Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 52

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 52
52 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 UIVIRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Dvöl - úrræði í ' nútímaþjóðfélagi HÆGT og bítandi hafa fordómar gagn- vart geðsjúkum minnkað og er það vel. Það er samt langt í land með að „fríska“ fólkið vilji kynna sér sjúkdóminn. Það hugsar sem svo: „Þetta kemur mér ekki við.“ Mér finnst þessi hugsunarháttur rangur, hver veit hve- nær hann sjálfur eða einhver honum náinn lendir í hremmingum, líkamlegum eða and- legum. Nú nálgast óðum alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10. október. Því finnst mér það ekki úr vegi að stinga niður penna og vekja athygli á Dvöl í Kópavogi sem verður tveggja ára 9. október. Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða en er jafnframt fyrir þá einstakl- inga sem eiga við tímabundinn vanda að stríða á einn eða annan hátt. Athvarfið er í Reynihvammi 43, Kópavogi. Húsið er lítið og snoturt, í eldri kantinum en vel við haldið. Þegar inn er komið finnur maður fljótlega að það hefur sál og starfsfólkið er einstaklega alúðlegt. Greinilegt er að gagn- kvæm virðing ríkir milli gesta og starfs- fólks. í Dvöl getur fólk fengið hádegis- mat og kaffí á góðu verði. Athvarfíð Dvöl er rekið af Rauða kross- inum í Kópavogi, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og Kópavogsbæ. Opnunartími er frá kl. 9-16 virka daga. Sjálfboðaliðar sjá um að hafa opið 2-3 laugar- daga í mánuði frá kl. 13-16. Margt hefur verið í boði þessi tvö ár sem athvarfið hefur verið starfrækt sem fólk getur kynnt Sigurlaug Sveinsdóttir amlokufundur - samlokufundur Á öndverðum meiði um byggðastefnuna? Samlokufundur verður haldinn fimmtudaginn 5. október, kl. 12.05 í Verkfræðingahúsi að Engjateigi 9, Reykjavík. JDagskrá: Fjallað verður um byggðastefnuna, hver ávinningur I hennar er og hvert virðist stefna. Framsögumenn eru Kristinn Gunnarsson, alþingismaður og formaður Byggðastofnunar og Gylfi Magnússon, | dósent við Hagfræði- og viðskiptastofnun H.I. Félagsmönnum VFl og TFÍ verður boðið upp á samlokur og gos en aðrir geta keypt þær á sanngjörnu verði. r iikméi {•iitlrtlliiitilii Itliili Geðsjúkir Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða, segir Sigurlaug Sveinsdóttir, en er jafnframt fyrir þá einstaklinga sem eiga við tímabundinn vanda að stríða. sér ef það hefur áhuga. Það skal tekið fram að hver og einn kemur á eigin forsendum. Eg segi fyrir mig að ég hóf komu mína í Dvöl sem sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins og mæti alltaf á miðviku- dögum. Mér finnst svo mannbæt- andi að skreppa í Dvöl. Tilgangur með komu minni var að gefa eitt- hvað af mér til gesta hússins. Það hefur komið í ljós að ég fæ marg- falt til baka það sem ég gef bæði frá gestum og starfsfólki. Dvöl er þess virði að þið staldrið aðeins við og hugsið: „Kannski að ég líti við.“ Starfsfólkið er alltaf tilbúið til að hlusta og gefa góð ráð. Kannski viljið þið bara sitja, hlusta og tilheyra hópnum. Það gefur góða tilfinningu, maður finn- ur fyrir öryggi. Presturinn okkar kemur í heimsókn einu sinni í mánuði. Þar fyrir utan koma margir aðrir góðir gestir í heim- sókn. Að lokum, komið í heimsókn í Dvöl og njótið augnabliksins, það er þess virði. Höfundur er sjálfboðaliði oggestur í Dvöl. UNHVERFISVÆNAR GÓLFSÁPUR Ræstivórur Stangartiyl 4 110 Reykjavik Simi 501 4141 Við berum sjálf ábyrgð á eigin heilsu ABYRGÐIN á eigin heilsu er að verulegu leyti í höndum hvers og eins. Tæknivæddar heilbrigðisstofnanir eru góðar þegar til kasta þeirra kemur. Ennþá betra er þó að þurfa ekki á þjónustu þeirra að halda. Stefna Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) á sviði forvarna er ofarlega á baugi í heiminum á síðustu ár- um. Astæðumar eru ekki síst þessar: Ann- SigrúnGerða ars vegar síaukinn Gísladóttir kostnaður við heilbrigð- isþjónustu í ríkjum hins vestræna Heilsuvernd Fólk ræður sjálft miklu, segír Sigrún Gerða Gísladóttir, um eigin heilsu og eigin líðan. heims. Hins vegar ástandið í þróun- arríkjunum svokölluðu, þar sem víða er ekki einu sinni lágmarksþjónusta fyrir hendi. Þess vegna hafa sjónir manna beinst að nýjum leiðum til að stuðla að heilbrigði almennings - leið- um sem væru í senn árangursríkar og langtum ódýrari en þær hefðbundnu. Meðal þess, sem árangursríkast hefur reynst, er að virkja áhuga og samtakamátt fólks. Á þeim grund- velli byggist verkefnið „Heilsubær- inn Bolungarvík“, sem hófst formlega í byrjun þessa árs. Samfélagið í Bol- ungarvík er sérlega hentugt til að sannreyna slíka stefnu með heilsuefl- | A L H L 1 Ð A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR • Fjárhagsbókhald I Sölukerfi ) Víðskiptamanna kerfi l Birgðakerfi ) Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi I Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Siðumúla 15-Sími 568-2680 ingar-/þróunarverkefni. Markmiðið er að fólkið sjálft vakni til vitundar um ábyrgð sína á eigin heilsufari og geri sér grein fyrir þeim spam- aði fyrir samfélagið sem heilbrigðir lifnaðar- hættir hafa í för með sér. Með öðrum orðum: Að almenningur taki málin í sínar hendur í stað þess að treysta í blindni á forsjá kerfis- ins. Með þessu er síður en svo verið að draga úr gildi hinnar tækni- væddu heilbrigðisþjón- ustu. Hins vegar er fjármagnið ekki ótakmarkað. Heilsuefling hjá fólkinu sjálfu er einfaldlega árangursrík leið til þess að peningarnir nýtist betur. Islendingar eru vel upplýst þjóð og þess vegna ætti að vera auðvelt að koma þessum boðskap á framfæri og í framkvæmd hérlendis. Það er ánægjulegt hversu vel og ákveðið bæjaryfirvöld í Bolungarvík styðja þetta mál. Það mætti verða öðram sveitarfélögum til eftirbreytni. Hér er ekki verið að boða neina skyndilausn. Þvert á móti. Árangur- inn næst með því að hugarfarið breytist og fólk temji sér heilsusam- legri lifnaðarhætti. Ekki bara í dag og á morgun, ekki með hamagangi í eina viku og svo búið, heldur til fram- búðar. Forvamir á þessu sviði skila sér hægt og sígandi en árangurinn er varanlegur. Til þess að forvarnir nái árangri er ekki nóg að vinna inni á lokuðum stofnunum. Vinnan þarf að fara fram úti í samfélaginu, úti á meðal fólksins - reyndar af fólkinu sjálfu, til þess að árangur náist. Fólk þarf að taka höndum saman. Samtakamátturinn er undirstaða árangurs. í þessu efni er Bolungarvík alveg kjörinn staður. Bolvíkingar hafa í heila öld verið þekktir fyrir samstöðu og samheldni. Bærinn er hæfilega stór til þess að hægt sé að ná til allra. Vissulega er þetta líka hægt í miklu stærri byggðarlögum en þá væri e.t.v. æskilegt að einbeita sér að af- mörkuðum hópum eða samtökum innan þeirra. Kjami málsins er sá, að fólk ræður sjálft miklu um eigin heilsu og eigin h'ðan. Með því að standa vörð um eig- ið heilbrigði er jafnframt verið að greiða götu þeirra sem þurfa nauð- synlega á þjónustu heilbrigðiskerfis- ins að halda. Hér er einfaldlega verið að leggja í sameiginlegan sjóð. Höfundur er íljúkrun.lrforstjóri Heilsugæslustöðvar Bolungarvíkur. strrunn.is séð da^leiga símnotkun” Þínarsíðurá siminn.is eru þinn eigin þjónustufulltrúi á Netinu. Þargeturðu sinnt viðskiptum þínum við Símann ogfylgst með stöðu símreikningsins heiman frá þér. Þínar síður - þjónustufulltrúinn þinn á Netinu FVLCST MED OAGlEGRi SÍMNOTKUN | GREIOSLUYFIRUT j SKOÐA LAUS SÍMANÚMCR } S4EKJA UM VMSA SÉRÞJÓNUSTU OG MARCT FLEIRA W • Sl W I N K

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.