Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Morgunblaðið/Þorkell
Frá riístjórnarskrifstofum Politika, þar sem tölvurnar hafa ekki hafið innreið sína á öllum dcildum blaðsins.
Skipt um ham
Morgunblaðið/Þorkell
Slavitsa Cedic, einn settra ritsljóra Politika: „Reksturinn er í rúst, sl. tíu
ár hefur ekkert verið hirt um hann, öll áherslan hefur verið á að boða
stefnu stjórnvalda.
FLÝTIRINN var svo mikill á
Dragan Antic þegar hann
yfirgaf ritstjómarskrifstof-
ur dagblaðsins Politika síðdegis sl.
fimmtudag að honum gafst ekki
einu sinni tími til að klára úr viskí-
glasinu. Klukkustund síðar voru
starfsmenn blaðsins komnir aftur
inn á skrifstofur þess eftir að hafa
tekið þátt í mótmælum gegn
Slobodan Milosevie frá hádegi.
Skömmu eftir miðnætti var nýju
Politika dreift ókeypis til vegfar-
enda. Það, eins og raunar landið
allt, hafði tekið stakkaskiptum. Hin
lýðræðislega bylting sem hefur far-
ið eins og eldur í sinu um Serbíu,
hafði náð til dagblaðsins sem hafði
verið harðlínumálgagn stjórnvalda
í ráman áratug.
Antic hefur ekki sést í viku og í
hans stað eru nú þrir ritstjórar yfir
blaðinu, sem ekki hafa gefíð sér
tíma til að klára úr flöskunni sem
Antic skildi eftir. Þeir eru hluti ell-
efu manna ritstjórnar en það er að-
eins hluti feiknastórs fjölmiðlafyr-
irtækis er rekur sjónvarps- og
útvarpsstöð, nokkur dagblöð og
vikublöð um ýmis málefni og hefur
um 2.000 manns á launaskrá.
En flaggskip Politika er engu að
síður dagblaðið sem var stofnað ár-
ið 1904 og er ein af stofnunum
serbnesks samfélags, virt dagblað
og vinsælt þar til fyrir þrettán ár-
um að afskipti stjórnvalda af rit-
stjórnarstefnu blaðsins ýttu óháðri
stefnu út af borðinu. Ritstjórarnir
horfa nú fram á nýja og betri tíma,
þótt því fari fjarri að öll vandamál
séu að baki.
Fjárhagur blaðsins er í rúst,
ekki er sátt á meðal blaðamann-
anna um ritstjórnarstefnu þess og
eignarhald þess er ekki alveg ljóst.
„Nú skiptir þó mestu að koma
blaðinu út, við höfum lagt nótt við
dag í viku að halda útgáfunni
áfram, svo að ekki komi bakslag í
seglin," segir
Slavitsa Cedic, ritstjóri inn-
lendra málefna og viðskiptafrétta.
Hún segir að í næstu viku verið
skipuð 15 manna framkvæmda-
stjórn blaðsins, sem verði mikill
léttir, því blaðamenn viti mest lítið
um rekstur. „Við viljum halda
áfram að skrifa, i þrettán ár höfum
við skrifað að vilja stjómvalda, nú
viljum við skrifa eins og okkur hef-
ur dreymt um allan þennan tíma.“
Grátið af gleði
Atburðir sl. fimmtudags voru
dramatískir þótt ekki hafi komið til
ofbeldis eins og við hús rikissjón-
varps- og útvarps, sem var brennt
og ráðist á sjónvarpsstjórann.
Starfsmenn Politika höfðu gengið
út á hádegi til að taka þátt í mót-
mælunum gegn Milosevic og Antic
og fimmtán manna ritstjórn setið
eftir til að koma blaðinu út. Er þeir
gerðu sér grein fyrir hvað var að
gerast við sjónvarpshúsið, sáu þeir
sitt óvænna og flýðu, skildu allt
eftir i opna gátt.
„Þegar við sáum árásina á sjón-
varpshúsið flýttum við okkur að
Politika byggingunni tilað verja
„Lýðræðisleg bylting“ á
sér nú stað í fyrirtækj-
um um alla Serbíu. Urð-
ur Gunnarsdóttir og
Þorkell Þorkelsson
heimsóttu fyrrverandi
málgagn Milosevic,
dagblaðið Politika í
Belgrad.
hana, þar sem við óttuðumst að
hennar biðu sömu örlög. Þegar við
sáum ritstjórnarskrifstofurnar yf-
irgefnar flýttum við okkur inn,
nokkrir tóku að sér að gæta bygg-
ingarinnar og öryggisverðir frá
stjórnarandstöðunni bættust fljót-
lega í hópinn. Þetta var um kl. 18.
Antic og hinir fimmtán höfðu út-
búið blað sem beið prentunar en
við ákváðum að gera nýtt, skiptum
liði og kl. eitt um nóttina var búið
að prenta nýtt Politika, sem við
dreifðum ókeypis.
Á forsíðunni stóð stórum stöfum
„Lýðræðið kemur til Serbíu“ og
Cedic segir stemmninguna hafa
verið ótrúlega, gamlir starfsmenn
hafi hópast að um kvöldið og er
blaðið var tilbúið, hafi menn komið
saman og hreinlega grátið af gleði.
Daginn eftir beið hins vegar það
verkefni að skipa ritstjóra og ræða
ritstjórnarstefnuna, sem gekk
hreint ekki átakalaust fyrir sig.
„Þeii’ voru margir sem vildu alls
ekki að Politika yrði sjálfstætt og
óháð blað en við sem börðumst fyr-
ir því vorum í meirihluta," segir
Cedic.
Ekki eins hötuð og sjónvarpið
Hún kveðst ekki telja að þessi
ágreiningur muni valda erfiðleik-
um, hún voni að minnihlutinn sjái
að sér eða hverfi á braut ella. Sú
hafi verið raunin með fyrrum rit-
stjórn blaðsins. „Fimmtán manna
hópurinn sem réð ritstjórnarstefn-
unni fyrir umbreytinguna sneri aft-
ur daginn eftir yfirtökuna. í fyrstu
sátu þeir sem lamaðir, þeir voru
raunar svo hræddir að þegar
blaðamaður gekk að einum þeirra
og bað um símann hans, átti við
númerið, rétti maðurinn henni
farsímann sinn orðalaust. Þetta
varði ekki lengi, okkur varð fljót-
lega ljóst að þeir voru að leggja á
ráðin um yfirtöku svo við áttum
ekki annars úrkosta en að vísa
þeim út í byrjun þessarar viku.
Sumir þeirra fóru vandræðalaust
en nokkrir höfðu í hótunum við
okkur. Það kom þó ekki til þess að
bera yrði þá út með valdi.
Cedic útskýrir hin hröðu um-
skipti á Politika með því að hún,
eins og svo margir aðrir hafi verið
búnir að bíða eftir þeim í þrettán
ár af þeim 22 sem hún hafi verið
blaðamaður. Hún hafi oftar en einu
sinni íhugað að hætta þegai- henni
var skipað að skrifa lygar til að
breiða yfir gjörðir stjórnvalda en
hún hafi einfaldlega þurft að hafa í
sig og á og því hafi hún ákveðið að
halda áfram.
Það kann að virðast einkennilegt
að aðeins ein rúða skuli hafa verið
brotin í húsi Politika sama dag og
ráðist var að ríkissjónvarpshúsinu
með jarðýtu, það brennt og sjón-
varpsstjórinn barinn. Skýring
Cedic er sú að sjónvarpið hafi verið
hataðra en Politika þar sem áróð-
urinn hafi einfaldlega verið meiri
og verri. Stjórnmálamennirnir hafi
haft meira dálæti á sjónvarpinu en
blaðinu og að ríkissjónvarpið hafi
orðið að tákni stjórnvalda.
Reksturinn í rúst
Cedic og hinir ellefu í aðalrit-
stjórn blaðsins hafa haft í nógu að
snúast, því auk þess að halda út-
gáfunni áfram reyna þau að átta
sig á rekstrinum sem er í molum.
Blaðið kom út í um 170.000 eint-
aka, þar af var um 100.000 dreift
til opinberra stofnana, stjórnvalda
og hersins. Stjórn blaðsins vonast
til þess að hin nýja ritstjórnar-
stefna verði til þess að auka söluna
til frambúðar svo hægt verði að
rétta fjárhag þess við. „Sl. tíu ár
hefur ekkert verið hirt um rekstur-
inn, öll áherslan hefur verið á að
boða stefnu stjórnvalda."
Politika er að meirihluta til í
eigu ríkisins. 35% eru almennings-
eign og hin 65% skiptast á milli
þriggja jafnstórra hópa; starfs-
manna blaðsins, einkafyrirtækja og
einstaklinga og svo ríkisfyrirtækja.
Til stendur að einkavæða 35%
fljótlega og segist Cecic ekki telja
neina hættu á því að einn aðili
komi höndum yfir fjölmiðlasam-
steypuna Politika, þar sem reglur
fyrirtækisins komi í veg fyrir
meirihlutaeign eins aðila.
Ekki þarf þó að leita langt á
Balkanskaga að dæmum um illvíg
átök á dagblöðum, rétt eins og öðr-
um fyrirtækjum, þegar fyrrverandi
og núverandi starfsmenn takast á
um réttinn til að vinna og jafnvel
reka fyrirtækið. Þó nokkrir fyrr-
verandi blaðamenn hafa þegar
bankað upp á hjá Politika, sem hef-
ur tilkynnt þeim að þeir verði að
sýna þolinmæði. „Eg sé enga
hættu í því fólgna að þeir komi aft-
ur á blaðið. Hér er rúm fyrir alla,“
segir Cedic, sem er farin að ókyrr-
ast, enda þarf að koma út blaði á
morgun. „Við höfum ekki enn
misst drifkraftinn sem greip okkur
sl. fimmtudag, við höfum ekki tíma
til þess. Nú síðast lagði Róttæki
flokkur Sjesjeljs til að Politika yrði
að almenningseign að nýju, það
sannar að við verðum að halda bar-
áttunni áfram.
Árangursmælingar í nýju hagkerfi!
- eru aðferðir eins og EVA (Economic Value Added) og Balanced Scorecard úreilar?
Námsstefna Stjórnunarfélags Islands
• Nýjar aðferðir við að mæla árangur í rekstrí fyrirtækja
• Nýjar aðferðir við að mæla árangur starfsmanna
• Áhrifytri þátta á árangursmælingar
• Hvernig ber að skiigreina árangur?
Staður: Hótel Loftleiðir, þingsalur 1
Þriðjudagur, 17. október
Tími: 09:00- 12:30
Námsstefnan fjallar um takmarkanir hefðbundinna
aðferða við árangursmælingar og nýjar tölfræðilegar
aðferðir sem falla betur að hinu "nýja hagkerfi". Farið
verður yfir nokkur dæmi um gamlar og nýjar aðferðir.
Eru mælistikurnar sem við notum í dag úreltar?
Fyrirtæki hafa á undanförnum árum tekið í notkun ýmsar
aðferðir við árangursmælingar með mismunandi árangri.
Vandamálið felst etv. ekki í mælistikunum, heldur tengist
því hvernig mælingar eru framkvæmdar. Nokkur
framsækin fyrirtæki hafa nú tekið upp aðferðir sem miða
að því að bæta við hinar hefðbundnu aðferðir
tölfræðilegum líkönum sem taka tillit til hagkerfisins,
markaðsaðstæðna og samkeppni.
Stjornunarfélag
islands
Námsstefnan höfðar til allra
fyrirtækja sem vilja ná
mælanlegum árangri!
Fyrirlesari:
Patrick Finegan er frumkvöðull
í notkun EVA greiningar við
árangursmat. Finegan er
framkvæmdastjóri Finegan and
Company og fyrrverandi
meðeigandi í Stern Stewart and
Co. þar sem hann stjórnaði
fyrirtækja og markaðsþjónustu ásamt því að leiða
rannsóknir þeirra á sviði EVA greiningar. Finegan er
með BA gráðu frá Northwester University og MBA próf
og JD frá University í Chicago.
Skráning hafinl! Stjórnunarfélag íslands,
sími: 533-4567 og stjornun@stjornun.is
Finegnn hélt fyrirlestur um érnngursmat í fyrirtæk)
i nóvemher 1999 og vaktí erindi hans
HOTEL LOFTLEIÐIR.
Logafold
Tveggja íbúða eign. Vorum að fá í einkasölu á frábær-
um stað 180 fm efri hæð ásamt tvöföldum 55 fm bíl-
skúr og ca 85 fm séríbúð á neðri hæð. Yfir íbúðinni á
efri hæð er ca 70 fm óinnréttað risloft sem gefur mikla
möguleika. Nýtt glæsilegt baðherbergi, nýjar hurðir
og parket. Frábær staðsetning. Hagstæð áhvílandi
lán. Verð 23,5 millj. 4574
Kambasel 4ra herb.
( einkasölu glæsileg ca 95 fm íbúð á annarri hæð í
glæsilegu tveggja hæða litlu fjölbýli. Sérþvottahús.
Parket. Möguleiki að nýta 50 fm óinnréttað ris. Hús
og sameign í toppstandi. Hússjóður aðeins 3.500 kr.
Verð 11,5 millj. 2447
Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27,
sími 588 4477