Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 21 NEYTENDUR Meira en lielmingur bruna í fyrra var af völdum rafmagns Aðgæsluleysi og bilað- ur rafbúnaður orsök 89% rafmagnsbruna AÐGÆSLULEYSI og gamall og bilaður rafbúnaður orsökuðu 89% þeirra bruna sem urðu af völdum rafmagns árið 1999, að því er kemur fram í skýi-slu rafmagns- öi-yggisdeildar Löggildingarstofu um bruna af völdum rafmagns. Löggildingarstofa tók þátt í 127 brunarannsóknum með lög- reglu árið 1999 og af þeim reynd- ust 75 brunar hafa orðið af völd- um rafmagns, eða 59%. Helmingur rafmagnsbruna í einbýlis- og tvíbýlishúsum Tveir þriðju hlutar rafmagns- bruna árið 1999, eða 50, urðu á heimilum, þar af nær helmingur í einbýlis- og tvíbýlishúsum. 25 þeirra urðu af völdum gamals eða bilaðs rafbúnaðar, en röng notk- un tækja orsakaði 25 þeirra. I skýrslunni segir að af þeim 25 brunum sem urðu á heimilum af völdum rangrar notkunar tækja, hafi 23 þeirra orðið í eldhúsum og þá einkum vegna eldavéla. Fólk gleymir að slökkva á eldavélinni Helsta ástæða þeirra virðist vera sú að fólk gleymi að slökkva á eldunartækjum að notkun lok- inni. Þegar brunar á heimilum eru bornir saman við bruna í öðru Orsök bruna út frá hitatækjum, vélum og hreyflum fyrir heimili og skrifstofur árið 1999 . pf’* bilaoureða í Röng gallaður i 1 notkun Dúnaður Sanitals % Hitatæki, matargerð ails: 23 4 27 52 Hitaplötur ogofn 22 1 23 44 iðnnur rafhitunartæki í eldhúsi 1 3 4 T) Hitatæki alls: 3 9 12 23] Rafmaansofn 0 4 4 8 Aðrjr ofnar 0 1 1 2 ! Önnur hitatæki 3 4 7 13 Kælar, þvottav. og fleira alls: 0 13 13 251 Kælir og frystir 0 1 1 2 iÞvottavél 0 7 7 13 | Þurrkari, þurrkskápur 0 2 2 4 lUppþvottavél 0 3 3 6 i húsnæði, vekur það athygli að heimilin skera sig verulega úr hvað varðar aðgæsluleysi og ranga notkun rafmagnstækja. Eins og áður sagði varð helm- ingur rafmagnsbruna á heimilum af völdum rangrar notkunar tækja en af þeim tuttugu og fimm rafmagnsbrunum sem urðu ann- ars staðar en á heimilum urðu að- eins 4 vegna rangrar notkunar tækja. Oinnpakkað sælgæti í verslunum Seljendur eiga að geta veitt upplýsingar uminnihald Nýtt iðnfyrirtæki á Siglufírði með nýjungar í matargerð Framleiðir brauð- og kökublöndur SÁ HÁTTUR hefur gjarnan verið hafður á hin síðari ár að börn eigi sinn sérstaka „nammidag" í viku hverri. Þá fá þau gjarnan smápen- inga frá forráðamönnum, fara í söluturna og kaupa sér sælgæti sem yfirleitt er óinnpakkað. Eng- ar innihaldslýsingar né geymslu- þolsmerkingar blasa við á ílátum sem höfð eni undir óinnpakkað sælgæti. „Erfitt getur verið að nálgast upplýsingar um innihaldslýsingar á óinnpökkuðu sælgæti,“ segir Svava Liv Edgarsdóttir, matvæla- fneðingur á matvælasviði Holl- ustuverndar ríkisins. Seljandinn á að geta veitt kaupandanum upplýsingar um innihald á súkkulaði- og sælgætis- vörum sem dreift er án umbúða enda eiga innihaldslýsingar að vera á þeim umbúðum sein vörunum er dreift í í verslan- jmj, irnar að sögn Svövu. „Nú er að verða æ al- gengara að sjá sælgæt- isrekka í verslun- um þar sem sæl- gætið er selteftir 'v* vig^; og neytandinn velur sér sjálf- ur ** í pokann. I slíkum til- vikum er upplagt að líma innihaldslýs- inguna á lokin á boxunum," segir hún. Þarf samþykki framleiðanda eða dreifanda Þá skal tekið fram að seljanda er ekki heimilt að ijúfa neytenda- umbúðir og selja vöruna óinn- pakkaða í stykkjatali nema með samþykki framleiðanda eða dreif- anda. Meginreglan er alltaf sú að neytandinn á að geta fengið upp- lýsingar um innihald vörunnar á staðnum. „Samkvæmt merkingar- reglugerð númer 588/1993 um merkingu, kynningu og auglýs- ingu matvæla er ekki skylt að gefa upp nettóþyngd fyrir kakó- og súkkulaði vörur sem vega minna en 50 grömm. Það sama gildir um sykur og sykurvörur," segir Svava og bætir við að ekki sé skylt að gefa upp nettóþyngd vöru sem seld er í stykkjatali eða vigtuð að kaupandanum viðstöddum. Morgunblaðið/Þorkell Seljanda er ekki hcimilt að ijúfa neytendaumbúðir og selja vöruna óinnpakkaða í stykkja- tali nema með samþykki fram- leiðanda eða dreifanda. Ekki skylt að geymsluþolsmerkja Hvað geymsluþols- merkingar varðar er ekki skylt að til- greina geymsluþol þegar um er að ræða kakó- og súkkulaði- vörur eða sælgæti sem nær einvörðungu er gert úr bragðbætt- um og/eða lituðum sykri. Það sama á við um tyggigúmmí eða hliðstæðar tyggivörur. „Ekki er heldur skylt að til- greina geymsluþol þegar um er að ræða einstaka einingar af ís þar sem geymsluþol kemur fram á ytri uinbúðum." NÝLEGA hóf nýtt iðnfyrirtæki, F-61, starfsemi á Siglufirði en fyr- irtækið er þessa dagana að kynna nýjungar í brauð- og kökugerð. „Um er að ræða brauð- og köku- blöndur og engu þarf að bæta við nema vatni,“ segir Baldvin Ingi- marsson, bakari og annar tveggja eiganda F-61. „Að baki liggur mik- ið rannsókna- og þróunarstarf en alfarið er byggt á íslenskum upp- skriftum og er íslenskt hráefni notað að eins miklu leyti og hægt er.“ Kornax sér um sölu og dreifingu á blöndunum og þessa dagana er verið að ganga frá samningum á sölu þeirra í allar helstu matvöru- verslanir landsins. Lyftistöng fyrir atvinnulífið Eigendur F-61 eru hjónin Bald- vin Ingimarsson bakari og Hrefna Svavarsdóttir. „Starfsmenn fyrir- tækisins eru þrír en þeim mun væntanlega fjölga fái framleiðslan góðar viðtökur," segir Baldvin og bætir við að hann vonist til þess að F-61 reynist lyftistöng fyrir at- vinnulífið á Siglufirði. I byrjun verða á boðstólum þrjár gerðir af brauðblöndum; fjallabrauð, jöklabrauð og ítalskt brauð en ætlunin er að bjóða upp á fleiri gerðir af brauðblöndum í ná- innþframtíð. „Aður þurfti fólk að vigta sex til tíu tegundir í brauðvél en nú er allt í einum og sama pokanum, það eina sem vantar er vatnið. Hver og einn getur síðan bragðbætt brauð- in eftir eigin höfði, t.d. með þurrk- uðum tómötum, sveppum, ólífum eða hvítlauk." Fyrir þá sem ekki eiga brauðvél er hægt að baka brauðið eða boll- Stór Humar Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 urnar í venjulegum bökunarofni þótt það kosti aðeins meiri vinnu. Bæklingm- mun vera gefinn út um það sérstaklega. „Kökublöndurnar sem verða í boði eru súkkulaðibitakaka, brún- kaka, marmarakaka, jólakaka og sódakaka. Um er að ræða hefð- bundnar formkökur en formið fylgir með í pakkanum ásamt öll- um þurrefnum og olíu. Innihaldinu er hrært saman við vatn, deiginu hellt í formið og því stungið í bök- unarofn." á Grand HÓtel Íí da§ Olíugjald í stað þungaskatts Hvers vegna er olíugjald á dísilolíu skynsamlegra en þungaskattur? Hvers vegna eru ríkið og olíufélögin svona treg til að breyta? Hvaða áhrif hefur upptaka olíugjalds varðandi mengun, rekstur lítilla dísilbíla, vörudreifingu út á land eða jeppaflotann? Hvernig á að innheimta olíugjaldið? Frummælendur: • Umhverfislegur ávinningur: Þórður H. Ólafsson, Umhverfisráðuneytinu. • Olíugjald eða þungaskattur - kostir og gallar: Eyrún Ingadóttir, Samtökum landflutningamanna. • Litun dísilolíu og kostnaður vegna þess: Greg J. Thorne, Rohm & Haas. • Framfarir í smíði dísilvéla: Ásgeir Þorsteinsson, Fræðslum. bílgr. • Neikvæð áhrif þungaskattsins: Runólfur Ólafsson, FÍB. • Innheimta olíugjalds: Jón Guðmundsson, íjármálaráðuneytinu. Fyrirspurnum verður svarað úr sal að loknum framsöguerindum. Fundarstjóri: Árni Sigfússon, formaður FlB. Olíugjald í stað þungaskatts Grand Hótel, í dag fimmtudag 12. október ld. 14-17. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.