Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 60
ÍJO ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Kvöldganga
í Yiðey
ÞRIÐJUDAGSGANGAN í Viðey
verður farin í kvöld kl. 19.30, hálf-
tíma fyrr en venjulega og er þá
verið að taka tillit til þess að nú
dimmir fyrr. Gengið verður um
Norðaustureyna. Farið verður með
Viðeyjarferju úr Sundahöfn kl.
19.30.
Gangan hefst við kirkjuna. Það-
an verður farið austur fyrir gamla
túngarðinn, norður með honum og
tsíðan um norðurströndina austur á
Sundabakka. Þar verða skoðaðar
rústir „Stöðvarinnar“ eins og
þorpið var gjarnan nefnt, sem stóð
þarna frá 1907-1942. „Tankurinn",
félagsheimili Viðeyinga, verður
sýndur og síðast en ekki síst skoð-
uð sýningin Klaustur á íslandi,
sem er þar í skólahúsinu. Þaðan
verður gengið eftir veginum heim
að kirkju aftur. Á þessari leið er
margt örnefna í eynni og nágrenni
hennar. Þau eiga mörg skemmti-
lega sögu, sem reynt verður að
draga fram í dagsljósið á göng-
unni. Fólk er beðið að búa sig eftir
veðri og vera vel skóað. Gangan
tekur um tvær klukkustundir.
Gjald er ekki annað en ferjutollur-
inn, sem er 400 kr. fyrir fullorðna
Og,200 kr. fyrir börn.
I sumar hefur aðsókn verið mjög
góð í Viðey, enda ýmislegt við að
vera fyrir alla fjölskylduna. Hesta-
leigan hætti störfum sl. helgi, en
veitingahúsið er opið og reiðhjól er
hægt að fá lánuð endurgjaldslaust
við bryggjusporðinn. Klaustursýn-
ingin í Viðeyjarskóla hefur vakið
verðskuldaða athygli. Almennur
sýningartími er frá kl. 13.20 til
16.10 virka daga, en til kl. 17.10
um helgar. Aðgangur er ókeypis.
Yfírlýsing
frá Mögu-
leikhúsinu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Möguleikhúsinu: „í
kynningu Leikfélags Islands á verk-
efnum komandi leikárs hafa for-
ráðamenn nefnt til sögunnar vænt-
anlegt jólaleikrit („Hvaða jól?“
jólaævintýri fyrir böm á öllum
aldri) sem sýnt verður í desember.
Þar hafa þeir látið að því liggja að
slíkt sé nýnæmi hér á landi og fjöl-
skyldum hafi ekki gefist kostur á að
fara að sjá slíkar sýningar á aðvent-
unni, þó dæmi séu um slíkt erlendis.
Af þessu tilefni viljum við taka
fram að sérstakar jólasýningar í
desember hafa verið fastur liður í
starfsemi Möguleikhússins frá ár-
inu 1992 og ávallt notið mikilla vin-
sælda. Á síðasta ári bauð Möguleik-
húsið meira að segja upp á tvær
slíkar sýningar, „Hvar er Stekkjar-
staur?“ og „Jónas týnir jólunum",
auk þess að standa ásamt Þjóð-
minjasafninu að heimsóknum ís-
lensku jólasveinanna í Ráðhús
Reykjavíkur.
Einnig hafa fleiri leikhópar um
árabil boðið upp á sérstakar jóla-
sýningar fyrir börn og fjölskyldur
þeirra hér á landi.
Það er ánægjulegt að Leikfélag
íslands ætli nú einnig að bætast í
hóp þeirra sem bjóða upp á jólasýn-
ingar, en varla er hægt að halda því
fram að slíkt sé nýnæmi.
Þá viljum við einnig benda á að
Möguleikhúsið, sem fagnar tíu ára
afmæli um þessar mundir, fastréð
til sín leikara í fyrsta sinn haustið
1995, en í fréttaflutningi undanfarið
hefur verið látið í veðri vaka að fast-
ráðning leikara hjá Leikfélagi Is-
lands sé nokkuð sem ekki hafi tiðk-
ast fyrr hjá sjálfstæðu leikhúsunum.
Rétt skal vera rétt.
Verkefnaval Möguleikhússins á
komandi leikári mun verða kynnt á
næstunni, en eins og verið hefur frá
upphafi verður þar aðeins um ís-
lensk leikverk að ræða.
F.h. Möguleikhússins,
Pétur Eggerz."
Fjallað um
dagbækur
Vilhjálms
Stefánssonar
VINÁTTUFÉLAG íslands og Kan-
ada og Mannfræðistofnun Háskól-
ans efna til fundar miðvikudaginn
30. ágúst kl. 20 í Lögbergi, Háskóla
íslands, stofu 102. Fundurinn er op-
inn og allir eru velkomnir.
Gísli Pálsson mannfræðiprófessor,
mun fjalla um mannfræðidagbækur
Vilhjálms Stefánssonar, landkönn-
uðar á inúítaslóðum í Kanada og við-
töl sín við afkomendur Vilhjálms.
Námskeið
gegn
reykingum
MEÐAL þess sem boðið er upp á í
fjölbreyttri starfsemi Heilsustofn-
unar NLFI í Hveragerði eru nám-
skeið gegn reykingum. Þessi nám-
skeið standa í viku og eru haldin
einu sinni í mánuði frá hausti til
vors. Næsta námskeið hefst mánu-
daginn 11. sept. nk. Bókun er hafln,
en gert er ráð fyrir 10 manns í
hverjum hópi.
Meginmarkmiðið er að sjálfsögðu
það, að þátttakendum takist að
hætta að reykja fyrir lífstíð. Á nám-
skeiðinu er mikil áhersla lögð á
andlega, líkamlega og félagslega
uppbyggingu.
Hver dagur hefst með vatnsleik-
fimi, síðan er morgunmatur og
stund til íhugunar og svo rekur
hvað annað. Ymist er það þjálfun,
fræðsla, umræðufundir, slökun eða
hvíld. Dagskránni lýkur síðan með
samverustund eftir kvöldverð. Þá
er farið yfir atburði dagsins, skipst
á skoðunum og næsti dagur undir-
búinn.
Beiðni þarf ekki frá lækni á þessi
námskeið.
Samfylkingin
Þingflokkur
með opinn fund
ÞINGMENN Samfylkingarinnar
verða í vinnuferð á Arnarstapa
þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn
30. ágúst. M.a. verður rætt um
Evrópumálin.
Eftir hádegi á miðvikudag heim-
sækir þingflokkurinn Hellissand,
Ólafsvík og Grundarfjörð.
Á miðvikudaginn kl. 18 verður op-
inn þingflokksfundur í Krákunni,
Grundarílrði.
Lýst eftir
vitnum
EKIÐ var á bifreiðina KI-391 laug-
ardaginn 26. ágúst þar sem henni var
lagt fyrir framan húsið Kárastíg 13,
Rvík. Bifreiðin er af gerðinni
Daihatsu, grá að lit. Avikið átti sér
stað á milli kl. 13 og 16.
Bifreiðin er skemmd á vinstra
framhomi. Þeir sem kunna að geta
gefið upplýsingar varðandi málið eru
beðnir um að hafa samband við Lög-
regluna í Reykjavík.
LEIÐRÉTT
6000 manns tóku þátt í umferð-
arleik dómsmálaráðuneytisins
í MORGUNBLAÐINU sl. föstu-
dag var sagt frá vinningshöfum í um-
ferðarleik dómsmálaráðuneytisins.
Sagt var að 600 manns hefðu tekið
þátt í leiknum en það er ekki rétt
heldur voru það 6000 talsins. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
Stolt menn-
ingarborgar
ÉG er ein af þeim fjölda
sem brá sér í bæinn á
menningarnótt. Flug-
eldasýningin var stór-
kostleg en hún kostaði
víst einar litlar 10 millj-
ónir, eftir því sem fregnir
herma, þótt nákvæm tala
hafi ekki fengist. Hátíð
skal haldin mikil og veg-
leg og eyrum lokað fyrir
harmakveinum þeirra
sem ekki hafa efni á að
leysa út bráðnauðsynleg
lyf. Þeir sem búa við
hungurmörk gátu bara
mettast við að horfa upp í
himininn á milljónirnar
svífa upp í loftið með
drunum og ljósadýrð.
Hefði ekki verið nær að
setja peningana í eitthvað
þarflegra? Á þessari
miklu hátíð var lögreglan
alveg ósýnileg enda er
skorið niður og sparað í
sambandi við löggæslu
hér. Ölvun var sögð lítil
fyrir miðnætti en ég sá
rammíslenskt menning-
arfyllirí með flöskubrot-
um og óhljóðum þó nokk-
uð fyrir miðnætti. Þegar
ég svo reyndi að komast
heim um eittleytið keyrðu
strætisvagnar fram hjá
hópi fólks sem beið á
stoppistöð. Ég gekk
áfram og það var alltaf
sama sagan, strætisvagn-
ar skildu fólkið eftir.
Finnst mér að það hefði
mátt setja á stætisvagna-
skýlin merkingar um það
hvar vagnamir stoppuðu.
Það er ekki nógu gott að
fólk þurfi að ganga á eftir
strætisvögnunum.
Sigrún.
Meðmæli með
Löngumýri
HELGINA 11. til 13.
ágúst sl lagði tindilfætt
ætt land undir fót til þess
að hittast að Löngumýri í
VELVAKAJYDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Skagafirði og fagna átta-
tíu og fimm ára afmæli
Trausta nokkurs Guð-
jónssonar og sextíu og
tveggja ára brúðkaupsaf-
mæli hans og konu hans
Ragnheiðar Jónsdóttur.
Helgin var einkar
ánægjuleg og skemmti
fólk sér vel við eigin
íyndni enda skemmtiat-
riðin heimatilbúin og
sniðin að skopskyni ætt-
arinnar. Þar sem rétt er
að geta þess sem vel er
gert viljum við þakka
stjórnendum að Löngu-
mýri fyrir frábærar mót-
tökur, afburða ljúffengan
mat og þægilegt viðmót á
allan hátt. Þetta er í
fjórða sinn sem ættin
hittist að Löngumýri og
gefum við þessum stað
okkar bestu meðmæli.
Traustfólk.
Flugumsjón
í sjónvarpsfréttum ný-
lega var sýnt hve lágt
flugvélin sem fórst í
Skerjafirði var komin
þegar flugmanni var sagt
að hætta við lendingu
vegna þess að önnur vél
væri á brautinni. Var
þetta sýnt bæði með upp-
drætti af flugvellinum og
mynd af annarri fiugvél
sem var að lenda. Þegar
myndin vai- sýnd í sjón-
varpinu vaknaði ósjálf-
rátt sú spurning hvort
flugumferðarstjórar
hljóti ekki að hafa þá yfir-
sýn yfir aðstæður að þeir
geti varað flugmennina
við með lengri fyrirvara
áður en flugvélarnar eru
komnar svona lágt og eru
rétt um það bil að snerta
flugbrautina.
Flugumferðarstjórar
hljóta að vita það miklu
fyrr hvort flugbraut er
hrein eða ekki. Oft er tal-
að um að hættulegustu
augnablik í flugi séu flug-
tök og lendingar. Þarna
virðist umrædd flugvél
hafa verið um það bil að
lenda, en var svo skipað
að taka á loft á ný. Fróð-
legt væri að heyra frá
þeim sem til þekkja hvort
algengt sé að flugmenn
fái skilaboðin svona seint
eða hvort ekki sé hægt að
koma skilaboðum til
þeirra áður en komið er
að lendingu þegar fyrir-
sjáanlegt er að önnur vél
er á brautinni. Það var
ekki beint uppörvandi
fyrir flughrædda að sjá
hvernig flugumferðar-
stjórnin virkar í reynd.
Af fréttum að ráða virðist
rannsókn eða umræða í
fjölmiðlum oftast beinast
að ílugvélinni sjálfri,
ástandi flugvallarins, ár-
vekni flugmanna og
hæfni þeirra, en sjaldan
heyrist talað um hæfni
eða verklag flugumferð-
arstjóra.
Ein flughrædd.
Að staðsetja fólk
í SAMBANDI við þessa
kostnaðarsömu og miklu
leit að gömlu konunni
sem týndist og var með
alzheimer-sjúkdóminn vil
ég koma því á framfæri
hvort ekki sé hægt fyrir
aðstandendur að fá tæki
sem gefa frá sér merki
sem viðkomandi sjúkling-
ur ber á sér þannig að
hægt sé að staðsetja fólk
eftir merkjasendingum.
Lesandi.
Veljum íslenskt
ÉG sé mig knúna til að
mótmæla þeirri frétta-
fölsun sem steypt er yfir
okkur frá Ijósvakamiðlum
og fréttablöðum þess efn-
is, að gefið er í skyn að
allir kúabændur á land-
inu séu að örmagnast
vegna þess að Guðni
Ágústsson ráðherra sé
tregur til að leyfa þeim að
flytja hér inn norskar kýr
eða kúafóstur. Það er
alltaf sagt kúabændur
eins og þeir eigi þar allh-
hlut að máli.
Sönnu nær mun vera,
að það séu aðeins örfáir
bændur, sem haldnir eru
þessari þráhyggju. En
þessi fréttaflutningur
hefur þann tilgang að
menn ímyndi sér að
hjálpræðið liggi í norsk-
um kúm. Sem sagt, áróð-
ursbragð.
Áður hefur verið lýst
ótvíræðri sérstöðu ís-
lensku kýrinnar, hag-
kvæmni, hreysti og ágæti
mjólkur hennar, að hér
þarf ekki við að bæta.
Islenska kýrin lifi og
ríki hér ein í íslenskum
fjósum.
Sigríður E.
Sveinsdóttir.
Dýrahald
Kleópatra er týnd
ÉG heiti Kleópatra, lítil,
hálfegypsk svört heimil-
iskisa með stór gul augu
og er alfarið innanhúss
köttur. Ég var í gæslu í
Miðtúninu en strauk það-
an á fimmtudaginn sl.
Eigendumir mínir eru
komnir heim og vilja
endilega fá mig aftur,
þannig að ef einhver hef-
ur einhverjar upplýsing-
ar um mig látið vita í síma
5624942, 6910191,
8962639, 8626798 og
6949984.
Víkverji skrifar...
AÐ kemur fyrir að Víkverji
horfir á þátt Jerry Springer í
sjónvarpinu og þvílíkt og annað
eins. Þær flækjur ástalífsins sem
þar koma fram og fólkið, sem við
sögu kemur, er með þvílíkum ólík-
indum að maður trúir ekki að svona
lagað geti gerzt. í síðustu viku var
Springer svo í þætti Larry King á
CNN-sjónvarpsstöðinni, þar sem
hann fullyrti að allt sem fram kæmi í
þáttunum væri satt og rétt og að
fólk kæmi af fúsum og frjálsum vilja
fram í þáttunum. Hann viðurkenndi
reyndar að þarna væri gengið nærri
fólki, en hafði ekki af því teljandi
áhyggjur. Hann benti á að þorri
fólks kærði sig ekkert um að af-
hjúpa einkalíf sitt í sjónvarpi, en þó
væru líklega um 10% bandarísku
þjóðarinnar tilbúin til þess, og það
eru anzi margar milljónir. Þessi
ótrúlegi þáttur verður því sendur út
áfram í nánustu framtíð. Það verður
að segjast eins og er að líklega mun
engin þjóð önnur en Bandaríkja-
menn hafa geð í sér til að græða á
harmleikjum eins og þeim, sem af-
hjúpaðir eru í þættinum.
XXX
SKEFJALAUS áróður öfgafullra
umhverfissamtaka hefur vissu-
lega sín áhrif, enda hefur almenn-
ingur lítil sem engin tök á því að
kanna sannleiksgildi hans. Nýlega
héldu náttúruverndarsamtökin
WWF, World Wide Fund for Nat-
ure, því fram að þorskurinn í Norð-
ursjó væri að deyja út og væri stutt í
það að Bretar yrðu að hætta að
borða þjóðarrétt sinn, fisk og
franskar. Atvinna þúsunda manna
væri því í mikilli hættu og nauðsyn-
legt væri að bregðast við með því að
banna þorskveiðar í Norðursjó. Vík-
verji viðurkennir að staða þorsk-
stofnsins í Norðursjó er slök, enda
hefur vissulega verið veitt meira úr
honum undanfarin ár en ráðlegt er.
En mengun og fleiri þættir hafa þar
einnig áhrif. En Víkverji kemur því
illa heim og saman að atvinna fólks-
ins verði ekki í hættu ef hætt verður
að veiða þorskinn. Annar meinbug-
ur er einnig á þessari fullyrðingu og
hann er sá að þó að þorskveiðar í
Norðursjó dragist saman, er hægt
að fá þorsk annars staðar, enda
flytja Bretar inn tugi þúsunda tonna
af þorski árlega, meðal annars frá
íslandi. Fiskur og franskur munu
því fást áfram þrátt fyrir slaka stöðu
þorskstofnsins í Norðursjó, en
vissulega er nauðsynlegt að draga
úr þorskveiðum þar.
Én áhrifa af þessu áróðri gætir
víða og meðal annars hefur Utflutn-
ingsráði íslands borizt fyrirspurn
um það hver framtíð fisks og
franskra sé frá manni sem var að
velta því fyrir sér að kaupa verslun
sem selur góðgætið. Líklega hefur
maðurinn fengir greinargóðar upp-
lýsingar og er hann væntanlega
búinn að kaupa búðina núna.
xxx
LÍTILL áhugi á sjávarútvegs-
námi hér á landi veldur mörg-
um áhyggjum og virðist erfitt að
átta sig á því hvers vegna svo er.
Það er til dæmis staðreynd að allir
þeir, sem útskrifast hafa af sjávar-
útvegsbraut Háskólans á Akureyri,
hafa gengið góða og vel launaða
vinnu. Sumir vilja útskýra þetta
með því að umfjöllun fjölmiðla um
sjávarútveg sé neikvæð. Þetta kann-
ast Víkverji alls ekki við. Fjölmiðlar
endurspegla aðeins það sem er að
gerast í þjóðfélaginu á hverjum tíma
og leggja hvorki neikvætt né já-
kvætt mat á það. Yfirleitt eru fréttir
af sjávarútveginum jákvæðar, enda
er þar margt jákvætt að gerast. Lík-
legri skýring á litlum áhuga á námi
tengdu sjávarútvegi er sú, að aðrar
atvinnugreinar eru í meiri tízku en
útvegurinn og má þar benda á tölvu-
og fjarskiptaheiminn. En það er nú
einu sinni svo að tölvur eru auðvitað
notaðar í sjávarútvegi og margir
sem leggja fyrir sig nám í tölvunar-
fræðum vinna fyrir sjávarútveginn.
Víkverji telur að það séu því ekki
ástæður til mikilla áhyggna, en
bendir á að sameinaður og öflugur
sjávarútvegsskóli á öllum sviðum
sem útveginum tengjast myndi án
efa vera framfaraspor.