Morgunblaðið - 05.10.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ibúar við Garðhús 1 Grafarvogi hafa í 9 ár mótmælt lagningu stofnbrautar í gegnum hverfíð
Framkvæmdin
kærð til um-
hverfísráðherra
✓
Arið 1991 var aðalskipulagi Reykja-
víkur breytt og í stað tveggja ak-
reina tengibrautar neðan við Garð-
hús var gert ráð fyrir fjögurra
akreina stofnbraut. Þessi breyting
kom íbúum í opna skjöldu og mót-
mæltu þeir strax. Nú tæpum 10 ár-
um síðar hafa mótmælin lítinn
árangur borið og hafa íbúarnir því
ákveðið að leita réttar síns. Trausti
Hafliðason kynnti sér málið.
Grafarvogur
ÍBÚAR við neðanverð Garð-
hús í Grafai’vogi, hafa kært
úrskurð skipulagsstjóra rík-
isins um lagningu Hallsveg-
ai- í Grafarvogi, tveggja ak-
reina vegar, sem mun tengja
saman Fjallkonuveg og Vík-
urveg til umhverfisráðherra.
Kæran byggist á því að um
sé að ræða hluta af stærri
framkvæmd en samkvæmt
aðalskipulagi er gert ráð fyr-
ir fjögurra akreina stofn-
braut á þessum stað, sem
mun teygja sig frá fyrirhug-
aðri Sundabraut og að Vest-
urlandsvegi. Samkvæmt um-
ferðarspám er ekki talin þörf
á breikkun Hallsvegar í fjór-
ar akreinar fyrr en í fyrsta
lagi eftir árið 2025.
„Framkvæmdaraðili á
ekki að komast upp með það
að byggja þessa stofnbraut í
litlum áföngum þar sem hver
áfangi er metinn fyrir sig því
þá koma heildaráhrif fram-
kvæmdarinnar ekki í ljós
fyrr en á lokastigum hennar
en þá á er orðið of seint að
breyta nokkrum sköpuðum
hlut,“ sagði Gunnar H. Sig-
urðsson, íbúi í Garðhúsum.
Hraðbraut sem klýfur
hverfíð í tvennt
Að mati íbúanna er verið
að leggja hraðbraut, sem
kemur til með að kljúfa
Grafarvogshverfið í tvennt í
framtíðinni. Gunnar sagði að
íbúarnir færu fram á að
framkvæmdin yrði sett í
frekara mat og að þeir hefðu
einnig óskað þess að vegur-
inn yrði settur í stokk vegna
nálægðar við húsin í norðan-
verðum Garðhúsum.
„Við teljum að þar sem
það er verið að leggja fjög-
urra akreina stofnbraut í
gegnum Grafarvog þá komi
það til með að breyta veru-
lega búsetuskilyrðum fólks í
hverfinu, sagði Gunnar. „Við
krefjumst þess skilyrðislaust
að þessi framkvæmd frá
Vesturlandsvegi og að fyrir-
hugaðri Sundabraut fari í
mat - heildarmat. Hug-
myndin með umhverfismati
er sú að menn geri sér grein
fyi’ir því hvaða áhrif fram-
kvæmdin í heild sinni hefur
á umhverfið og það fólk sem
þar býr.“
Framkvæmdin er sam-
starfsverkefni Vegagerðar-
innar og Gatnamálastjóra
Reykjavíkur. íbúarnir telja
að ef framkvæmdin verður
skoðuð í heild sinni þá muni
framkvæmdaraðilar vafa-
laust komast að þeirri niður-
stöðu að fjögurra akreina
stofnbraut með tilheyrandi
mannvirkjum kemst ekki
fyrir á þeim 55 til 60 metr-
um, sem eru á milli lóða við
norðanverð Garðhús og lóðar
kirkjugarðsins.
Stofur og svefnherbergi
snúa að veginum
Gunnar sagði að þegar
íbúar við Garðhús hefðu
fengið úthlutað lóðum þar,
hefði verið gert ráð fyrir
tveggja akreina tengigötu
norðan Garðhúsa á milli
húsa og kirkjugarðsins.
Hann sagði að íbúarnir
hefðu því byggt hús sín í
þeirri trú að ekki yrði breyt-
ing á þessu skipulagi og stof-
ur og svefnherbergi sneru
því almennt í norður ásamt
stórum útsýnisgluggum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kertum fleytt við
Tjörnina í Hafnarfirði
Hafnarfjörður
UM þijúhundruð manns komu saman við
Tjörnina við Hafnarfjarðarkirkju í fyrra-
kvöld, þar sem kertum var fleytt til að minn-
ast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á
árinu.
Kertafleytingin var liður í umferðarviku
grunnskóla Hafnarfjarðar sem nú stendur yf-
ir. Hófst athöfnin með bænastund og tónlist-
arflutningi í kirkjunni og sfðan var logi af alt-
ariskertum borinn út og tendraður á kertum
á Ijörninni.
Ný stofnbraut
í Grafarvogi
Geldinganes
/
f Jr.
fc
r
Gufunes
XA
Ji
Fyrirhuguð
tenging við
Sunríabraut
fLM.
Staðahverfi
■Aí
co
Bhor9a-
^ hverfi
,<£ Spöngin
Víkur- '%
hverti
Borgarholt
Engi
„Síðan er nýtt aðalskipu-
lag kynnt árið 1991 og þá er
búið að breyta þessari
tveggja akreina tengibraut í
fjögurra akreina stofnbraut.
Það voru náttúrlega gjör-
breyttar forsendur miðað við
þær sem við gengum út frá
þegar við byggðum húsin.
Við mótmæltum þessu strax
og vönduðum okkar mál-
flutning mjög. Við höfum
síðan viðhaldið þessum mót-
mælum okkar allt síðan en
lítið orðið ágengt.“
Gunnar sagði að síðastliðið
vor hefðu framkvæmdar-
aðilar verksins kynnt frum-
mat á umhverfisáhrifum
vegna tveggja akreina vegar
frá Fjallkonuvegi að Víkur-
vegi. Hann sagði að vegur-
inn væri í raun örlítill hluti
af væntanlegri fjögurra ak-
reina stofnbraut.
„Við kynntum okkur um-
hverfismatið mjög vel og sá-
um að það er að mörgu leyti
gallað og ákváðum að senda
skipulagsstjóra athugasemd-
ir í 21 lið.“
Niðurstaða skipulags-
stjóra mikil vonbrigði
Skipulagsstjóri felldi úr-
skurð sinn hinn 28. júní og
féllst á fyrirhugaða lagningu
Hallsvegar með því skilyrði
að hljóðstig frá umferð um
Hallsveg yrði undir 55 db
við íbúðarhúsin í norðan-
verðum Garðhúsum.
Að sögn Jóns H. Sigurðs-
sonar, íbúa í Garðhúsum, var
niðurstaða skipulagsstjóra
íbúum mikil vonbrigði, þar
sem aðeins einn liður af 21
var virtur, þ.e. lækkun
hljóðstigsins.
Jón sagði að fulltrúar íbúa
hefðu átt fund með gatna-
málastjóra hinn 20. júlí, þar
sem ræddar hefðu verið leið-
ir til að uppfylla skilyrðin
um lækkun hljóðstigsins.
Hann sagði að komið hefði í
ljós að reisa þyrfti 3 til 3,5
metra háar jarðvegshljóð-
manir milli Garðhúsa og
Hallsvegar og að fyrir fram-
an þriggja hæða fjölbýlishús
við Garðhús 1-3 þyrfti að
byggja 1,5 metra háan stein-
vegg ofan á hljóðmönina.
„Heildarhæð hljóðman-
anna á þessum stað er því 3
til 5 metrar og búið er að
taka útsýnið af fólkinu sem
býr á fyrstu og annarri
hæð,“ sagði Jón. „Það er að-
eins þriðja hæðin í þessu
fjölbýlishúsi sem heldur út-
sýninu sínu. Svona fram-
kvæmd er náttúrlega ekki
boðleg í dag.“
Samdóma álit íbúa
að kæra
I framhaldi af úrskurði
skipualgsstjóra og fundinum
með gatnamálastjóra héldu
íbúar við Garðhús fund, þar
sem staða mála var kynnt.
Jón sagði að mikil óánægja
hefði komið fram á fundinum
og að það hefði verið sam-
dóma álit allra viðstaddra að
kæra úrskurð skipulag-
sstjóra til umhverfisráð-
herra.
Umhverfisráðherra var
send kæra hinn 3. ágúst þar
sem farið er fram á að úr-
skurður skipulagsstjóra
verði felldur úr gildi og ráð-
herra mæli svo fyrir að
framkvæmdin verði sett í
frekara mat. Meðal þess sem
áskilið er að verði í frekara
mati er:
1. að Hallsvegur verði
skoðaður í heild, þ.e. fjög-
urra akreina vegur frá fyrir-
hugaðri Sundabraut að Vest-
urlandsvegi;
2. að gerð verði úttekt á
þeim möguleika að leggja
Hallsveg í stokk;
3. að hljóðstig vegna um-
ferðar verði reikna á hverri
hæð fyrir sig á fasteignunum
við Garðhús;
4. að sérstaklega verði
gerð grein fyrir og metin
samlegðaráhrif hávaða frá
Víkurvegi, Hallsvegi og
stórra gatnamóta;
5. að sérstaklega verði
gerð grein fyrir því hvernig
unnt sé að uppfylla kröfur
hávaðareglugerðar nr. 933/
1999, bæði innan- og utan-
húss, og metnar þær ráð-
stafanir, sem nauðsynlegar
eru til þess og áhrif þeirra á
umhverfið;
6. að úttekt verði gerð á
sjónmengun vegna hljóð-
manar auk annarra áhrifa
fyrir umhverfið og afstaða
hljóðmanar og hæð hennar
sýnd með tilliti til þeirra
krafna sem settar eru í
reglugerð nr. 933/1999 um
hávaða;
7. að útreikningar á dreif-
ingu mengunarefna og há-
vaða frá umferð á Hallsvegi
verði byggðir á vindrós fyrir
Grafarvog;
8. að gerð verði sérstak-
lega grein fyrir því hvernig
lýsingu verði háttað við
Hallsveg og áhrif birtu fyrir
íbúa nærliggjandi húsa.
Til vara er þess krafist að
hinum kærða úrskurði verði
breytt með því að umhverfis-
ráðherra mæli svo fyrir að
gatan verði ekki lögð norðan
við Garðhús. Verði hins veg-
ar fallist á lagningu Halls-
vegar frá Fjallkonuvegi að
Víkurvegi er gerð sú krafa
að mælt verði fyrir um að
vegurinn verði lagður í stokk
eða verði einungis tvær ak-
reinar. Ennfremur að tryggt
verði að hljóðstig frá umferð
um Hallsveg -verði ekki
hærra en 45 db við íbúðar-
hús við Garðhús og 30 db
innanhúss.
í kærunni er sagt að fyrir-
huguð framkvæmd brjóti
gegn ákvæðum laga um fjar-
lægð gatna frá íbúðarhúsum,
sem og reglugerðum um
hávaða.
Þá er sagt að framkvæmd-
in komi til með að gjör-
breyta öllum forsendum
varðandi framtíð fasteigna á
svæðinu og að ef hún nái
fram að ganga muni íbúarnir
leita aðstoðar dómstóla til að
vernda rétt sinn og eignir
sínar. Jafnframt er af hálfu
þeirra gerður áskilnaður um
bótarétt á hendur Reykja-
víkurborg af þessu tilefni.
Vilja að menn fylgi
reglum og vinni faglega
Jón sagði að ef menn
skoðuðu heildarframkvæmd-
ina myndu þeir komast að
því að mestu þrengslin væru
við Garðhús.
„Þetta er í raun flösku-
hálsinn og þar af leiðandi
knýr þetta á um betri varnir
gagnvart íbúum þessa svæð-
is. Við viljum því að það
verði betur tekið á þessum
málum, en gert er í frum-
skýrslunni.
Við erum ekki á móti
brautinni sem slíkri en við
viljum að hún verði gerð á
þeim forsendum sem eru
ríkjandi í dag, t.d. varðandi
umhverfisþætti. Við viljum
að menn fylgi þeim reglum
og reglugerðum sem gilda í
landinu og vinni faglega að
svona málum, en það hefur
alls ekki verið gert í þessu
tilfelli.
Við áttum fund með um-
hverfisráðherra þar sem við
fylgdum eftir okkar stjórn-
sýslukæru. Við fórum yfir
málið með henni og bindum
vonir til þess að hún taki
faglega á málinu og taki tillit
til okkar athugasemda, en
vænta má úrskurðar á næstu
dögum."