Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 57 SKOÐUN þjóðavæðingin neyða íslandinga til að taka upp einhverja heimstungu vilji þeir búa við sæmileg lífskjör. En það er alls ekki öruggt að al- þjóðavæðing haldi áfram. Eins og frægt er orðið sálaðist alþjóðavæð- ingin fyrri í kreppunni miklu. Systir hennar, alþjóðavæðingin síðari, get- ur leitt til alvarlegrar efnahags- kreppu ef trúa má þeim George Soros og David C. Korten. Markað- j urinn virkar ekki nema til séu skýrt Iafmörkuð lög sem ríkið eða svipuð stofnun getur séð um að fylgt sé, segja þeir kumpánar. Pessu er ekki að heilsa á hinum alþjóðlega fjár- málamarkaði og litlar líkur eru á að til verði alþjóðastofnanir sem geti komið í stað ríkisvaldsins. Korten telur lausnina m.a. vera þá að styðja staðbundin markaðskerfi. Verði Jjessi lausn ofan á er til lítils fyrir Islendinga að skipta um mál, málskipti þjóna engum tilgangi nema alþjóðavæðingin haldi áfram. Það er kominn tími til að líta á hina siðferðilegu hlið þessara mála. „Margur verður af aurum api“, því má velta fyrir sér hvort aukin hag- sæld hafi eflt lífssæld íslendinga. Islendingar voru örugglega sautján milljörðum krónum fátækari fyrir þrjátíu áruri síðan, samt var hægt að ganga um götur Reykjavíkur án þess að eiga á hættu að fá hníf í j bakið. Ekki var eiturlyfjum heldur ' fyrir að fara í neinum mæli og mað- ur spyr sig „höfum við gengið til j góðs..“ Svar mitt er ;,nei“ og aftur „nei“! Ef ástandið á Islandi og öðr- um Vesturlöndum er á einhvern hátt afleiðing aukins hagvaxtar þá ber að berjast gegn honum. þá er best að vera án þessara milljarða sem Benedikt heldur að við græð- um á málskiptunum. Svo má nefna að til eru verðmæti sem mölur og ryð fá ei grandað. Að tala hina fornu tungu vora hefur mikið gildi | fyrir flesta íslendinga þótt það | kunni að kosta fé. Ekki bætir úr skák að hagsæld- arpælingar að hætti Benedikts gætu orðið manngildinu hættuleg- ar. Ef við eigum að meta hina ólík- legustu hluti, þ.á m. móðurmálið, með efnahagslegum hætti gætum við fullt eins farið að meta mannslíf til fjár. Væri þá ekki réttast að láta stúta gamlingjum, fötluðum, sjúkl- ingum og dópistum? þeir eru aug- ljóslega dragbítar á hagvöxt, ætli þeir kosti ekki þjóðarbúið svo sem sautján milljarða króna á ári? Af ofansögðu má sjá að málskipti yrðu efnahagslegt og siðferðilegt glapræði. Staðhæfingar Benedikts um kostnað af íslensku eru fullkom- lega út í hött og á mörkum þess að vera siðlausar. þess utan má hann skilja að í sérhverju tungumáli er fólgin heimsmynd og að mannkynið j getur grætt á því að til séu margar heimsmyndir því í þeim býr mikil ! þekking. Þekkingin er undirstaða * atvinnulífsins og við getum ekki vit- að fyrir fram hvers konar þekking er hagkvæmust. Hvern hefði grun- að fyrir nokkrum árum að ætt- fræðiþekking gæti orðið ábatasöm? Kanadíski heimspekingurinn Charles Taylor hefur lög að mæla er hann líkir mál- og menningar- heildum við vistkerfi. Fækkun mál- heilda er skaðvænleg fyrir mann- kynið allt alveg eins og fækkun vistkerfa er lífríkinu hættuleg. Þess vegna gera Islendingar bæði mann- kyninu og sjálfum sér gagn með því að varðveita íslenska tungu. Lokaorð Vonandi skilja menn ekki orð mín svo að ég telji Benedikt alls varnað. Hann heldur vel á penna og kann góð skil á mörgu. Því er þess furðu- | legra að hann skuli setja fram svo | vanhugsaðar staðhæfingar. Helst I grunar mann að honum sé ekki I fyllilega alvara, að hann sé að leika sér að hugmyndum. En hann má vita að fjöregg þjóða eru ekki leik- föng nema síður sé. Fjöregg eru brothætt, allt, allt of brothætt. 1 Hún birtist í „Greinar af sama meiði helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum“, rit- sjórar Baldur Sigurðsson, Sigurður Kon- ráðsson og Örnólfur Thorsson, Rannsóknar- I stofnun KHÍ, Reykjavík 1998. Höfundur kennir heimspeki í Noregi. 0 U5 0 HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is Sérhönnuð vatnsglös Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 FÖRÐUNARVÖRUR • HRÍSGRJÓNAPÚÐUR Le Clerc á Paris depuis 1881 Fimmtudaginn 5. október kynning í Hringbrautarapóteki Líttu við - Fáðu göð ráð Svanhildur í Silfurtungli kynnir og farðar Dæmi um gæði . S7 Sparperur á tilboði nú 390 kr. stk. bæklingur um lýsingu óður 590 kr. verð aöeins 190 kr. Sparperur endast tíu sinnum lengur og eyba Skínandi hugmyndir og leiðbeiningar 80% minna rafmagni en venjulegar perur. um lýsingu á heimili og vinnustaö.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.