Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Swepi: A way er ein af þeim myndum sem segjasína sög’u á svo ein- Giancarlo Gianini í eilífri baráttu kynjanna, á gamalkunnum vígstöðvum. faldan og skorinorðan hátt að þær fylgja manni um aldur og ævi. Ur Flekun Mimi. ÁÐUR hefur komið fram í þessum pistlum að allt fram á níunda ára- tuginn fengu reykvískir bíógestir rjómann af vestur-evrópskri kvik- myndagerð á almennum sýningum. Einn minnisstæðasti kvikmynda- gerðarmaðurimi úr þessari átt á þessum ágætu tímum var ítalski leikstjórinn og handritshöfundurinn Lina Wertmiiller (’28), sem sendi frá sór hveija minnisstæðu hágæða- myndina á fætur annarri á áttunda áratugnum. Hlaut þá alþjóðlega við- urkenningu, komst á mála hjá Holly- wood, en engu líkara en frægðin í)æri hana ofurliði. Wertmiiller er enn að þó hún sé af léttasta skeiði og hefur á síðustu árum verið að gera betri myndir á nýjan leik. Ætli Wertmuller hafi ekki staðið á hátindi frægðarinnar árið 1974, er SweptAway kom fram á sjónarsvið- ið. Myndin vakti mikið umtal og prýðilegar viðtökur víða um lönd (var sýnd hérlendis í Nýja Bíó), ekki sist i Bandaríkjunum þar sem hún var viðstödd frumsýninguna. Á bakaleiðinni var Wertmiiller með íamning við Wamer Bros upp á vas- ann um gerð íjögurra mynda á LINAWERT- MÚLLER enskri tungu. Því miður var þetta upphafið á hruni listamannsins. Þrátt fyrir sitt þýska eftirnafn er Lina borin og bamfæddur Róm- veiji, en af svissneskum ættum. Fædd inn í ætt lögfræðinga og hugðist halda striki feðra sinna. Var á barnsaldri er Mussolini komst til valda og var, að eigin sögn, rekin úr 15 kaþólskum skólum fyrir óhemju- gang. Að loknu seinna stríði tók Wertmiiller lokapróf frá kennara- háskóla, þvert á lögfræðinámsáætl- anir föður hennar. Hún stóð þó ekki lengi við í kennslunni því áhugi á leikhúsi var vakinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Flom, bestu vin- konu hennar, sem síðar varð eiginkona Marcellos Mastroianni, sem leiddi til þess að Wertmuller lauk námi við leiklistarskóla í Róm og hóf störf hjá brúðu- leikhúsi. Með því flakkaði hún næstu árin vítt og breitt um Evrópu. Við tóku leikstjómarstörf á sviði og leikritagerð, en hún hefur Lina einnig skrifað flest og bestu Wertmuller handrit kvikmynda sinna. Kvikmyndaferillinn hófst 1963 með sannkölluðum hvelli því sjálfur meistari Fellini valdi hana sem aðstoðarleikstjóra sinn við gerð 8 'k (sem kölluð var Ijórir og kvart af ameríkaniseruðum kvikmyndahús- gestum hérlendis sem forðuðu sér unnvörpum í hléi). Sama ár skrifaði og Ieikstýrði WertmUller I Basiiischi - Eðiunum, sinni fyrstu bíómynd. Hún og næstu myndir WertmUller vöktu takmarkaða athygli og nánast enga utan Italíu. Sama verður ekki sagt um íjórða verk leikstjórans, Flekun Mimi (’72). Fylgdi henni eftir með Ast og stjórnleysi - Film d’Am- ore e d’ Anarchia, sem kom konunni á blað í Vesturheimi. f báðum þess- um myndum, og reyndar nánast öll- um verkum WertmUlIers fram á niunda áratuginn, fer vinur hennar og gamall skólabróðir, Giancarlo Gi- anini, með aðalkarlhlutverkin. Gian- ini er með tjáningarríkan, dálítið svekktan andlitssvip, sem hentar vel öllum þeim misheppnaða en von- góða karlpening sem hann hefur leikið fyrir vinkonu sína. Hann er flinkur bæði sem dramatískur og gamanleikari og var leikstjóranum ómetanlegur styrkur á velgengnis- árunum. Ást og sljórnleysi segir af verð- andi launmorðingja sem kemur til Rómar snemma á fasistatímunum og hyggst drepa Mussolini. Hann býr um sig á hóruhúsi og fellur fyrir einni gleðikonunni. Gianini er réttur maður í aðalhlutverki ráðvillts and- ófsmanns og hér er að finna flesta þá þætti sem einkenna bestu myndir Wertmiiller; róttækar stjórnmála- skoðanir, kynferðislega afvegaleið- ingu, mikinn orðskrúð og hressilega kaldhæðni. Tutto a posto e niente in oedine - Allt ísómanum en ekkert virkar (AII Screwed Up) (’74), er önnur tragikómísk þjóðfélagsádeila um geðsleg ungmenni upp á kant við sljómvöld, borgarastéttina og ekki síst kirkjuna. Sama ár er fmmsýnd Travolti da un Insolito Destino nell’Azurro Mare d’Agostoein - SweptAway, ein af uppáhaldsmynd- unum á þessum bæ. 1976 kemur Wertmiiller með Pasqualino Sette- bellezze - Sjö fegurðardísir, meist- araverkið sitt, og leikstjórinn flutti vestur um haf. Samstarfið við Wamer hófst svo hroðalega að myndirnar urðu aldrei Qórar, aðeins ein, slæm mistök: La Fine del Mondo nel Nostro Solito Letto in tina Notte - The End of the World in Our Usual Bed in a Night- ful of Rain (’76), en titlar Linu eru oftar en ekki langir og litríkir. I myndinni fer Gianini að vanda vel með hlutverk vinstri sinnaðs blaða- manns og Candice Bergen er ekki sem verst sem bandarískur ljós- myndari og femínisti, en efnið sjálft innantómt og virkar ekki. Nú tók að halla undan fæti. Leik- sljórinn hefur lokið við einar 15 myndir síðan en engin náð fyrri hæðum. A.m.k. tvær þeirra sýndar hérlendis, Camorra (’85), afspymu- léleg mafíumynd með Harvey Keit- el, framleidd af Cannon, og bi Una Notte Di Chiaro Di Luna - A tungl- skinsnótt, með stjörnuskara við hæfi; Rutger Hauer, Natössju Kinski, Faye Dunaway og Peter O’Toole. Állt kom fyrir ekki, en hins vegar hefur heyrst af jákvæðum við- tökum nýjustu mynda liennar, eink- um Ferdinando e Carolina (’99), svo það er e.t.v. ekki öll nótt úti hjá hinni liðlega sjötugu Wertmuller. Sígild myndbönd PASQUALINO SETTEBELL- EZZE - SEVEN BEAUTIES (1976) ★★★★ Gianini fer dásamlega með hlut- verk mannlera sem álítur sig ómót- stæðilegt kvennagull og útá það kemst hann í gegnum hrylling seinni heimsstyijaldarinnar. Leikur smáglæpamann í Napoli sem verður melludólgi að bana, þannig hefjast raunir borubratts undirmálsmanns sem þarf að sjá fyrir herfunum sjö, systrum sínum. Þegar löggan góm- ar hann grípur Gianini til þéss ráðs að leika sig vitlausan og er lokaður inni á hæli. Þaðan sleppur okkar maður með því að ganga í herinn, þótt það sé honum engan veginn að skapi. Við herskylduna losnar hann með því að gerast liðhlaupi og láta fanga sig af SS, sem flytur hann í út- rýmingarbúðir. Þá bregður Gianini á leik með yfirfangagæslunni, bold- ungskvenmanni, leiknum af með- fæddum hrikaleik Shirley Stoler. Blásvört gamanmynd um hæfileika mannsins til að komast af, bjarga sér hvað sem það kostar. Náunginn sem Gianini leikur svo stórkostlega á sér ekki aðra undankomuleið úr milljónamorðbælum nasista en að tæla suddalegasta kvenmann kvik- myndanna, og hugsar sig ekki tvisv- ar um. Lífið eða dauðann? Menn þurfa örugglega ekki langan um- hugsunarfrest og eru til alls líklegir undir tvísýnum kringumstæðum. Eins má líta á myndina sem háðs- lega skoðun á smæð mannsins gagnvart kerfinu þar sem reyndar eru allar aðferðir til að sjá við kröf- um þess. Ógleymanleg mynd. TRAVOLTIDA UNINSOLITO DESTINO NELL’AZZURRO MARE D’AGOSTO - SWEPT AWAY (1974) ★★★% Gianini fer á kostum sem minni- pokamaður sem starfar sem þjónn um borð í snekkju auðmanns þar sem eiginkona hans drepur tímann. í myndarbyrjun sést hann stjana í JlRringum frúna (Mariangela Mel- ato), hrokafulla og fallega kvensu sem nýtur þess, jafnframt því sem hún sleikir sólina á safírbláum ágústsænum, að niðurlægja blókina á alla lund. Henda grín að kommum og öðru skaðræði í auðvaldsþjóðfé- laginu á meðan hatrið hleðst upp í þjónsgreyinu. Örlögin grípa í taum- ana, þau verða skipreka á eyðiey og um leið eiga sér stað afdrifarík hlut- verkaskipti. Nú verður frúin að gjöra svo vel og reiða sig á hæfni þjónsins til að þrauka af og verður að gjalda fyrir með undirlægjuhætti á öllum sviðum. Þau dveljast um hríð á eynni, allt leikur í lyndi, þau virðast alsæl og ástfangin. Þá kem- ur björgunarskipið og þjónninn kemst að því fljótlega að allt er eins- og áður. Heimurinn breytist ekki, það er svo einfalt. Myndin er ekki jafn brosleg og flestar fyrri myndir Wertmuller en segir það sem segja þarf á einfaldan og skorinorðan hátt. MIMIMETALLURGIO FERITO NELL’ONORE - THE SEDUCTION OF MIMI (1972) ★★★% Gianini og Melato fara með aðal- hlutverkin í einni vinsælustu mynd leikstjórans. Gianini leikur járn- smið sem neitar að styðja mafíuna í kosningum í heimahögum sínum á Sikiley - í óþökk glæpahundanna, vinnuveitenda og eiginkonunnar. Verður að flýja norður, þar sem kvennagullið kynnist kommúnista (Melato), stofnar með henni heimili og eignast son. Með árunum snýst dæmið við því Gianini vinnur sig í álit hjá mafíunni, er sendur aftur til Sikileyjar, nú sem verkstjóri. Við það verða ástamálin öll hin snún- ustu. Farsakennd háðsádeila með einni fyndnustu bólsenu kvikmynd- anna. Enn á ný er einstaklingurinn í uppreisn gagnvart kerfinu og um- hverfinu og ástamálin í ógöngum. Rammpólitísk undir meinfyndnu yf- irborðinu. Sæbjörn Valdimarsson MYNDASAGA VIKUNNAR Whiteout eftir Greg Rucka. Steve Lieber teiknar. Þeir unnu ný- lega Eisner-verðlaunin fyrir framhaldið af þessari sögu, en sú bók heitir Whiteout: Melt. Sagan er glæpasaga sem gerist á Suður- skautslandinu. Oni Press gefur út árið 1999. Frank Miller teiknaði kápumyndina. Fæst í myndasöguversun Nexus VI. og deyja veraldar takast á við þann blákalda raunveru- leika að fletta ofan af samsærinu. Segja má að Vetur konungur hafi hitt ömmu sína þegar lögreglufull- trúinn steig á klakann, því hún er kaldari en nunna myndi vera á sjó- mannaballi og út úr munni hennar skjótast oddhvöss grýlukerti sem hitta undir beltisstað þá sem reyna að nálgast hana. Framhald þessarar sögu fékk hin eftirsóttu Eisner-verðlaun núna síð- ast en þessi hlaut útnefningu árið áð- ur. Með fullri virðingu fyrir verð- launun seinni sögunnar, sem er einnig vönduð og vel gerð, þá held ég að þar hafi verið á ferð samviskubit dómara að hafa ekki verðlaunað fyrri söguna. Höfundurinn hefur unnið heimavinnu sína um lífshætti á botni jarðarinnar vel og er persónusköp- unin í þessari fyrri bók mun betri og vandaðri en í þeirri seinni. Hér er á ferð, í orðsins víðasta skilningi, kald- rifjuð morðsaga. Birgir Örn Steinarsson NÆSTA vetur þegar þið dragið freð- ið nefið undan stórum steini og þið veltið því fyrir ykkur af hverju við Is- lendingar búum hér á „mörkum hins byggilega heims“ hef ég fréttir að færa. Fólk býr handan marka hins byggilega heims. Suðurskautslandið er önnur hinna hvítu eyðimarka heimsins. Litlaus til- vera mörgæsa og rannsóknastöðva þar sem ein lítil, fljótfærnis- leg og óskynsamleg ákvörðun gæti kostað mann lífið. Ef frostið nær manni ekki í einum bita étur það mann bara í litlum bitum. Fyrst fara tærmar, svo fing- umir og þaðan rennir það sér inn í æðakerfið og gæðir sér á fórnarlambinu innan frá. Er til betra sögusvið íyrir Sú einangraða stemmning sem myndast í Whiteout, myndasögu eftir Greg Rucka, minnir þónokkuð mikið á undirtón mynda á borð við „AJien“ myndaflokkinn eða „The Thing“. Fólk í órafjarlægð frá hinum siðmenntaða heimi einangrað í litlum rannsóknabúðum þar sem innandyra leynast skrímsli, en utandyra grætur kuldaboli og bíður þess óþreyjufullur að sökkva tönnum sínum í heitt hold- ið. Óvættimir í þessari sögu eru þó ekki viti bornir lífrænir úrgangar, eins og oft vill verða í ófreskjumynd- unum. Þó svo að vissulega sé hægt að kalla okkur það ef viðkomandi hefur litla trú á mann- kyninu. I stað þess að bera á borð hryllings- sögu inn á þessa kald- ranalegu sviðsmynd segir höf- undurinn frekar raunsæja # ' og vel . ’spunna glæpasögu. Carrie Stetko er eini lögreglufulltrúi Suðurskautslands- ins. Hún var send á skautið eftir að hafa misst stjórn af skapi sínu og orð- ið manni að bana. Þar sér hún um að halda uppi lögum og reglu á banda- rísku vísindastöðinni McMurdo. Skyndilega ríður morðfaraldur yfir Suðurskautslandið og þarf hún þá að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.