Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 39
LISTIR
Pompei að nóttu til
MINJAR fornu borgarinnar Pomp-
ei á Ítalíu sjást hér upplýstar að
nóttu til og er þessi nýi ljósabúnað-
ur hluti verkefnisins Lýsum listir
Pompei.
Til stendur að koma enn frekari
Ijósabúnaði fyrir á svæðinu því frá
og með árinu 2002 á að vera hægt
að bjóða ferðamönnum að skoða
þessa fornu rómversku borg í ná-
grenni Napolí að nóttu jafnt sem
degi.
Hláturgas
Læknaskop á
Suðurnesjum
FARANDSÝNINGIN Hláturgas
verður sett upp á tíu sjúkrahúsum
víðsvegar um landið á árinu 2000 í
boði lyfjafyrirtækisins Glaxo
Wellcome á íslandi. Níundi og
næstsíðasti áfangi sýningarinnar
verður opnaður á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja föstudaginn 13.
október kl. 15 og stendur til 11.
nóvember. Það er íslenska menn-
ingarsamsteypan ART.IS sem
stendur að þessari farandsýningu.
Hláturgas kemur í framhaldi af
sýningunni Lífæðar sem sett var
upp á ellefu sjúkrahúsum hringinn
í kringum landið árið 1999 af ís-
lensku menningarsamsteypunni
ART.IS, en hún samanstóð af verk-
um eftir nafnkunna myndlistar-
menn og ljóðskáld.
Hugmyndin að baki þessum sýn-
ingum er að lífga upp á yfirbragð
sjúkrastofnana og gera þannig
sjúklingum og aðstandendum dvöl-
ina þar bærilegri.
Sýningin verður næst á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í Fossvogi 17.
nóvember-16. desember 2000.
y<M-2000
Fimmtudagur 12. október
V
LISTASAFN REYKJAVÍKUR -
HAFNARHÚSIÐ
Café9.net
16-18: CONTinENT Virtual Homma-
ge CONTinENT er verkefni þar sem
20 listamenn frá Brussel, Heisinki
og París hafa gert sérstök vefverk.
Röðin er nú komin að finnska lista-
manninum Kristian Simolin sem
mun kynna 3 minnismerki sem
hann hefurgert fyrir Brusseiborg.
18-20: Contre la Peur (Mót óttan-
um) Hér vinna listamenn í mörgum
löndum saman að því að skapa í
sameiningu skáldverk/sögur um
óttann fyrir vefinn.
Þrjú kvöld ræða listamenn saman í
gegnum spjallrásir fyrir tilstilli
„ WebCam" og búa til skáldskap
um óttann með þátttöku áhorf-
enda. íslenskir tistamenn munu
taka þátt í ferlinu í Hafnarhúsinu.
www.cafe9.net
Boðið upp á tölvunámskeið/-verkstæði
Afraksturinn settur upp á sýningu
Cafe9.net í Listasafni Reykjavík-
ur - Hafnarhúsi býður laugar-
daginn 14. október til tölvunám-
skeiðs/tölvuverkstæðis fyrir
„börn“ á aldrinum 6 til 107 ára
þar sem þeim verður kennt að
vinna með sérhannaðan hugbún-
að Haraldar Karlssonar sem
gengur undir heitinu IVCP. Bún-
aðurinn virkar í stórum dráttum
á hljóð og mynd en með því að
framkvæma ólíkar hreyfingar,
t.d. kasta upp boltum, hlaupa á
hlaupabretti, sveifla kaðli og svo
framvegis má hafa áhrif á og
breyta hljóði og mynd.
Námskeiðið er ókeypis. Það
stendur yfir frá kl. 12 -16 og er
ætlað tuttugu „börnum“. Daginn
eftir, sunnudaginn 15. október,
munu Haraldur og „börnin" sýna
afrakstur vinnu sinnar í Hafnar-
húsinu milli kl. 14 og 16. Sam-
bærileg námskeið munu eiga sér
stað í Bergen, Brussel, Helsinki
og Prag á sama tíma og verður
afrakstur „barnanna" í öllum
borgunum sýndur í Hafnarhús-
inu á sunnudaginn. Viðburðir
verða ýmist sýndir einir sér eða
fléttað saman þannig að úr verð-
ur mikið sjónarspil.
Skráning á námskeiðið hefst
fimmtudaginn 12. október frá kl.
10:00 í síma 552-6131 þar sem
einnig er hægt að fá nánari upp-
lýsingar. Óskað er eftir að börn
yngri en 10 ára séu í fylgd með
fullorðnum.
Sprengi
tilbod!
O pttr á kr,
3ja daga tilboð
fimmtudag - föstudag - laugardag
á öllum barnaskómi
afsláttur
Nike, Adidas, Ecco, Victory, Ponny,
Intenze, Babybotte, Roots, Zappers
EURO SKO
Kringlunni 8-12 • sími 568 6211
Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420
Hlutafjárútboð
Kaupþings hf.
10. 12. OKTÓBER
Skráning fer fram á www.kaupthing.is
og lýkur í kvöld kl. 20.
Útboðs- og skráningarlýsingu má nálgast í afgreiðslu
Kaupþings eða á www.kaupthing.is.
1
KAUPÞING
Ármúli 13A | 108 Reykjavík | sími 515 1500 j fax 515 1509