Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.10.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 39 LISTIR Pompei að nóttu til MINJAR fornu borgarinnar Pomp- ei á Ítalíu sjást hér upplýstar að nóttu til og er þessi nýi ljósabúnað- ur hluti verkefnisins Lýsum listir Pompei. Til stendur að koma enn frekari Ijósabúnaði fyrir á svæðinu því frá og með árinu 2002 á að vera hægt að bjóða ferðamönnum að skoða þessa fornu rómversku borg í ná- grenni Napolí að nóttu jafnt sem degi. Hláturgas Læknaskop á Suðurnesjum FARANDSÝNINGIN Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 2000 í boði lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome á íslandi. Níundi og næstsíðasti áfangi sýningarinnar verður opnaður á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja föstudaginn 13. október kl. 15 og stendur til 11. nóvember. Það er íslenska menn- ingarsamsteypan ART.IS sem stendur að þessari farandsýningu. Hláturgas kemur í framhaldi af sýningunni Lífæðar sem sett var upp á ellefu sjúkrahúsum hringinn í kringum landið árið 1999 af ís- lensku menningarsamsteypunni ART.IS, en hún samanstóð af verk- um eftir nafnkunna myndlistar- menn og ljóðskáld. Hugmyndin að baki þessum sýn- ingum er að lífga upp á yfirbragð sjúkrastofnana og gera þannig sjúklingum og aðstandendum dvöl- ina þar bærilegri. Sýningin verður næst á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 17. nóvember-16. desember 2000. y<M-2000 Fimmtudagur 12. október V LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚSIÐ Café9.net 16-18: CONTinENT Virtual Homma- ge CONTinENT er verkefni þar sem 20 listamenn frá Brussel, Heisinki og París hafa gert sérstök vefverk. Röðin er nú komin að finnska lista- manninum Kristian Simolin sem mun kynna 3 minnismerki sem hann hefurgert fyrir Brusseiborg. 18-20: Contre la Peur (Mót óttan- um) Hér vinna listamenn í mörgum löndum saman að því að skapa í sameiningu skáldverk/sögur um óttann fyrir vefinn. Þrjú kvöld ræða listamenn saman í gegnum spjallrásir fyrir tilstilli „ WebCam" og búa til skáldskap um óttann með þátttöku áhorf- enda. íslenskir tistamenn munu taka þátt í ferlinu í Hafnarhúsinu. www.cafe9.net Boðið upp á tölvunámskeið/-verkstæði Afraksturinn settur upp á sýningu Cafe9.net í Listasafni Reykjavík- ur - Hafnarhúsi býður laugar- daginn 14. október til tölvunám- skeiðs/tölvuverkstæðis fyrir „börn“ á aldrinum 6 til 107 ára þar sem þeim verður kennt að vinna með sérhannaðan hugbún- að Haraldar Karlssonar sem gengur undir heitinu IVCP. Bún- aðurinn virkar í stórum dráttum á hljóð og mynd en með því að framkvæma ólíkar hreyfingar, t.d. kasta upp boltum, hlaupa á hlaupabretti, sveifla kaðli og svo framvegis má hafa áhrif á og breyta hljóði og mynd. Námskeiðið er ókeypis. Það stendur yfir frá kl. 12 -16 og er ætlað tuttugu „börnum“. Daginn eftir, sunnudaginn 15. október, munu Haraldur og „börnin" sýna afrakstur vinnu sinnar í Hafnar- húsinu milli kl. 14 og 16. Sam- bærileg námskeið munu eiga sér stað í Bergen, Brussel, Helsinki og Prag á sama tíma og verður afrakstur „barnanna" í öllum borgunum sýndur í Hafnarhús- inu á sunnudaginn. Viðburðir verða ýmist sýndir einir sér eða fléttað saman þannig að úr verð- ur mikið sjónarspil. Skráning á námskeiðið hefst fimmtudaginn 12. október frá kl. 10:00 í síma 552-6131 þar sem einnig er hægt að fá nánari upp- lýsingar. Óskað er eftir að börn yngri en 10 ára séu í fylgd með fullorðnum. Sprengi tilbod! O pttr á kr, 3ja daga tilboð fimmtudag - föstudag - laugardag á öllum barnaskómi afsláttur Nike, Adidas, Ecco, Victory, Ponny, Intenze, Babybotte, Roots, Zappers EURO SKO Kringlunni 8-12 • sími 568 6211 Skóhöllin • Bæjarhrauni 16 • Hf. • sími 555 4420 Hlutafjárútboð Kaupþings hf. 10. 12. OKTÓBER Skráning fer fram á www.kaupthing.is og lýkur í kvöld kl. 20. Útboðs- og skráningarlýsingu má nálgast í afgreiðslu Kaupþings eða á www.kaupthing.is. 1 KAUPÞING Ármúli 13A | 108 Reykjavík | sími 515 1500 j fax 515 1509
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.