Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 37
Morgunblaðið/Jim Smart
Lilja Pálmadöttir myndlistarkona við veggmyndina.
Afhenti Bókasafni
Garðabæjar veggmynd
MYNDLISTARKONAN Lilja
Pálmadóttir afhenti Bókasafni
Garðabæjar veggmynd sína Hugar-
flug sl. þriðjudag. Lilja vann lista-
verkið, sem er hefðbundin kalk-
freska múruð inn í ryðfrí stálform,
að beiðni þáverandi forstöðumanns
bókasafnsins á einn vegg safnsins í
húsnæði þess við Garðatorg.
í umsögn sinni um verkið segir
Lilja m.a. „Veggmyndir eru í eðli
sínu hluti af arkitektúr og umhverfi
og leitast við að taka þátt í því. Verk-
ið Hugarflug er gert fyrir bókasafnið
og afmarkast m.a. af tveim bóka-
hillum.í hillunum er fjöldi bóka og í
bókunum eru ótal hugsanir. Verkið
Hugarflug á að tákna þessar hugsan-
ir. Þær fljúga út úr bókunum, ólíkar
að lögun og svífa á milli bókahilln-
anna, sumar léttar og leikandi en
aðrar gráar og þungar."
Lilja stundaði nám í myndlist og
veggmyndagerð við Parsons School
of Design New York á árunum 1988-
1991, Escola Superior de Arte Mass-
ana Barcelona 1995-1997, og við
Central Saint Martins London, 1998.
Opnar sýningu á
ljósmyndum
EGILL
Sæbjörnsson
opnar sýningu á
ljósmyndum á
veggnum í gall-
erí@hlemmur,
laugardaginn
14. okt klukkan
17.
Egill hefur
fengist við ljós-
myndun, tölvu-
tengda mynd-
list, „perform-
ansa“ og inn-
setningar á
undanförnum árum en hann út-
skrifaðist úr fjöltæknideild MHI
(nú LÍ) vorið 1997. Hann býr nú og
starfar í Þýskalandi auk þess að
vera virkur þátttakandi í mynd-
listarlífi Reykjavíkur. Sýndar verða
ljósmyndir úr seríu sem nefnist
Heimabúdda og er frá árinu 1998.
í texta frá Agli segir: „Stúlkan á
stóran púða sem henni finnst gott
að sitja á þegar hún horfir á sjón-
varpið. Henni líkar vel við þennan
púða. Ég vildi ná þeirri tilfinningu
að líða vel, að eiga heimili, að eiga
sér griðastað, hvort sem það er í
hlutveruleikanum eða í huga
manns. Eins og fugl býr sér til
hreiður. Stundum gleymi ég að
hirða um sjálfan mig, gæta að eigin
tilfinningum og þá líður mér eins og
ég sé búinn að tapa öllu. Vegna
þess að ég hef ekki vökvað litlu
plönturnar í bakgarðinum. Verkið
hefur ekkert með búddisma að
gera. það fjallar um heilræna vel-
ferð og vellíðan".
Sýnir átta ný olíumálverk
EYJÓLFUR Ein-
arsson opnar
málverkasýningu
í listsalnum Man,
Skólavörðustíg
14, laugardaginn
14. október kl.
15. Sýnir hann
átta ný olíumál-
verk.
Fjörutíu ár
eru síðan Eyjólf-
ur sýndi fyrst
opinberlega og
si'ðan hefur hann
haldið yfir tutt-
ugu sýningar
hér heima og er-
lendis.
Sýningin
stendur til 29.
október og er
opin virka daga
frá kl. 10-18 og
á sunnudöguni
kl. 13-18.
Eitt verka Eyjólfs, Allt er í heiminum hverfult,.
Kynning á
sjölum og
flókahúfum
SNEGLA listhús stendur fyrir
kynningu á handofnum sjölum og
flókahúfum eftir Guðrúnu J. Kol-
beins laugardaginn 14. október.
Guðrún lauk námi frá MHÍ 1985
og hefur unnið að textíllist síðan.
Hlutirnir sem sýndir eru, eru úr
100% ull og litaðir með jurtalitum.
Snegla listhús er á horni Klapp-
arstígs og Grettisgötu. Af-
greiðslutími er virka daga kl. 12-
18 og laugardaga kl. 11-15.
oroblu@sokkar.is www.sokkar.is
skrefi framar
Haust-/vetrarlínan
2000-2001 er komin
Kynning í dag í LYFJU Lágmúla kl. 14-18
og í LYFJU Kópavogi kl. 14-18.
20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum.
Tilboð gilda einnig í
I LYFJU Hafnarfirði og LYFJU Laugavegi. _
Cb LYFJA
Lágmóla 5, sími 533 2300
jftvmigo
COMCUtKOa
SUNWAY
TREZtTA
aönguskór
_SPRAY
WAY
VGflRMIM
bgiðbyfV
SEGLAGERÐIN
EINNIG í SEGLAGERÐINNI:
Seglagerðin Ægir hefur um árabil saumað hin
geysivinsælu rjúpnavesti fyrir veiðimenn sem gera
kröfur. Veiðivestið er vandað og notadrjúgt og
hentar vel við íslenskar aðstæður.
ÆGIR
• 101 REYKJAVÍK
2200 • F A X 511 2211
EYJARSLÓÐ 7
SIMI 511
Rjúpnapoki 5.995
Rival SPRAYWAY JAKKI
2 laga HydroDry öndunarfilmu
mjög léttur jakki 14.900
Legghlífar BRETEX öndunartilma 3.995
Gönguskór Cristallo
toppleður með öndunarfilmu 14.900
DUOFOLD nærfatnaður
Göngusokkar LORPEN
með ullarblöndu 999
Göngubuxur SUNWAY
stretch efni, vindtejandi 13.900
Hllfðarbuxur VANGO
meö öndunarfilmu 4.990
Skotg rifflur
Húfur
Áttavitar
GPS tæki; GARMIN
Vandað og traust rjúpnavesti
sem íslenskar rjúpnaskyttur
mæla með.
• Vestið er úr rauðum,
sterkum og vönduðum nylondúk.
• Þrjú stór hólt - eitt að framan
og tvískipt að aftan.
• Axlir eru klæddar með ekta leðri.
• Vestið tekur allt að 50 rjúpur.
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS