Morgunblaðið - 05.10.2000, Page 35

Morgunblaðið - 05.10.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 35 LISTIR TONLIST Salurinn SAMLEIKUR Á ÓBÓ OG PÍANÓ Peter Tompkins og Guðríður St. Sigurðardóttir fluttu verk eftir Vaughan-Williams, Madeleine Dring, Poulenc, Bozza, Saint-Saens og frumfluttu verk eftir Oliver Kentish. Þriðjudaginn 3. október. TÓNBÓKMENNTIR fyrii- óbó og píanó eru ekki miklar að um- fangi og þótt óbóið sé með elstu hljómsveitarhljóðfærunum kom það frekar seint til sem einleikshljóð- færi með ólíkum hætti og t.d. flaut- an, sem býr við töluvert ríkidæmi í þessum efnum. Það telst til nokk- urra tíðinda, að halda „tvfleikstón- leika“ á óbó og píanó en á vegum Tíbrár í Salnum verða haldnir nokkrir tvfleikstónleikar og voru tónleikar Peters Tompkins og Guð- ríðar St. Sigurðardóttur, sem haldnir voru í Salnum sl. þriðju- dagskvöld, aðrh’ í röðinni af níu ráðgerðum. Samkvæmt tónleika- skrá þeirri, sem gefin er út á veg- um Salarins, virðist vera komin fullnaðarskipan á starfsemi hússins sem tónleikahúss, þar sem ekki verður beðið eftir því að tónleika- KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK Bíóborgin Kl. 15.40 The Straight Story Kl. 15.55 The Loss of Sexual Innocence Kl. 16.00 Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 18.00 Buena Vista Social Club Kl. 20.00 Buena Vista Social Club, Cosi Ridevano, Fallen Angels Kl. 22.00 The Straight Story, Buena Vista Social Club Kl. 22.15 The Loss of Sexual Innocence Háskólabíó Kl. 18.00 Gorilla Bathes at Noon Kl. 20.00 Sweet Movie Kl. 22.30 The Filth and the Fury Regnboginn Kl. 16.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon, Miss Julie, Un Pont entre deux Rives Kl. 17.40 Ride with the Devil Kl. 18.00 Onegin Kl. 20.00 Princess Mononoke Kl. 22.00 Sozhou River Kl. 22.30 Condo Painting Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. FÁKAFENI 11, s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ goiu-ryu KARATE Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðin eru hafin Stundaskra: Börn byrjendur: Mán. og Föstud. kl. 18:1 Fullorðnfr byrjendur: Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467 Vel mótaður samleikur haldarar panti sér tíma í húsinu, heldur að fyrirtækið hafi þama frumkvæði að tónleikahaldi, sem er vænlegast til árangurs. Tónleikum vetrarins er raðað eftir gerð og flokkaðir sem tvfleikstónleikar, píanótónleikar, söngtónleikar, sam- leikstónleikar og við slaghörpuna. Tónleikar Peters Tompkins og Guðríðar St. Sigurðardóttur hófust á sex æfingum yfir ensk þjóðlög eftir Ralph Vaughan-Williams. Fjögur fyrstu lögin eru fremur hægferðug og fyrstu lögin frekar lítið unnin og teljast lögin ekki til þekktari enskra þjóðlaga. í því fimmta og sérstaklega í sjötta er skemmtilega leikið og mest unnið með þjóðlagið. Þarna gat að heyra líðandi og söngræna notkun óbósins sem Tompkins lék fallega með og naut hann góðrar aðstoðar Guðríð- ar. Madeleine Dring (1927-77) átti þarna þriggja laga svítu, músíkant- íska og vel unna, sem var léttilega leikin. Fyrir hlé var frumflutt þriggja kafla sónatína fyrir óbó og píanó eftir Oliver Kentish. Fyrsti kaflinn er vel gerð tónsmíð og margt gott að heyra í passakal- íunni, öðrum kaflanum, og síðustu tilbrigðin töluvert teknísk. Loka- kaflinn er nokkuð slitróttur, enda lofar tónskáldið í efnisskrá bót og betrun, að endursemja þann kafla. Að því loknu má eiga þarna von í mjög góðu íslensku einleiksverki fyrir óbó, sem ekki er vanþörf á. Verkið var í heild mjög vel leikið, sérstaklega fyrsti kaflinn, og margt lipurlega gert í passakalíukaflanum. Sónata fyrir óbó og píanó eftir Poulenc er aldeilis skemmtileg tónsmíð, bæði fyrsti kaflinn og sér- staklega annar kaflinn, skersó, þar sem Poulenc bregður á leik. Þarna var mest umleikis í samleik og var samstilling Guðríðar og Tompkins sérlega góð. Eugéne Bozza (1905- 1991) átti sniðugt leiktækniverk, Sveitasælufantasíu, op. 37, sem samin var sem prófstykki í óbóleik við Tónlistarskólann í París. í þessu verki sýndi Tompkins tækni sína og einnig í sérlega saklausri sónötu, op. 166, eftir Camille Saint-Saéns. Peter Tompkins er frábær óbó- leikari og er tónn hans mjúkur, ekki breiður en fínlega mótaður. Tækni hefur hann góða, eins og heyra mátti sérstaklega í sónötunni eftir Poulenc, sem var viðamesta verk tónleikanna, og leiktækniverk- inu eftir Bozza. Guðríður St. Sig- urðardóttir lék listavel á píanóið og var samleikur hennar og Tompkins einstaklega vel mótaður, svo að í heild, og ekki síst fyrir sónatínuna eftir Oliver Kentish, voru þetta skemmtilegir tónleikar. Jón Asgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.