Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 01.09.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2Ö00 35 Listamaður frelsisins í LISTASAFNI Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, verður í dag opnuð sýning sem ber heitið „Jörgen Nash, Lis Zwick og Drakabygget - Frihetens værksted". Efnt var til sýningarinn- ar í tilefni af áttræðisafrnæli Jörgens af heimabæ hans, Silkiborg. Hluti þeiirar sýningar var svo valinn til sýningar í Hafnarhúsinu og mun þaðan fara til Gautaborgar. Auk verka eftir Nash, eiginkonu hans Lis Zwick og börn hans, eiga ýmsir lista- menn verk á sýningunni. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa komið með einum eða öðrum hætti að lista- mannanýlendu þeirra hjóna, Draka- bygget í Suður-Svíþjóð. Ohætt er að segja að Jörgen Nash sé einn af áhrifamestu listamönnum Skandinavíu á tuttugustu öld. Hann fæddist árið 1920 í Danmörku en hef- ur búið í Svíþjóð meirihluta ævi sinn- ar og starfað jafnt í báðum löndum. Jörgen Nash er yngri bróðir Asgers Jom, eins af frumkvöðlum Cobra- hópsins, sem Jörgen Nash var einnig meðlimur í á árunum 1948-51. Árið 1960 festi Nash kaup á sveitabýli á norðvesturhluta Skánar í Svíþjóð sem nefnist Drakabygget. Þar stofn- aði hann listamannanýlendu sem nefnist Drakabygget - Vinnustofa frelsisins - og býr þar enn í dag. Drakabygget varð vettvangur og uppeldisstöð fyrir marga af helstu myndlistamönnum Skandinavíu á síðari hluta 20. aldar og fór þar marg- vísleg starfsemi fram, meðal annars gjömingar sem vöktu heimsathygli. Sumir þeirra sem bjuggu um tíma í Drakabygget vom í fararbroddi and- spymumanna gegn borgaralegum gildum og valdstjórnunar í ýmsum löndum. Arið 1963 kynntist hann eig- inkonu sinni, Lis Zwick, sem var nemandi hans. Hún flutti með honum í Drakabygget og hefur ekki síður en hann verið áhrifamikill listamaður og staðið fyrir þeim vettvangi sem Drakabygget er. Bæði hafa þau haft ómæld áhrif á myndlist og mynd- listamenn Skandinavíu í seinni tíð. Jörgen Nash og Lis Zwick við brennsluofninn fyrir emaléringar, á heimili þeirra í Drakabygget. Jörgen Nash er fjöl- listamaður og heim- spekingur. Hann hefur auk myndlistar fengist við skiáftir og gefið út 45 bækur sem hafa verið þýddar á 16 tungumál. Auk þess hefur hann - staðið fyi-ir margs konar gjömingum og upp- ákomum sem flestum hefur verið ætlað að vera ádeila á stjómar- hætti og h'til framlög ríkisstjóma bæði Dan- merkur og Svíþjóðar til menningar og lista. Frægastur er Nash þó eflaust fyrir að hafa sag- að höfuðið af styttunni af Litlu hafmeyjunni við Langelinie í Kaup- mannahöfn. í seinni tíð hafa hjónin fengist mik- ið við emalíeringu og gert stór slík verk og málverk sem prýða opin- berar byggingar í Dan- mörku og Svíþjóð. Húsveggur sem hjdnin máluðu árið 1996 í minningu Sörens Kirkegaards. Frelsiti Igölll NOKIA 51 io Ásamt aukahlutapakka og Frelsiskorti frá Símanum GSM Handfijáls búnaður, taska, hleðslutæki í bít, mælaborðsfesting, Frelsiskort 13.990 NOKIA321Q Haílarmúts 2, Rvik, Austuritrsti 18, Rvik. Strandgötu 31, Hfj. Bókvat, Hafnarstrsti 91-93, Ak. Ásamt aukahlutapakka og Frelsiskorti frá Símanum GSM Handfijáls búnaður, taska, hleðslutæki í bíl, mælaborðsfesting, Frelsiskort 15.990 Einnig fá nokkrir heppnir einstaklingar sem kaupa ritföng, ásamt GSM-sima tilboðinu eða frelsis áfyltingu, ritföngin endurgreidd. Dregið verður úr lukkupottinum á FM957. Silkiblússa frá Mark 0'Polo kr. 4.600 Svit er nýtt og byltingarkennt hreinsiefni sem gerir þér kleift að hreinsa fatnað og annað óhreint tau í þurrkaranum þínum heima. Það sem áður þurfti að setja í hreinsun með ómældri fyrirhöfn fer nú í þurrkarann með Svit, og kostnaðurinn er aðeins brot af því sem gamla hreinsunin kostaði. Komdu við í verslunum Hagkaups í Skeifunni eða Smáranum föstudag, laugardag eða sunnudag og sjáðu hversu ótrúlega auðvelt er að þurrhreinsa með Svit. Einnig kynning Byggt og búið Kringlunni á sama tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.