann sið að
hafa fjölskylduna saman á aðfanga-
dagskvöld og því vomm við í Byggð-
arendanum öll jól. Þar sem amma
átti afmæli á gamlársdag vorum við
einnig hjá henni þann dag og því
verður skrýtið fyrir okkur að halda
jól án hennar.
Heilsu ömmu fór að hraka fyrir
um átta ámm. Hún var svo heppin að
fá að vera heima, en það er Páli syni
hennar helst að þakka því hann bjó
með henni og var hennar stoð og
stytta undanfarin ár. Hún veiktist
Legsteinar
í Lundi
viö Nýbýiaveg, Kópavogi
Sími 564 4566
v/ PossvogsUipkjugafð
Símii 554 0500
í?
H
h
h
h
h
h
h
h
h
h
h
h
h
h
h
h
3r
IIXIXXXl 11XXXX Xjp
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
11XXX XITITXXXII
mundur, f. 7.4. 1969,
c) Guðrún Anna, f.
21.2. 1972, maki
Guðbjörn Sigfús Eg-
ilsson, f. 13.12. 1971,
dóttir þeirra er
Hrefna Rún, f. 8.1.
1997, d) Siguijón , f.
5.7. 1975. 2. Páll,
múrari, f. 4.3. 1941.
3. Ingi, bifreiðast-
jóri, f. 15.11. 1945,
maki Steinunn
Bjarnadóttir, f. 20.3.
1945. Börn þeirra
eru a) Óskar Bjarni,
f. 13.5. 1969, maki
Arnþrúður Berglind Árnadóttir, f.
6.3. 1965, synir þeirra eru Ingi
Páll, f. 7.6. 1995 og Árni Geir, f.
20.5. 1999, b) Birna Ósk, f. 23.3.
1979, unnusti hennar er Svanur
Smárason, f. 18.12.1978.
Guðrún ólst upp í Sandprýði í
Vestmannaeyjum. Um tvítugt
fluttist hún til Reykjavíkur þar
sem hún bjó eftir það. Guðrún og
Sæmundur bjuggu lengst af á Þor-
fínnsgötu 14 en frá 1971 í Byggð-
arenda 16.
Utför Guðrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavfk í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
hastarlega nú í lok júlí og varð að
leggjast inn á sjúkrahús. Þaðan átti
hún ekki afturkvæmt.
Blessuð sé minning ömmu okkar.
Guðbjörg og
Guðrún Anna Oddsdætur.
Þegar ég horfi tii baka og hugsa
um liðna tíma með þér og afa er ég
afar þakklátur. Ég minnist stund-
anna með þér og afa í sumarbústað-
num ykkar sem þið tókuð okkur
bamabörnin með í um helgar. Alltaf
tókstu vel á móti okkur systkinunum
þegar við heimsóttum þig og jafnað-
argeð þitt var með eindæmum og
góða skapið aldrei langt undan. Síð-
ustu árin voru þér erfið vegna veik-
inda en nú eru þau veikindi afstaðin
og þú ferð til himna þar sem guð tek-
ur á móti þér og þú sameinast afa að
nýju-
Takk íyrir allt, gamalt og gott,
eins og þú myndir sjálfsagt orða það.
Sæmundur Oddsson.
Elsku amma mín, nú er komið að
kveðjustund okkar. Ég bjó í sama
húsi og þú frá því ég fæddist og gerði
það að verkum að við vorum mjög
nánar. Það eru svo ótal margar
minningar sem læðast að manni frá
þessum tíma. Þú varst alltaf til stað-
ar fyrir mig. Þegar ég kom heim úr
skólanum tókstu hlýlega á móti mér
og gerðum við margt skemmtilegt
saman. Fórum í bæjarferðir eða eins
og einu sinni þegar við sungum lagið
um Utlu fluguna og ég tók það upp á
segulband. Einnig fannst mér alltaf
mjög gaman að fá að gista hjá þér. Sú
minning sem kemur oft í huga mér
núna er þegar við sátum saman við
eldhúsborðið á síðasta gamlárskvöld
og horfðum á flugeldana saman.
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
minningar sem ég á um þig og hve
gott það var að koma til þín.
Elsku amma mín, þú átt stóran
hlut í hjarta mínu og þar mun ég
geyma minningarnar um þig því
þannig ert þú alltaf hjá mér.
Amma mín - hvíl þú í friði.
Birna Ósk.
Nú ert þú farin, elsku amma mín,
og ég kveð þig með hlýjum huga og
þakklæti fyrir allt.
Við áttum margar samverustundir
saman, enda bjó ég í sama húsi og þú
í rúm tuttugu ár. Þú gerðir allt fyrir
mig, t.d. þegar ég var eitthvað ósátt-
ur við fæðið á neðri hæðinni í Byggð-
arendanum vandist ég á að koma til
þín og fá eitthvað gómsætt, eins og
góða brauðsúpu með ís ofaná, og ekki
leið sá dagur að þú leyfðir mér ekki
að komast í nammidallinn þinn sem
var ávallt fullur og svo var lumað á
ísblómi á eftir.
Seinna leyfðirðu mér að flytja upp
í litla herbergið. Það voru góð ár, þá
vaktir þú mig í skóla og vinnu með
góðum árangri. Þú hugsaðir vel um
mig, amma mín, þegar ég bjó uppi
hjá þér og þú varst létt í lund og gast
hlegið og sungið hverja einustu
stund.
Ég vona að þér líði vel núna og ég
mun ávallt minnast þín sem minnar
stoð og styttu og að hafa átt yndis-
lega ömmu.
Óskar.
BJARNIINGIMAR
JÚLÍUSSON
+ Bjarni Ingimar
Júlíusson fæddist
á Skógum í' Flókadal
13. september 1923.
Hann lést í Reykja-
vík 16. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 24. ágúst.
Drottinn mun vemda þig
fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál
þína.
Drottinn mun varðveita
útgöngu
þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
(Sálmur 121,7.-8.)
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálfum.
Sólin skín ekki eins
skært yfir Grímsnesinu
og áður. Góður maður
er genginn, þar sem
Bjarni var. Hann og
þau hjónin voru góðir
nágrannar og það er
betra en nokkur fjár-
sjóður. Við þurftum
hvorki girðingar né
annað til að aðskilja
lönd okkar, við áttum
svo margt sameigin-
legt. Skipst var á blóm-
um og öðrum plöntum
og glaðst var yfir, þótt
ekki væri nema eitt
rjúpnahreiður. Kvöld eitt fyrir
stuttu birtist okkur dótturdóttir
þeirra hjóna á skjánum og maðurinn
minn sagði: Er þetta ekki hún Ást-
hildur okkar? Það vaknaði alltaf
gleði í hjarta okkar þegar jeppinn
þeirra renndi í hlað á bústaðnum
þeirra. Þá var veifað og glaðst yfir
endurfundunum.
Bjarni var glaðsinna maður, það
var gaman að ræða við hann, raunar
bæði í gamni og alvöru. Hann sagði
alltaf sína meiningu á hlutunum. Ég
þakka Bjarna fyrir öll sporin sem
hann áttti til okkar í kaffisopa og
spjall, fyrir brosið og alla vinarkoss-
ana sem aldrei gleymdust. Nú geng-
ur hann á Guðs vegum.
Elsku Áslaug og aðrir í fjölskyld-
unni, við hjónin vottum ykkur inni-
lega samúð. Guð geymi ykkur öll.
Ykkar nágrannar í sveitinni,
Ágústa og Sigurður
í Álfheimum.