Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 55
HESTAR
Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum
Fethryssurnar
einokuðu yngri
flokkana
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Efstu sex vetra hryssur, frá vinstri: Bi-ynjar Jón á Iðu, Jakob á Kviku,
Freyja á Sunnevu, María á Hnotu og Þórður á Urði sem stóð efst.
ÞAÐ telst ávallt til tíðinda þegar
stóðhestar eru sýndir með afkvæm-
um á síðsumarsýningum. Það bai-
svo við í síðustu viku þegar Platon
frá Sauðárkróki mætti með sex af-
kvæmi sínum og tryggði sér fyrstu
verðlaun fyrir afkvæmi.
Platon var sýndur með afkvæmum
fyrir fjórum árum en hlaut þá önnur
verðlaun. Þá vakti hann sjálfur mikla
athygli og skyggði mjög á niðja sína.
Nú var þetta jafnari leikur og af-
kvæmin komu prýðilega fyrir enda
ekki spurning að hann gefur ágætis
reiðhross.
Þrír stóðhestar voru sýndir sem
einstaklingar en aðeins einn þeirra,
Bráinn frá Oddhóli, náði gömlu ætt-
bókarmörkum 7,75, en hann er fjög-
j urra vetra gamall með 8,0 fyrir öll at-
riði hæfileika nema skeið þar sem
hann hreyfir ekki einkunn. Þá er
| hann með 8,04 fyrir sköpulag og
virðist hér á ferðinni hestur sem ætti
að geta bætt sig á næstu tveimur ár-
um.
En það voru hryssurnar sem báru
uppi sýninguna á Gaddstaðaflötum
og mátti þar sjá þær margar prýðis-
góðar.
Sautján hryssur náðu aðaleinkunn
yfir 8,0 og var Hlín frá Feti þar efst
með 8,23, en hún er aðeins fimm
vetra gömul. Fær hún 9,0 fyrir stökk
og 8,5 fyiir tölt, brokk, vilja og geðs-
lag og fegurð í reið. Hún fær 8,36
fyrir hæfileika og 8,02 fyrir sköpu-
lag. Hlín var sýnd á landsmótinu þar
sem hún hlaut 8,43 fyrir hæfileika og
er hún því heldur að lækka nú.
En það voru fleiri hryssur frá Feti
sem létu verulega að sér kveða á
Gaddstaðaflötum. Bóndinn þar á bæ,
Brynjar Vilmundarson, átti þrjár
efstu hryssurnar í fjögurra vetra
flokki og allar voru þær sýndar á
landsmótinu. Tvær þeirra eru að
hækka og Framtíð frá Feti mest,
sem fer úr 7,95 fyrir hæfileika í 8,31.
Surtsey sem varð í öðru sæti hækk-
aði úr 8,06 í 8,25 fyrir hæfdeika. Bára
frá Feti sem varð í þriðja sæti lækk-
ar hinsvegar frá landsmóti úr 7,85 í
7,78 fyrir hæfileika. En þær tróna
þarna á toppnum þessar dömur og
má segja að enn ein skrautfjöðrin sé
komin í hatt Brynjars bónda.
Kirkjubæjarhryssur komu einnig
nokkuð við sögu á þessari sýningu.
Ein þehra, Rut frá Kh-kjubæ, stóð
efst í flokki sjö vetra hryssna og
eldri, en hún er undan þeim frægu
hryssu Rakel frá Kirkjubæ sem
gerði garðinn frægan á landsmótinu
á Þingvöllum 1978 er hún stóð efst
hryssna sex vetra og eldri. Rut
minnir mjög á móður sína í fasi og
framgöngu. Allar einkunnir utan
fets, réttleika og hófa eru yfir 8,00 og
fær hún til dæmis 9,0 fyrir háls,
herðar og bóga og fótagerð.
Þá bar það til tíðinda á sýningunni
nú að tvær hryssur fengu 9,5 fyrir
háls, herðar og bóga. Voru það
Þykkja frá Hólum sem er undan
þeim umdeilda hesti Vafa frá Kýr-
holti og gæðahryssunni Þrennu frá
Hólum. Hlaut hún 8,52 fyrir sköpu-
lag en 9,0 fyrir prúðleika. Líkt og hjá
föður hennar eru hæfileikarnir ekki
eins ríkulega skammtaðir og fegurð
líkamsbyggingar en hún fær 7,75
sem er í góðu lagi.
Hin hryssan sem hlýtur 9,5 fyrir
frambyggingu er Stund frá Stekkum
og hlýtur hún 8,53 fyrir sköpulag.
Hún er undan Páfa frá Stekkum sem
var undan Galdri frá Sauðárkróki.
Stund er eins og Þykkja ekki mjög
atkvæðamikil í hæfileikum, fær, 7,36
en hún er skeiðlaus. En það er alltaf
áhugavert þá sjaldan að dómarar
flagga 9,5 fyrir frambyggingu.
Þá vekur það athygli hversu lítið
af lélegum hrossum kom nú fyrir
dóm. Aðeins þrjú hross hlutu ein-
kunn undir 7,0 fyrir hæfileika sem
þykir merkilegt á tímum aukinnar
teygni í einkunnagjöf.
Einkunnir efstu hrossa eru birtar
undir liðnum hestar á íþróttavef á
mbl.is.
Tvær hryssur náði þeim ágæta
árangri að fá 9,5 fyrir háls og
herðar og var önnur þeirra
Þykkja frá Hólum sem hér fer
ásamt knapanum Magnúsi Bene-
diktssyni.
KIRKJUSTARF
djl
1
I
Hallgrímskirkja
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænarefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Fella- og Hólakirkja. Samverustund
með litlu börnunum kl. 10-12.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strand-
bergi, kl. 17-18.30.
Frfkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT, tíu-tólf ára
starf, alla þriðjudaga kl. 17- 18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.15-19.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn-
ir.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
Platon frá Sauðárkróki sem nú er kominn með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi fer hér (lengst til vinstri) ásamt
hópnum sínum.
I
I
I
Olympíumótið hafíð í Maastricht
Góð byrjun hjá
íslenska liðinu
BRIDS
Maastricht
ÓLYMPIUMÓTIÐ
Ólympíumótið í brids er haldið í
Maastricht í HoIIandi dagana 27.
ágúst til 9. september. fslendingar
taka þátt í opnum flokki. Hægt er
að fylgjast með mótinu á Netinu,
m.a. á slóðinni: www.bridge-
olympiad.nl
ÍSLENSKA landsliðið byrjaði
vel á Ólympíumótinu í brids sem
hófst á sunnudaginn. Liðið vann
Afríkuríkið Botswana í fyrsta leikn-
um, 25-0, vann síðan Nýja-Sjáland
í annarri umferð, 25-5, og Kínverja
í þeirri þriðju, 18-12. Þetta voru
mikilvægir sigrar því Nýsjálend-
ingar og Kínverjar eru Iíklegir til að
berjast við íslendinga um eitt af
fjórum efstu sætunum í riðlinum og
þar með sæti í 16 liða úrslitum. Þar
er raunar við ramman reip að draga
því í riðli íslendinga eru einnig
Evrópumeistarar Itala, Norðmenn,
Kínverjar, Búlgarar og Argentínu-
menn en þessar þjóðir tóku þátt í
síðustu keppni um Bermúdaskálina
í janúar sl.
Eftir þrjár fyrstu umferðirnar
voru ítalar efstir í riðli íslendinga
með 69 stig. íslenska liðið kom næst
með 68 stig, Marokkó hafði 61 stig;
Argentína 60 stig og Noregur 55.1
gær spilaði íslenska liðið við Taí-
land og Tyrkland.
Guðmundur Páll Arnarson fyrir-
liði landsliðsins lét þá Magnús
Magnússon, Þröst Ingimarsson,
Matthías Þorvaldsson og Þorlák
Jónsson spila fyrsta leikinn. Þeir
spiluðu hann feikivel, að sögn Guð-
mundar því þótt Botswana sé ekki í
hópi bestu bridsþjóða heims, kunnu
liðsmennirnir í Maastrict ágætlega
að spila. Þeir lentu þó í spaugileg-
um misskilningi í þessu spili, þar
sem Þröstur sýndi fram á að það
þarf ekki að spila slemmu á hætt-
unni til að skora 1430:
Suður gefur, enginn á hættu
Noj-ður
* A9
v 6
* K652
* A98432
Vestur Austur
* KDG3 * 8754
v K10973 »842
♦ 108 ♦ D9
*KD + G765
Suður
♦ 1062
VÁDG5
♦ ÁG743
*10
Við annað borðið voru sagnir ekki
langar. Þröstur í suður opnaði á 1
tígli, vestur doblaði, Magnús í norð-
ur redoblaði og það var lokasamn-
ingurinn! AV lentu í algengum mis-
skilningi um þýðingu pass austurs.
Sumir nota pass í þessari stöðu til
að sýna að þeir séu tilbúnir til að
spila 1 tígul redoblaðan en aðrir að
viðkomandi hafi ekki frá neinu sér-
stöku að segja. Austur var greini-
lega af síðari skólanum en vestur af
þeim fyrri þótt margir í sömu stöðu
hefðu nú væntanlega flúið í 1 hjarta.
Vestur spilaði út spaðakóng sem
Þröstur tók með ás. Hann tók nú
hjartaás og spilaði hjartadrottn-
ingu og henti spaða í borði þegar
vestur lét lítið. Næst tók hann
laufaás, trompaði lauf, tígulás og
tígulkóng, tromaði lauf, trompaði
spaða í borði, trompaði lauf og átti
síðan eftir eitt tromp í blindum sem
innkomu á frílaufin. 13 slagii' og
1430.
Eins og sést er hálfslemma góður
samningur og alslemman vinnst ef
hún er sögð og fyrir hana fengjust
1440. Þröstur var því nokkuð
spenntur þegar kom að samanburð-
inum en í Ijós kom að við hitt borðið
spiluðu NS 3 grönd sem í raun
hengu á mjóum þvengjum en unn-
ust samt; en íslendingar græddu 14
stig.
Varist á opnu borði
Guðmundur Páll ákvað að treysta
á dagsform fjórmenninganna sem
spiluðu leikinn við Botswana og lét
þá því halda áfram gegn Nýja-Sjá-
íandi. Þetta reyndist farsæl ákvörð-
un því leikurinn vannst, eins og áð-
ur sagði, 25-5. Magnús og Þröstur
virtust spila vörnina í þessu spili á
opnu borði:
Austur gefur, enginn á hættu
Vestur Norður * DG103 » DG * 5865 * Á83 Austur
* 87542 * K6
»Á10 ¥ 97432
♦ Á74 ♦ G1093
* K62 * G4
Suður * Á9 v K865 * K2 * D10972
Þeir Magnús og Þröstur nota
nokkuð óagaðar opnanir á 2. sagn-
stigi og í samræmi við það opnaði
Þröstur með austurspilin á 2 veik-
um hjörtum; engin ósannindi þar!
Eftir tvö pöss enduropnaði norður,
Steven Henry, á dobli og suður,
Steven Blackstock, stökk í 3 grönd
sem varð lokasamningurinn.
Magnús treysti opnun Þrastar
greinilega takmarkað því hann spil-
aði út spaðafjarkanum. Sagnhafi lét
þristinn í borði, Þröstur stakk upp
kóng og ásinn átti slaginn. Þetta
virtist ekki vera góð byrjun fyrir
vömina en annað átti eftir að koma í
ljós.
Sagnhafi fór nú í laufið, spilaði
laufi á ásinn og Þröstur lét gosann
undir. Sagnhafi spilaði þá laufi á
drottningu og Magnús gaf en tók
næsta slag á kóng. Hann spilaði
spaða á tíuna í blindum og sagnhafi
tók spaðaslagina sem þar voru og
henti hjörtum heima og sama gerði
Þröstur. Nú þurfti sagnhafi að kom-
ast heim þar sem laufslagirnir biðu.
Hann spilaði hjartadrottningunni
og yfirdrap með kóng, en Magnús
drap, tók spaðaslaginn og spilaði
sig út á hjarta. Sagnhafi reyndi þá
að fara heim á tígulkóng en aftur
drap Magnús á ás og spilaði tígli og
vörnin var komin með 5 slagi, 50 tii
íslands.
Nýsjálendingar hafa alltaf haft
gaman af því að finna upp óvenju-
legar sagnvenjur. Við hitt borðið
dró austur eina slíka upp úr örva-
mælinum og opnaði á 2 laufum, sem
sýndu veik spil, að minnsta kosti 4-
lit í hjarta og að minnsta kosti 4-lit í
öðrum lit. Matthías í suður hafði
ekkert við það að athuga og vestur
ákvað að passa einnig frekar en
spila e.t.v. 2 hjörtu á 4-2 samlegu.
Þorlákur í norður hafði heldur ekk-
ert við þennan samning að athuga
og því spilaði austur 2 lauf, fékk 4
slagi en Islendingar 200 og græddu
6 stig á spilinu.
Guðm. Sv. Hermannsson