Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.10.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 63 MINNINGAR hópurinn og samferðamennimir kveðja einn af öðrum. Við sem búum hér í litla firðinum söknum þeirra allra og við munum sakna Alberts Stefánssonar. Berti minn, ég vil fyrir mína hönd og bama minna þakka samfylgdina. í Miðgarð gátum við alltaf leitað, jafnt í gleði sem sorg. Kærar þakkir, elsku Guðrún mín, böm, tengdaböm og bamaböm. Við sendum ykkur hugheilar samúðar- kveðjur. Sóley Sigursveinsdóttir. Miðgarður á Fáskrúðsfirði er ekki bara orðið tómt. Það hús hefur verið sannkölluð miðja í lífi margra þar eystra, svo og í lífi mínu og fjölskyldu minnai’. Þar tóku húsráðendur á móti okkur örskömmu eftir að við komum þangað fyrst og hafa reynst okkur vinir alla tíð síðan og að auki verið börnum okkar sem afi og amma, eins- og reyndar fleiri í þeim bæ. Fyrir slíka vináttu þakkar maður ekki í fá- umorðum. í Miðgarði hefur margur þegið heimboð; ekki bai’a nákomnir fasta- gestir heldur líka ferðamenn sem leið hafa átt um þennan fjörð einu sinni ævinnar eða tvisvar; og allir notið sömu hlýju og vinsemdar þeirra hjóna Guðrúnar og Alberts, og gleyma ekki. í sameiningu hafa þau gefið gestum sína alla þá ánægju sem af einni heimsókn má hafa, því auk veitinga einsog gerast höfðingleg- astar á íslenskum heimilum er veitt af viskubrunni einnig; sagðar sögur og tíðindi úr nútíma jafnt sem frá eldri tíð, og fróðleikur margskonar um menn og atburði, og staðinn. Þá töl- uðu hjónin bæði, ýmist sitt í hvoru lagi eða tvö í senn, en allt með þeim hætti að maður vildi ekki af neinu missa. Þau fjölluðu iðulega um sama efni hverju sinni enda samrýnd hjón; en stundum sagði hann frá fjalli en hún af fjöru og var þá galdur mikill að greina allt en missa einslds. En ást- vinir þeirra hjóna láta nú í Ijósi von um að notið megi frásagna Guðrúnar langa hríð um leið og við lýsum sökn- uði okkar yfir þögninni hinumegin stofuborðsins. Heimilið að Miðgarði er að sönnu einsog hnattræn miðja líka, því það mundi sóma sér sem fyrirmyndar- heimili í hverri borg í hverju landi. Það ber vitni miklum kostum þeirra hjóna beggja; handavinnu og hugar- vinnu fólks sem kann til allra verka, og ekki síst ævistarfi húsbóndans sem fór víða um höf í sextíu ár. Full- orðna fólkið nýtur sín í björtum stof- um með fagurri útsýn yfir fjörðinn og bömin fá sína ævintýramiðju uppá lofti þar sem er engu minni gleði að hafa en í skemmtigörðum í útlöndum. Einnig þar má líta vandað handverk Alberts og greina þann hug sem skip- stjórinn bar til hafsins. Löngu eftir að ég kynntist hús- bóndanum og gestgjafanum Alberti og var orðinn einsog einn úr fjöl- skyldunni að mér fannst réðst ég til afleysinga sem kokkur undir hans skipstjóm á Ljósafellið tímabundið. Þá varð ég áskynja þeirrar virðingar og væntumþykju sem bátsmenn bám til hans og ég skildi fljótt hvers vegna; og lýsa má með einu litlu atviki. Það var siður á Ljósafellinu og er kannski víðar að matsveinninn færði skip- stjóranum kaífi uppí brú að morgni, enda hefur þá sá fyrmefndi sofið en hinn staðið sína vakt. Láðst hafði að fræða mig um þennan part starfans, en vitaskuld varð enginn var við mis- brestinn annar en skipstjórinn sjálf- ur. En það var liðið langt á annan túr að morgunkaffíþorstinn fékk hann til að segja undirmanni sínum nýjum frá þeirri hefð. Og til þess valdi hann orð og hafði viðmót manns er virðir og metur sína menn, sem jafningja. Enda verða þeir um leið ekki bara undirmenn, heldur vinir, einsog raun sannar. Miðgarður verður áfram miðja meðan húsíreyjan heldur þar um. Sögum fækkar nú um helming en andi húsbóndans hverfur ekki því heimilið verður ávallt vitnisburður um samhent hjón og farsælt lífsstarf þeirra beggja. Megi Guðrúnu og bömum þeirra Alberts famast sem best í breyttum Miðgarði; hvar á landi sem er. Gunnar Þorsteinn Halldórsson. Orgelstund í hádeginu Safnaðarstarf NÚ í vetur verður boðið upp á orgel- tónlist í Neskirkju kl. 12 í hádeginu á fimmtudögum. Þar leika til skiptis Reynir Jónasson organisti Nes- kirkju og Jónas Þórir organisti Mosfellskirkju á hið nýja orgel Nes- kirkju í u.þ.b. 15 mínútur, en í lokin er síðan ritningarorð og bæn. í dag kl. 12 ríður Jónas Þórir á vaðið og leikur verk eftir ýmsa höfunda. Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju Marta G. Halldórsdóttir sópran- söngkona mun syngja í kyrrðar- stund í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudaginn 5. október, við undir- leik Harðar Askelssonar. Á hverjum fimmtudegi eru kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju kl. 12 á hádegi. Flutt er tónlist, texti úr ritningunni íhugaður og að lokinni athöfn í kirkjunni er boðið upp á léttan máls- verð á vægu verði. Einu sinni í mán- uði í vetur verða fengnir einsöngv- arar eða einleikarar sem leika með organista til að auka á fjölbreytnina. Áskirkja Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handayfirlagningu og smurning. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Foreldra- og barnamorgnar kl. 10-12. Svala djákni les fyrir eldri börnin. Söng- stund með Jóni Stefánssyni. Endur- minningafundur karla kl. 13-14.30. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.06. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel fyrstu 10 mínúturnar. Að lok- inni samveru er léttur málsverður í boði í safnaðarheimili. Samvera eldri borgara kl. 14. Prestshjónin Katrín Eyjólfsdóttir og sr. Bragi Friðriksson koma í heimsókn og segja sögu sína. Kaffiveitingar og stjórnun er í umsjá þjónustuhóps Laugarneskirkju, kirkjuvarðar og sóknarprests. Kósý í kirkju kl. 20.30. Opinn saumaklúbbur. Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 20 í kjallara Neskirkju. Árbæjarkirkja. TTT-starf 10-12 ára í Ártúnsskóla kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10-12. Digraneskirlga. Leikfimi ÍAK kl. 11. Foreldramorgnar kl. 10-12. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Safnaðarfélag Digraneskirkju kl. 20. Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor, flytur erindi um áhrif ofbeld- is í fjölmiðlum á börn og unglinga. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samvemstundir, heyrum guðs orð og syngjum með t Faðir okkar og bróðir, ÁGÚST GRÉTAR JÓNSSON, Skúlagötu 72, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 6. október kl. 13.30. Friðrik Ágústsson, Sigrún Þórey Ágústsdóttir, og systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, VALUR FANNAR gullsmiður, Hlégerði 37a, Kópavogi, andaðist á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi sunnudagsins 1. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 6 . október kl. 15.00. Hanna Aðalsteinsdóttir. Halldór Fannar, Þór Fannar, Heimir Fannar, Valur Fannar, Hanna Mjöll Fannar, Fríður Garðarsdóttir, Guðrún Markúsdóttir, Cheryl Fannar, Guðlaug Tryggvadóttir, Brynjólfur W. Karlsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SÍMONARDÓTTIR MELSTEÐ frá Vatnskoti í Þingvallasveit, áður til heimilis á Rauðarárstíg 3, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 6. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Sigursteinn G. Melsteð, Hanna Ingólfsdóttir, Pétur G. Melsteð, Jónína G. Melsteð, Gunnar H. Gunnarsson, Laufey Erla Kristjánsdóttir, Hrefna Þorbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. börnunum. Kaffisopi og spjall, alltaf brauð og djús fyrir börnin. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30-17 í safnaðar- heimilinu Borgum. Kvenfélag Hallgrímskirlgu. Fundur verður í kvöld, fimmtudag 5. október kl. 20. Gestur fundarins verður Pétur Pétursson útvarpsþul- ur. Gestir velkomnir. Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfj arðarki rkj a. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op- ið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonar- höfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Opið hús fyrir 9-12 ára krakka kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bænastund kl. 22. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10-11.30 foreldramorgnar. Sam- verustundir foreldra ungra barna. Fyrsta samvera. Kl. 14.30 helgi- stund á Heilbrigðisstofnun, dag- stofu 3. hæð. Heimsóknargestir vel- komnir. Kl. 17.30 TTT-starfið í umsjón Ólafs Jóhanns. Keflavíkurkirkja. Fermingar- undirbúningur kl. 14.50-17 í Kirkjulundi. Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT- starf í fyrsta skipti í dag kl. 17 í um- sjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur. Þetta starf er ætlað börnum 10-12 ára og verur á fimmtudögum í vet- ur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÁGÚSTSSON bifvélavirki, Dvergabakka 24, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 6. október kl. 15.00. Helga Eiríksdóttir, Ágúst Magnússon, Sigríður S. Eiríksdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Víglundsson, Jenný Magnúsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir sendum við þeim, sem auð- sýndu stuðning og samúð við fráfall og útför móður okkar, ömmu, tengdamóður, systur og mágkonu, ERLU GUÐMUNDSDÓTTUR lögg. skjalaþýðanda og dómtúlks, Hringbraut 100, áður Hátúni 25, Keflavík. Vilborg Gunnarsdóttir, Thomas Jablonski, Björk Gunnarsdóttir, Leif Huzell, Dagmar Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Gunnar M. Gunnarsson, María Kamál Gordonsdóttir, Guðmundur Emil Jóhannsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Magnússon, Ásthildur Guðmundsdóttir, Garðar Steinsen og fjölskyldur. + Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS S. WELDING, Fagrabæ 9. Auður Vigfúsdóttir Welding, Snorri F. Welding, Viðar F. Welding, Kristín F. Welding, tengdabörn og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.