Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Málefnaþing
SUS á Akureyri
HELGINA 6.-8.
október nk. mun Sam-
band ungra sjálfstæðis-
manna halda málefna-
þing sitt á Akureyri. Á
þinginu munu ungir
sjálfstæðismenn um
land allt koma saman
og marka stefnu sína í
öllum helstu málaflokk-
um. Yfirskrift þingsins
í þetta skiptið verður
„Frelsi einstaklingsins
- Frelsi þjóðar“. Yfir-
skrift þingsins á að
endurspegla þau mál-
efni sem ungir sjálf-
Sigurður Kári
Kristjánsson
stæðismenn telja að
hæst beri á íslandi
um þessar mundir.
Munu ungir sjálf-
stæðismenn m.a.
taka svokölluð
Evrópumál til gagn-
gerrar umfjöllunar á
þinginu og gera
grein fyrir afstöðu
SUS til aðildar ís-
lands að Evrópusam-
bandinu. Á undan-
förnum vikum hefur
mikið málefnastarf
átt sér stað innan
raða SUS og á má-
VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS
VELSTJÓRAR
VÉLFRÆÐINGAR
Fundur íil undirbúnings
endurnýjunar kjarasamnings
vélstjóra og vélfrœðinga
sem starfa íJrystihúsum og
verksmiðjum
verður haldinn
fimmtudaginn 5. október nk.
kl. 17.00 að Borgartúni 18,
Reykjavík.
Sjá heimasíðu: vsfi.is
Frelsi
Stefna SUS, segir
Sigurður Kári
Kristjánsson, hefur veg-
ið þungt við stefnumót-
un Sjálfstæðisflokksins.
lefnaþinginu mun afrakstur þess
starfs koma í ljós.
Mikilvægt tækifæri
fyrir ungt fólk
Málefnaþing SUS eru opin öllum
ungum sjálfstæðismönnum á land-
inu. Með þátttöku sinni í hinu
þróttmikla málefnastarfi sem þar
fer fram fá þátttakendur tækifæri
til að hafa áhrif á stefnu sam-
bandsins á næstu misserum. Auk
þess fá ungir sjálfstæðismenn
tækifæri til að inna ráðherra
flokksins álits á helstu stefnumál-
um sínum og til þess að segja álit
sitt á þeim málum sem ríkisstjórn-
in hyggst beita sér fyrir á komandi
þingi. Forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa alltaf sýnt mál-
efnaþingum SUS mikinn áhuga og
er þetta því kjörið tækifæri fyrir
unga sjálfstæðismenn til þess að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi við flokksforystuna, nú við
upphaf þingstarfa.
Stefnumótun
framtíðarinnar
Á þeim 70 árum sem Samband
ungra sjálfstæðismanna hefur ver-
ið starfandi hefur stefna Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna
vegið þungt við stefnumótun Sjálf-
stæðisfiokksins í landsmálum og
sveitarstjórnarmálum. Á málefna-
þingi eins og því sem nú er fram-
undan móta ungir sjálfstæðismenn
stefnu sína til framtíðar sem fram-
fylgt verður á næstu misserum,
innan Sjálfstæðisflokksins sem ut-
an hans. Mikilvægt er að sem
flestir ungir sjálfstæðismenn taki
þátt í þeirri stefnumótun, svo
stefna SUS endurspegli skoðanir
ungra sjálfstæðismanna um land
allt. Því skora ég á unga sjálfstæð-
ismenn að taka þátt í að marka
stefnu sambandsins með þátttöku
sinni á málefnaþingi SUS á Akur-
eyri um næstu helgi. Skráning á
þingið fer fram á skrifstofu SUS í
Valhöll og allar upplýsingar er
hægt að nálgast þar eða á vefsíðu
sambandsins, www.sus.is.
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Sameiningar-
viðræður Stiklu
og Línu.Nets
í Morgunblaðinu í
gær, 4. október, birtist
grein framkvæmda-
stjóra Línu.Nets ehf.
um nýlegar viðræður
vegna hugsanlegrar
sameiningar fyrir-
tækjanna Stiklu ehf.
og Irju ehf., sem bæði
hafa sett upp
TETRA-farstöðva-
kerfi hérlendis. Til
þess að lesendur
blaðsins hafi rétta
mynd af gangi mála
verður ekki hjá því
komist að upplýsa
nánar um forsendur
og efni viðræðnanna
og helstu niðurstöður.
Sameiningar-
viðræður
Óformlegar viðræður aðila höfðu
staðið í tæpa tvo mánuði áður en
formlegar viðræður hófust, um
miðjan ágúst sl., að fengnu sam-
þykki stjórna beggja fyrirtækja,
Stiklu og Línu.Nets. í upphafi við-
ræðna gerðu eigendur Stiklu Línu.-
Neti tilboð sem viðræðurnar skyldu
byggjast á og var það tilboð byggt á
áður fram komnum munnlegum
upplýsingum framkvæmdastjóra
Línu.Nets um fjárhagslega stöðu
Irju. Lína.Net samþykkti að hefja
viðræðurnar á þeim forsendum sem
fram komu í tilboðinu. Mikilvægt er
að hafa það í huga að fram komnar
upplýsingar framkvæmdastjórans
um stöðu Irju voru í raun grunnur
að tilboði eigenda Stiklu til Línu.-
Nets. Ein aðalforsenda sameining-
arviðræðna fyrirtækja er að bók-
hald beggja fyrirtækja liggi fyrir,
aðgengilegt og skýrt, og að ekki
leiki nokkur vafi á fjárhagslegri
stöðu aðila. Utprentanir úr bók-
haldi Stiklu voru lagðar fram í upp-
hafi viðræðna, með öllum hreyfing-
um í bókhaldi frá því að starfsemi
hófst fyrr á þessu ári. Lína.Net gat
því í upphafi séð nákvæmlega hver
staða Stiklu var, fjárhags- og eigna-
lega séð, jafnvel án sérstakrar bók-
haldsþekkingar. Lína.Net gat ekki
lagt fram hliðstæðar upplýsingar úr
bókhaldi Irju, reyndar benti flest til
þess að slíkt bókhald
væri ekki til, en væri
þess í stað að finna
innan bókhalds Línu,-
Nets. Lesendum er
bent á að hér er um að
ræða aðskilda lögaðila
sem hljóta að þurfa að
hafa aðskilið bókhald,
og að auki stundar
Irja samkeppnisrekst-
ur sem hlýtur að auki
að krefjast aðskilds
bókhalds frá bókhaldi
Línu.Nets.
Frá því að viðræður
hófust og þar til þeim
var slitið af hálfu
Stiklu voru haldnir
nokkrir fundir, og sátu fundina eftir
atvikum mismargir aðilar frá hvoru
fyrirtæki. Eftir því sem fundunum
fjölgaði breyttust áður nefndar
grunnupplýsingar framkvæmda-
stjóra Línu.Nets um stöðu Irju, þ.e.
sífellt komu fram nýjar, hækkandi
Fjarskipti
Hjá Stiklu erum við ekki
í vafa um, segir
Guðmundur Gunnars-
son, að eitt TETRA-
kerfí uppfylli þarfír
Islendinga.
tölur um þær skuldbindingar sem
Lína.Net taldi sig hafa tekist á
hendur vegna Irju. Raunar hafði sú
upphæð sem nefnd var í upphafi
meira en tvöfaldast þegar viðræð-
unum var slitið, og átti fram-
kvæmdastjóri Línu.Nets reyndar
erfitt með að samþykkja þak á
sömu upphæð. Mikil óvissa ríkti
einnig um önnur atriði, m.a. samn-
inga Irju við framleiðanda TETRA-
búnaðar síns, Motorola, við notend-
ur TETRA-þjónustu Irju o.s.frv.
Beiðnum Stiklu um hlutlausar út-
skýringar óvissuatriða var svarað á
þann hátt að Lína.Net teldi sig vita
best hvernig ætti að túlka samn-
Guðmundur
Gunnarsson
Þar sem gæði og gott verð fara saman...
Hjá okkur fæst mikið úrval af vönduðum fatnaði á hagstæðu verði. Nýjar vörur vikulega.
Einnig rafmagnstæki, sængur, gjafavara, trévörur og margt fleira.
0 Fullt af spennandi opnunartilboðum!
Meðal opnunartilboða,
Herrafrakkar, hlýfóðraðir: 12.900,-
Kuldagallar, barna frá: 3.500,-
Grófir Fleece jakkar: 3.900,-
Fleece jakkar frá: 2.500,-
Gallabuxnabolir: 990,-
Benzjakkar: 6.900,-
Skyrtur frá: 1.290,-
Bolir frá: 750,-
Verið velkomin!
Opið virka daga 10-18
og á laugardögum 10-16
Kuldagallar- . 7 5oo,-
Verð aðems K r..
ONýja
markaðstorgið
í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90